Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 MINNISBLAÐ LESENDA MORGUNBLAÐIÐ veitir les- endum sínum að venju upplýs- ingar um heilsugæslu, sérleyf- isferðir, strætisvagna og aðra þjónustu um bænadaga og páska. Slysadeild Slysadeild og sjúkravakt Borg- arspítalans eru opnar allan sólar- hringinn og sinna slysa- og neyð- artilfellum. Sími Slysadeildar er 696640. Læknisþjónusta Heigarvakt lækna er frá kl. 17 á miðvikudegi fyrir páska til kl. 8 á þriðjudagsmorgni eftir páska. Símanúmer vaktarinnar er 91-21230. Veittar eru upplýsingar um læknavakt og lyfjabúðir í síma 18888 sem er símsvari Læknafé- lags Reykjavíkur. Tannlæknavakt Neyðarvakt er milli kl. 10 og 12 eftirfarandi daga: skírdag hjá Guðrúnu Gunnarsdóttur, Ármúla 26, Rvík., sími 684377; föstudag- inn langa hjá Gunnari Erling Vagnssyni, Hamraborg 5, Kóp., sími 642288; laugardaginn fyrir páska hjá Hafsteini Eggertssyni, Garðatorgi 3, Garðabæ, sími 656588; páskadag hjá Ingigerði Guðmundsdóttur, Ármúla 24, Rvík., sími 678941; annan páska- dag hjá Ingunni Mai Friðleifsdótt- ur, Rauðarárstíg 40, Rvík., sími 12632. Allar upplýsingar um neyðar- vaktina og hvar bakvaktir eru hverju sinni ef um neyðartilfelli er að ræða eru lesnar inn á sím- svara 681041. Slökkvilið Slökkviliðið í Reykjavík hefur símann 11100, slökkviliðið í Hafn- arfirði 51100 og slökkviliðið á Akureyri 22222 Lögreglan Lögreglan í Reykjavík hefur símann 699010 og 699000 en neyðarsími hennar er 11166 og upplýsingasími 699020. Lögregl- an á Akureyri er í síma 23222, í Kópavogi 41200 og Hafnarfirði .51166. Sjúkrabifreiðar í Reykjavík er hægt að leita aðstoðar sjúkrabifreiða í síma 11100, í Hafnaríírði 51100 og Akureyri 22222. Lyfjavarsla Á skírdag verður opið í Garðs- apóteki og á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í Breiðholtsapóteki allan sólar- hringinn. Að auki verður opið í Apóteki Austurbæjar frá kl. 9 til 22 laugardaginn fyrir páska. Bilanir Bilanir í hitaveitu, vatnsveitu og gatnakerfi tilkynnist til Vélam- iðstöðvar Reykjavíkur í síma 27311. Þar verður vakt allan sól- arhringinn frá skírdegi til annars í páskum. Símabilanir er hægt að tilkynna í síma 05 frá kl. 8 til 24 alla daga. Rafmagnsveita Reykja- víkur er með bilanavakt allan sól- arhringinn í síma 686230. í neyð- artilfellum fara viðgerðir fram eins fljótt og auðið er. Guðsþjónustur Tilkynningar um guðsþjónustur eru á bls. 62-63. Skrá yfir ferm- ingarbörn er á bls. 66-70. Afgreiðslutími verslana og söluturna Leyfilegt er að hafa verslanir opnar frá kl. 9 til 16 laugardaginn Tyrir páska en að öðru leyti verða þær lokaðar um páskana. Söluturnar mega vera opnir á skírdag, laugardag fyrir páska og annan í páskum til kl. 23.30 en verða að venju iokaðir á föstudag- innlanga og páskadag. Afgreiðslutími bensínstöðva Bensínstöðvar verða lokaðar á föstudaginn langa og páskadag. Á skírdag og annan páskadag eru þær bensínstöðvar, sem alla jafna eru opnar til kl. 23.30, opnar milli kl. 7.30 og 16 en þær, sem alla jafna eru opnar til kl. 20, eru opnar milli kl. 10 og 15. Almenningsvagnar bs. Á skírdag er ekið eins og helgi- daga samkvæmt leiðabók. Föstu- daginn langa og á páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið eins og helgidaga samkvæmt leiðabók. Annan í páskum er ekið eins og helgidaga samkvæmt leiðabók. Engir næturvagnar verða um páskahelgina. Strætisvagnar Reykjavíkur Á skírdag er akstur eins og á sunnudögum. Föstudaginn Ianga hefst akstur kl. 13 og er ekið samkvæmt sunnudagstímatöflu en daginn eftir er ekið eftir venju- legri laugardagstímatöflu. Á páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið samkvæmt sunnudags- tímatöflu. Annan í páskum er akstur eins og á sunnudögum. Heijólfur hf. og Akraborg Á skírdag verður farið frá Vest- mannaeyjum kl. 8.30 og frá Þor- lákshöfn kl.13 en á föstudaginn langa er engin ferð. Laugardaginn fyrir páska verður farið frá Vest- mannaeyjum kl. 8.30 og frá Þor- lákshöfn kl. 13. Á páskadag er engin ferð en annan í páskum verður farið frá Vestmannaeyjum kl. 14 og frá Þorlákshöfn kl. 18. Akraborgin fer 4 ferðir á skír- dag, laugardaginn fyrir páska og annan í páskum, þ.e. frá Akra- nesi kl. 8, 11, 14 og 17 og frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 og 18.30. Engar ferðir verða farn- ar á föstudaginn langa og páska- dag. Langferðabifreiðar Eins og undanfarin ár eru pásk- ar ætíð miklill annatími hjá sér- leyfishöfum enda fólk mikið á ferðinni. Fjölmargar aukaferðir verða því settar upp, aðallega á lengri leiðum. Á skírdag er ekið samkvæmt venjulegri áætlun á flestum leið- um en aukaferðir eru til og frá Hólmavík, Höfn í Hornafirði, Króksfjarðarnesi og í Biskupst- ungur. Á föstudaginn langa og páska- dag er ekki ekið á lengri leiðum en ferðir eru til og frá Borgarnesi og Akranesi, Hveragerði/Sel- fossi/Eyrarbakka/Stokkseyri og Þorlákshafnar. Annan í páskum er yfirleitt ekið samkvæmt sunnudagsáætlun en aukaferðir eru til og frá Akur- eyri, í Biskupstungur, Hólmavík- ur, Hafnar í Hornafirði, í Búðar- dal, Króksfjarðarnes og Reykhóla svo og á Snæfellsnes. Allar nánari upplýsingar um akstur sérleyfisbifreiða um pásk- ana veitir BSÍ í síma 91-22300. Vegaeftirlit Símsvari Vegaeftirlits veitir upplýsingar um færð á helstu vegum í síma 91-631500 og í •græna númerinu 996316. Vega- eftirlitið verður einnig með vakt frá kl. 8 til 12 á skírdag, laugar- daginn fyrir páska og annan páskadag. Tilkynningarþjónusta fyrir ferðamenn Ferðamenn geta hringt í síma 686068 allan sólarhringinn og látið vita um ferða- og tímaáætlun sína þannig að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir komi þeir ekki fram á réttum tíma. Eru ferð- amnn hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu hvort heldur sem um er að ræða stuttar eða langar ferðir. Þjónusta þessi er rekin af Landsbjörg, landssambandi björg- unarsveita, í samvinnu við vakta- fyrirtækið Securitas, ferðafólki að kostnaðarlausu. Opnunartími íþróttamannvirkja Laugardalslaug, Vesturbæjar- laug, Breiðholtslaug og Sundhöll- in verða opnar frá kl. 8 til 17.30 á skírdag og annan páskadag en frá kl 7.30 til 17.30 laugardaginn fyrir páska. Lokað verður á föstu- daginn langa og páskadag. Skautasvellið í Laugardal verð- ur opið milli kl. 10 til 18 á skír- dag, laugardaginn fyrir páska og annan páskadag. Lokað verður föstudaginn langa og páskadag. Skíðasvæðin í Bláfjöllum, Skála- felli og Hengli verða opin frá kl. 10 til 18 alla dagana en opnunar- tíminn þar og á skautasvellinu er með fyrirvara um veður. Upplýs- ingarnar eru með fyrii-vara um veður. Upplýsingar um skauta- svellið eru veittar í símsvara 6S5533 og skíðasvæðin 801111. Morgunblaðið/Þorkell Sálfræðibókin RITSTJÓRAR Sálfræöibókarinnar, dr. Hörður Þorgilsson og dr. Jakob Smári, blaða i bókinni, sem er 946 blaðsíður að stærð. SáJfræðibók um íslenskan veruleik komin út hjá Máli og menningn ISUZXJ vörubílagrindvir árgerö '92 á bagstæöu veröi Burðargeta á grind firá þremur til sex tonn, einnig 4x4 BÍLHEIMAR ISU2U Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 ISU2U ræn vandamál barna og ung- linga. Um þroskafrávik og fötlun skrifa þeir Evald Sæmundsen, Páll Magnússon, Tryggvi Sigurðsson, Guðmundur Arnkelsson, Jónas Halldórsson, Gylfi Baldursson og Wilhelm Norðfjörð. Sigtryggur Jónsson fjallar um kynmótun, sam- skipti kynjanna og kynlíf. Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal skrifa um hjónaband og fjöl- skyldu. Um samskipti, viðhorf og for- dóma rita Friðrik H. Jónsson og Jakob Smári. Sölvína Konráðs og Þuríður Hjálmtýsdóttir fjalla um vinnuna. Hörður Þorgilsson, Jakob Smári, Júlíus Björnsson og Þuríður Jónsdóttir skrifa um persónuleik- ann og Sæmundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson um streitu og heilsu. Um tilfinningar og til- finningalega erfiðleika fjalla Ei- ríkur Örn Arnarson, Gylfi Ás- mundsson, Jakob Smári, Lárus Blöndal, Margrét Ólafsdóttir, Hörð- ur Þorgilsson og Sigurjón Björns- son. Um ávana og stjórnleysi skrifa Auður R. Gunnarsdóttir, Ævar Árnason, Ása Guðmunds- dóttir, Einar Gylfí Jónsson, Ásgeir R. Helgason og Jakob Smári. Heið- dís Valdimarsdóttir, Tómas Zoega, Gísli Á. Þorsteinsson, Margrét Bárðardóttir, Bjarney Kristjáns- dóttir, Sigurrós Sigurðardóttir, Jak- ob Smári og Hörður Þorgilsson skrifa um geðrænar truflanir og Jón Björnsson um efri árin. Erlend- ur Haraldsson og Loftur R. Gissur- arson skrifa um sálfræðina og yfirskilvitleg fyrirbæri. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði útlit og gerð kápu en Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun, filmu- vinnslu og bókband. Bókin er 946 bls. og kynningarverð til 1. júlí er kr. 4.980. SÁLFRÆÐIBÓKIN, rit sem fjölmargir sálfræðingar og sérfræðingar hafa tekið saman undir ritstjórn dr. Harðar Þorgilssonar og dr. Jakobs Smára, er komin út hjá Máli og menningu. Bókin er hugsuð sem aðgengileg handbók fyrir almenning. Höfundar eru rúmlega 40 og miða skrif sín við íslenska lesendur og íslenskan veruleika. Fjallað er um starfsemi mannshugans, bæði það sem talið er eðli- legt og afbrigðilegt. Bókinni er einnig ætlað að vera hjálpargagn við að skilgreina og leysa úr ýmsum vandamálum sem upp koma í daglegu lífi og starfi manna frá æsku til elli. Höfundar og efni Sálfræðibókin kemur víða við. Hún skiptist í fímmtán meginsvið en þau greinast aftur í styttri kafla. Um þroska barna og unglinga skrifar Hrafnhildur Ragnarsdóttir, um uppeldi skrifa Sigurður J. Grét- arsson og Sigrún Aðalbjarnardóttir. Siguijón Björnsson fjallar um sál- Almennt rit „Okkur Herði þótti vanta ís- lenska bók um sálfræði sem fjallaði um flest svið innan fræðigreinarinn- ar og væri jafnframt aðgengileg fyrir almenning,“ sagði Jakob Smári í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum báðir stundað kennslu og námskeiðahald og þekkjum vel þær spurningar sem fólk spyr þegar það byijar að kynna sér sálfræði. Þessari bók er ætlað að svara þess- um spurningum auk þess sem fjall- að er ítarlega um flest svið sálfræð- innar.“ Jakob sagði að margar ágætar bækur væru til á íslensku um sál- fræði en þær væru fyrst og fremst kennslubækur sem ekki tækju á fræðigreininni með víðfeðmum hætti. Jakob sagði að þeir Hörður hefðu kannað hvort hliðstæðar bækur væru til erlendis en það hefði ekki reynst vera og hefði því orðið að skipuleggja bókina frá grunni. Bókin er miðuð við íslenskar að- stæður. Þar eru tekin dæmi úr ís- lenskum veruleik og flestar töl- fræðilegar upplýsingar eru íslensk- ar. Þá er í bókinni þáttur um yfir- skilvitleg efni sem íslendingar hafa jafnan sýnt mikinn áhúga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.