Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.04.1993, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1993 65 Frábær ferð tiILas Vegas Kvikmyndir Arnaldur Indriðason FERÐIN til Las Vegas („Honey- moon in Vegas“). Sýnd í Regnbog- anum. Leikstjóri og handritshöf- undur: Andrew Bergman. Aðal- hlutverk: James Caan, Nicholas Cage, Sara Jessica Parker. I Ferðinni til Las Vegas, nýjustu gamanmynd Andrew Bergmans sem áður gerði m.a „The Freshman", segir af ístöðulitlum einkaspæjara sem lofað hefur ráðríkri móður sinni á dánarbeði að hann skuli aidrei kvænast en slær loks til þegar hann sér fram á að missa kærustu sína vegna loforðsins. Hann biður hennar og til framkvæma giftinguna í snatri áður en hann missir kjarkinn taka þau næstu flugvél til Las Vegas, þar sem þau ætla einnig að eyða hveiti- brauðsdögunum. Einu ekki svo sak- lausu pókerspili seinna hefur ístöðu- litli einkaspæjarinn misst brúðina sína í hendurnar á sjóuðum fjár- hættuspilara og margmilljónera, sem lofar að láta stórskuld spæjarans gleymast ef hann fær að hafa kær- ustuna hans hjá sér yfír helgina. Þar með er hafin sérlega angistarfullur eltingarleikur einka- spæjarans, sem sér eftir öllu saman, við millann og kærustuna er flogið hafa til Hawaii að njóta alls þess ríkidæmis sem millinn hefur uppá að bjóða. Og þar með er einnig haf- in einhver unaðlegasta kómedía, sem sést hefur á hvíta tjaldinu lengi vel. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Andrew Bergman fínnur sögunni og persónum sínum kostulega um- gjörð í neon-borginni miklu'þar sem lífið og tilveran snýst um Elvis Pres- ley eftirlíkingar af öllum stærðum og gerðum. Gamansemin er svo óað- skiljanlegur hluti alls þess sem fram fer að hún hrópar aldrei á athygli Hörkutól og mótorhjól Hörkutól („Fixing the Shadow"). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjórn og handrit: Larry Ferguson. Aðal- hlutverk: Charlie Sheen, Linda Fiorentino, Rip Torn og Michael Madsen. Það kemur manni talsvert á óvart eftir sýningu á myndinni Hörkutól eftir Larry Ferguson þegar kemur í ljós að hún byggir á sönnum atburð- um. Óvart vegna þess að útlit mynd- arinnar, uppbygging og persónu- gerðir hennar benda aldrei í þá átt að hér sé eitthvað raunverulegt og satt að gerast heldur að hér sé þvert á móti á ferðinni gömul ofbeldisfull tugga um glæpsamlegt mótorhjóla- gengi, klisjukennd og full af stöðluð- um og steinrunnum manngerðum úr fjöldanum öllum af öðrum mótor- hjólamyndum. Myndin virðist dæmi- gerð fyrir ódýra úrvinnslu sem at- hyglisvert og sannsögulegt efni getur fengið í höndum gróðamanna í Holly- wood. Hinn kosturinn er sá að líf hins raunverulega Dan Saxons, sem Charlie Sheen leikur í Hörkutólum, hafí verið eins og B-mynd úr mótor- hjólageiranum. Hann er lögga sem blandar sér inní mótorhjólagengi er fæst við dóp- og vopnasölu og á að koma upp um forkólfana. Nema hvað Saxon á sér skuggalega hlið og fer að njóta sín æ betur í hinum harka- lega og ofbeldisfulla heimi gengisins en í myndinni er það rakið til þess að fósturfaðir hans misþyrmdi hon- um í æsku. Nú getur bæld sálarang- ist hans fengið útrás hjá mótorhaus- unum. Þetta er lifandis ósköp léttvæg sálfræði keyrð upp með karlhormón- um, skítugum leðurfatnaði og stíf- bónuðum krómfákum undir lítt spennandi leikstjóm Larry Fergu- sons. Hörkutól kemur sumsé ekki á óvart að neinu leyti heldur er enn ein myndin um tóma mótorhausa og er sjálfsagt ekkert slæm þeim sem hafa yndi af slíkum. Að líkindum er þetta síðasta myndin sem sá ágætis- leikari Rip Torn lék í. heldur fellur ljúflega og fullkomlega áreynslulaust inní skondna atburða- rásina. Hún er bæði frumleg og hressileg og kemur sífellt á óvart. Eitthvert besta atriðið er þegar einkaspæjarinn í eltingarleik sínum við tímann er kominn uppí flugvél fulla af glæsilegum Elvisum og á að stökkva með þeim í fallhlíf niður í mannhafíð fyrir neðan. Bergman hefur líka valið réttu leikarana til að passa í grínið. Caan er frábær sem refurinn er þráir stúlk- una ungu, lætur einskis ófreistað til að fanga hana og tekst sérlega vel að leyna því að hann er í raun sér- stakur drulluháleisti. Sara Jessica Parker er einmitt nógu glæsileg til að leggja líf sitt í hættu fyrir en bestur er Cage, æðislega tvístígandi í giftingarhugleiðingum sínum en örvæntingin uppmáluð í eltingar- leiknum við skötuhjúin, flónskur en sannur undirmálsmaður. Góða skemmtun, það er víst. - Sundlaug ■ Líkamsræktarstöð - Ljósmyndun ■ Utivist - Smíðar - Kjarnaáfangar ■ Valáfangar ■ Fornám I FRAMHALDSNAM í REYKHOLTI: OPIÐ HÚS alla daga í apríl. Velkomin á hlaðið, skrifið eða hringið! Við bjóðum 100 framhaldsskólanemendur velkomna næsta vetur. Skólinn er fjölbrautaskóli með óvenjulega möguleika. Reykholtsskólinn 320 Reykholti, Borgarfirði, símar: 93-51200151201/51210.. Fax: 93-51209. Skólasljóri og Nemendaráð. SUBARU LEGACY WAGON GL 2000 CC, 1 6 VENTLA 5 GÍRA 4WD HÁTT OG LÁGT DRIF VÖKVA- OG VELTISTÝRI OG MARGT FLEIRA STAÐGR.VERÐ 1 .919.000.- SUBARU ER FYRSTI FJÖLDAFRAMLEIDDI FÓLKSBÍLLINN MEÐ 4WD. AF ÞEIRRI REYNSLU BÝR SUBARU ENN AÐ, ÞVÍ SUBARU ER í DAG MEÐ EINA FÓLKSBÍLINN SEM FRAMLEIDDUR ER MEÐ SJÁLFSKIPTINGU OG 4WD. REYNSLAN HEFUR MARGSANNAÐ GÆÐI OG ENDINGU SUBARU BIFREIÐA. ÖRYGGI SUBARU í ÓFÆRÐ Ingvar Helgason Sævarhöföa 2 síma 91-674000 ÞARF VART AÐ KYNNA. KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ ÞESSUMTRAUSTA EÐALVAGNIFRÁ SUBARU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.