Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 SVFÍ og Landsbjörg semja um víðtækt samstarf Sameiginleg björgunar- miðstöð og neyðamúmer SLYSAVARNAFÉLAG íslands og Landsbjörg undirrituðu í gær samn- ing um víðtækt samstarf sem felur meðal annars í sér rekstur sameig- inlegrar björgunarmiðstöðvar í húsi Landsbjargar, sameiginlegt neyð- arsímanúmer, sem svarað er í í húsi SVFI, og rekstur sameiginlegs björgunarskóla frá 1. september næstkomandi. Þá hvetja aðilarnir björgunarsveitir til að sameinast þar sem hagkvæmt þykir í þágu öflugra björgunarstarfs. Einar Sigurjónsson, forseti SVFÍ, og Ólafur Proppé, formaður Lands- bjargar, kváðust vonast til þess að með samningnum takist að kveða niður þann núning eða þau átök sem orðið hefur vart í samskiptum þess- ara aðila. „Ég vona að nú verði horft fram á veginn og menn nái að hag- ræða í björgunarstarfi og vinna bet- ur saman en hingað til,“ sagði Ólaf- ur Proppé, sem lagði áherslu á að aðilamir hefðu þegar hlotið ágæta reynslu af ýmsu samstarfi. „Það sem við viljum er að efla og styrkja björgunarstarfið í landinu og við væntum þess að þetta slái á þá erfiðleika sem verið hafa í þessum samskiptum," sagði Einar Sigur- jónsson. Hann sagði að vonir stæðu til þess að með þessu sköpuðust möguleikar fyrir báða aðila til þess að spara og hagræða í rekstri t.a.m. með hagkvæmari innkaupum á tækj- um og búnaði og koma þannig í veg fyrir offjárfestingar. „Við teljum að það hafi verið stigin tímamótaskref í átt að bættum samskiptum," sagði Einar Siguijónsson. í samstarfssamningnum kemur fram auk þess sem fyrr er getið að aðilamir hyggist standa sameigin- lega að ráðstefnunni Björgun 94 um björgunarmál í mars næstkomandi og sams konar ráðstefnu síðan á tveggja ára fresti. Þá muni SVFÍ taka þátt í stofnun alþjóðlegrar björgunarsveitar með Landsbjörg í því skyni að veita aðstoð og hjálp við björgunarstörf í öðrum löndum og afla þekkingar og reynslu sem komið geti að notum hér á landi. Gerð verður sameiginleg áætlun um framtíðarstefnu í búnaðarmálum björgunarsveita með það í huga að nauðsynlegur búnaður verði tiltækur alls staðar þar sem þörf er á. Sam- tökin kaupi inn búnað sameiginlega náist um það samkomulag í fjögurra manna nefnd beggja aðila sem skal skila áliti fýrir árslok 1994. Þá munu þau beita sér fyrir auknum kynnum milli björgunarsveita beggja aðila, m.a. með sameiginlegum æfingum. Samræming ungliðastarfs verði könnuð og unnið markvisst að gagn- Samstarfið innsiglað ********* EINAR Siguijónsson, forseti SVFÍ, og Ólafur Proppé, formaður Landsbjargar, undirrituðu í gær samstarfssamning Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands. kvæmri upplýsingamiðlun. Lands- björg og SVFI eru sammála því að árangur hafi náðst af samstarfi í fjarskiptaráði björgunarsveita og vilja efla starf þess. Einnig er að fínna ákvæði í samn- ingnum þar sem því er lýst yfír að samstarfi Slysavamafélags og Landsbjargar að fjáröflun verði fram haldið, m.a. með samningi við RKÍ og SAÁ um rekstur söfnunarkassa. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 16. DESEMBER YFIRLIT: Yfir N-Grænlandi er 1.032 mb haeð en víðáttumikil 960 mb djúp lægð við Skotlanífþokast austur. Lægðardrag yfir suðvestanverðu Grænlandshafi hreyfist hægt austur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Vestfjarðamiðum, Austurmið- um, Austfjarðamiðum, Austurdjúpi og Færeyjadjúpi. SPA: Norðaustan kaldi og él um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra. Vægt frost viðast hvar á landinu. Sennilega einnig él á Reykjanesi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAQ: Austlæg átt, strekkingur og slydda eða snjó- koma með suður- og suðausturströndinni, en þurrt og fremur kalt I öðrum landshlutum, einkum fyrir norðan. HORFUR Á LAUGARDAG: Nokkuð hvöss austanátt og víða hlánar um tíma. Dálítil snjókoma/slydda um mlkinn hluta landsins. HORFUR Á SUNNUDAG: Útlit er fyrir að vindur snúist til norðan- og norðaustanáttar með kólnandi veðri á ný. Snjókoma eða él um landið noröanvert, en bjart syðra. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsfmí Veðurstofu Islands - Vaðurfregnir: 900600. o & & & m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyik, Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heii fjöður er 2 vindstig.. r r r * r * * * * • JL 10° Hrtastig r / r r r * / r * r * * * * * V V V v súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ' (Kl.17.30ígær) FÆRÐA VEGUM: Flestir aðalvegir landsins eru nú ágætlega færir, en viða er þó hálka. Ófært er á nokkrum heiðum. Á Vesturlandi er Brattabrekka þungfær. A Vestfjörðum er ófært um Klettsháls, Dynjandisheiði og Hrafnseyrar- heiði. Á Norðurlandi er Lágheiði ófær, og á Austurlandi eru Hellisheiöi eystri og Breiðdalsheiöi ófærar. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í slma 91-631500 og á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að M tíma Akureyri Reyltjavfk hitl veftur +3 úrkoma +2 skýjað Bergen 4 rigning Helslnki 4*2 skýjað Kaupmannahöfn 1 alskýjað Narssarssuaq +17 skýjað Nuuk +11 skafrennin; Ósló 0 snjókoma Stokkhólmur +1 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Algarve 14 heiðskirt Amsterdam 3 súld Barcelona vantar Berlfn 3 skýjað Chicago 6 suld Feneyjar 6 þoka Frankfurt 4 skýjað Gtasgow 3 skúr Hamborg 2 skýjað London 5 skýjað LosAngeles 7 léttskýjað Lúxemborg 0 snjókoma Madrkf 8 léttskýjað Malaga 14 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Montreal 3 skýjað NewYork 5 rignlng Orlando 11 léttskýjað Parfs 7 skúr Madelra 16 skýjað Róm 16 skýjað Vin 6 skýjað Washington 6 þokumóða Winnipeg +3 alskýjað * V ÍDAGkl. 12.00 Heimtld: Veöurstofa íslands (Byggt á voöurspó kl. 16.30 í gœr) Sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna Atkvæði greidd fimmta febrúar BÆJARSTJÓRNIR Keflavíkur og Njarðvíkur og hreppsnefnd Hafnahrepps ákváðu á sameigínlegum fundi í fyrradag að láta fara fram atkvæðagreiðslur í sveitarfélögunum um sameiningu hinn 5. febrúar næstkomandi. Tillaga um sameiningu allra sveitar- félaganna á Suðurnesjum var felld í nóvember. Tillagan fékk hins vegar meirihlutafylgi í þessum þremur sveitarfélögum. Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Á fundinum var einnig rætt um Njarðvík og formaður umdæma- ýmis sameiginleg mál og ákveðið nefndar, sagði að í framhaldi af niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar i nóvember hefði umdæmanefnd sent þessum þremur sveitarfélögum bréf og sveitarstjórnirnar síðan ákveðið á sameiginlegum fundi sínum að láta fara fram atkvæðagreiðslu um sameiningu. að hittast aftur vegna þeirra. Krist- ján sagði að til dæmis væri rætt um að kanna hvaða verkefni hið nýja sveitarfélag kynni að fá við verkefnaflutning frá ríkinu, ekki síðst ef það yrði reynslusveitarfélag sem svo er kallað. Ólafur Jóhann Ólafsson viðmælandi Forbes Deild Ólafs mikilvæg fyrir framtíð Sony ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri Sony Electronic Publishing, er á meðal viðmælenda viðskiptatímaritsins Forbes 20. desember í ár. Tekið er fram að framkvæmdastjórinn sé metsöluhöfundur skáldsagna á íslandi. Forsíðuefni Forbes er grein um Sony og Mickey Schulhof, for- stjóra Sony í Bandaríkjunum. Athyglinni er sérstaklega beint að forystu Sony á sviði upplýsinga og afþreyingartækni. Sagt er að árangur Sony Electronic Publish- ing skipti miklu, en í þeirri deild sé samþætting margmiðlunar og gagnvirkrar tölvutækni hvað aug- ljósust. Deildin var stofnuð fyrir tveimur árum og mun skila hagn- aði á þessu ári af veltu 130 til 150 milljóna dala. Aðal söluvara deildarinnar eru leikir fyrir Sega- og Nintendo-leikjatölvur sem byggja margir á kvikmyndum og tónlist frá Sony. Sagt er að Schul- hof hafí sett deild Ólafs það mark- mið að tvöfalda söluna ár hvert næstu þrjú árin. Deildin á því að velta meira en hálfum milljarði dala 1996 ef markmiðið næst. „Við notum það sem við náum í, hvort sem það er í samvinnu við kvikmyndafélög, útgefendur teiknimyndasagna eða sjónvarp (ESPN),“ sagði Ólafur í viðtalinu við Forbes. „Vandinn er að sam- þætta efnið með þeim hætti að neytandanum þyki það áhuga- Úrklippa af greininni í Forbes þar sem birtist mynd af Ólafi Jóhanni. vert. Það er ekki nóg að senda frá sér fallegar myndir. Efnið verður að hafa nóg afþreyingar- gildi til að halda fólki uppteknu tímunum sarnan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.