Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 53

Morgunblaðið - 16.12.1993, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1993 53 í yfir 30 stiga hita getur verið freistandi að skella sér út í næsta gosbrunn. Leikarar götuleikhússins reyndu að fá áhorfendur til þess að taka þátt í leiknum. hljóðfæraleikurum, og The Peop- le’s Gospel Choir Montrealborgar, sem hélt magnaða tónleika er ómuðu yfír fullt Place des Arts svæðið á lokakvöldi hátíðarinnar. Minna svið Maurier Ltd. var helgað dixieland-tónleikum auk þekktari hljómsveitum úr borginni s.s. Block Note og sextett Franco- is Marcaurelle, sem tilnefndur var til djassverðlauna Maurier Ltd. fyrirtækisins og auk þess til Socan verðlaunana. Labatt bjórframleiðandinn sá ekki einungis um að koma sinn framleiðslu í sölu á þessari hátíð heldur hafði einnig á sínum vegurn tvö útisvið. Labatt Blues-sviðið tryggði blúsunnendum tvenna tó- leika daglega. Fyrri tónleikarnir voru helgaðir hljómsveitum úr Québec-fylki. Má þar nefna hljóm- sveitir eins og Working Overtime, sem kom skrifstofustúlkum í þröngum pilsum og á háum hælum á leið heim úr vinnu til þess að staldra við og sveifla sér í taktinn. Á síðari tónleikunum léku hljóm- sveitir eins og Benoit Blue Boy frá Frakklandi og Mississippi Heat frá Chicago og voru þeirra áheyrendur greinilega harðsnúnir blúsunnend- ur helst á miðjum aldri og eldri. Á Labatt Légére-sviðinu var heldur léttari tónlist, suður-amer- ískur djass, cajun djasspopp og smá fusion flaut þar með. Helstu listamenn á því sviði voru hljóm- sveitin Roddie Romero and the Rockin’ Cajuns frá Lousiana, gítar- leikarinn John Monney og hljóm- sveit hans Bluisiana frá New Orle- ans og hljómsveitin The Iguanas einnig frá New Orleans. Olíufyrirtækið Ultramar var með dálítið blandaða dagskrá á sínu sviði, þó var aðaláherslan á afrískan og arabískan „djass“. Þar voru einnig mjög góðar hefðbundn- ar djasshljómsveitir t.a.m. Bernie McGann tríóið frá Ástralíu, sem lék við mikinn fögnuð viðdstddra, kvennahljómsveitin Velet Glove frá Tórontó og kanadíski píanóleikar- inn Lorraine Desmarais auk kvart- etts sem lék með japanska trompetleikaranum Tiger Okoshi. Á Pessí-sviðinu var slegið á heldur alvörugefnari strengi, ac- ustic djass og fusion, tvisvar á dag, þrisvar um helgar. Þar mátti að heyra meðal annarra Montreal organistann Denis Lepage ásamt kvartett, breska hljómsvéit tólist- arundursins Django Bates, Human Chain, og kvartett landa hans Orp- hys Robinsons. Flugfélagið Air Canada og mjólkurfélagið Le lait voru með útisvið á veitingasvæði hátíðarinn- ar og léku þar undir borðum minna þekktir jass- og dixieland-hljóm- listarmenn borgarinanr. Fjórtán lönd áttu tónlistamenn á þessari djasshátíð, meðal annars frá Zaire, Madagaskar, Alsír, Suð- ur-Afríku, Haiti, Brasilíu og Kúbu. Á síðasta ári voru ferðamenn '4 hluti hátíðagesta. 39% þeirra voru Bandaríkjamenn, 37% komu frá öðrum hlutum Kanada og 17% voru frá ýmsum löndum Evrópu. Rúmlega helmingur ferðamanna var sérstaklega kominn til Montré- al til þess að fylgjast með hátíð- inni. Fréttaflutningur er alþjóðleg- ur og fylgdust 300 blaðamenn með þessari hátíð sem sjónvarpað var í um 30 löndum. Höfundur er myndlistarkona, búsett MontreaJ MARGT SMATT GERIR EITT STÓRT! <GLr HJÁLPARSTOFNUN V“l rj KIRKJUNNAR meö þinni hjálp HREINASTA GERSEMI NÝJA NILFISK RYKSUGAN ER KOMIN NILFISK GM200 SOGAR MEIRA - SÍAR BETUR - ENDIST LENGUR STAÐGREIÐSLUVERÐ KR. 21.990 iFOnix HÁTÚNI 6ASÍMI (91)24420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.