Morgunblaðið - 25.10.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 25.10.1995, Síða 5
MORGUNBIAÐIÐ MIÐYIKUDAÍJUR 25. OR/TÓBEB IP95 5 FRÉTTIR Gæðingur sökk í skurð í Mosfellsdal Röð lilviljana bjargaði Þey TILVILJANIRNAR eru margar í lífinu og röð af nokkrum slíkum urðu til þess að gæðingurinn Þeyr frá Borgarnesi er enn á lífi en ekki dauður i botni skurðar í Mosfellsdal. Hestamaður sem var að leita að týndum hesti í dalnum rambaði af hreinni tilviljun fram á Þey þar sem hann var á kafi í skurði skammt austur af bænum Æsustöðum. Þegar hestamaðurinn hafði komið auga á hestinn sem hann leitaði að tók hann stefnuna beint á hann en yfir tvo skurði var að fara. Þegar kom að fyrri skurðinum, hugðist hann ganga með skurðinum, sem var ófær illa skóuðum manni, í þeirri von að finna brú yfir hann. Þegar hann gengur svo fram á annan skurð sem liggur þvert á fyrri skurðinn afræður hann að stökkva yfir. En í þann mund sem hann ætlar að taka til- hlaup heyrir hann lágt hnegg neðan úr þverskurðinum og bregður honum við því enginn hestur var í næsta nágrenni. Dýralæknirinn í fótspor hestsins Hafði Þeyr orðið var við manninn og freistaði þess að láta hann vita af sér í von um björgun. Skoðaði hestamaðurinn þá aðstæður og sá að hann gæti ekkert gert einn síns liðs og náði þvi í sinn hest og fór að því búnu upp í Helgadal og gerði Hreinn Ólafsson bóndi þar eigandan- um viðvart og var safnað mannskap í næsta nágrenni. Dimmt var orðið þegar björgunaraðgerðir hófust og því erfitt um vik. Greiðlega gekk að koma böndum á hestinn en erfiðara var að koma honum upp úr. Hestur- inn var orðinn nokkuð kaldur þegar hér var komið sögu og sýndi hann litla sem enga viðleitni til að hjálpa til þegar björgunarmenn reyndu að draga hann upp. Fór svo að endingu að hann gafst upp og brugðið var á það ráð áð sækja dráttarvél með ámoksturstækjum í Helgadal til að draga hestinn upp. Meðan björgunarmenn biðu brá Björn Steinbjörnsson dýralæknir sér frá til að klæða sig betur enda farið að kólna. Skömmu síðar heyrðist skvamphljóð þegar Björn fylgdi í fótspor hestsins og gekk ofan í skurðinn. Hafði Björn þá hálfblindast af bílljósum sem lýstu upp vettvang og hann ekki hitt á brúna þegar hann kom til baka. Ekki þurfti þó að bregða böndum á Björn til að koma honum upp á þurrt. Allt fór þetta þó vel að lokum, dráttarvélin hafði lítið fyrir að draga Þey á þurrt og bæði hann og Bjöm komust skjótt í húsaskjöl. Hafa þeir báðir náð sér eftir volkið en sá fjór- fætti er reyndar talsvert bólginn á afturfæti eftir að hafa rifíð sig á járnbretti sem leyndist í skurðinum. En Bjöm er hinn hressasti. Margar tilviljanir á næsta dag. Auk þess sem ekkert benti til að nokkur hefði verið þama á ferð á sunnude'ginum. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Orkuríkt, ekta rjómasúkkulaði dásamlegar rúsínur Ijúffengar hnetur karamella stökkt kex ómótstæðilegt... .. Tilviljanirnar eru þær í fyrsta lagi að sá er fann hestinn hafði ætlaði sér að vera löngu búinn að sækja týnda hestinn. í öðm lagi var hann hættur við að sækja hestinn á laugar- dagskvöldið þar sem birtu var farið að bregða en af einhverjum óútskýrð- um ástæðum varð ekki af því. f þriðja lagi er tilviljun að hann skitdi ekki halda beinni stefnu að hesti sínum og stökkva strax yfír skurðinn og svo þykir merkilegt að hesturinn skyldi láta í sér heyra þegar bjarg- vætturinn náigaðist því hvorugur þeirra sá hinn. Eigendurnir Ema Arnardóttir og Hinrik Gylfason voru að vonum ánægð með lyktir mála því Þeyr er mjög góður hestur bæði sem keppnis- hestur og ekki síðri reiðhestur. Hin- rik hafði verið þarna á ferð fyrr um daginn og var allt með felldu þá. Má því ljóst vera að þessi röð tilvilj- ana hafi orðið Þey til lífs en að mati Björns dýralæknis hefði verið vafa- samt að hann hefði lifað ef hann hefði orðið að dúsa í skurðinum fram • • • góður göngutúr, fallegt umhverfi, djúp laut, skemmtilegur ferðafélagi, Picnic með hnetum, rúsínum, hnausþykkum súkkulaðihjúp og stökku kexi. Dreiflng: Nói-Síríus, Hesthálsi 2 - 4,110 Reykjavík, sími: 567 1400, fax: 567 4554

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.