Morgunblaðið - 25.10.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.10.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 21 LISTIR Harmljóð úr norðri í RÚMENÍU er verið að vinna að útgáfu á harmljóðum úr norðri, það er að segja bæði frá Norður-Evrópu og Norður- Ameríku, og hefur íslenskum skáldum verið boðið að birta ljóð sín í bókinni. Það er Hesp- erus Cultural Foundation í Búkarest sem stendur fyrir út- gáfunni en stofnunin hyggst bjóða skáldunum sem eiga efni í bókinni að fara í upplestrar- ferð um Rúmeníu, Þýskaland, England, Skotland, Irland og Svíþjóð þegar bókin kemur út. Ritstjóri bókarinnar, Ioan Iacob, hefur þegar fengið til liðs við sig sem umsjónarmenn Englendinginn Alan Brownjohn, Svíann Gunnar Harding, Þjóðveijanm Christ- ian W. Schenk og Bradiey R. Strahan frá Bandaríkjunum. Leitað hefur verið til Jóhanns Hjálmarssonar í sama skyni. Verkið verður einnig gefið út á þýsku, ensku og sænsku og spænsk útgáfa er í athugun. Upptök þessarar bókar má rekja til útgáfu á rúmenskum ljóðum í Bretlandi árið 1991. í kjölfar útkomu hennar var far- ið í upplestrarferð um Bretland sem tókst vel. Markmiðið með þessum útgáfum er ekki síst að efta tengsl þeirra landa sem hlut eiga að máli; til að gera það á sem víðustum grundvelli hefur einnig verið leitað til fyr- irtækja og áhrifamanna í við- skiptalífi viðkomandi ríkja til að taka þátt í verkefninu. Háskólatónleikar 1. og5. sellósvíta Bachs Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu í dag, mið- vikudag, flytur Helga Þórarins- dóttir víóluleikari 1. og 5. sel- lósvítu Bachs. Tón- leikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast kl. 12.30. Helga stundaði nám í víólu- leik við Royal Northern College of' Music í Manchester og hjá Ge- orge Neikrug í Boston. Hún hóf störf við Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1980 og gegnir nú starfi 1. víóluleikara þar. Hún kennir við Tónlistarskólann og víðar og hefur gegnum árin tekið virkan þátt í tónlistarlífi borgarinnar. Handhöfum stúdentaskír- teina er boðinn ókeypis að- gangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 300 kr. Breskur drengjakór syngur við bænastund KÓR St. James Parish Church frá Grimsby syngur við hádeg- isbænir í Dómkirkjunni í dag miðvikudag kl. 12. Kórinn hélt tónleika í Hallgrímskirkju síð- astliðinn sunnudag og vakti söngur kórsins verðskuldaða athygli, segir í kynningu. Ánnað kvöld kl. 20.30 syng- ur kórinn í Skálholtskirkju. Gestatónleikar í Vesturbyggð Tálknafirði. Morgunblaðið. SKÓLAHUÓMSVEIT Kópavogs, yngri sveitin, hélt tónleika í Fé- lagsheimili Vesturbyggðar nýlega að viðstöddum fjölda áheyrenda. Stjórnandi var Össur Geirsson. Á seinni hluta dagskrárinnar léku með hljómsveitinni nemendur úr Tónlistarskóla Vesturbyggðar. í skólanum eru börn frá Patreks- firði og Bíldudal og starfa tveir breskir kennarar við skólann. I lok tónleikanna talaði Anna Jensdóttir frá Foreldrafélagi Tón- istarskólans og sagði meðal ann- ars að það væri ómetanleg reynsla fyrir ungt tónlistarfólk úti á landi, FRÁ tónleikunum. að fá að leika með reyndri skóla- hljómsveit, eins og þeirri er nú væri í heimsókn. Fyrirhugað er að starfrækja skólahljómsveit við skólann í vet- ur og jafnvel á stefnuskránni að fara í tónleikaferð til Noregs næsta vor. Sagði hún að foreldra- félagið stefndi að því að safna fjármagni til kaupa á einkennis- búningum á hljómsveitarmeðlimi fyrir ferðina. Góður rómur var gerður að tónleikunum sem stóðu í klukku- stund, en um 50 börn voru á svið- inu er allir voru saman komnir. Eitt sinn var hann lítill en nú er hann orðinn stór... SUZUKIBALENO 1996 Nýi bíllinn frá Suzuki er bíll í sama stærðar- og gæðaflokki og Toyota Corolla, VW Golf, Opel Astra og Nissan Almera. Það er þó eitt sem skilur þá að - VERÐIÐ Suzuki Baleno er á mun lægra verði en aðrir sambærilegir bflar í millistærðarflokki. Suzuki Baleno 3ja dyra handskiptur kostar kr. 1.095.000 sjálfskiptur “ 1.195.000 Suzuki Baleno 4ra dyra handskiptur kostar kr. 1.220.000 sjálfskiptur “ 1.320.000 Komið, reynsluakið og gerið verðsamanburð. Suzuki - Afl og öryggi $ SUZUKI --Y///--------- SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.