Morgunblaðið - 25.10.1995, Page 46

Morgunblaðið - 25.10.1995, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Abendingar ú mjólkurumbúðum, nr. 6 af 60. ORÐSENDING frá Lífeyrissjóði Verkfræðingafélags íslands Til sjóðfélaga Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir mót- tekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar-31. júlí 1995. Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræð- ingafélags íslands, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi við frádrátt á launaseðlum, þá vin- samlegast hafið samband við skrifstofu sjóðs- ins nú þegar og eigi síðar en 31. október nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyris- sjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á ið- gjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyris- sjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands, Engjateigi 9,105 Reykjavík, sfmi: 568 8504 fax: 568 8834. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Röng hlutföll í íslenska fánanum KRISTJANA hringdi og sagðist hafa séð íslenskan fána, sem ekki var í réttum hlutföllum, í kirkju um helgina. Hún spyr hvort það sé ekki skylda að hafa fánann í réttum hlutföllum. Einnig minntist hún á að dagskrá sjónvarpsins væri fyrir neðan allar hellur. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust 29. september sl. var farið í jeppaferð yfir Arnar- vatnsheiði og víðar og týndust í þessari ferð vönd- uð og dýr gleraugu. Þau voru í brúnni umgjörð með tvískiptu gleri (varilux- slípun). Gist var í félags- heimilinu Brúarási í Hálsa- sveit, þaðan haldið í Surts- helli um Húsafell, síðan ekið suður í Álftakrók og komið við í skálanum. Þá var ekið austur fyrir Arn- arvatn hið mikla og stans- að þar, þá ekið til baka og komið í skálann norðan Sesseljuvatns, síðan ekið norður í Miðijörð og Víði- hlíð og norðuryfir og síðan suður á Hveravelli þar sem gleraugnanna var saknað. Þeir sem verða gleraugn- anna varir eða geta gefíð upplýsingar eru vinsam- lega beðnir að hringja í síma 551-8510. Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR af Totota Corolla tapaðist aðfarar- nótt laugardags á Nýbýla- vegi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-5243. Vasahnífur fannst MERKTUR vasahnífur fannst í Vesturbænum fyr- ir nokkru. Upplýsingar í síma 551-8510. Týnt veski LJÓSBRÚNT fílofax-veski með rennilás tapaðist í miðbænum á milli Astró og Óðals aðfaramótt sl. laugardags. Finnandi vin- samlega hringi í síma 561-9950. Þorsteinn. Lyklakippa fannst SJÖ lyklar á kippu fundust við Dalbraut 21. október sl. Upplýsingar í síma 551-6363. Úr á festi GULLÚR á hálsfesti tap- aðist 15. október sl., lík- lega í búningsklefa í Ár- bæjarsundlaug. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-2090. Hanskar töpuðust SVARTIR loðfóðraðir kvenleðurhanskar töpuð- ust í Þjóðleikhúskjallaran- um aðfararnótt sl. laugar- dags. Finnandi vinsamlega hringi í síma 562-7376. Derhúfa tapaðist DERHÚFA með blóma- munstri tapaðist í Kola- portinu sl. laugardag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552-3679 eft- ir kl. 19. Fundarlaun. Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR af Opel Corsa tapaðist sl. laugar- dag í Reykjavík. Finnandi vinsamlega hringi í síma 568-7215 eða 562-3557 á kvöldin. Hálsmen tapaðist SILFURPLATA með krossi-framan á og faðir- vorinu aftan á tapaðist á Reykjavíkursvæðinu 7. október sl. finnandi vin- samlega hringi í síma 587-2812. Gæludýr Köttur með búslóð EINS árs gömul læða ósk- ar eftir góðum fósturfor- eldrum, fóstra eða fóstru. Hún tekur búslóðina með sér sem er kattakassi, ferðabúr, svefnkarfa með teppi og matarílát. Hringdu í síma 552-6538. Týndur köttur HVÍTUR fressköttur með svarta og bröndótta flekki tapaðist frá heimili sínu, Furugrund 32, 21. október sl. Hann er með svartan flekk á öðrum afturfæti, ólarlaus og ógeltur. Ef ein- hver hefur séð hann er hann beðinn að hafa sam- band í síma 564-2993. Með morgunkaffinu VERTU svo vænn að taka verðmiðann af. Þetta er nefnilega gjöf. H ANN má þó eiga það að hann er snyrtilegur. SKÁK llmsjón Margeir Pctursson SVARTUR leikur og vinnur STÓRMÓT svissneska Credit Suisse bankans hófst í Horg- en í Sviss á laugardaginn. Þessi staða kom upp í fyrstu umferð. Jan Timman (2.590), Hollandi, var með hvítt, en Rafael Vaganjan (2.645), Armeníu, hafði svart og átti leik. 33. - Rxh4! 34. Bxh4 - Hf4 (Vinnur manninn til baka og hvíta staðan hrynur eins og spilaborg) 35. Bxe6 — Bxe6 36. Bg3 - Hg4 37. Re2 - Bxg5+ 38. Kdl - h5 39. Hfl - h4 40. Bf4 - Be7 41. Be3 - g5 42. Kel - Bd5 43. Hgl — Hxgl 44. Rxgl — Kf7 og Timman gaf þetta vonlausa endatafli. Gary Kasparov, PCA heimsmeistari, er á með- al keppenda í Horgen bg hefur gert jafntefli við þá Ehlvest og Timman í fyrstu tveimur umferð- unum. Boris Gulko frá Bandaríkjunum hefur byijað best, hann vann þá Kortsnoj og Vaganjan. Nigel Short er annar með 1 '/2 vinning, en hann byijaði vel með sigri á ívantsjúk. 3-7. Kasparov, Vaganjan, Ehlvest, Lautier og Júsupov 1 v. 8. Kramnik '/2 v. úr einni skák, 9-10. Kortsnoj ogTimman 'h v. og Ivantsjúk hefur engan vinning, en hann sat yfír í annarri umferð. Víkveiji skrifar... AÐ er merkilegt að fylgjast með þróuninni á landamærum margra Evrópuríkja. Ekki eru nema fyrr ár frá því að enn var sæmilega virkt eftirlit á landamærum Þýska- lands að t.d. Lúxemborg, Belgíu og Hollandi. Þó svo að umferðin hafi runnið greiðlega' í gegn fylgdust landamæraverðir með henni og gerðu stikkprufur á bifreiðum. Vík- verji bjó í nokkur ár á þessum slóð- um og fór oft nokkrum sinnum í viku yfir í næsta land. Ekki kom það oft fyrir að sýna varð skilríki eða ræða við tollverði en það gat þó ávallt gerst. Það voru því mikil viðbrigði þeg- ar þessum landamærastöðvum öll- um var lokað fyrir tveimur til þrem- ur árum og sérstök tilfinning fyrir íbúa þessa svæðis (eða fyrrverandi íbúa líkt og í tilviki Víkveija) að keyra fram hjá tómum kofunum. Enn meiri voru hins vegar um- skiptin þegar Víkveiji var þarna á ferð fyrir skömmu. I stað landamærastöðvarinnar gömlu á hraðbrautinni milli Þýskalands og Lúxemborgar hafa nú verið reistar glæsilegar bensínstöðvar. Verð á bensíni og öðrum neysluvörum á borð við kaffi og áfengi er nokkuð lægra í Lúxemborg en í Þýskalandi og flykkjast því Þjóðveijar er búa á landamærastöðvum þangað yfir í verslunarleiðangra. Það var óneit- anlega sérstök sjón að sjá upplýsta bensínstöðina birtast í kvöldmyr- krinu á landamærunum og tákn- rænt um þær breytingar, sem eru að eiga sér stað í Evrópu. XXX ESSI þróun er hins vegar alls ekki einhlít og ljóst að hermd- arverk þau er framin hafa vérið í Frakklandi á undanförnum mánuð- um hafa gert það að verkum að landamæraeftirlit allt hefur verið stórhert þar í landi. Þessa varð Víkveiji áþreifanlega var nokkrum vikum síðar er hann hélt til Frakk- lands með lest. Tveir alvörugefnir menn úr landamæralögreglunni grandskoðuðu skilríki farþega og báru saman myndir í vegabréfum við andlit þeirra. Blökkumaður er sat nokkru framar í vagninum var nánast berháttaður fyrir framan aðra farþega og yfirheyrður um til- gang ferðar sinnar. Allir vasar hans voru tæmdir og töskur opnaðar. Tók þessi leit hátt í fimm mínútur áður en landamæraverðirnir höfðu leitað af sér allan grun. Sprengjuherferð heittrúaðra alsískra múslima hefur greinilega tekið mjög á Frakka og margir þeirra segjast veigra sér við að fara til Parísar af ótta við sprengju- tilræði. Utan höfuðborgarinnar verða menn þó einnig áþreifanlega varir við öryggisaðgerðir stjórn- valda. Allar ruslafötur á almanna- færi í helstu borgum landsins hafa verið innsiglaðar til að koma í veg fyrir að hægt sé að fela í þeim sprengjur. Setur þetta óneitanlega svip sinn á borgirnar, ekki fyrst og fremst vegna ruslafatnanna heldur alls þess sem eiginlega ætti að vera í þeim en liggur nú á víð og dreif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.