Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 28.11.1996, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sóknarkonur ÞETTA er nú meiri letin, maður hefði nú haldið að það væri bara léttara fyrir ykkur að nudda yfir gólfin í sem fæstum spjörum, Þórunn mín. Rannsóknaþjónusta háskólans 10 ára Mikilvægt að mennt- un nýtist atvinnulífi Morgunblaðið/Kristinn SVEINBJORN Björnsson háskólarektor var meðal ræðumanna á afmælishátíð Rannsóknaþjónustu HÍ. RANNSÓKNAÞJ ÓNU STA Há- skóla íslands hefur verið starf- rækt í tíu ár og var af því tilefni sett upp sýning á starfsemi henn- ar í anddyri Tæknigarðs, sem opnuð var sl. laugardag. Hellen M. Gunnarsdóttir framkvæmda- stjóri Rannsóknaþjónustunnar bauð gesti velkomna og í stuttu ávarpi Ingjalds Hannibalssonar formanns stjórnar fór hann yfir það hvernig starfsemin hefur þró- ast frá upphafi og hvaða verkefn- um Rannsóknaþjónustan er að sinna nú. Hlutverk Rannsóknaþjón- ustunnar hefur verið að styrkja tengsl Háskóla íslands og at- vinnulífsins á sviði menntunar, starfsþjálfunar, rannsókna og nýsköpunar. Til að ná fram mark- miðum sínum hefur hún stuðlað að þátttöku skóla og fyrirtækja í menntaáætlunum og rannsókna- og þróunaráætlunum Evrópusam- bandsins, sem og veitt aðstoð vegna samskipta við aðra alþjóð- lega verkefnasjóði. Verðum að tjalda öllu til Sveinbjörn Bjömsson háskóla- rektor ræddi um nauðsyn þess að fjárfesta í menntun og endur- menntun. Hann kom einnig inn á mikilvægi þeirra styrkja sem ís- lendingar eiga nú rétt á að sækja um til Evrópusambandsins. „Til þess að eiga von um þessa styrki verðum við að tjalda öllu til í sam- vinnu háskóla, stofnana og fyrir- tækja okkar og koma á samvinnu við skyldar stofnanir í öðrum lönd- um,“ sagði hann. „Auk vonar um aukið fé til rannsóknar- og þróun- arverkefna, er helsta giidi þess að taka þátt í þessari alþjóðlegu sam- keppni um rannsóknarfé, að árangur af starfi okkar er mældur á sama kvarða og annarra,“ sagði hann. Samstarf mikilvægt Þorkell Sigurlaugsson er einn þriggja sem sæti eiga í stjórn Rannsóknaþjónustunnar fyrir hönd atvinnulífsins. Sagðist hann sannfærður um að öllum væri til góðs það nýmæli að stjórn há- skólastofnunar skuli einnig skipuð fulltrúum frá atvinnufyrirtækjum utan háskólans. Hann rakti í fáum orðum þær breytingar sem orðið hafa á hugsunarhætti Islendinga varðandi mikiivægi nýsköpunar og rannsóknar auk beitingar nýrrar tækni og hugvits við atvinnuþróun hér á landi. Þá sagði hann að nefna mætti fjölmörg dæmi um góðan árangur af samstarfi skóla og atvinnulífs, en eitt besta dæmi væri e.t.v. stofnun Marels hf. Fyrirtækið væri stærsta iðnfyrirtækið í út- flutningi hér á landi fyrir utan stóriðju. „Þar starfa 160 manns, mjög margir með háskólamennt- un. Sölutekjur félagsins verða á þessu ári nálægt 1,8 milljörðum, sem nálgast það að vera jafnmik- ið og framlag ríkisins til reksturs HÍ. Þetta dæmi sýnir okkur hversu mikilvægt er að menntun nýtist atvinnulífinu,“ sagði hann. Samskiptin við Bandaríkin 1945-1960 Atburðir á Is- landi vöktu heimsathygli Valur Ingimundarson TÍMABILIÐ eftir síð- ari heimsstyqoldina hefur verið umdeilt í íslandssögunni. í bókinni „í eldlínu kalda stríðsins" fjallar Valur Ingimund- arson, sagnfræðingur, um samskipti íslendinga og Bandaríkjamanna frá 1945 til 1960 og varpar nýju ljósi á ýmsa þætti þeirra. Valur fékk hugmyndina að bók- inni fyrir nokkrum árum, er hann var að undirbúa doktorsritgerð sína í skjala- safni Dwights D. Eisen- howers, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í Kans- as. Þar fann hann mörg gögn um ísland, sem ekki höfðu komið fyrir sjónir almennings hér. -Kom þérmargt á óvart þegar þú varst að vinna að bókinni? Já, til dæmis hve ísland skipti miklu máli á þessu tímabili. Stórvið- burðir á íslandi, eins og gerð Kefla- víkursamningsins árið 1946 eða ályktun Alþingis um brottför hers- ins árið 1956, vöktu heimsathygli og var fjallað um þá á forsíðu The New York Times og annarra stór- blaða. Þá kom mér á óvart hve Bandaríkjamenn áttu erfitt með að koma fram stefnumálum sínum á íslandi á 6. áratugnum. Það, sem veikti stöðu þeirra, var ekki aðeins sívaxandi vöruskiptaverslun við Sovétríkin og önnur austantjalds- ríki eða andstaða sósíalista, Þjóð- varnarflokks og annarra stjóm- málaafla, heldur einnig hve stjóm- kerfið í Washington talaði mörgum röddum. Oft var erfítt að samhæfa viðhorf utanríkisráðuneytisins, Bandaríkjahers og þeirra stofnana, sem settar voru upp til að heyja kalda stríðið. Flugherinn sóttist harðast eftir áhrifum á íslandi, en mætti oft andstöðu landhers og flota og mistókst að lokum að gera Island að bækistöð fyrir sprengjuflugflot- ann, sem var ætlað að ráðast á skotmörk í Sovétrílg'unum, ef Sovét- menn réðust inn í Vestur-Evrópu. -Hvernig horfði málið við ís- lenskum ráðamönnum? það gerði Bandaríkjastjóm ekki auðveldara fyrir, hve þeir voru ákveðnir samningamenn. Bjami Benediktsson, utanríkisráðherra, náði öllum helstu markmiðum sín- um í viðræðum við Bandaríkjamenn um vamarsamninginn árið 1951. Það sama má segja um þá Kristin Guðmundsson, utanríkisráðherra, og Hermann Jónasson, formann Framsóknarflokksins, þegar breytingar voru gerðar á framkvæmd vamarsamningsins árið 1954 og Keflavíkurstöð- in afgirt. Og þótt Bandaríkjamenn hefðu veitt íslend- ingum mikla efnahagsaðstoð á þessu tímabili, gátu þeir sjaldan gengið að einhveiju vísu á íslandi. Vinstri stjóm Hermanns Jónasson- ar, sem var við völd á árunum 1956-1958, hafði til dæmis ekki fyrr tekið við lánum frá Bandaríkja- mönnum og Vestur-Þjóðverjum á vegum NATO en hún ákvað að færa út landhelgina úr fjórum í tólf mílur. Sú ákvörðun mætti mik- illi andstöðu innan NATO, enda áttu Bretar og Vestur-Þjóðverjar hér verulega fískveiðihagsmuna að gæta. -Hvernig gekk Bandaríkja- mönnum að ná fram markmiðum sínum með Marshalláætluninni? ► Valur Ingimundarson fædd- ist í Reykjavík 27. febrúar 1961. Hann er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík og er með doktorspróf frá Columbia- háskóla í New York. Doktorsrit- gerð hans nefnist „East Ger- many, West Germany, and U.S. Cold War Strategy, 1950-1954“. Hann hefur skrifað í fræðitíma- rit í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Islandi. 1995 birtist eftir hann grein í tímaritinu Sögu um stefnubreytingu vinstri stjórn- arinnar í vamarmálum árið 1956. Valur er kvæntur Ingu Reynisdóttur, doktor í líffræði, og búa þau í New York. Markmið Marshall áætlunarinn- ar var að koma í veg fyrir út- breiðslu kommúnismans og endur- reisa efnahagskerfí Vestur-Evr- ópuríkjanna, meðal annars með því að efla alþjóðaviðskipti. Eins og annars staðar vildu Bandaríkja- menn reyna að draga úr haftabú- skap og innflutningshöftum á ís- landi. En það var ekki fyrr en eft- ir skipbrot vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálum árið 1958, að mörg markmið Marshallaðstoðar- innar náðust. Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks felldi þá niður útflutningsbætur og innflutningshöft og færði efna- hagslífið í nútímalegra horf. -Voru árekstrar í samskiptum Islands og Bandaríkjanna? Ég tel, að einn helsti árekstur- inn í samskiptum ríkjanna hafí komið fram í mismunandi hug- myndum um hugtakið „þjóðarör- yggi“. Bandaríkjamenn litu á ís- land sem fasta stærð vegna legu landsins og hernaðarmikilvægis. Meðan Bandaríkja- mönnum stóð ógn af Sovétríkjunum vildu þeir tryggja stjórnmálalega og efnahagslegan stöðugleika á ís- landi. Afstaða íslenskra stjórn- málamanna til öryggismála tók hins vegar alltaf mið af þróuninni í innaríkis- og alþjóðamálum. Stjómmálamenn voru mun líklegri til að endurskoða varnarsamstarf- ið við Bandaríkin, ef þíða var í samskiptum stórveldanna. -Það liggur greinilega mikil heimildavinna að baki bókinni. Hvar leitaðir þú heimilda? Ég reyndi að leita fanga sem víðast, Sem fyrr er fijálslegastur aðgangur að skjölum í Bandaríkj- unum, en ég fann einnig mikið af gögnum á Islandi og í Bretlandi og Þýskalandi. Litu á ísland sem fasta stærð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.