Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Áfrýjunamefnd staðfestir ákvörðun Samkeppnisráðs Þróunarsjóður á marga tugi smábáta Tveir stjórnarmenn OLÍS þurfa að víkja Islendingar mega ekki kaupa báta ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur staðfest ákvörðun Sam- keppnisráðs um að stjómar- og starfsmönnum Olíufélagsins og dótturfélaga sé óheimilt að sitja í stjóm Olíuverslunar íslands. Olíufé- lagið kærði ákvörðun Samkeppnis- ráðs 23. janúar sl. og felldi áftýjun- amefndin úrskurð sinn sl. föstudag. Sagðist Geir Magnússon, for- stjóri Olíufélagsins, gera ráð fyrir því að Ólafur Ólafsson og Kristinn Hallgrímsson fæm úr stjóm Olíu- verslunar íslands en aðalfundur fyrirtækisins verður haldinn á fímmtudag. Ólafur er forstjóri Sam- skipa en í því á Olíufélagið tæplega 1% og Kristinn hefur annast lög- fræðileg málefni fyrir Olíufélagið. Þetta mál hefur verið Iengi til meðferðar hjá samkeppnisyfírvöld- um en upphaf málsins em kaup Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olíuverslun íslands hf. og stofnun Olíudreifíngar ehf. sem olíufélögin tvö eiga í samein- ingu. Samkeppnisráð leit á þessi kaup sem sammna og setti skil- yrði, m.a. að stjómarmenn og starfsmenn Olíufélagsins hf. „eða þeir sem í störfum sínum em vem- lega háðir Olíufélaginu hf. og stjómarmenn eða starfsmenn dótt- urfélaga, stjómarmenn og starfs- menn félaga sem Olíufélagið hf. á meira en 1% hlut í svo og stjómar- menn og starfsmenn félaga sem eiga meira en 1% hlut í Olíufélaginu hf. skulu ekki sitja í stjóm Olíu- verslunar íslands hf.“ Síðari ákvörðun staðfest Samkeppnisráð beindi þeim fyrir- mælum til Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S að sjá til þess að Ólafur Ólafsson og Kristinn Hallgrímsson fæm úr stjóm OLÍS og var þeim úrskurði áfrýjað. Áfrýj- unamefndin vísaði áfrýjuninni frá og felldi ákvörðun Samkeppnisráðs úr gildi þar sem ákvörðunarorð í fyrstu ákvörðuninni þóttu ekki nógu skýr. Ný ákvörðun Samkeppnisráðs lá fyrir 20. desember 1996 og telur áfrýjunamefndin skilyrði sem þar koma fram nægilega skýr og er sú ákvörðun því staðfest. Jafnræði alls staðar virt? Geir Magnússon sagðist gera ráð fyrir að þessum tveimur mönnum yrði skipt út - nóg væri af fólki. Það yrði síðan athugað gaumgæfí- lega hvort farið yrði með málið fyr- ir dómstóla en til þess gefst sex mánaða umhugsunarfrestur. Hann varpaði því einnig fram til umhugs- unar hvort ekki væm víða álíka eignatengsl og í tilviki Olíufélagsins í OLÍS eða 35% og hvort víst væri að jafnræðisreglan væri alls staðar virt. LÖG um úreldingu fiskiskipa heimila Þróunarsjóði ekki að selja íslenskum smábátasjómönnum báta jafnvel þó að þeir verði fyrir því að missa báta sína. Sigurmundur Einarsson, smá- bátaeigandi í Vestmannaeyjum, seg- ist telja þetta mjög óeðlilegt, en hann varð fyrir því óhappi fyrir skömmu, að bátur hans brotnaði í spón þegar verið var að flytja hann með krana í land. Hinrik Greipsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsjóðs, sagði að sam- kvæmt lögum væri skilyrði fyrir því að sjóðurinn greiddi úreldingarstyrk vegna smábáta, að á þeim væri þing- lýst kvöð um að þeir mættu ekki stunda fískveiðar í atvinnuskyni inn- an íslenskrar landhelgi. Frá þessu ákvæði væri engin undantekning í lögum, jafnvel ekki þó að smábáta- sjómenn hefðu misst bát. Það væri við Alþingi að sakast en ekki Þróun- arsjóð væru menn óánægðir með þetta lagaákvæði. Sjónarmið löggjaf- ans hefði verið að fækka smábátum í íslenskri landhelgi enda væru þeir allt of margir. Óeðlilegt ákvæði Sigurmundur sagðist telja þetta óeðlilegt lagaákvæði. Hann sagði að í sínu tilfelli myndi tryggingafé- lagið bæta tjónið sem hann varð fyrir þegar báturinn brotnaði. Eðli- legt væri að hann ætti kost á að kaupa einn af þeim Qölmörgu bátum sem Þróunarsjóður hefur keypt frek- ar en að sjóðurinn seldi þá til út- landa fyrir litla peninga. Sigur- mundur sagðist einnig telja eðlilegt að smábátasjómenn ættu kost á að endumýja báta sína með því að eiga viðskipti við Þróunarsjóð. Sjóðurinn ætti marga nýlega vel útbúna báta, en í landinu væri mikið af lélegum bátum, sem æskilegt væri að fækka af öryggissjónarmiðum. Þróunarsjóður á marga tugi smá- báta sem hann hefur keypt á síð- ustu mánuðum til úreldingar. Fimm bátar hafa verið seldir úr landi til Afríku, en sala á öðrum bátum er til skoðunar, en margir erlendir aðil- ar hafa sýnt þeim áhuga. i i i I Morgunblaðið/RAX FLÓÐAVARNIR brustu í gær í Villingaholtshreppi þegar Þjórsá braut sér leið yfír vesturbakka sinn og flæddi yfír veg fyrir neðan Egilsstaðakot. Þegar flogið var yfír svæðið um sexleytið I gær hafði flætt yfír veginn á þremur stöðum en ökumaður jeppabifreiðar einnar lét það ekki á sig fá og ók varlega í gegnum klakaflóðið. Farvegur Þjórsár er vinstra megin á mynd en til hægri má sjá að flætt hefur yfir tún nærliggjandi bæja handan vegarins. Þjórsá flæðir yfir bakka sína Selfossi. Morgunblaðið. ÞJÓRSÁ flæðir nú yfir bakka sína í Villinga- holtshreppi og virðist sem klakastífla hafi mjmd- ast í ánni með þeim afleiðingum að áin rennur úr farvegi sínum og flæðir inn á land. Þjórsá hefur rofið skarð í veginn fyrir neðan Egilsstaðakot og er hann nú í sundur á þremur stuttum köflum. Áin flæðir inn á lönd kartöflu- bænda og í gegnum vamargarða sem reistir voru til þess að veijast flóðum sem þessum. Að sögn Guðsteins Hermundssonar, bónda á Egilsstöðum, er ekki um stórflóð að ræða en upphlaup sem þessi eru samt óvenjuleg við þær aðstæður sem eru núna, ekki mikið um leysing- ar og ennþá kalt í veðri. „Svo virðist sem mikil klakamyndun sé orsök þess að áin hafí breytt um farveg. Áin er einnig óvenju vatnsmikil og kann að vera að samspil þessara þátta orsaki þessi flóð,“ sagði Guð- steinn. Hann taldi jafnvel mögulegt að um væri að kenna miklu streymi frá virkjanasvæði Lands- virkjunar og það er ekki gott ef rétt er,“ segir Guðsteinn. Landsvirkjun kennt um Áin flæðir nú yfír landið í Syðri-Gróf, sem er töluvert neðar en Egilsstaðir. Þar eru engir vamargarðar og umlykur vatnið bæinn og kartöflugeymslur era í hættu vegna vatnsins. „Þetta er mjög slæmt mál, þeir hjá Landsvirkj- un hafa aukið vatnsrennslið í Þjórsá og það er ástæðan fyrir þessum flóðum. Menn verða að vita hvað þeir era að gera, það þýðir ekki að dæla vatninu endalaust af hálendinu, það verður að skila sér rétta leið til sjávar," segir Bjami Jónsson, bóndi í Syðri-Gróf. Þjórsá flæddi síðast á svipuðum slóðum árið 1977 og þá vora reistir vamargarðar til þess að stöðva framrás árinnar. Þeir gera sitt gagn svo langt sem þeir ná en ekki halda þeir þó öllu vatninu í skefjum. Að sögn Valgerðar Gestsdótt- ur, húsfreyju í Mjósyndi, var flóðið 1977 mjög mikið og vatnið rann heim að bæjum. Það olli tjóni og nú virðist sem sagan sé að endurtaka sig. Engar rennslissveiflur Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði aðspurður um fullyrðingar Guðsteins að síðustu daga og vikur hefðu engar sveiflur orðið á vatnsrennsli í Þjórsá. „Þessar fullyrðingar koma okkur á óvart. Rennsli í ánni ræðst af framleiðslu í Búrfellsvirkjun og hún er stöðug. Staðreyndin er sú að miðlun vatns veldur stöðugu rennsli en dregur jafnframt úr hættu á ísstíflu og þrepahlaupum," sagði hann. Þorsteinn sagði að hugsanlega mætti rekja tildrög flóðsins til frosthörku síðustu daga en það kynni að leiða til þess að áin bólgnaði út. Neytendasamtökin gagpnrýna nýtt fríkort Kortið sagt brjóta gegn samkeppn- islögum NEYTENDASAMTÖKIN telja að fríkort, sem fimm stórfyrirtæki standa að, sé brot á samkeppnislög- um, og samkeppnisráð hljóti að taka málið til athugunar. „Ég veit ekki hvaða ofumeytend- ur þeir era að tala um en mér sýn- ist það taka meðalfjölskylduna 40 til 50 mánuði að ná það mörgum punktum að hægt sé að vænta utan- landsferðar og punktamir byija að fymast eftir 48 mánuði," sagði Jó- hannes Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna. Fyrirtækin Hagkaup, Flugleiðir, Skeljungur, íslandsbanki og Húsa- smiðjan standa að kortinu og geta neytendur safnað punktum upp í flugferðir með því að sýna kortið þegar þeir skipta við fyrirtækin. „Þama era fímm mjög sterk fyr- irtæki, þar af þijú og jafnvel fíögur á fákeppnismarkaði, sem sameinast um eitt tryggðarkort. Það er eðlileg þróun þegar fyrirtæki eitt og sér rejmir að koma upp svona tryggðar- korti en þegar fimm fyrirtæki sam- einast fínnst mér komið út jrfir all- an þjófabálk. Viðskiptakeðja af þessu tagi er samkeppnishamlandi og er að okkar mati klárt brot á 17. grein samkeppnislaga. Við ger- um kröfu um að samkeppnisjrfírvöld grípi inn í. Ætli menn sér að ná í ódýrustu utanlandsferðina, vetrar- ferð til Glasgow, með því að safna punktum á matvöra þarf að versla fyrir 8,6 milljónir króna.“ Fyrirtækjunum verður fjölgað Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, segist undrast ef þetta tilboð stangist á við samkeppnislög. Hugmyndin sé sú að bæta við fyrir- tækjum þannig að menn verði fljót- ari að vinna sér inn punkta. í maí verði þau orðin 10 til 12 og í haust 15 til 20. Gert sé ráð fyrir einu fyrirtæki í hverri starfsgrein og helst að þau starfí á Iandsvísu. Kristinn segir að hér sé unnið að erlendri fyrirmynd. ■ Punktum/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.