Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 56
BHOCK G-BHOCK
56 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
78.000.
Verðkr.
Nýkomið mikið úrval af
borðstofuhúsgögnum,skenkum,
skáoum oa hillusamstæðum
Frabært verð
margir
uppröðunarmöguleikar
Skenkur
II
Val húsqöqn
Skapur
29.700
Armúla 8-108 Reykjavik
verökr
568-5375 ■ Fax 568-5275
Sími 581-2275
I DAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Netfang: elly@mbl.is
SKÁK
llmsjön Margcir
Pétursson
FJÓRTÁN ára gamli
Frakkinn Etienne Bacrot
(2.500) keppir nú að því að
verða yngsti stórmeistari
skáksögunnar. Hann hefur
unnið þijár fyrstu skákir
sínar á alþjóðlegu móti í
Enghien í Frakklandi. í
fyrstu umferð vann hann
sjálfan Viktor Kortsnoj. í
annarri umferð hafði hann
hvítt og átti leik í þessari
stöðu gegn
Darko Anic,
sem einnig
teflir fyrir
Frakkland.
30. Hxe6! -
Dxe6 31. Hel
- Hxf6 32.
Hxe6 - Hxe6
33. Rxd5 -
Hb8 34. Bf4
og svartur gaf
þessa von-
lausu stöðu.
Bacrot þarf
nú aðeins þijá
vinninga úr
þeim sex skák-
um sem hann
á eftir að tefla
á mótinu til að ná takmarki
sínu. Hann er 14 ára og
eins mánaðar og keppir að
því að slá met Ungveijans
Peters Leko, sem var 14
og hálfs árs þegar hann
náði þessum áfanga. Fyrri
met áttu þau Júdit Polgar
og Bobby Fischer.
Staðan í Enghien eftir
þijár umferðir: 1. Bacrot 3
v., 2. Dorfman 2‘A v. 3.-4.
Kortsnoj og Spraggett,
Kanada 2 v., 5.-6. Nataf
og Rausis, Lettlandi 1 ‘A v.,
7.-8. Anic og Chabanon 1
v., 9. M. Ivanov, Rússlandi
7« v., 10. Fontaine 0 v.
Meira af
smásögum í
Lesbók
JAKOB hringdi og
honum finnst að það
mætti vera meira af
smásögum í Lesbókinni.
Hann hafði mjög gaman
af sögunni Draumurinn
eftir Björgu Elínu
Finnsdóttur sem birt var
í Lesbókinni 8. mars og
vill endilega fá meira af
svipuðu efni.
Tapað/fundið
Rúskinnshanski
fannst
LOÐFÓÐRAÐUR
rúskinnshanski fannst á
göngustíg í Engidal.
Uppl. í síma 568-5817.
Armband
tapaðist
TVÍLITT gullarmband
tapaðist 10. febrúar, lík-
lega við bílastæði Hag-
kaups við Skeifuna, á
bílastæði við Háteigs-
kirkju eða við Borgar-
spítalann. Upplýsingar í
síma 554-6989 og
552-4994.
Dýrahald
Hvolpur óskar
eftir heimili
TVEGGJA mánaða
hvolpur, tík af blönduðu
kyni, fæst gefins.
Upplýsingar 567-1413.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Fjórðu bekkingar úr Menntaskólanum í Reykjavík
Yíkveqi skrifar...
SLENDINGAR leita nú í sívax-
andi mæli á ævintýralegar slóð-
ir víða um heim. Á næstunni leggja
þrír ungir fjallgöngumenn í ferð,
sem vonandi endar giftusamlega á
Everest-tindi og hefur verið sagt
ítarlega frá áformum þeirra hér í
Morgunblaðinu. Þeir hafa áður klif-
ið fjöll víða um heim.
í fyrradag var frá því skýrt hér
í blaðinu, að umboðsfyrirtæki Toy-
ota hér á íslandi, P. Samúelsson
hf. eða öllu heldur dótturfyrirtæki
þess, hefði tekið ákvörðun um veru-
legan stuðning við tvo unga íslend-
inga, sem verða þátttakendur í leið-
angri á Suðurskautslandið á þessu
ári. Er ætlunin að prófa hina sérút-
búnu jeppa, sem við erum að verða
helztu sérfræðingar í heimi í að
útbúa, á því svæði. Ef vel tekst til
er ekki ólíklegt, að það leiði til þess,
að slíkar bifreiðar verði notaðar í
leiðöngrum þar í ríkara mæli en
nú er vegna þess að snjóbílar, sem
þar eru notaðir, eru bæði dýrir í
innkaupum og rekstri.
Öllum er ljóst, að það er ekki
hættulaust að ganga á Everest-tind
eða ferðast um Suðurskautslandið.
En fjallgöngumennirnir ungu eru í
jafn góðri þjálfun og þeir útlending-
ar, sem glímt hafa við þennan
hæsta fjallstind heims undanfarna
áratugi. Þeir sem fara á Suður-
skautslandið eru þátttakendur í
leiðangri, sem væntanlega er skip-
aður mönnum, sem vel þekkja til
þar um slóðir.
Þegar ungir jeppaáhugamenn
byijuðu fyrir svo sem tveimur ára-
tugum að sérútbúa þessa bíla kom
engum til hugar að þetta áhugamál
þeirra ætti eftir að verða að at-
vinnugrein, sem það bersýnilega er
orðið. Nú er ýmislegt sem bendir
til þess að slíkur sérútbúnaður sé
að verða íslenzk útflutningsvara.
XXX
EIR sem komnir eru yfir miðj-
an aldur muna mæðiveikina
svonefndu, sem herjaði á íslenzkt
sauðfé með hörmulegum afleiðing-
um. Víkveiji man enn eftir því þeg-
ar komið var að sauðfé, sem hafði
smitazt af þessari veiki. Af þessum
sökum fóru fram víðtæk fjárskipti
í landinu, þar sem sauðfé var skor-
ið niður í nánast öllum sveitum
landsins nema i Öræfasveit og á
Vestfjörðum en úr þessum tveimur
byggðarlögum er fyrst og fremst
kominn sá sauðfjárstofn, sem nú
er til í landinu.
Að þessu er vikið vegna bréfs,
sem birtist hér í blaðinu sl. laugar-
dag frá Sigurði Sigurðarsyni, dýra-
lækni á Keldum, þar sem hann tel-
ur innflutning á fósturvísum af
norskum kúastofni varasaman og
segir m.a.: „Ég tel nokkra smit-
hættu geta stafað af fyrirhuguðum
innflutningi fósturvísa úr kúm frá
Noregi ... Það sem mér finnst vara-
samt er einkum veirusjúkdómur
sem er talsvert útbreiddur í Noregi
og við höfum kallað „smitandi slím-
húðarpest" ... Tjón sem hún veldur
er talsvert bæði í nautgripum og
sauðfé ... Reynsla okkar sýnir, að
smitsjúkdómar, sem berast í við-
kvæma stofna geta farið geyst yfír
og valdið verulegu tjóni, þótt þeirra
verði lítt vart í löndum, þar sem
þeir hafa verið lengi.“
Hér verður aldrei of varlega farið.