Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng-
dafaðir og afi,
ÓSKAR SVAVAR GUÐJÓNSSON,
Smyrlahrauni 62,
Hafnarfirði,
sem lést af slysförum 9. mars s!., verður
jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði,
miðvikudaginn 19. mars kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er
bent á Slysavarnafélag íslands.
Anna Þorsteinsdóttir,
Gunnar Óskarsson, Linda Sveinsdóttir,
Kristrún Gróa Óskarsdóttir, Níels Atli Hjálmarsson,
Óskar Halldór Guðmundsson, Arndís Sara Gunnarsdóttir.
+
Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs,
RAGNARS HALLSSONAR,
Hátúni 12,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra á 3. hæð í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
Anna Brynjólfsdóttir,
Erla Hallsdóttir, Guðjón Helgason,
Brynjólfur Hallsson, Emma Magnúsdóttir,
Theodór Hallsson, Halla Snorradóttir
og fjölskyldur.
Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, sonur og
tengdasonur,
PÁLL GARÐAR ANDRÉSSON
stýrimaður,
Vesturbergi 94,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag,
þriðjudaginn 18. mars kl. 15.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem
vilja minnast hans, láti Slysavarnafélag Islands
njóta þess.
Kristjana Friðbjörnsdóttir,
Friðbjöm Pálsson,
Elisa Pálsdóttir,
Valgerður Hrefna Gísladóttir, Andrés Gilsson,
Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR
fangavörður,
Áifhólsvegi 92,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag,
þriðjudaginn 18. mars 1997, kl. 13.30.
Guðmundur Ásbjörnsson,
Jón Ásbjörnsson, Pie Liglander,
Sigurjón Guðmundsson, Halldóra Gísladóttir,
Daníel Guðmundsson, Elín Finnbogadóttir
og barnabörn.
+
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
JÚLÍUS BJARNASON
prentari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 20. mars kl. 13.30.
Erna Júlíusdóttir, Ólafur Hafsteinsson,
Helga S. Ólafsdóttir,
Lilja Dögg Ólafsdóttir.
+
Frændi minn,
JÓSEP HANNESSON,
Álfaskeiði 33,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi sunnudaginn 16. mars.
Sigríður Jósefsdóttir.
PÁLL GARÐAR
ANDRÉSSON
+ Páll Garðar
• Andrésson
fæddist í Reykjavík
22. desember 1958.
Hann lést af slys-
förum 10. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Valgerður
Hrefna Gísladóttir,
f. 22. febrúar 1927,
og Andrés Gilsson,
f. 17.
Systur hans eru
Guðríður Inga, f.
10. september
1955, og Grímheið-
ur Elín, f. 18. júlí
1961.
Hinn 20. ágúst 1983 kvæntist
Páll Kristjönu Friðbjörnsdótt-
ur, f. 20. ágúst 1959. Foreldrar
hennar eru Kristín Osk Oskars-
dóttir, f. 14. október 1940, og
Friðbjörn Kristjánsson f. 27.
september 1939. Páll og Krist-
jana eignuðust tvö börn, Frið-
björn, f. 5. júní 1982, og Elísu,
f. 19. apríl 1988.
Páll lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskóla Islands 1980
og starfaði sem stýrimaður hjá
Eimskip í 10 ár og hjá Samskip-
um til dánardags.
Útför Páls verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Elsku hjartans kæri, vinur og
tengdasonur. Þegar við hugsum til
þeirrar stunda sem við áttum saman
í gegnum árin eru eingöngu góðar
minningar er streyma inn í huga
okkar. Þú varst slíkur mannkosta-
maður að öðru eins höfum við ekki
kynnst, alltaf varstu tilbúinn að
rétta okkur hjálparhönd í blíðu og
stríðu. Hjörtu okkar eru brostin að
sorg og söknuði að þurfa að horfa
á eftir svo ungum og gjörvilegum
manni í blóma lífsins, yfirgefa þessa
jarðvist með svo sorglegum hætti.
Elsku Palli, svo margar þakkir fyr-
ir góðar og ógleymanlegar stundir
í gegnum árin. Ljós þitt og minning
mun lifa í hugum okkar alla tíð.
Við munum gera allt sem í okkar
valdi stendur til að styrkja hana
Stínu þína og yndislegu börnin þín,
Friðbjörn og Elísu sem munu hafa
manndóm og kærleik þinn að leiðar-
ljósi í lífinu.
Við vottum foreldrum þínum,
systrum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Vertu sæll að sinni elsku vinur,
Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú
með klökkvandi saknaðar tár,
með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú,
og ennþá skalt okkur verða,
þótt líkaminn sé nár.
(Hannes Hafsteinn.)
Þínir tengdaforeldrar.
Elsku Palli. Með fáeinum orðum
viljum við minnast bróður okkar.
Aldrei datt okkur í hug að við ættum
eftir að sitja hérna tvær og skrifa
um þig. Við héldum alltaf að við
fengjum að eldast öll þtjú saman
og þú yrðir allra karla elstur. Og
svo einn morguninn er hringt og
sagt að þú hafir farist með Dísarfell-
inu, þú sem áttir að verða manna
elstur. Það var svo margt sem við
áttum eftir að gera og svo margt
Erfídrykkjur
REYKJAVIK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000
sem við áttum eftir að
segja.
Minningarnar
hrannast upp sem við
eigum um góðan bróð-
ur, sem var okkur líka
góður félagi sem við
gátum alltaf leitað til
og treyst. Við eigum
alltaf eftir að minnast
brössins þíns sem var
þitt aðaleinkenni. Svo
gast þú líka verið stríð-
inn, en alltaf var það í
góðu.
Það eru svo margar
minningar sem við eig-
um um þig en það er svo erfitt að
koma þeim frá sér svo að við ætlum
að hafa þær fyrir okkur. Við höfum
margspurt okkur af hverju þú sért
tekinn frá okkur öllum sem elskum
þig en við fáum ekkert svar við
þessari spurningu. En minningamar
getur enginn tekið frá okkur.
Elsku Stína, Bjössi og Elísa,
mamma og pabbi, Friðbjörn og
Kristín, við vitum að minningamar
um Palla munu hjálpa okkur sem
elskuðum hann við takast á við sárs-
aukann og söknuðinn.
Guðríður og Grímheiður.
Þegar við bræður setjumst niður
til að skrifa minningargrein um
hann Palla, vin okkar og mág, er
svo erfitt að setja línur á blað, því
við sitjum hljóðir af harmi. Síðan
þær hryllilegu fréttir bárust okkur
að hann Palli hefði látist í hræðilegu
sjóslysi, slysi sem náttúruöflin
valda, vakna margar spurningar en
fá verða svörin. Síðan þessi sorglegi
atburður gerðist höfum við látið
hugann reika og margar ljúfar
minningar hafa skotið upp kollinum,
litlar glefsur frá ýmsum tímaskeið-
um og hlýjað okkur sorgmæddu
sálir.
Palli kom inn í ljölskyldu okkar
fyrir nítján árum er hann og Stína
systir okkar hófu sambúð. Þá vorum
við bræður á barns- og unglings-
aldri og fyrir okkur og eflaust Palla
líka varð hann einskonar stóri bróð-
ir, ekki svo mikið eldri en eldri samt.
Palli hafði þann stórkostlega hæfi-
leika að hafa einstaklega mikið jafn-
aðargeð, eiginleiki sem við bræður
fengum ekki í vöggugjöf og gat
Palli oft komið okkur í skilning um
skynsamlegri leiðir til að útkljá
ýmis mál aðrar en að æsa sig með
miklum tilfinningahita, en það er
eiginleiki sem við bræður fengum í
vöggugjöf. En Palli hafði gaman af
þessum blóðheitu drengjum og hló
oft að okkur og dáðist af þessum
heitu tilfinningum sem alltaf voru
þegar upp var staðið af kærleik.
Palli var manngæðingur, vinur
vina sinna og gerði allt í sínu valdi
til að láta samferðafólki sínu líða
vel, hann sýndi það best fyrir sjö
árum þegar Anna systir okkar lést
af hræðilegum sjúkdómi og við fjöl-
skyldan buguðumst af sorg, en allt-
af var Palli til staðar í sama hveiju
það var, hann missti sjálfur góðan
vin í Önnu heitinni. Hann stóð ekki
bara við hlið Stínu í þeirri miklu
sorg heldur okkar allra. Það er erf-
itt að fá svör eins og þetta er til-
gangur lífsins þegar maðurinn með
ljáinn ræðst á sama tréð á svo
skömmum tíma og heggur greinar
af. Tréð stendur völtum fæti og sár
sem aldrei hafa náð að gróa, rifna
upp á ný og við stöndum á bytjunar-
reit til að takast á við lífsins veður
og vinda. En það má ekki gefast
upp í lífsbaráttunni, heldur hugsa
um lífið og það sem það hefur uppá
að bjóða. Það er stutt á milli gleði
og sorgar og þessvegna þarf maður
sífellt að muna að fanga augnablik
hversdagsleikans.
Palli og Stína eignuðust tvö böm,
þau Friðbjörn og Elísu og eiga þau
um sárt að binda að missa yndisleg-
an föður sem elskaði börnin sín svo
mikið. Enginn mun koma í hans
stað en við bræður munum gera
allt sem í okkar valdi til að auðvelda
þeim lífið, því nú erum við stóru
bræðurnir.
Það er svo lýsandi af fréttum sem
við höfum fengið af slysinu að Palli
var ásamt skipstjóra Dísarfells síð-
astur frá borði, því allt sem Palli
gerði var gert til fullnustu og ekki
gafst hann upp heldur reyndi altt í
sem hann gat til að klára sitt verk,
en fyrir það gaf hann líf sitt.
Elsku Palli, vinur og mágur okk-
ar, eins og áður sagði eru svo marg-
ar dásamlegar minningar og minn-
ingin um þig lifir og meðan minning-
ar lifa deyr enginn.
Elsku Stína, Bjössi og Elísa, guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum. Við stöndum með ykkur.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.)
Foreldrum Palla, systrum og öðr-
um aðstandendum sendum við
dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafn og Oskar.
Elsku Palli okkar er farinn frá
okkur og er kominn til englanna.
Söknuðurinn í hjarta mínu er
mikill og ávallt mun vanta part í
það því Palli var mikilvæg persóna
í lífi mínu. Ávallt tilbúinn að rétta
hjálparhönd og veita mér mikinn
styrk í sorg minni og mun ég reyna
að gefa Stínu^ Bjössa og Elísu þann
sama styrk. Ég veit að móðir mín
kær hefur tekið á móti Palla og
hjálpar hún honum í gegnum sorg
hans því söknuðurinn hjá honum
er mikill því kona hans og börn
voru honum allt.
Nú samvist þinni’ eg sviptur er;
- ég sé þig aldrei meir!
Astvinirnir, sem ann ég hér,
svo allir fara þeir.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Því heimskingi ég er!
Þín minning hún er sæl og sæt,
og sömu leið ég fer.
Já sömu leið! En hvert ferð þú?
Þig hylja sé ég gröf;
þar mun ég eitt sinn eiga bú,
um ævi svifin höf.
En er þín sála sigri kætt
og sæla búin þér?
Ég veita það ekki! - sofðu sætt!
- en sömu leið ég fer
' (Kristján Jónsson.)
Elsku Stína, Bjössi, Elísa og for-
eldrar og systkini, ég votta ykkur
dýpstu samúð mína í sorg ykkar.
Anna Kristín.
Að stundaglasið hans Palla
frænda væri að tæmast hvarflaði
ekki að mér þegar við áttum góða
kvöldstund saman tæpri viku áður
en hann fórst. Hann var fullur af
lífskrafti og glaðværð og framtíðin
virtist björt.
Ég hitti Palla sjaldan í seinni tíð,
enda störfuðum við á ólíkum vett-
vangi. Þegar fundum okkar bar
saman fannst mér það vera gagn-
kvæm tilfínning, að við ættum
margt sameiginlegt. Við áttum skap
saman og við áttum saman minning-
ar úr bernsku. Palli var að vísu
nokkrum árum yngri en ég, en það
kom ekki í veg fyrir að milli okkar
sköpuðust tengsl.
Sem barn og unglingur var ég
mikið á heimili Völu og Andrésar,
foreldra Palla. Þangað var alltaf
gott að koma, - ekki síst á matar-
tímum. Einu sinni var gerður samn-
ingur um að ég, blankur námsmað-
ur, kæmi reglulega í heimsókn á
matartímum, en tæki Palla í auka-
tíma í staðinn. Það voru góð býti.
Ég er þess fullviss eftirá, að þessi
samningur var fyrst og fremst gerð-
ur fyrir mig.
Ég minnist þeirra daga sérstak-
lega þegar ég sat með Palla yfir
námsbókunum. Ég er ekki viss um
að þær stundir hafi skilað sér í betri
árangri hans við prófborðið, en við
græddum þó báðir á þessum sam-
verustundum. Við treystum vináttu-
böndin og hlógum að ýmsu smálegu.
Glaðlyndi er það einkunnarorð,