Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 11 FRÉTTIR Nýtt frumvarp til lögræðislaga lagt fram á Alþingi Hægt verður að skípa ráðsmann í fjármálin ÝMIS rök hafa verið lögð fram vegna hugmynda um að hækka sjálfræðis- aldur. Rökin með hækkun eru þau helst, að þorri íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum fram undir tví- tugt og sjálfræði þeirra hafi fyrst og fremst táknrænt gildi. Minnkandi atvinnumöguleikar unglinga og lengri skólaganga hafi breytt að- stæðum unglinga. Sameinuðu þjóð- irnar skilgreini alla undir 18 ára aldri sem börn og misræmi sé milli þess að forsjárskylda falli niður við 16 ára aldur, en framfærsluskylda hald- ist til 18 ára aldurs. Þá geti barna- verndarnefndir ekki haft afskipti af þeim sem orðnir eru 16 ára og auð- veldara verði að grípa í taumana hjá einstaklingum á aldrinum 16-18 ára, sem stundi afbrot eða fíkniefna- neyslu, ef sjálfræðisaldur verði hækkaður. Rökin gegn hækkun eru þau helst, að með því sé verið að svipta stóran hóp unglinga rétti til að takast á við sjálfsábyrgð. Ekki sé óeðlilegt að sjálfræðisaldur miðist við 16 ár, þar sem skólaskyldu lýkur jafnframt við þann aldur og það hafí kosti að ung- menni öðlist sjálfstæði stig af stigi, fyrst sjálfræði 16 ára, þá fjárræði og þar með lögræði 18 ára. Loks er svo nefnt, að skjólstæðingum barna- verndarnefnda muni fjöiga ef sjálf- ræðisaldur hækki og það hafí í för með sér aukinn kostnað. I frumvarpinu, sem nú hefur verið lagt fram, að miðað við sjálfræði við 16 ár. í greinargerð með frumvarp- inu kemur fram, að nefndin sem samdi það tók ekki afstöðu til raka með og á móti hækkun sjálfræðisald- urs, en samdi tvö frumvörp, sem eru efnislega eins nema að þessu leyti. Það er svo Alþingis að taka afstöðu til málsins og þar verða án efa tölu- verðar umræður um málið. Tímabundin svipting lögræðis Ýmis nýmæli er að finna í frum- varpinu. Itarlegri reglur eru settar um meðferð lögræðismála fyrir dóm- stólum og er markmið þeirra að Fmmvarp til lögræðis- laga hefur verið lagt fram á Alþingi. Helstu nýmæli í því lúta að úrræðum til aðstoðar þeim sem ekki geta sinnt sínum málum sjálfír. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér frumvarpið. tryggja betur en nú er gert réttar- stöðu þeirra sem krafist er að verði sviptir lögræði. Gert er ráð fyrir að lögræðissvipting geti verið tíma- bundin og að hún geti eingöngu tek- ið til tiltekinna eigna þegar um fjár- ræðissviptingu er að ræða. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að tíma- bundin lögræðissvipting skuli þó ekki ákveðin skemur en sex mánuði í senn. Bent er á, að ótímabundin svipting feli í sér mjög afdrifaríka skerðingu á grundvallarréttindum fuiltíða ein- staklings til að ráða sér og málefnum sínum. Heimild til tímabundinnar sviptingar feli því í sér mildara úr- ræði en svipting til frambúðar og auki réttaröryggi þess sem krafa um sviptingu beinist gegn. Oft sé lög- ræðissvipting liður í að skapa grund- völl til að koma mönnum í meðferð á sjúkrastofnunum og geti verið heppilegra að beita tímabundinni sviptingu, þar sem ætla megi að við- komandi yrði samvinnuþýðari í með- ferð ef hann sæi fyrir endann á vist- inni og að hann fengi lögræði sitt sjálfkrafa að nýju. Heimilt verður að svipta menn lögræði til bráða- birgða með úrskurði, ef þörf er á sviptingu þegar í stað, en staðfesta verður þá sviptingu með dómi. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir mun ítarlegri reglum um nauðungar- vistanir en verið hafa. Reglurnar eiga að tryggja að vistuðum manni sé kynnt réttarstaða sín, færslu ákvarð- ana um hann í sjúkraskrá, skipun ráðgjafa og meðferð hans í sjúkra- húsi. Þá er mælt fyrir um rétt sjálf- ráða manns sem vistaður er á sjúkra- húsi til að bera ákvörðun dómsmála- ráðuneytis eða læknis þar um undir dómstóla. Jafnframt er kveðið á um rétt nauðungarvistaðs manns til bóta, ef lögmæt skilyrði hefur brost- ið til slíkrar aðgerðar. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að fjár- ráða menn, sem eiga óhægt með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar, geti óskað eftir því við yfirlögráðanda að þeim verði skipað- ur ráðsmaður. Þetta á ekki við um þá sem eru sviptir fjárræði, því þeir hafa skipaðan lögráðamann sér til fulltingis og ekki heldur við um þá sem eru ófjárráða fyrir æsku sakir. Veikindi og elli Hvers konar líkamleg veikindi koma til álita sem skilyrði þess að ráðsmaður verði skipaður og sama á við um elli. Andleg veikindi geta einnig orðið grundvöllur skipunar ráðsmanns, en þó verður viðkomandi einstaklingur að geta gert sér grein fyrir þýðingu skipunarinnar, því það er sett sem skilyrði. Nái skjólstæð- ingur ráðsmanns heilsu á ný og geti þar með hugsað um sín fjármál sjálf- ur verður ráðsmaður leystur frá störfum. Hraki skjólstæðingi hins vegar svo að hann geti ekki gert sér grein fyrir þýðingu skipunar ráðs- manns á að leysa ráðsmanninn frá störfum, eða bíða úrskurðar í lögræð- issviptingu. Þá eru reglur um lögráðamenn skerptar, bæði hvað varðar lögborna lögráðamenn, þ.e. foreldra ólögráða barna og ungmenna, og skipaða lögr- áðamenn. í mörgum tilvikum er þar hnykkt á reglum, sem hafa gilt um málsmeðferð, en ekki verið bundnar í núgildandi lögræðislög. Örugg og hagkvœm pósfdreifiþjónusta ■» nóstdreifiÞlónusta :r—-—*** Póstdreifing fer fram miðvikudaga og fimmtudaga. POSTDREIFIÞJONUSTA Funahöfða 17a, 112 Reykjavík símar 587 5250/ 898 8848. fax 587 5530 * % ^ % -kjarni málsins! WefZafftTíglugga SÓLBEKKIR Þola fyrirliggjandi vatn SENDLIM í PÓSTKRÖFU Þ. ÞORGRÍMSSON &CO I Ármúla 29 • Reykjavík • Simi 553 8640 77/ sölu allar gerðir af Grand Cherokee Laredo og Ltd., bæði 6 cyl. og 8 cyl. Góðir fyrir íslenska vetrarófærð. Dodge Caravan Grand 4WD árg. '95, ek. 33 þús. km., dökkgrænn, 7 manna, einn með öllu, góður fyrir stóra fjölskyldu. Verð 2.950.000. Áhv. bílalán. Land Rover Discovery dísel árg. '96, ek. 7 þús., 5 g., svart- ur, álfelgr, 2 sóll., saml., airb. o.m.fl. Verð 2.900.000. Ath. skipti. Toyota Double Cap bensín árg. '94, ek. 50 þús. km., grár, hús, 35“ dekk, upph. fyrir 38". Verð 2.280.000. Ath. skipti. Toyota Corolla St. XLi árg. '97, VW Golf Grand árg. '96, ek. 14 Toyota Corolla GL. SP. árg. '92, Nissan Sunny SLX 4WD árg. '92, CJL ek. 9 þús. km„ hvitur. Verð “É þús. km., blár, 5 dyra. í-i ek. 54 þús. km., hvítur, 5 g„ ek. 63 þús. km., dökkgrár, 5 g. fwíá 1.480.000. Áhv. bílalán. i Verð 1.200.000. Einnig VW Golf 1800 GL árg. '95. Verð 1.230.000. i 5 dyra Verð 850.000. Ath. skipti. Verð 1.070.000. Ath. skipti. I Kláraðu dæmið með SP-bslaSáui Með SP-bílalán innl myndinni kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni Sími 588-7200 FJÁRMÖGNUN HF Audi A4 árg. '96, ek. 15 þús. km„ Ijósgrár, 5 g., sóllúga, álfelgur, saml., l-gl, airb. Verð 2.300.000. Ath. skipti. Ford Mondeo GLX St. árg. '95, ek. 48 þús. km., dökkblár, 5 g„ saml., rafm. i rúðum. Verð 1.650.000. Ath. skipti. I Toyota Touring GLi árg. '93, ek. 73 þús. km„ vínrauður, 5 g. Verð 1.290.000. Ath. skipti. Toyota Carina GLi 2,01 árg. '96, ek. 7 þús. km„ vínrauður, sjálfsk., sarnl., rafm. i öllu. Verð 1.860.000. Ath. skipti. Opel Vectra 2,0 GLi árg. '96, ek. 8 þús. km„ sjálfsk., saml., airb., rafm. i öllu. Verð 2.090.000. Ath. skipti. Subaru Legacy 1,8 '90, ‘91. Verð frá 950.000. Subaru Legacy 2,2 GX árg. ‘90, ‘91. Verð frá 1.030.000. ÞAÐ ER AUÐVELDARA EN ÞÚ HELDUR AÐ EIGNAST GÓÐAN BÍL. ......8............ ...— ■ "iiin............ MMaMMamwttM iii Félag Löggiltra Bifreiðasal a\DÍM .________ Funahöfða 1 • Sími: 567-2277 • Rífandi sala • Fríar auglýsingar • Frítt innigjald ií; . V. .: . Sölumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. birfsali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.