Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 41 Verkaskipting á háskólastigi EFTIRSPURN eftir há- skólamenntun hefur far- ið hraðvaxandi hér á landi á undanförnum áratugum. Ungt fólk hefur í auknum mæli leitað í háskóla eftir undirbúningi fyrir líf og starf; stjórnendur at- vinnufyrirtækja hafa ennfremur sóst eftir bet- ur menntuðu vinnuafli. Rótgrónar háskóla- stofnanir hafa vaxið hratt á stuttum tíma, nemendum og náms- brautum þeirra hefur verið fjölgað. Nýjar stofnanir hafa komið til sögunnar og boðið íslenskum ung- mennum nýja menntunarvalkosti. Pyrir réttum áratug störfuðu fjórar íslenskar skólastofnanir á háskóla- stigi. Nú eru þær þrettán. Enn er ekki séð fyrir endann á þessari þró- un, enda má gera ráð fyrir að eftir- spurnin vaxi áfram. Spyija má: Hefur þróun háskólastigsins hingað til verið árangursrík og hagkvæm? Hvaða mælikvarða á að nota við ákvarðanir um opinberan stuðning við íslenska háskólastarfsemi á næstu árum? Fullyrða má að vöxtur íslensku háskólanna á síðustu árum hafí verið nauðsynlegur. Þessi vöxtur kom í Nú er í undirbúningi frumvarp að lögum um íslenska háskóla. Jónas Guðmundsson er þeirrar skoðunar að verkaskipting skólanna þurfi að vera skýrari en hún er nú. kjölfar umbyltingar framhaldsskóla- kerfisins á áttunda og níunda ára- tugnum, sem fólst m.a. í uppbygg- ingu stórra fjölbrauta- og verk- menntaskóla víða um land. Nauðsyn- legt var fyrir íslenska háskóla að bregðast við leit sífellt stærri hóps framhaldsskólamenntaðs fólks að meiri menntun. Sumir skólanna voru beinlínis skyldaðir með lögum til að taka við öllum stúdentsprófshöfum sem óskuðu skólavistar. Framhalds- skólabyltinging hafði það reyndar í för með sér að nokkrar rótgrónar menntastofnanir sem starfað höfðu á framhaldsskólastigi sáu sér fært að hjálpa upp á sakimar á háskólastig- inu og taka þar að sér ný hlutverk. Vaxandi efnahagsleg samkeppni milli þjóða heims og stöðugt alþjóðlegri keppni fólks um störf, kallaði á öflugri heimamenntun íslensks æsku- fólks. Hefðu íslenskar háskólastofn- anir ekki mætt vaxandi eftirspurn með auknu framboði og fjölbreyttari menntun hefði utanförum íslenskra háskólastúdenta án efa fjölgað óeðli- lega mikið síðustu árin. Afmörkun og sérhæfing Þegar litið er yfír íslensku háskóla- stofnanimar þrettán kemur í ljós að þær eru æði ólíkar að stærð og gerð. Háskóli Islands heldur afgerandi for- ystu sem langstærsta deildaskipta fræðastofnunin. Þar eru umfangs- mestu rannsóknirnar stundaðar og þar fer fram löggilding helstu emb- ættismannastétta þjóðarinnar. Há- skóli íslands hefur ríflega þrefalt fleiri nemendur og starfsmenn en allar hinar tólf háskólastofnanirnar til samans. Flestir hinna háskólanna hafa markað sér ákveðin og afmörk- uð verksvið. Fósturskólinn sinnir t.d. menntun leikskólakennara, á meðan Samvinnuháskólinn á Bifröst einbeit- ir sér að rekstri og viðskiptum og Búsvfsindadeild Bændaskólans á Hvanneyri að landbúnaðarfræðum. Að nokkm leyti hafa skólarnir einnig markað sér ýmsar áherslur í starfi, sem greina þá hverja frá öðrum. Spyrja má, hvort þessi aðgreining íslenskra háskólastofn- ana hafi gengið nægi- lega langt. Áherslur skólanna eru ekki sér- lega greinilegar og þeim hættir til að hverfa frá yfirlýstum áherslum af litlu tilefni. Hugmyndir um nýjar námsbrautir skjóta einnig upp kollin- um án þess að ljóst sé í hveiju þær eru frá- brugðnar námsbrautum sem annars staðar bjóð- ast. Einstakar háskóla- stofnanir þróa náms- brautir sem ekki virðast tengjast með röklegum hætti því sem stofnunin hefur áður einbeitt sér að. Námsmenn eiga kröfu á að stofnanirnar bjóði fjölbreytilega en skýra menntunar- kosti. Stjórnvöld ættu að stuðla að því að skólarnir sinntu þeirri kröfu. Hér verður engu slegið föstu um það hvernig verkaskipting íslenskra háskólastofnana ætti að líta út. Góð byijun væri að gera skýran greinar- mun á rannsóknarháskólum og fag- háskólum, eins og Sveinbjörn Björns- son háskólarektor hefur lagt til. Rannsóknarháskóli leggur fræðilegar áherslur og kennir til æðri háskóla- gráða. Fagháskóli býður styttra og hagnýtara nám. Það er óeðlilegt ástand, eins og Sveinbjöm hefur ein- mitt bent á, að fjöldi námsmanna (hann nefndi 1400) skuli stunda í Háskóla íslands nám sem þeim hent- ar ekki að stunda. Þessir námsmenn hefðu átt að rata í hagnýtari skóla. Smæðarhagkvæmni í umræðum um þróun háskóla- stigsins verður án efa fjallað um fjölda og stærð stofnana. Nú er útlit fyrir að íslenskum háskólastofnunum fækki um fímm með samruna nokk- urra stofnana í Listaháskóla og Upp- eldisháskóla. Fyrir þessum samruna kunna að vera gild rök, en á hitt ber að líta að fækkun stofnanana hefur að öllu jöfnu í för takmörkun á fjöl- breytni menntunar í samfélaginu. Fjölbreytnin er að vísu lúxus, sem ætíð er spurning hvað réttlætanlegt er að greiða fyrir. En þetta er lúxus sem getur sparað íslenskum náms- mönnum að þurfa að leita á erlend skólamið. Rétt er að hafa í huga að gæði skólastarfs aukast jafnan ekki með stærð stofnana. Þvert á móti geta smærri stofnanir t.d. veitt námsfólki persónulegri þjónustu en hinar stærri. Litlar stofnanir eiga auðveldara en stórar með að sníða stjómkerfí og kennslufræði að sínum fræðigreinum. Þær eiga auðveldara með að laga sig að breytilegum ytri aðstæðum. Þeim reynist auðveldara að rækta tengsl við stuðningshópa háskólamenntunar í samfélaginu, ekki síst fyrrverandi nemendur. Þannig má færa margvís- leg rök fyrir því að litlar stofnanir geti, eigi síður en hinar stærri, veitt hágæða háskólamenntun. Skýrari verkaskipting Nú er í undirbúningi frumvarp að lögum um íslenska háskóla, en engin slík rammalög hafa verið til. Sam- hliða setningu slíkra laga er mikil- vægt að menn geri sér grein fyrir hvernig verkaskiptingu íslenskra há- skóla gæti verið háttað. Ég er þeirrar skoðunar að þessi verkaskipting þurfí að vera skýrari en hún er nú. Jafn- framt þurfi verksvið skólanna að vera vel afmörkuð og áherslur þeirra ljós- ar. Það er ástæðulaust að starfrækja margar stofnanir með sömu verksvið og áherslur. Fjölbreytileiki háskóla- kerfisins og þróun skýrra valkosta fyrir háskólanemendur eiga að vera mælikvarðar hins opinbera fyrir stuðning við starfsemi háskólastofn- ana. Að gefinni skýrari verkaskipt- ingu geta litlar, stórar og meðalstór- ar háskólastofnanir átt fullan rétt á sér í íslensku samfélagi. Höfundur er rektor Samvinnuháskólans & Bifröst. Jónas Guðmundsson „Hann las Vefinn með vefsjánni“ Tillögur að samræmdum þýðingum orða og hugtaka tengdum alnetinu. Á LIÐNU ári hafa komið fram tillögur um íslenskun ýmissa heita og hugtaka sem tengj- ast alnetinu. Flestar hugmyndirnar eru um þýðingu á orðinu „Browser". Greinarhöf- undur var skotinn í kaf snemma árs 1996 með hugmynd sína „vefalda“ (browser = vefaldi) í tímaritinu Tölvuheimi sællar minningar. Aðrar hug- myndir sem komið hafa fram eru vafri, rápari, vefskoðari, veflesari og sjálfsagt fleiri. Nú vill undirritaður gera tilraun til samræmingar á þýðingum þeirra heita og hugtaka sem notuð eru með því að skeyta „vef-“ framan við þau öll. Að öðru leyti er megin- þráðurinn í hugmyndinni sú að not- endur „lesi“ vefinn og séu „læsir“ á vefínn. Sögnin að lesa hefur marg- ræða merkingu svo sem kemur fram hér að neðan en ágætt er að hafa í huga orð eins og bóklæsi, myndlæsi, tölvulæsi, kortlæsi og e.t.v. fleiri orð. Orðin fela öll í sér að notandinn gerir meira en láta mata sig, hann kann að hagnýta sér miðilinn til að afla sér frekari þekk- ingar, hann er m.ö.o. læs á miðilinn. Hér kemur orðalistinn, fyrst er enska orðið/orðin og íslensk þýðing þar á eftir með skýringum greinar- höfundar. Sum orð eru þegar þekkt en önnur þykist höfundur hafa hugsað upp sjálfur. í lokin eru svo dæmi um notkun orðanna í daglegu máli. Intemet/World Wide Web = Vef- urinn, sérnafn, ætíð með stórum staf. Það kann að vera einhver merkingarmunur á alneti og World Wide Web en í daglegu tali skiptir hann ekki máli, Vefurinn nær grunnhugmynd hvorra tveggja hug- takanna. Þegar orðið er skrifað með litlum staf yrði merkingin almenn, vefur fyrirtækisins, vefurinn minn o.s.frv. Internet browser = Vefsjá. Browser er tæki til að lesa Vefínn, rétt eins ratsjá eða smásjá em tæki til að auðvelda sýn og „lestur" þess sem skoðað er. Vefsjá er einfalt, íslenskt, á sér hliðstæður við önnur íslensk nýyrði.fellur að íslenskum beygingum, (eignarfall: til vefsjár), er lýsandi fyrir hlutverk forritsins (sýnir manni Vefinn), í stuttu máli: Islenskt, já takk! Using/browsing the Net = Vef- lestur. Orðið felur í sér ferns konar skilning á því að lesa. a) lesa, sbr. að lesa bók, lesa texta (maður les jú textann á skjánum). b) lesa, sbr. að læra, sagt er t.d. að einhver lesi tölvufræði í merking- unni að leggja stund á nám í tölvu- fræði. Við lærum á og af Vefnum. c) lesa, sbr. að lesa ávexti af tijám í merkingunni að tína ávexti af tijánum. Við lesum (tínum) ýmislegt af Vefnum, forrit, texta, myndiro.fi. d) lesa, sbr. að lesa sig upp eftir kaðli í merkingunni að klifra upp kaðalinn. Við lesum okkur eftir Vefnum, fikrum okkur eftir honum um allan heim. Sá sem notar alnet- ið er því að lesa Vefínn með vef- sjánni. Intemet user = Veflesari, þ.e. sá sem les Vefínn. Allir alnetsnotendur eru því veflesarar, rétt eins og allir „bókanotendur“ (bjánalegt orð, ekki satt) eru (bók)lesendur. Kannski væri betra að nota orðið veflesandi, því lesari felur í sér merkinguna að lesa upphátt. E-mail = Vefpóstur. E-mail address = Veffang. Sbr. heimilisfang, póstfang. Netfang er orðið út- breitt og mun sjálfsagt lifa með ef veffang nær fótfestu. Internet address, URL = Vefhnit, vef- slóð. Á þessum orðum er ákveðinn merking- armunur. Vefslóð felur í sér leiðina til þess staðar sem vefsíðuna er að finna en vefhnit felur í staðsetningu vefsíðunnar. Ef maður hugsar sér Vefínn sem hnitakerfi (eða risa- stórt net með möskv- um) þar sem hver vef- síða á sér sinn stað (möskva) skýr- ist þessi merkingarmunur. Greinar- höfundur er hallari undir orðið vef- hnit. Intemet site = Vefsíða. Hendum orðinu „heimasíða" útí ystu myrkur. HTML/JAVA file (code) = Vef- skrá. Skyldleikinn við tölvuskrá er augljós. Að baki hverri vefsíðu er væntanlega vefskrá. Ýmsir hafa borið fram tillögur um íslenskun ýmissa heita og hug- taka sem tengjast alnet- inu. Lárus Jón Guðmundsson bendir á ýmis nýyrði. HTML editor = Vefriti, vefritill. Forrit til að rita vefskrá. -ritill end- ingin er skyld -rekill, sbr. prentrekill. Writing HTML/JAVA code, build- ing a site = Að vefa. Þetta orð felur í sér ýmislegt, að skrifa HTML/JAVA textann, skipuleggja vefsíðuna/síðurnar, hönnun og gerð mynda o.fl. Webmaster = Vefari eða vef- meistari. Sá sem vefur vefsíðu. Site manager = Vefstjóri. Þarna vill greinarhöfundur greina á milli þessara enn sem komið er óljósu hlutverka. Vefari og vefstjóri geta verið ein og sama persónan en í framtíðinni munu þetta verða skýrt afmörkuð störf (atvinnugreinar). Vefari er „hönnuðurinn" en vefstjór- inn „framkvæmdastjórinn". Vef- stjórinn annast uppsetningu vefsíðu, viðhald og endurnýjun upplýsinga, hefur umsjón með tölvukerfinu sem hýsir vefsíðurnar o.þ.h. Internet server = Vefþjónn, sá sem veitir veflesurum vefþjónustu og annast jafnvel vefnað vefsíðna, útdeilir vefföngum og hýsir vefsíður á vefhnitum í tölvum sínum. Rp/telnet programs = Veffeti. Þessi forrit bæði sækja og senda, ólíkt vefsjánum (ef vefpóstshluti þeirra er undanskilinn). Þessi forrit eru snör í snúningum eins og léttfet- ar, sannkallaðir veffetar. Website building company = Vef- stofa. (Hver verður fyrstur til að skrá fírmaheitið „Vefstofa íslands"?) Á vefstofu vinna vefarar, sem e.t.v veita einnig vefþjónustu sem vef- þjónn og hafa ráðið sér vefstjóra til þeirra verka. Sumum kann að þykja það yfir- drifið að bæta vef- framan við öll ofangreind orð en þá vill greinarhöf- undur benda á öll þau orð sem byija á tölvu-, bíl- og heilsu- svo dæmi séu tekin. Vefurinn verður lífsmáti næstu kynslóðar með einum eða öðrum hætti og því ærin ástæða til að eyða nokkru púðri í nafngiftir. Forliðurinn net- hefur verið notað- ur töluvert, netfang, netþjónn og fl. Lárus Jón Guðmundsson en jafnframt nota menn orð eins og vefari, að vefa (net) o.s.frv. Þetta fellur ekki saman, t.d. ríður maður net en vefur þau ekki, net er ein- hvernveginn áþreifanlegra en vefur, sbr tölvunet (snúrur). Það er hins- vegar ekkert áþreifanlegt við vef- samband um gervihnött. Ennfremur, það vefur enginn svikanet en svika- vefur hefur verið ofínn um aldir ýmsum til falls og hrellingar. Forlið- urinn vef- er því mun heppilegri að mati undirritaðs en net-. í framhaldi af þessari nýyrðasmíð væri ekki úr vegi að koma með dæmi um notkun þeirra í daglegu tali: - Varstu að lesa vefinn í allan dag? - Með hvaða vefrita ófstu vefsíð- una þína? - Það er komin ný vefsjá frá Microsoft, Explorer 4.0. - Hvert er vefhnitið á vefsíðunni þinni? Gefðu mér veffangið þitt líka. - Þau reka saman vefstofu, vef- fangið þeirra er larusjg@treknet.is. - Hún er miklu læsari á vefinn en hann, hann er eiginlega vefblind- ur, hefur engan skilning á þessum nýja miðli. - Sko, á Vefstofu íslands vinna þrír, Kalli sem er vefari, hann hann- ar og vefur vefsíðurnar. Palli er vef- stjóri, hans hlutverk er að annast tölvukerfið og sjá um vefsíðuna á tölvunni, uppfæra hana og fylgjast með því að allt virki eins og ætlast er til. Lalli er hinsvegar nýbyijaður og vinnur sem réttur og sléttur vef- lesari, hann kann ekki neitt, en not- ar vefsjána til að lesa Vefínn. Hann er reyndar orðinn mjög flinkur að lesa sig um vefinn, líklega sá sem getur státað af mestu og bestu veflæsi að þessum þremur. - Ég var að klára að vefa vef- skrána en það voru margir hnökrar (villur - e.: bugs) í henni, það tók mig langan tíma að greiða úr (e: debug) henni. - Hann sótti forrit með veffetan- um, þessum nýja frá Netscape, þetta er sá fljótvirkasti (ftp) veffeti sem tii er í dag. - Á næstu árum munum við sjá veftölvur í öðrum hveijum bíl og vefsíma í næstum hverri sjoppu. Þá verður gaman að lifa. - Það er sko þráður í þessum vef! (vel gerð vefsíða). - Þessa vefsíðu þyrfti að stoppa rækilega í eða að rekja upp og vefa frá grunni. - Hefurðu heyrt um vefarann sem reyndi að hengja sig? Hann raknaði upp á slysadeildinni... Höfundur er yfirsjúkraþjálfari Hjúkrunarheimilisins Eirar og framkvæmdastjóri Þjálfa ehf. ps PROmetall Hillukerfi -fypip vöpulagepinn, bílavepkstæðið, geymsluna -sniðið að þinum þöpfum Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut t i >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.