Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 45
+ Ásta Brynjólfs-
dóttir fæddist í
Hrísey 11. mars
1912. Hún lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 8. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Brynj-
ólfur Jóhannesson
útvegsbóndi í Hrís-
ey, f. 1891, d. 1977,
og kona hans Sigur-
veig Sveinbjöms-
dóttir húsmóðir, f.
1886, d. 1950.
Brynjólfur og
Sigurveig eignuð-
ust átta böra, en _þau eru: 1)
Jórunn f. 1910; 2) Asta f. 1912;
3) Jóhannes, f. 1914, d. 1962;
4) Sigtryggur, f. 1916; 5) Sig-
urður, f. 1918; 6) Hallfríður, f.
1922; 7-8) Fjóla, d. 1989 og
Sóley, f. 1926. Hinn 3. október
1942 giftist Asta eftirlifandi
eiginmanni sinum, Alfreð
Kristjánssyni, sendibílsljóra og
I dag, þriðjudaginn 18. mars,
verður jarðsungin elskuleg tengda-
móðir mín Ásta Brynjólfsdóttir frá
Hrísey. Mig langar til að minnast
í fáeinum orðum þessarar mann-
kostakonu sem ég kynntist síðla árs
1972 er ég tók upp á því að gera
hosur mínar grænar fyrir Sigur-
veigu, einkadóttur hennar.
Ástu Brynjólfsdóttur verður ekki
lýst í fáum orðum. Aðalsmerki
hennar voru kærleikur, glaðværð
og mikil útgeislun sem gerði það
að verkum að fólk laðaðist að henni
og leið vel í návist hennar. Ásta
var alþýðukona, kunni margvísleg-
an fróðleik og var gædd góðum
gáfum. Hún var síður en svo skap-
laus, mjög vönd að virðingu sinni
og stolt kona, sem hafði mikla reisn
til að bera eins og allt hennar fólk.
Fjölskylda hennar bjó í Hrísey og
stundaði faðir hennar útgerð þar.
Minningar Ástu frá æskustöðvun-
um voru hlýjar og vitnaði hún oft
til fegurðarinnar í Eyjafirði. Systk-
inahópurinn var stór og þurftu ung-
ir sem aldnir oft að vinna langan
vinnudag við að stokka upp og
beita. Asta bar þess glögg merki
að hún hafði snemma þurft að taka
til hendinni. Dugnaður hennar og
eljusemi voru einstök og þótti mér
alla tíð eftirtektarvert hversu hand-
fim hún var og rösk til vinnu. Við-
horf hennar til allra verka var svo
jákvætt og ekkert óx henni í augum
sem gera þurfti.
Alfreð, eiginmaður Astu, var
einnig frá Hrísey og var faðir hans
útgerðarmaður þar. Þau giftust 3.
október 1942, var það alla tíð fyrir-
myndarhjónaband og voru þau ein-
staklega samrýnd hjón sem báru
gagnkvæma virðingu hvort fyrir
öðru. Hún var sannkölluð húsmóðir
og á heimilinu naut stjómsemi
hennar sín í ríkum mæli. Hún hafði
yndi af því að bera fram góðgerðir
fýrir gesti sína, hvort heldur það
voru kökur eða matur. Verður að
segjast eins og er að það var nán-
ast sama hvað hún Ásta bar á borð,
það bragðaðist allt eins og veislu-
matur. Henni var ávallt mikið í mun
að enginn færi svangur frá hennar
borði og var hún býsna dijúg við
að bjóða aftur á diskinn. Viðkvæðið
var oft vildi maður ekki ábótina í
annað eða þriðja sinn, „það er ekki
von, þetta er ekki nógu gott“. Eins
átti hún alla tíð afar erfitt með að
sætta sig við að ég, sem er lítið
gefínn fyrir ijóma, skyldi aldrei vilja
Þ’ggja „smá ijómalufsu“ út í kakó-
ið eða á pönnukökuna.
Mér er minnisstæð fyrsta heim-
sókn mín á heimili þeirra í Álfheim-
um þegar ég var kynntur fyrir þeim
hjónum, Ástu og Alfreð. Hlýlegt
og glaðlegt viðmót þeirra eyddi öll-
um uppsöfnuðum kvíða mínum á
svipstundu og mér leið eins og
heima hjá mér. í framhaldi af því
var ég nánast eins og heimalningur
síðar verkstjóra, f.
21. október 1920.
Foreldrar hans
voru Kristján Jón-
asson, útgerðar-
maður í Hrísey, f.
1891, d. 1979 og
kona hans Guðrún
Jónsdóttir, húsmóð-
ir, f. 1893, d. 1975.
Ásta og Alfreð áttu
eina dóttur, Sigur-
veigu Alfreðsdótt-
ur, hjúkrunarfræð-
ing, f. 8. desember
1951. Sigurveig er
gift Gunnari H.
Hall, hagfræðingi og ríkisbók-
ara, f. 23. desember 195L og
eiga þau þijú böra: 1) Ástu
Herdísi, háskólanema, f. 21.
mai 1974; 2) Alfreð, f. 3. maí
1981 og 3) Gunnstein, f. 19.
apríl 1984.
Útför Astu fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag og hefst
athöfnin klukkan kl. 13.30.
hjá þeim og vorið 1974 fluttist ég
inn á heimilið þegar fyrsta bam
okkar hjóna fæddist. Þar dvöldum
við í rúmt ár eða þar til við fluttum
í eigið húsnæði.
Ekki verður með orðum lýst
hversu velkomið fyrsta bamabamið
var í heiminn. í huga Ástu kom
ekki annað til greina en að hún
tæki að sér að gæta hennar nöfnu
sinnar fyrsta árið á meðan móðirin
lyki hjúkrunamámi sínu. Mér
fannst alltaf eftirtektarvert hvað
böm löðuðust að henni og hve ró-
andi áhrif hún virtist hafa á þau.
Var unun að fyigjast með því hvem-
ig hún annaðist dótturdóttur sína
af einstakri umhyggjusemi og ást-
úð. Hún lagði sig í líma við að spjalla
og sjmgja fyrir hana og átti það
vafalítið dijúgan þátt í því að hún
var óvenju skjót til máls.
Þegar dóttir okkar var fjögurra
ára gömul fluttumst við Sigurveig
til Uppsala í Svíþjóð til framhalds-
náms. Dvöldum við þar í þijú ár.
Með reglulegu millibili sáu Ásta og
Alli um að senda okkur ýmsar nauð-
synjar eins og harðfisk og lýsi fyrir
bamabamið. Alltaf vom þau hjónin
reiðubúin að koma og veita alla þá
aðstoð sem á þurfti að halda. Ann-
að bam okkar hjóna, Alfreð, fædd-
ist í Svíþjóð skömmu áður en við
fluttum heim. Sem fyrr vom þau
mætt á staðinn til að létta undir
með okkur og hjálpa til við að pakka
búslóðinni niður. Var það einstak-
lega kærkomin aðstoð því að sjálfur
var ég á kafi í próflestri.
Síðustu tólf árin hefur íjölskyld-
an mín búið í Glaðheimum, spölkom
frá heimkynnum tengdaforeldranna
í Álfheimum. Nábýlið auðveldaði
bömunum, sem þá vora orðin þijú,
að heimsækja afa sinn og ömmu
reglulega og þangað þótti þeim
gott að koma. Þar lærðu þau meðal
annars að spila og svo var amma
óþreytandi við að kenna þeim
mannganginn. Hún var alltaf ung
í anda og fylgdist náið með hveiju
fótmáli þeirra og var þeim sem fé-
lagi. Ósjaldan fóm bömin beint úr
skólanum í heimsókn til þeirra og
dvöldu þar daglangt. Var þá að
sjálfsögðu gengið úr skugga um að
þau sinntu lærdómnum á milli þess
sem gaukað var að þeim einhveiju
góðgætinu eins jólakökusneið eða
pönnuköku. Þá var það oft að þau
fengu að gista hjá afa og ömmu
og var þá ævinlega hátíð í bæ.
Ég minnist með þakklæti §öl-
margra samverastunda með
tengdaforeidranum í gegnum árin.
Þeir era ófáir sumarbústaðimir víðs
vegar um landið sem við höfum
dvalið saman í í sumarleyfum okkar
og notið umhverfisins og friðarins
frá hversdagsamstrinu. Minnisstæð
er vikudvöl okkar í Flatey á Breiða-
firði fyrir nokkram árum. Veður
var óvenjugott, hlýtt var og sólríkt.
Kyrrðin, sjávarloftið, fuglalifið og
sólarlagið var með eindæmum fag-
urt. Umhverfið og víðsýni til íjalla
snart Astu djúpt og minnti hana
greinilega á eyjuna litlu í Eyjafirði
þar sem hún sleit bamsskónum.
Af öðram sumarleyfum minnist ég
ferðar okkar í sumarhús í Hollandi.
Tengdaforeldramir tóku sig til og
fóra í þriggja daga rútuferð um
Móseldalinn og Rínarhérað. Þessi
ferð var Ástu ógleymanleg og var
ánægjulegt að hlusta á hana lýsa
því sem fyrir augu bar. Hreifst hún
mjög af fegurðinni og hversu allt
var þar grænt og gróið.
Síðasta eitt og hálft ár tók heilsu
Astu að hraka en til þess tíma var
hún mjög heilsuhraust. Var stór-
kostlegt að fylgjast með hvemig
tengdapabbi tók að sér bæði heimil-
isstörfin og að hjúkra henni. í hnot-
skum fannst mér það vera lýsandi
fyrir það hvemig umhyggja og ást
ætti að vera. Óneitanlega átti þessi
duglega og stjómsama kona erfitt
með að sætta sig við að finna krafta
sína dvína. í stað þess að vera
fremst í flokki við að hjálpa og lið-
sinna öðram var hún orðin tiltölu-
lega hjálparvana og upp á aðra
komin. Áf mikilli natni annaðist
Alfreð hana daga og nætur, allt til
hinstu stundar. Ásta var trúuð kona
og hún kveið því ekki að kallið
kæmi, enda fullviss um að fyrir
handan fengi hún góðar viðtökur.
Með söknuði kveð ég elskulega
tengdamóður mína og mun ég ávallt
minnast með þakklæti umhyggju
hennar og góðrar samfylgdar sem
aldrei bar skuggga á. Megi góður
guð veita tengdaföður mínum og
Qölskyldunni allri styrk og trú á
þessari erfiðu stundu með minning-
una um göfuga og kærleiksríka
konu í hjarta.
Biessuð sé minning Ástu Brynj-
ólfsdóttur frá Hrísey.
Gunnar H. Hall.
Elsku amma mín, oft hef ég
hugsað með kvíða til þess að setj-
ast niður og skrifa þessar línur.
Nú þegar stundin er rannin upp
hrærast í mér blendnar tiifinningar.
Fyrst og fremst fínn ég til djúprar
sorgar yfir að ástkær amma mín
skuli ekki vera á meðal okkar leng-
ur. Hins vegar veit ég að þau veik-
indi sem þú hefur átt við að stríða
hafa verið erfið og fengið mikið á
þig. Ég veit að þú varst vel búin
undir það sem koma skyldi og er
þess fiillviss að þú hefur fengið
góðar viðtökur fyrir handan. Þín
mun verða sárt saknað, en ótal
góðar minningar sitja eftir og ylja
okkur sem eftir lifum.
Ég þakka þér fyrir allar samvera-
stundimar á liðnum áram. Þær
hafa verið mér mjög dýrmætar og
munu aldrei gleymast. Ég man þeg-
ar ég var Iftil og var svo oft hjá
þér og afa. Þá varstu óþreytandi
við að kenna mér ýmis ljóð og kvæði
og ég við að læra þau af þér. Einn-
ig kenndir þú mér bæði að hekla
og pijóna. Marga stundina sat ég
í góðu yfirlæti í Álfheimunum með
heklunál í hendi og bjó til jólagjafir
handa öðram í fjölskyldunni undir
handleiðslu þinni. Það vora þónokk-
ur jólin sem lítið annað kom upp
úr jólapökkunum frá mér en hekl-
aðir pottaleppar, þvottapokar og
annað þess háttar.
Ég man líka eftir því hversu
gaman mér þótti að fara með þér
í Rafveituna að skúra. Ég fann
mikið til mín að hafa hjálpað þér
við vinnuna og var alveg viss um
að þú hefðir verið helmingi lengur
hefði mín ekki notið við. Ég man
ennþá eftir því hversu vel þú gekkst
frá öllu og hættir ekki fyrr en allt
var orðið skínandi hreint og fínt.
Þetta hefur mér alltaf þótt vera
lýsandi fyrir þig.
Það var alltaf svo gaman að
heimsækja ykkur afa í Álfheimana.
Þið tókuð svo vel á móti mér, bárað
á borð allt það besta sem til var
og pönnukökumar þínar vora mitt
uppáhald. Þið höfðuð alltaf nægan
tíma fyrir mig, sem er ómetanlegt
í nútímasamfélagi. Það var oft glatt
á hjaila hjá okkur þremur og mörg
spilin höfum við spilað gegnum tíð-
ina, þá helst Hornafjarðarmanna
eða þá gömluvist þegar fleiri vora
í heimsókn.
Þú fylgdist alla tíð svo vel með
því sem efst var á baugi í þjóðmál-
um og þá ekki síst íþróttum, bæði
innlendum og erlendum. Það era
ekki margar konur sem þekkja í
sundur knattspymumennina John
Aldridge og Ian Rush, sem vora
hjá Liverpool, en það gerðir þú. Þar
áttum við annað sameiginlegt
áhugamál og við ræddum oft saman
um íþróttir.
Alla tíð hefur þú borið velferð
mína fyrir bijósti, amma mín. Mér
er minnisstætt þegar þú varst veik
með flensu héma um árið. Ég dvaldi
hjá ykkur afa um þær mundir og
þrátt fyrir háan hita hafðir þú sí-
felldar áhyggjur af því hvemig ég
hefði það og hvort afi gæfi mér nú
nóg að borða.
Elsku amma mín. Alla mina ævi
hefur þú umvafið mig ástúð og
umhyggju og alltaf verið mér svo
góð. Nú þegar þú ert horfin frá
mér er mér efst í huga þakklæti
fyrir allar þær stundir sem við höf-
um átt saman og þá gleði sem þær
hafa veitt mér.
Þú munt ávallt lifa í huga mér.
Þín dótturdóttir,_
Ásta Herdís.
Harpa æskuminninganna hljóm-
ar Ijúft í hugum okkar. Einn streng-
ur þeirrar hörpu er Ásta Brynjólfs-
dóttir. Hún var einstaklega ljúflynd,
hjartahlý, ráðagóð og gestrisin.
Heimili Ástu og Alla bar vott um
samheldni, alúð og samhljóman sem
varð okkur ósjálfrátt fyrirmynd en
þó svo sjálfsögð að varla þurfti um
að tala.
Ásta er að sönnu ekki lengur
meðal okkar í jarðneskum skilningi
en harpan ómar og strengir hennar
slitna hvorki né hljóðna því orðstír
Ástu og gjörðir lifa í minningu okk-
ar.
Ég veit af lind, er h'ður fram
sem Ijúfur blær.
Hún hvíslar lágt við klettastall
sem kristali tær.
Hún svalar mér um sumardag,
er sólin skín.
Ég teyga af þeirri lífsins lind,
þá ljósið dvin.
Og þegar sjónin myrkvast mín
og máttur þver,
ég veit, að ljóssins draumadis
mér drykkinn ber.
Svo berst ég inn í bjartan sal
og blessað vor.
Þá verður jarðlífsgatan gleymd
og gengin spor.
(Hugrún.)
Á þessari stundu ber að þakka
ljúfar minningar og gleðiríkar sam-
verastundir. Ástvinum og fjölskyldu
vottum við innilegustu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Systkinin Hólastekk 5.
Elsku Ásta frænka.
í dag, 11. mars, hefðir þú orðið
85 ára og nú er komið að kveðju-
stund. Ég vil að lokum þakka fyrir
allt sem þið vorað mér þegar ég
fluttist fyrir um tuttugu áram í
Alfheimana. Var það mér alveg
ómetanlegt af ýmsum orsökum. Við
horfðumst í augu hvor úr sínum
dyrum og ég vissi að þú hlytir að
vera frænka mín, því ég kannaðist
við Jóranni kaupkonu systur þína
og fannst þið svo líkar. Við föðmuð-
umst strax svo innilega og ég vissi
að mér mundi líða vel hjá ykkur.
Ég hafði hálfkviðið fyrir flutningun-
um, úr annarri sveit og alein, en
ég hefði ekki getað verið heppnari.
Mér var tekið eins og systur af
ykkar hálfu og fjölskyldunnar, og
við sáumst oft á dag og flest kvöld
horfðum við saman á sjónvarp eða
spjölluðum. Aldrei nokkum tíma
varð okkur sundurorða en vorum
þó báðar skapheitar undir yfirborð-
inu_ og aldrei sammála í pólitík.
Ég kveið líka fyrir að flytjast frá
ykkur Alla og skelfing varð það líka
ömurlegt.
Ég þakka allar ánægjustundir,
ÁSTA
BRYNJÓLFSDÓTTIR
allar bílferðir, aUa göngutúra í
Laugardalsgarði, en ég sé oft hvað
ég hef verið frek á tíma þinn, því
þeir vora svo óteljandi sem þú sinnt-
ir og annaðist ævinlega og veittir
af þinni Ijúfu, góðu höfðingslund.'
Þú huggaðir svo vel og hlýlega með
nærvera þinni, en þegar kom að
sjálfri þér kvartaðir þú aldrei. Ekki
þegar litla systir þín dó, langt fyrir
aldur fram, eða þegar einkadóttir
ykkar og flölskylda hennar vora að
flytjast utan.
Én það er huggun harmi gegn,
hvað þú varst lánsöm með þína
nánustu, sem dáðu þig og virtu og
bára þig á höndum sér fram á síð-
ustu stund.
Minningin um þig lifir.
Innilegar samúðarkveðjur frá ^
mér og minni íjölskyldu.
Margrét Hansen.
í dag verður til moldar borin
elskuleg frænka mín Ásta Brynj-
ólfsdóttir. Það er ekki auðvelt að
koma frá sér hugsunum á blað er
nákominn ættingi kveður. Ég finn
mig vanmáttuga og orð mega sfn
svo lítils á þessari kveðjustund, því
margt vildi ég segja og hugurinn
reikar víða. Eitt er það sem alltaf
stendur upp úr, það er þakklæti,
þakklæti fyrir að hafa átt svo yndis-
lega frænku. Því það er nú einu
sinni svo, að eftir því sem árin líða
fer maður að gera sér betur grein
fyrir hvað gefur lífinu gildi. Þar á
ég við að vera þess umkomin að
láta ættingja og vini finna að þeir
séu mikils virði og einmitt þannig
finnst mér ég geta lýst Ástu best.
Ásta skipaði ávallt vissan sess í lífí
mínu og ég held að mér sé óhætt
að segja að það hafi verið gagn-
kvæmt. Mér finnst ég ávallt standa
í þakkarskuld við hana og ekki síð-
ur Alla, vegna þess hvað þau tóku
mér opnum örmum, þegar ég kom
til náms hingað til Reykjavíkur ung
að árum. Heimili þeirra stóð mér
alltaf opið, og þangað var alltaf
gott að leita. Sem dæmi um hugul-
semi þeirra hjóna f minn garð,
fannst þeim ekki annað koma til
greina en að ég fengi eitthvað hollt
að borða, að minnsta kosti um helg-
ar. Og ekki þurfti ég að hafa fyrir
því að koma mér sjálf heldur var
ég sótt Annað dæmi um hugulsemi
frænku minnar er að eitt sinn veikt-
ist ég hastarlega, og það var ekki
að sökum að spyija, ég var sótt og
gengið úr rúmi fyrir mig, læknir
sóttur og hlúð að mér á allan hátt.
Þessi litlu minningabrot sýna
best þá umhyggjusemi, fómfysi og
væntumþykju sem Ásta átti í svo^
rikum mæli.
Ásta var að eðlisfari mjög jákvæð
manneskja og það mótaði allt henn-
ar líf, frá henni streymdi ávallt hlýja
og einlægni.
Ljúfar minningar mun ég varð-
veita í hjarta mér, er ég kveð þig,
elsku frænka, Guð varðveiti þig og
geymi.
Elsku Alli, Sigurveig og fjöl-
skylda, ykkur sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurveig Sigtryggsdóttir
og fjölskylda.