Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Genameðferð við krabbameini? Kaupmannahöfn. Morgxmblaðið. ÞVI hefur löngum verið haldið fram að framtíðin í lækningum á ýmsum tegundum krabba- meins lægi í genameðferð og á næstunni verða hafnar tilraunir með slíka meðferð í Danmörku. Reynt verður að nota genameð- ferð á sjúklinga með heilaæxli. Meðferðin er liður í rannsókn, sem gerð er á yfir 20 stöðum í heiminum. í danska hlutanum verða 8 sjúklingar valdir og verður dregið um hveijir taka þátt. Meðferðin byggist á með- höndlun líkamsfrumna, ekki kynfrumna og veldur því ekki arfgengum breytingum. Æxli myndast þegar frumur taka upg á að skipta sér stjómlaust. í meðferðinni er genum sprautað í æxlisfrumumar og nálægar framur eftir að æxlið hefur ver- ið fjarlægt með skurðaðgerð. Genin, sem sprautað er inn, eiga að stöðva stjómlausa framu- skiptinguna og gera framunum kleift að tortíma sér. Tilraunir á músum hafa gefið góða raun og þar hefur verið notast við fram- ur úr mönnum, svo álitið er að niðurstaðan bendi eindregið í þá átt að meðferðin dugi á menn. Hátæknilækningar af þessu tagi era umdeildar meðal lækna, því þær verða að öllum Iíkindum dýrar. Það vekur því umræðu um hvort þær verði nokkum tím- ann fyrir alla og þá um leið hveijir muni njóta þeirra. Reuter NOKKUR hópur hútúmanna, fyrrverandi stjóraarhermenn í Rúanda, gafst upp fyrir uppreisnar- mönnum tútsa í Kisangani en þeir börðust með stjóraarheraum í Zaire. Hér eru nokkrir þeirra í gæslu en hugsanlega verður kannað hvort þeir tóku þátt í fjöldamorðunum á tútsum i Rúanda 1994. Zairestjórn völt eftir fall Kisangani, þriðju stærstu borgar landsins Flestir fagna sigurgöngn uppreisnarmannaima Kinshasa. Reuter. Sprenging- við mosku París. Reuter. SPRENGJA sprakk fyrir utan mosku í París í gær og særðist einn maður lítillega. Urðu nokkrar skemmdir á innganginum. Ekki er vitað hver eða hveijir komu sprengjunni fyrir en spreng- ingin olli því, að rúður brotnuðu í gluggum víða um kring. Meiddist einn maður lítillega á hendi. Talsmaður lögreglunnar sagði, að sprengjunni hefði verið komið fyrir við anddyrið og verið falin í slökkvitæki. Var hún með kveiki- þræði, sem brann mjög hægt. Ekki er vitað hveijir þama vora að verki en útvarpsstöðin Europe 1 sagði, að yfirmaður moskunnar væri maður fijálslyndur og hefði haft gott samband við önnur trúfé- iög í hverfinu. Alsírskir bókstafs- trúarmenn hafa orðið nokkrum mönnum að bana í sprengjutilræð- um í París. STJÓRNVÖLD í Zaire hafa skorað á íbúa höfuðborgarinnar, Kinshasa, að halda ró sinni þrátt fyrir sigra uppreisnarmanna en þeir náðu Kis- angani, þriðju stærstu borg landsins, á sitt vald á laugardag. Virðist sem ekkert fái stöðvað sókn þeirra og hafa hundruð stjómarhermanna gengið til Iiðs við þá. Sagt er, að uppreisnarmenn séu að undirbúa sókn í öðrum hlutum landsins. Zaírska stjómin efndi til skyndi- fundar í gær vegna sigra uppreisnar- manna en auk þess er mikill orðróm- ur á kreiki í höfuðborginni um yfir- vofandi valdarán. I yfirlýsingu stjómarinnar var öllum slíkum kvitti visað á bug og skorað á fólk að halda stillingu sinni. Ekki var neitt sagt um hugsanleg viðbrögð við falli Kis- angani og líklega er fátt til ráða hjá stjóminni. Stjómarherinn er í molum og Mobutu Sese Seko forseti er í krabbameinsmeðferð í Evrópu. Beðið eftir Kabila Talið er hugsanlegt, að stjómin fallist nú á viðræður við uppreisnar- menn en foringi þeirra, Laurent Ka- bila, hefur krafist beinna viðræðna við_ Mobutu. íbúar í Kinshasa virðast flestir fagna sigurgöngu uppreisnarmanna og margir segjast bíða eftir, að þeir taki völdin í höfuðborginni. Er fólk almennt orðið þreytt á spillingu nú- verandi valdhafa, sem hefur gert allan almenning bláfátækan þótt landið sjálft sé geysiauðugt. Uppreisnarmenn tútsa tóku Kis- angani næstum mótspymulaust og var þeim vel fagnað af íbúum borg- arinnar. Þá voru flestir stjómarher- menn flúnir en höfðu áður látið greip- ar sópa um eigur borgarbúa. Kom raunar til átaka með þeim og banda- mönnum þeirra, serbneskum málalið- um, við flugvöll borgarinnar. Haft er eftir heimildum, að upp- reisnarmenn hyggi nú á tangarsókn, annars vegar um hið málmauðuga Shaba-hérað og hins vegar í norður- hluta landsins. Hafa ýmsir aðrir upp- reisnarhópar tekið höndum saman við þá. Hundruð þúsunda á flótta Sadako Ogata, yfirmaður Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, skoraði í gær á stríðandi fylk- ingar í Zaire að veita hjálparstofnun- um aðgang að hundruðum þúsunda manna, sem væru á flótta vegna átakanna inni í frumskógum Zaire. Svíar hvatt- ir til aðildar aðEMU Hugmyndir um samráðsvettvang‘ ESB og væntanlegra aðildarríkja Tilgangurinn að friða ríki sem ekki komast strax inn Reuter KLAUS Kinkel og Malcolm Rifkind, utanríkisráðherrar Þýzka- lands og Bretlands, ræðast við á fundi utanríkisráðherra ESB í Apeldoorn í Hollandi um helgina. Apeldoorn, Hollandi. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildar- ríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í Apeldoom í Hollandi um helgina að kanna möguleikana á að setja á fót fastaráðstefnu eða samráðsvettvang ESB-ríkjanna og væntanlegra aðildarrílq'a. Tilgangur- inn er að friða þau ríki, sem sótt hafa um aðild að ESB en eru ekki líkleg til að verða í hópi þeirra fyrstu sem hljóta hana, og halda þeim við efnið í aðlögun efnahags- og stjóm- málalífs að kröfum sambandsins. Viðræður við alla eða aðeins þá sem eiga möguleika? Ellefu ríkjum hefur verið heitið því að aðildarviðræður við þau hefj- ist sex mánuðum eftir að ríkjaráð- stefnu Evrópusambandsins lýkur. Sennilegt er að viðræður hefjist í kringum næstu áramót. Hins vegar eru flestir sammála um að einungis fá þessara rikja eigi raunveralega möguleika á ESB-aðild snemma á næsta áratug. Tékkland, Pólland, Ungveijaland og Slóvenía eru oftast nefnd til sögunnar í þessu sam- bandi. Eystrasaltsríkin þijú, Rúmen- ía, Búlgaría, Slóvakia og Kýpur þykja eiga lengra í land með að upp- fylla aðildarskilyrði. Á utanríkisráðherrafundinum kom ^★★★* EVRÓPA^ fram ágreiningur um það hvemig standa bæri við loforðið um upphaf aðildarviðræðna í lok ársins. Af hálfu Bretlands kom fram að það væri til- gangslítið að hefja viðræður við ríki, sem framkvæmdastjóm ESB kynni að lýsa óhæf til að fá aðild að sam- bandinu. Norrænu aðildarríkin lögðu hins vegar mikla áherzlu á að hefja viðræður við alla umsækjenduma í því skyni að halda þeim við efnið í efnahags- og stjómmálaumbótum. „Sum fríki] munu eiga auðveldara með að fá aðild en önnur," sagði Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar ESB, á blaða- mannafundi í Apeldoom. Hann sagði að fastaráðstefnan ætti að stuðla að því að engu ríki fyndist það útilokað, þótt það fengi ekki aðild strax. „Við myndum hafa þau öll saman, þannig að það verði enginn klofningur á milli þeirra fyrstu og þeirra, sem kæmu aðrir í röðinni," sagði Santer. Frakkar lögðu fram hugmyndir um ráðstefnu af þessu tagi og var þeim, ásamt Hollendingum, sem nú sitja í forsæti ráðherraráðs ESB, falið að útfæra þær betur. Hans van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, sagði að ráðstefnan yrði ekki „biðstofa" fyrir ríki, sem ekki kæmust inn í ESB. „Þetta verð- ur alvöraráðstefna," sagði hann. Skeyta lítt um áhyggjur NATO Utanríkisráðherramir skeyttu lítt um áhyggjuraddir úr höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) um að verði sömu ríkjunum hafnað í fyrstu, bæði af NATO og Evrópu- sambandinu, verði það til þess að þau hverfi aftur til gamalla stjómar- hátta. Mörgum ESB-ríkjum þykir sem einkum Bandaríkjamenn líti svo á að ESB-aðild geti orðið dúsa handa þeim, sem ekki komast inn f NATO. „Stækkun ESB og útfærsla NATO eru tvö aðskilin ferli, sem þó bæta hvort annað upp,“ sagði Jacques Santer á blaðamannafundinum. Ekki liggur fyrir hvaða ríkjum verður boðið að taka þátt í fastaráð- stefnunni. Sennilegt er að áðumefnd ellefu ríki verði í þeim hópi, en einn- ig komu fram hugmyndir um að veita þeim ríkjum, sem hugsanlega myndu sækja um aðild í framtíðinni, aðild að ráðstefnunni. Ekkert kom fram á ráðherrafund- inum um það hvort bjóða ætti Tyrk- landi aðild að samráðsvettvanginum. Hins vegar sögðu ráðherramir að Tyrkland kynni í framtíðinni að upp- fylla skilyrði fyrir aðild að ESB og tóku tyrknesk sijómvöld þeirri yfir- lýsingu vel. Brussel. Morgunblaðið. YVES-Thibault de Silguy, sem fer með efnahagsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði við hringborðsumræður um tilvon- andi Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, í Stokkhólmi á föstudag, það vera mikilvægt fyrir sænsk fyrirtæki og banka að undirbúa sig vel undir tilkomu evrósins, hins sameiginlega gjaldmiðils, hvort sem Svíar yrðu í hópi stofnríkja eða ekki. Sagð- ist hann hins vegar vona að Svíar sæju sér fært að gerast aðilar að myntbandalaginu fljótlega en hann skildi viðkvæmni þessa máls í sænskum stjóramálum. De Silguy sagði engan vafa leika á þvi að myntbandalagið yrði að veruleika þann 1. janúar 1999, með þátttöku veralegs hluta aðildarríkja ESB og því hefðu menn minna en 500 daga til að undirbúa sig fyrir þær breytingar er þá yrðu. Sagði hann stóran meirihluta aðildarríkjanna þegar hafa upp- fyllt inngönguskilyrði EMU hvað varðaði verðbólgustig og vexti og þau hefðu náð verulegum ár- angri hvað varðaði fjárlagahalla. Á tveimur árum hefði hallarekst- ur aðildarríkja ESB að meðaltali lækkað um 1% í 4,4% og gera mætti ráð fyrir allt að 1,5% lækk- un að meðaltali til viðbótar á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.