Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 55
t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 55 _________BREF TIL BLAÐSINS_____ Opið bréf til dóms-, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda í —------------------------------------ Frá Ásthildi Cesil Þórðardóttur: í FRÉTTUM um daginn kom fram að yfirvöld hefðu sett sér það tak- mark að gera ísland fíkniefnalaust fyrir árið 2002. Þetta er í sjálfu sér gott takmark. Þar var rætt um að leggja aðaláherslu á forvarnir sem er líka nauðsynlegt, en það er ein stór brotalöm þarna í planinu, sem Iég ætla að benda á, og það eru gleymdu börnin hennar Evu. Ef yfirvöld vilja virkilega ná árangri í fíkniefnaneyslu, þá þarf að byrja að hreinsa til þar. Endurskoða dómskerfið og fangelsismálin. Stór orð en ég skal útskýra við hvað ég á. Við eigum núna margt ungt fólk í hringrás kerfisins - fíkniefna- neysla - afbrot - dómur - út á götuna - aftur í sama farið. Engar úrlausnir - engin hjálp. Hvar endar | þetta? í fyrsta lagi vantar skilgreiningu á hvað er fíkill og hvað er glæpa- | maður. Fíklarnir eiga ekki að fara í fangelsin innan um glæpamenn- ina. Þeir eiga að fara á sérstaka stofnun, eða vera sér og fá meðferð í samræmi við sýki sína. Þeir eiga að fá sálfræðiaðstoð, heimsókn frá félagsfræðingum og læknum. Einu sinni voru fangelsin kölluð betrunarvist, þá hefur einhver 1 hugsun leynst um að þetta ætti að bæta einstaklinginn í vistinni, í dag er þetta geymslustaður, sem | skilar af sér einstaklingi fullum af hatri út í kerfið og lögin. Það er ekki við starfsmenn fangelsisins að sakast - það er stefnumótun - stefnuleysi - dómsmálaráðuneytis og ríkisstjórnar og áhugaleysi þeirra á þessum hópi fólks að sak- ast. Hvar er t.d. félags- og heil- brigðiskerfið í þessari hringrás? Þarna er töluverður hópur ungs fólks, sístækkandi, sem er nánast utan við lög og rétt. Þau eru búin að koma sér upp sínum eigin sam- skiptareglum og samtryggingu og er kannski meira og minnað stjórnað af glæpamönnum sem eiga þau, þ.e. sjá þeim fyrir eitrinu og lána þeim peninga. Greiðslan jafnvel innifalin í að sitja inni fyrir bossinn. Höfum við efni á þessu? Er þetta það sem við viljum fyrir unga fólkið okkar? Það er oftast besta fólk sem lendir svona undir, oft listrænar veikgeðja manneslq'ur sem eru löngu búnar að missar sjónar á framtíðinni og lifa bara í núinu. Eins og ég sagði áðan þá lendir þetta fólk fyrr eða síðar í að bijóta af sér til að fjármagna sjúklega neyslu. _ Hvernig tekur kerfið við þeim? Ég fullyrði að oft fái þau ekki sömu „hanteringu" og svokall- aðir hvítflibbaskúrkar. í fyrsta lagi eru þau oft talin annars flokks þegnar - sumum finnst þeir geta farið með þetta fólk að eigin geð- þótta - bæði i lögreglunni og innan fangelsisins. Ég skil þetta að vissu leyti - þetta fólk er oft erfitt og uppreisnargjarn, fullt af hatri út í kerfi sem er þeim óvinveitt og afvís- andi - á endanum gefast menn upp á að vera að reyna að púkka upp á það. Hvernig líður t.d. fangaverði sem vinnur innan um alls konar fólk daglega, fær hann áfallahjálp og menntun til að takast á við þenn- an harða heim, ég veit að flestir fangaverðir eru góðir menn og vilja vel, en ég er líka viss um að innan um eru menn sem vinna þarna af öðrum ástæðum. Hvaða kröfur eru gerðar í starfslýsingu fangavarða, og hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvaða menntun? Hvernig er því svo fylgt eftir? Þessir menn hafa ekki svo litla ábyrgð, því stundum þarf svo lítið til að gera svo mikið. Smá alúð og skilningur. Hvað með lögregluna sem mest lendir í að slást við þennan hóp, fá þeir and- lega uppörvun eða kennslu um ein- kenni þessa sjúkdóms og afleiðing- ar, eða eru þeir einungis orðnir þrejrttir og leiðir á að vera alltaf að beijast við sama fólkið enda- laust, og meðhöndla það samkvæmt því? Ef dómsmálaráðherra virkilega vill minnka eiturlyfjaneyslu ungs fólks, þarf að taka til hendinni og það núna strax. Þetta gengur ekki lengur. Og með ungu fólki er átt við alveg upp úr, margir komnir yfir fertugt. Við þurfum að viðurkenna að þetta fólk er orðið veikt og þarf umhyggju og hjálp en ekki fyrirlitn- ingu og útilokun. Það þarf að hafa það á sérstökum stofnunum, þar sem fram fer af- vötnun, dagleg vinna með sálfræð- ingum og iæknum. Síðan þarf það aðstoð félagsfræðinga til að vita rétt sinn í kerfinu utan múranna eftir vist, jafnvel athvarf sem það getur farið í meðan það er að koma sér fyrir. Það þarf að koma til móts við þessar manneskjur og „mótívera" þær til að hætta ef þær eru ekki á þeim buxunum. Ég veit að innan sumra fangelsa er vinna og skóli, hægt er að fá 38 daga dregna frá refsivist til að fara í meðferð, til eru athvörf sem sumir komast í á eftir, en ég hef grun um að þetta sé allt of handahófs- kennt og ómarkvisst, og enginn metnaður og sjálfsagt engir pening- ar. Það er heldur enginn þrýstihóp- ur bak við þetta fólk, einungis ör- þreyttir sálartættir foreldrar, sem jafnvel anda léttar þegar unginn er kominn inn fyrir múra, hann gerir þá ekkert af sér á meðan. Er þetta það sem við viljum? Og hver verður næstur, ert það þú, lesandi góður? Annað sem ég vil minnast á. Ef svo þetta fólk fínnur tilganginn í lífinu með ást eða einhveiju öðru uppbyggjandi og vill snúa af braut- inni vondu, þá hefst önnur þrauta- ganga skilningsleysis og tillitsleysis þröngsýns og steindauðs kerfis sem engan sveigjanleika hefur til að tak- ast á við þarfír þessa ólánsama fólks, sem fínnur að flest sund eru lokuð. Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, og ég skal segja það þar til einhver rumskar. Þetta gengur ekki. Tökum okkur tak og hjálpum þessu unga fólki upp úr kviksandin- um. Ekki tala um fjárvöntun. Ég held að við komum til með að spara peninga ef okkur tekst að fækka í þessum hópi því það eru ekki bara krakkarnir, það eru heilu fjölskyld- urnar í sárum, veikar af áhyggjum, þunglyndi, sektarkennd og ég veit ekki hvað. Ég sem þegn þessa lands geri kröfu um nýja uppbyggingu og stefnumótun í þessum geira. Stefnu- mótun sem inniber samstarf lög- reglu, fangelsisstofnunar, dómara, félags- og heilbrigðisráðuneyta og jafnvel aðstandenda fólks. Ég er sannfærð um að innan bæði fangelsis og lögreglu eru aðil- ar sem myndu fagna stefnumótun í þessum málum og myndu vilja setjast niður með stjórnvöldum og fara yfír þau. Fólk sem hefur þekk- ingu á vandamálinu og samúð með einstaklingum, fólk sem hefur bijóstvit og hjartagæsku til að vinna að þessu máli þannig að við getum farið að sjá árangur fljót- lega. Þannig að þetta blessað fólk geti séð smá vonarglætu, og vaknað til vitundar um að þau eru mann- eskjur með réttindi samkvæmt stjórnarskrá, en ekki reköld á mannskæðum ólgusjó. ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, ísafirði. Meiriháttar heilsuefni Polbax eykur andlegt og líkamlegt þol. Pölba\ UNIK ANTIOXIDANT MEO SOD fiti* ixaMckxfsió'iriytn Blóma- frjókorn og fræfur + SOD ofnæmis- prófað. Fólk kaupir POLBAX ' afturog aftur. Ungir sem aldnir nota POLBAX með góðum árangri. Iþróttafólk notar POLBAX. Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Blómavali, Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Kringlunni og Skólsvörðustíg, Heilsuvali, Heilsuhominu Akureyri, Hárgrst. Hrund, Keflavík, Mosfells Apóteki. BIO-SELEN UMB. SÍMI5576610 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur UÓuntv tískuverslun ■ V/Nesveg, Seltj.. s. S61 1680 m BIQDROGA snyrtivörur c^tella Bankastræti 3, sími 551 3635. Hlutabréf Fóðurblöndunnar hf. á Verðbrcfaþing íslands Stjóm Verðbréfaþings samþykkti þann 12. mars sl. að taka hluta- bréf Fóðurblöndunnar hf. á skrá. Bréfin verða skráð fimmtudag, 20. mars. Útboðs- og skrán- ingarlýsingu er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila útboðsins Kaupþingi hf. og hjá Kaupþingi Norðurlands hf. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í útboðs- og skráningarlýsingunni. KAUPÞING HF löggilt verðbréfafyrirtæki Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 Falleg oggagnleg fermingargjöf Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettíorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettíorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 4.600,- Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtíst vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáfan Veistu að í þessu húsi gætir þú fengið gleraugun þín á Kr. 100.-!!!! '■ ■ n—* r Þú kaupir gleraugu á lága verðinu okkar, síðan dregur þú miða úr lukkupottinum og gætir fengið þau á kr.100.-!!! Þú færð alltaf eitthvað, engir miðar eru auðir. Allt frá 5% afslætti upp í 50%, og ef þú ert heppinn borgar þú aðeins kr.100.- Sama hvað gleraugun kosta!! Gleraugnaverslunin Sjónarhóll Reykjavíkurveg 22 220 Hafnarfjörður Sími: 565 5970 (3línur) Áður en Sjónarhóll opnaði, þurftir þú svona tré í garðinum hjá þér til að kaupa gleraugu! Áður en aðrir herma eftir okkur! r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.