Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hagnaður KEA og dótturfélaga 117 milljónir í fyrra Rekstrarbót upp á 161 míllión króna milli ára REKSTUR Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfélaga þess skilaði 117 milljóna króna hagnaði árið 1996. Þetta er rekstrarbót upp á um 161 milljón króna milli ára því árið 1995 nam rekstrartapið 44 milljónum króna. Brúttóvelta KEA og dótturfé- laga á liðnu ári nam 9.345 milljón- um króna og er það um 1% sam- dráttur frá árinu áður. Tekjur samstæðunnar voru 8.820 milljón- ir króna í fyrra en rekstrargjöld voru 8.639 milljónir króna. Hagn- aður fyrir fjármagnsliði var því 181 milljón króna. Samdráttur í brúttóveltu sam- stæðunnar um 1% stafar að því að KEA seldi á árinu hlutabréf sín í bifreiðaverkstæðinu Þórshamri Brúttóveltan var rúmir níu millj- arðar króna hf. og minnkaði hlutdeild sína í Dagsprenti hf. þannig að þau félög tilheyra ekki lengur samstæðunni. Fóðurverksmiðjan Laxá hf. kemur hins vegar ný þar inn. Afkoman misjöfn milli greina og deilda „Afkoman er eins og áður mis- jöfn milli greina og einstakra deilda,“ segir Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri. Hann segir verslun, iðnað og útgerð hafa gengið vel eða betur á liðnu ári en árið áður. Hagnaður af rekstri afurðareikninga hafi á hinn bóginn lækkað á milli ára og tap í fiskvinnslu, hótelrekstri og vatnsútflutningi aukist. Hjá KEA og dótturfélögum störfuðu að meðaltali 1.007 starfsmenn áliðnu ári og námu laun og launatengd gjöld 1.752 milljónum króna. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga verður haldinn laugardaginn 5. apríl nk. Stjórn félagsins gerir tillögu um það til aðalfundar að greiddur verði 10% arður af nafn- verði hlutabréfa og að hlutafé verði aukið um 5% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt er gerð tillaga um að greiddir verði 6% vextir af stofnsjóði félags- manna. Kaupfélag Eyfirðinga Ársreikningur 1996 Rekstrarreikningur Miiijónír króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 8.820 8.857 -0,4% Rekstrargjöld (8.639) (8.728) - Hagnaður fyrir vexti 181 129 +40,3% Fjármagnstekjur og gjöld (209) (188) - Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (28) (59) - Aðrar tekjur og gjöld 166 2 8.200% Skattar (26) (25) - Hagnaður (tap) samtals 117 (44) - Efnahagsreikningur Muijónir kmna 31/12 '96 31/12 '95 1 Eianir: 1 Eignir samtals 8.695 8.513 +2,1% 1 Skuldir aq eigið 1é:\ Heildarskuldir 6.293 6.093 +3,3% Eigið fé 2.403 2.420 -0.7% Skuldir og eigið fé samtals 8,696 8.513 +2,1% Kennitölur Veltufjárhlutfall 1,26 1,21 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 347 292 +18,8% Starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Krossaness Nauðsynlegar úrbæt- ur fyrir næstu vertíð Morgunblaðið/Kristján HILMAR Steinarsson, verksmiðjustjóri Krossaness, við dælubún- að sem tengist nýjum soðeimingartækjum sem nýlega voru sett upp í verksmiðjunni. Alþýðubandalagið og óháðir Stjórnmála- fundir á Norðurlandi FORYSTUMENN Aiþýðubanda- lagsins og óháðra verða á ferð um Norðurlandskjördæmi eystra dagana 20.-22. mars nk. Heimsóttir verða vinnustaðir og haldnir almennir stjórnmálafundir í Félagsheimili Húsavíkur fimmtu- dagskvöldið 20. mars, í Sandhóli í Ólafsfirði föstudagskvöldið 21. og í Kaffi Menningu á Dalvík kl. 14 á laugardag. A fundunum verða Árni Steinar Jóhannsson, varaþingmaður og al- þingismennirnir Sigríður Jóhannes- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Fundirnir eru öllum opnir. Hundrað fundir SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðar- sveitar hélt sinn 100. fund á dögunum og í tilefni af því var hann haldinn í Hlöðunni á Öng- ulsstöðum III. Ýmis mál voru á dagskrá og fylgdust nokkrir íbú- ar sveitarfélagsins með dag- skránni en að loknum fundi var boðið upp á kaffi og veitingar. Frá vinstri á myndinni Jón Jónsson af E-lista, Hrefna Lauf- ey Ingólfsdóttir, varamaður N- lista, Aki Áskelsson, U-lista, Stefán Árnason, ritari sveitar- stjórnar, Birgir Þórðarson odd- viti, Pétur Þór Jónasson sveitar- stjóri, Ólafur G. Vagnsson, E- lista, Ármann Skjaldarson, E- lista, og Pétur Ó. Helgason, varamaður E-lista. HOLLUSTUVERND ríkisins hef- ur gefið út starfsleyfi fyrir fiski- mjölsverksmiðju Krossaness við Akureyri en það gildir til næstu áramóta. Vonast er til að búið verði að framkvæma nauðsynleg- ar úrbætur vegna lyktarmengunar fyrir loðnuvertíð næsta sumar. Hollustuvernd getur gripið til sér- stakra úrbóta reynist lyktareyð- ingarbúnaðurinn ekki fullnægj- andi. Fjölmargar kvartanir bárust síðastliðið sumar vegna lyktar frá verksmiðjunni og fór Jóhann Guð- mundsson, efnafræðingur hjá Hollustuverd, norður til að kanna aðstæður. Hann sagði að kvartan- irnar hefðu átt fullan rétt á sér, en óvenjumikil lykt hefði borist frá verksmiðjunni á liðnu sumri. Settar voru fram ákveðnar kröfur um aðgerðir af hálfu Hollustu- verndar, en forsvarsmenn verk- smiðjunnar komu fram með aðrar tillögur til lausnar. Þegar hefur verið unnið að þeim aðgerðum sem eigendur verksmiðjunnar lögðu til, en að sögn Jóhanns eru efa- semdir um að nóg sé að gert. Þær aðgerðir sem Hollustuvernd vildi að farið yrði út í eru tímafrekari, en m.a. er um að ræða uppsetn- ingu á nýjum gufukatli til að auka brennsluna. „Við vonumst til að þeim að- gerðum sem við lögðum til verði lokið fyrir sumarvertíð, en í kjöl- far þeirra verður ástandið komið í þokkalegt horf,“ sagði Jóhann og bætti við að lyktarlausar fiski- mjölsverksmiðjur væru ekki til. Verst væri ástandið á sumrin, hráefnið væri viðkvæmara og þá gerði hafgolan sitt til að dreifa lyktinni fljótt og örugglega yfir bæjarfélagið. Ákvæði um ferskleika ítarlega er fjallað um vamir gegn mengun ytra umhverfís í nýja starfsleyfinu. Þar segir m.a. að loftræsta skuli frá verulegum lyktaruppsprettum í verksmiðjunni og ræstiloftið flutt til lykteyðingar. Loftræsting á að vera hönnuð þannig að sem minnst af ómeng- uðu lofti sé dregið með. Lyktareyð- ingu á að framkvæma í þvotta- og þéttitumi sem kælir útblástur- inn og svo með brennslu lyktarefn- anna. Magn olíu sem brennt er á að vera nægjanlegt til að brenna öllu því lyktarmengaða lofti sem kemur frá verksmiðju og vinnslu. Reynist lyktareyðingarbúnaðurinn ekki fullnægjandi, að mati Holl- ustuverndar, getur stofnunin grip- ið til sérstakra aðgerða til úrbóta, svo sem að stöðva notkun gufu- þurrkara verksmiðjunnar og setja ákvæði um ferskleika þess hráefn- is sem tekið er til vinnslu. -----» ♦ » Síðasta föstumessan SÍÐASTA föstumessa vetrarins verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 19. mars kl. 20.30. Séra Helgi Hróbjartsson, sem var prestur í Hríseyjarpresta- kalli, prédikar. Hann hefur síðustu tíu ár verið við kristniboðsstörf í Senegal og Eþíópíu. Sungið verður úr Passíusálmum og flutt fögur lít- anía. Til sölu er mjög gott íbúðarhús á mjög góðum stað við Þórunnarstræti á Akureyri. í húsinu eru tvær íbúðir (tveggja herb. íbúð í hluta neðri hæðar) og rúmgóður bílskúr. Húsið er steypt, byggt árið 1980 og er heildarstærð þess um 305 fm. Húsið gæti hentað mjög vel t.d. fyrir hvers konar sambýli. Ásett verð kr. 18.000.000. FASTHlGHti SALAN.. fflGNM KJOR SKJPAGOTU 16 - fAXi 461 1444 4626441 ia Þroskahjálp á Norðurlandi eystra Fundur verður fimmtudaginn 20. mars kl. 20.00 í sal Elliheimilisins Hlíðar. Björn Þorleifsson yfir- maður búsetudeildar kemur á fundinn. Stjórnin. M.K>skahjálp Landssamtökin Þroskahjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.