Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Á LOÐNUVEIÐUM undir Jökli. Morgunblaðið/Muggur Loðnuveiði ennþá góð MJÖG GÓÐ loðnuveiði var í Faxa- flóa um helgina og voru flest skip á veiðum um 30 mílur vestur af Garðskaga í gær. „Það var mokveiði héma á sunnu- daginn en ekki eins mikill kraftur í þessu í morgun,“ sagði Ægir Sveins- son, skipstjóri á Jóni Sigurðssyni GK, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var á leiðinni til hafnar með fullfermi. „Skipin voru mörg að fá upp í 400 tonna köst á sunnu- daginn en það eru margir bátar í þessu núna og ekki mikið að fínna eins og er, menn að taka 100-200 tonn í kasti, en veiðin skánar þó vanalega eftir því sem líður á dag- inn. Þetta er ágætis loðna og full af hrognum ennþá en menn era al- mennt sammála um að nú sé stutt eftir. Vonandi endist þetta fram að páskum," sagði Ægir. Þá voru nokkur skip að veiðum norðvestur af Snæfellsnesi í gær og fyrradag en bræla hamlaði veið- um á því svæði eftir hádegið í gær. Örn KE náði þó þokkalegu kasti þar í gærmorgun. Maron Öl- afsson, skipstjóri á Guðmundi Ólafi ÓF, sagðist hafa fengið fengið 150 tonna kast á svæðinu á sunnudag, loðnan væri góð og ekki búin að hrygna ennþá. Formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum Þorski landað sem ýsu á erlendum mörkuðum ÚTVEGSBÆNDAFÉLAG Vest- mannaeyja hefur farið þess á leit við Fiskistofu að rannskað verði sannleiksgildi ummæla Elíasar Björnssonar, formanns Sjómanna- félagsins Jötuns, sem höfð voru eftir honum í bæjarblaðinu Frétt- um í Vestmannaeyjum. Þar full- yrðir Elías að töluverðu af þorski sem fluttur er í gámum frá ís- landi sé landað sem ýsu á mörkuð- um í Englandi. Fiskistofa mun að öllum líkindum fara fram á það við sýslumannsembættið í Vest- mannaeyjum að tekin verði ná- kvæm skýrsla af Elíasi vegna ummælanna. Elías segist í samtali við Morg- unblaðið hafa rökstuddan grun um að þorski frá íslandi sé landað sem Fiskistofa rannsakar um- mælin að beiðni útvegsmanna ýsu á erlendum mörkuðum en vill þó ekki nefna einstök dæmi. „Þetta viðgengst auðveldlega ef búið er að selja gáminn áður en hann fer af stað og kaupandinn tekur við honum á bryggjunni í Bretlandi. Öll mín vitneskja kemur beint frá sjómönnunum sjálfum og ég get því ekki nefnt einstakar útgerðir eða skip. Þetta tíðkast á erlendum mörkuðum, alveg eins og hér heima og sýnir að kerfið er kolvit- laust og handónýtt eins og það er í dag,“ segir Elías. Á stjórnarfundi í Útvegsbænda- félagi Vestmannaeyja í síðustu viku var einróma samþykkt að óska eftir því við Fiskistofu að rannsaka sannleiksgildi orða for- manns Sjómannafélagsins Jötuns. Magnús Kristinsson, formaður út- vegsbændafélagsins, segir mikinn vilja innan raða útgerðarmanna fyrir að þeir verði hreinsaðir af þessum athugasemdum. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir. Þær ná ekki aðeins til okkar útgerðar- manna, heldur er hér verið að ásaka stóran hóp manna, bæði umboðsmenn og viktarkerfið er- lendis. Við könnumst alls ekki við að svona hafi verið staðið að mál- um en ef sú er raunin yrði það áfellisdómur fyrir markaðinn í heild,“ segir Magnús. Ekki fengið fullnægjandi skýringar Þórður Ásgeirsson fiskistofu- stjóri segir að haft hafi verið sam- band við Elías um leið og beiðni útvegsbænda barst. Ekki hafi feng- ist fullnægjandi skýringar á um- mælunum af hans hálfu og því verði hann að öllum líkindum beðinn um að gefa nánari skýrslu. Að sögn Þórðar hafa ekki komið upp mál af þessu tagi í áraraðir. Fiskistofa hafí eftirlitsmenn á mörkuðum í Bretlandi sem gefi skýrslur um all- an afla, sem fari um markaðina, bæði í Hull og Grimsby, sem séu svo bornar saman við útflutnings- áælanir. „Sá samanburður gefur okkur ekki tilefni til að halda að þessi ummæli eigi við rök að styðj- ast,“ segir Þórður. Þorski landað sem ufsa FISKISTOFA hefur hafið rann- sókn á tveimur kvótamisferlis- málum á Suðumesjum þar sem þorski var landað úr skipum sem ufsa. Fiskistofa hefur rannsakað kvótamisferli ákveðinna aðila á Suðurnesjum um nokkurn tíma og hófst lögreglurannsókn vegna málanna í gær. Hilmar Baldurs- son, lögfræðingur Fiskistofu, vildi ekki tjá sig um rannsóknina að svo stöddu en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er hér um tvö mál að ræða og leikur grunur á að í báðum tilfellum hafi ufsi verið skráður á löndun- arskýrslur þar sem raunverulega var um þorsk að ræða. Mun ann- að málið vera nokkuð umfangs- mikið þar sem þorski var landað sem ufsa úr togaranum Hauki GK í Sandgerði í frystihúsi á staðnum sem er í eigu sömu aðila. í hinu tilfellinu var um 1.900 kílóum af þorski landað með öðram afla, einkum ufsa, úr bát í eigu Nesfisks hf. í Garði. Bergþór Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Nesfísks hf., telur ekki ástæðu til að tjá sig um málið. Fríkort fimm fyrirtækja Punktum safnað fyrir málsverði eða utanlandsferð ÞESSA dagana fá landsmenn eldri en átján ára sent nýtt kort í pósti, svo- kallað Fríkort. Notkun þess fel- ur í sér umbun til þeirra sem era í viðskiptum við þau fyrirtæki sem að kortinu standa, Skeljung, Flugleiðir, Hag- kaup, Húsasmiðjuna og íslands- banka. í fréttatilkynningu frá fyrirtækj- unum segir að ef kortið er notað við kaup á vörum og þjónustu hjá þess- um fimm fyrirtækjum safni fólk punktum sem hægt er að taka út í flugferðum, í leikhúsferðum eða fara út að borða. Með því að nota debet- eða kreditkort frá Islandsbanka fást punktar hvar sem verslað er. Fjöl- skyldur geta safnað í sameiginlegan ferðasjóð því punktar hjóna og fólks í sambúð safnast á einn sameiginleg- an reikning. Hægt er að sækja um sérkort fyrir börn yngri en 18 ára. Af og til verða fyrirtækin með tilboð og þá bjóðast fleiri punktar en venju- lega fyrir kaup á tiltekinni vöru. Tvöfaldur punktafjöldi til mánaðamóta Fyrsta tilboðið er þegar ákveðið en það felst í að öll notkun Fríkorts- ins mun til næstu mánaðamóta skila tvöföldum punktafjölda inná korta- reikninga. Sem dæmi um punktafjölda sem fæst í hvert skipti má nefna að sé keypt í Húsasmiðjunni fyrir 1.000 krónur færast 50 punktar inn á kort viðkomandi. Sé keypt mat- vara í Hagkaupi fyrir 1.000 krón- ur færast 5 punktar inn á reikning og sé keypt í sérvöru- deild Hagkaups fyrir 1.000 krónur eru það 25 punktar sem fást. Þá eru veittir 50 punktar hjá Skeljungi sé keypt fyrir 1.000 krónur í sérvöru- deild fyrirtækisins og fyrir hveija 10 lítra af bensíni fást 15 punktar. Sé keypt pakkaferð hjá Flugleiðum fást 10 punktar fyrir hveijar þúsund krónur og ef um almennt fargjald er að ræða fást 25 puntkar fyrir hveijar þúsund krónur. Að lokum má nefna að ef fólk greiðir fyrir vörar og þjónustu með debet- eða kreditkorti frá íslandsbanka fást 2 punktar fyrir hveijar þúsund krónur. 50.500 punktar til Kaupmannahafnar - En hversu mörgum punktum þarf að safna til að eiga fyrir úttekt? Samkvæmt fréttatilkynningu frá að- standendum Fríkortsins þarf að eiga 54.000 punkta til að komast til París- ar að sumri til en 38.000 punkta ef um vetrarferð er að ræða. Freisti Kaupmannahöfn Fríkortshafa þurfa þeir að eiga inni 50.500 punkta ætli þeir að ferðast að vetri til en 67.000 punkta sé um sumarferð að ræða. Leikhúsferð krefst 3.500 punkta og eigi að fara út að borða þurfa punkt- amir að vera 7.500. Samkeppnisstofnun Banna auglýsingar frá Japis, Bræðrunum Ormsson og Islensku Au Pair þjónustunni Á FUNDI samkeppnisráðs hinn 13. tækjum að veita ófullnægjandi upp- mars var ákveðið að banna auglýs- ingar frá þremur fyrirtækjum. Ákveðið var að banna Bræðrunum Ormsson að auglýsa að Pioneer hljómtæki væra ^mest seldu hljóm- flutningstæki á íslandi þar til full- yrðingin hefði verið sönnuð með full- nægjandi hætti. í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun segir að ráð- ið hafi talið að þar sem hvergi kæmi fram í auglýsingum við hvaða tíma- bil fullyrðingin miðaðist, hefði fyrir- tækið brotið gegn því ákvæði sam- keppnislaga sem m.a. bannar íyrir- IMýtt Axe herra- snyrtivörur FARIÐ er að selja herrasnyrtivörur frá Axe hér á landi. Til er rak- spíri, líkamsúði og svitalyktareyðir með ijórum ilmtegundum, Marine, Musk, Oriental og Mirage. Axe snyrtivörurnar eru breskar og það er Ásgeir Sigurðsson ehf. sem sér um innflutning og dreif- ingu. Vörurnar fást í matvöruversl- unum. lýsingar í auglýsingum. Efnið sótt í bækling keppinautarins Þá var lagt bann við dreifingu á auglýsingabæklingnum „Ég fer sem Au Pair“ frá íslensku Au Pair þjón- ustunni. Talið var að útgáfa bækl- ingsins bryti í bága við góða við- skiptahætti í atvinnustarfsemi. Bann var lagt við dreifingunni þar sem ljóst þótti að efnið hefði verið sótt beint í bækling keppinautarins, au pair-þjónustunnar Vistaskipta og náms. Vörurnar aldrei seldar á upprunalegu verði Að lokum var Japis bannað að auglýsa stórútsölu og tilboð á vörum sínum nema um raunverulega verð- lækkun væri að ræða. Ástæða bannsins eru auglýsingar fyrirtæk- isins á útsölum og margs konar til- boðum sem birst hafa í fjölmiðlum að undanförnu. í auglýsingunum er bæði getið um upprunalegt verð og tilboðsverð á ýmsum vörum. Svo virðist sem vörurnar hafi aldrei ver- ið seldar á því verði sem auglýst hefur verið sem upprunalegt verð. Samkeppnisráð ákvað því að banna auglýsingarnar á þeim forsendum að með þeim væri verið að bijóta gegn því ákvæði samkeppnislaga sem bannar auglýsendum að veita rangar og villandi upplýsingar í aug- lýsingum sínum. ! I t t l I L I t ■ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.