Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 51
t
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 51
I_____________________FRETTIR
Framlög atvinnulífsins til rannsókna- og þróunar-
starfsemi helmingi lægri hér en í nágrannalöndunum
Ahættufjármögnunar-
] sjóði vantar á Islandi
„FRAMLÖG ríkisins til rannsókna-
og þróunarstarfsemi hérlendis hafa
síðustu árin verið svipuð og í ná-
grannalöndunum, mæld sem hlut-
fall af vergri landsframleiðslu, en
hins vegar hafa framlög atvinnu-
lífsins á sama tíma verið um helm-
Íingi lægri hér en í þessum lönd-
um,“ segir Björn Bjarnason
I menntamálaráðherra.
| Jón Bragi Bjarnason, prófessor
í lífefnafræði, sem nýlega gerði
samning við breskt lyfjafyrirtæki
um stórt verkefni á sviði líftækni,
hefur gagnrýnt íslensk stjórnvöld
harðlega fyrir skilningsleysi og
segir að á meðan ríkið leggi ekki
nema 200 milljónir króna á ári í
rannsóknastyrki gerist ekkert á
| þessu sviði.
Líftækni eitt
| forgangsverkefna Tæknisjóðs
Menntamálaráðherra segir þetta
ekki alls kostar rétt hjá Jóni Braga.
„Hann segir að það séu ekki settar
nema 200 milljónir í þetta en heild-
arframlög til Tæknisjóðs og Vís-
indasjóðs nema nú um 350 milljón-
um króna á ári. Líftækni hefur frá
því um miðjan níunda áratuginn
<5 og fram á þennan áratug verið
^ eitt af forgangsverkefnum Tækni-
4 sjóðs. En sá er munurinn á þessum
" sjóðum og breska fýrirtækinu að
íslensku sjóðirnir eru ekki
áhættufjármögnunarsjóðir. Við
höfum enn engan slíkan sjóð hér
á landi. Hins vegar höfum við
dæmi um það að menn hafa náð
hér inn miklu áhættufé. Þar nægir
að nefna nýstofnað fyrirtæki Kára
Stefánssonar, íslenska erfðagrein-
ingu.“
Björn bætir við að nú liggi fyrir
Alþingi frumvarp frá ríkisstjóm-
inni um nýsköpunarsjóð atvinnu-
lífsins. Þar séu stigin ný skref í
þá átt að skapa forsendur fyrir því
að stuðla að nýsköpun með
áhættufé og því ætti breytinga að
vera að vænta til batnaðar áður
en langt um líður.
Annar samningur í
burðarliðnum
Annar íslenskur prófessor, Ág-
ústa Guðmundsdóttir, er langt
kominn með að gera samning um
rannsóknasamstarf á sviði erfða-
tækni við sama fyrirtæki og Jón
Bragi, Phairson Medical. Verkefnið
felst í því að einangra gen í þorski,
sem segir fyrir um myndun tiltek-
ins ensíms, flytja genið inn í ör-
veru og framleiða ensímið þar.
Þetta ensím hefur að sögn Ágústu
mjög svipaða eiginleika og það
ensím sem Jón Bragi vinnur úr ljós-
átu og því nýtist öll sú þekking
sem byggð hefur verið upp á und-
anförnum árum í vinnslu þorsken-
símanna í vinnslunni á ensímum
úr ljósátu.
Ágústa kveðst binda vonir við
að samningurinn geri henni kleift
að ráða einn starfsmann og jafn-
vel að hafa einn til tvo meistara-
nema. Hún segir það stórt vanda-
mál þegar verkefnum á borð við
þetta sé fleytt áfram á ótryggum
styrkjum héðan og þaðan að erfitt
sé að halda í starfsfólk. Það sé
mjög slæmt þar sem langan tíma
taki að þjálfa fólk til svo sér-
hæfðra verkefna. Því sé það afar
mikilvægt að geta gert samning á
borð við þann sem hún er um það
bil að undirrita.
Fyrirtækin treg til að taka
þátt í grunnrannsóknum
Um þátttöku atvinnulífsins í
rannsóknum segir hún að aðal-
vandamálið sé hversu smá íslensk
fyrirtæki eru. „Fyrirtækin eru það
lítil að þau eru mjög treg til að
taka þátt í grunnrannsóknaverk-
efnum. Ef þetta eru ekki verkefni
sem skila sér innan tveggja til
þriggja ára hafa fýrirtæki á ís-
landi einfaldlega ekkert fjárhags-
legt bolmagn til að leggja í svona
grunnrannsóknir," segir Ágústa.
Erindi um
Ólafs sögu
MARÍA Anna Þorsteinsdóttir heldur
erindi á vegum Félags íslenskra
fræða í Skólabæ við Suðurgötu
þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30.
Nefnist erindi hennar: Frá þjóð-
sögu til skáldsögu og er byggt á
nýútkominm bók hennar Tveggja
heima sýn: Ólafs saga Þórhallssonar
og þjóðsögurnar sem prentuð er í
ritröðinni Studia Islandica.
í erindinu verður m.a. greint frá
því hvemig Eiríkur Laxdal, höfundur
Ólafs sögu, tvinnar saman og skáld-
ar verk sitt upp úr kunnum íslenskum
þjóðsögum. Einnig verður farið
nokkrum orðum um hinn nýstárlega
hugmyndaheim sögunnar þar sem
álfar og aðrar þjóðtrúarverur eru
boðberar vísindahyggju upplýsinga-
aldar.
Veitingar verða á boðstólum og
er fundurinn öllum opinn.
Fyrirlestur um
melhveiti
DR. KESARA Anamthawat-Jónsson,
lektor í grasafræði við Háskóla Is-
lands, flytur fyrirlestur á vegum Vís-
indafélags íslendinga í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 19. mars kl. 21.
Fyrirlesturinn fjallar um kynbóta-
rannsóknir á tegundablendingum
„melhveiti" sem búnir hafa verið til
með víxlfijóvgunum milli melgresis
og hveitis. Blendingamir eru notaðir
til að flytja litninga á milli tegund-
anna með það að markmiði að unnt
verði að sameina kosti beggja teg-
unda í nýjum kornjurtum til ræktun-
ar á íslandi.
Verkefnið er unnið hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins og
styrkt af Rannís.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
• •
Ommubúð
AÐ HAFNARSTRÆTI 4 í Reykjavík
hefur verið opnuð verslun sem ber
nafnið „Ömmubúð". í „Ömmubúð"
er á boðstólum gjafavara, íslenskt
handverk, minjagripir, blóm, þurr-
skreytingar ásamt kertum, servétt-
um og dúkum.
„Ömmubúð" er opin virka daga
kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16.
Trúnaðarbréf
afhent
RÓBERT Trausti Ámason, sendi-
herra, afhenti 13. mars sl. Algírdas
Brazauskas, forseta Litháen, trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra íslands
í Látháen með aðsetur í Kaupmanna-
höfn.
<
I
i
■
(
(
(
(
(
<
<
<
<
<
<
KANEBO KYNNING
I LAUGAVEGSAPOTEKI I DAG OG A MORGUN
KL. 13-17. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO VERÐUR
MEÐ HÚÐGREININGARTÖLVUNA OG VEITIR /
FAGLEGA RÁÐGJÖF. HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN.
Myndlistarsýning leik-
skólabarna í Bakkahverfi
MYNDLISTARSÝNING á verkum
leikskólabarna í Bakkahverfi verður
opnuð í dag, þriðjudaginn 18. mars,
kl. 14 í húsnæði SVR og í göngugöt-
unni í Mjódd.
Sýningin er árlegur viðburður,
nú haldin í fimmta sinn, og er liður
í samstarfi allra leikskólabarna í
Bakkahverfí.
Börn á leikskólaaldri hafa ríka
þörf fyrir að tjá sig í myndmáli á
skapandi hátt. Leikskólarnir gegna
hér mikilvægu hlutverki. Fjölbreyti-
leg myndgerð og myndsköpun skip-
ar veglegan sess í uppeldisstarfi
leikskólanna og tengist öðrum þátt-
um þess með ýmsum hætti, segir í
frétt frá leikskólanum Arnarborg.
Myndlistarsýningin er afrakstur
vetrarstarfsins í leikskólunum. Kór
barna af leikskólanum Arnarborg
mun syngja nokkur lög við opnun-
ina.
Myndlistarsýningin stendur frá
18. mars til 11. apríl.
-------♦ ♦ ♦--------
‘Banana
<ROAT
Söngkeppni
framhalds-
skólanna
FRAMHALDSSKÓLARNIR halda
sína árlegu söngkeppni miðviku-
daginn 19. mars nk. Að þessu sinni
fer keppnin fram í Laugardalshöll-
inni.
Keppendur eru alls staðar af
landinu komnir til að taka þátt.
Keppnin hefst kl. 21 og stendur
hún í um þijár klukkustundir.
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
□ Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra af Aloe geli
þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli frá
Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana
Boat Aloe Vera geli á 1000kr.
□ Hvers vegna að bera á sig 2% af rotvarnarefnum þegar þú
getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel?
□ Banana Boat næringarkremið Brún-án-sótar i úðabrúsa eða
með sólvörn #8.
□ Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat
dokksólbrúnkuoliunni eða -kreminu eða Banana Boat
Golden olíunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn.
D Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem allir eru að rala um,
uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings
Norðurlanda? Naturica Ört-krám og Naturica Hud-krám.
Banana Boat og Naturica fást í sólbaðsstofum, apótekum,
snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur.
Banana Boat E-gelið fæst líka hjá Samtökum psoriasis-og
exemsjúklinga.____________________________________________
Heilsuval - Barónsstíg 20 w 562 6275
á síðustu ARCTIC CAT véisleðunum
Eigum einnig nokkra notaða sleða.
SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI: 568 1200