Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Krukkur/ Saumur/ Dúkur MYNDLIST Asmundarsalur HUGMYNDAFRÆÐI Sólveig Aðalsteinsdóttir. Opið alla daga frá 14-18. Til 22. marz. Aðgangur ókeypis. UM ÞESSAR mundir virðist listakonan Sólveig Aðalsteinsdóttir upptekin af innsetningum með tóm- ar vatnslitakrukkur, á líkum grunni og menn kynntust á síðustu sýningu hennar í listhorni Sævars Karls. Hún heldur áfram að fást við niður- röðun þeirra, hvolfir þannig að þétt- leiki fyrirferðar litabotnsins markar hið litræna ferli hveiju sinni, minnk- ar svo fljótlega, verður óverulegt og hverfur er ofar dregur þar sem vatnsmagnið er hreinast. Er hér á ferð viss angi þrauthugsaðrar naumhyggju á mýkri kantinum, og ferlið lífrænna, sem má óefað rekja til fyrri at- hafna Sólveigar með afgangshluti er dijúga athygli vöktu á sínum tíma. Nálgun naumhyggj- unnar er afar mikil í þessari innsetningu og ekkert má raska heild- aráhrifunum, þannig eru hvorki borð né stóll fyrir gæslumann né sýningarskrá á borði, aðeins tómið sjálft og viðaukar þess mæta gestinum er upp er komið og hann stendur á stigapallinum. Við blasa , sundurteknar hnöttóttar pappírs- ljósakrónur á veggjum og litakrukkumar á borðum, sem gerandinn raðar skipulega á ýmsa vegu. Allt þetta dregur ósjálfrátt fram eiginleika sýningarhúsnæðisins, skjalfestir fegurð þess og hið bjarta opna rými sem hvelfist yfir gestinn. Mikið hefur verið borið í þetta fyrmm hráa rými sem nú er orðið sallafínt og ofanbirtan framúrskarandi góð. Það er eins og að Sólveigu hafi verið umhugað að gera fegurð rým- isins að þátttakanda í gjöminginum og þannig séð nær hann tilgangi sínum. Hins vegar verða áhrifin af sjálfum sýningarmununum minni en skyldi fyrir vikið, einnig í ljósi þess að innsetningar sem slíkar em að verða að síbylju í listhúsum borg- arinnar. Endurómi markaðra og þröngra viðhorfa að utan, endur- tekningu sem sker í taugarnar og kallar á uppstokkun og meiri fjöl- breytni... SAUMUR Stöðlakot ÚTSAUMUR Kristín S. Jónsdóttir. Opið alla dagafrá 14-18. Til 23. marz. Aðgangur 100 kr. SVO virðist sem litla fallega list- húsið, Stöðlakot, sé sýningarrými sem Kristín Schmidhauser Jóns- dóttir telji helst falla að sköpunar- ferli sínu. Það má til sanns vegar færa svo sem fyrri sýningar lista- konunnar voru til vitnis um; „Flíkur og form“ (1988) og „Knipplað úr „Spor sjómanns“ (16) og „Spor kvenna“ (17) ásamt því að myndin „Kvöld“ (20) ber nafn með rentu fyrir hinn hæga litræna stígandi í svörtu og gráu. Þetta vom jafnframt verk sem sækja lífsmögn sín greinilegast í opið sköpunarferli, en satt að segja vega verkin mikið til salt á milli listiðnaðar og fijálsrar listsköpunar, sem má vera eðlilegt í ljósi hins menntunarlega bakgrunns. DÚKAR M o k k a MÁLVERK/PÓSTKORT AKUSA Opið alla daga á tímum veitingastofunnar. Til 25. marz. Aðgangur ókeypis. ÚTSAUMUR eftir Kristínu S. Jónsdóttur. togi“ (1991), einnig núverandi framkvæmd sem nefnist einfald- lega, Útsaumur. í öllum tilvikum hefur henni tekist afar vel að veita sjónrænni nálgun og hlýju inn í rýmið með sínum látlausu og þokkafullu verkum. Þessi sýning er þó frábmgðin hinum að því leyti að huglæga sköpunarferlið er meira, byggist mikið til á léttleika efnisins handa á millum, miklu og fersku opnu birtuflæði. Kemur helst fram í myndunum niðri „Stillur“ (1) „Á krossgötum“ (4) og „Snjóbráð“ (5) sem allar em gerðar 1995. Meiri skaphiti er í verkunum uppi; Aðatfundur 1997 Skeliungur hf. Shell einkaumboO Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 1997 í Hvammi Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, tillögur og reikningar félagsins liggja frammi á aðal- skrifstofu þess, hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn eru afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með hádegi 13. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Að loknum aðalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa með léttum veitingum í Setrinu á sama stað. ÞAÐ er orðið afar algengt að listspírur ástundi ýmiss konar flipp meðan á námi stendur og hér þekkjum við þa<3 í sýningarrými MHÍ, sem lengstum hefur gengið undir nafninu, Cosy Corner. Þetta gerist löngu áður en menn hafa lært eitthvað af viti í hand- verkinu og láta sköpunargleðina og hugblossa augnabliks- ins alfarið ráða ferð- inni. Hafa takmarkaða eða enga dómgreind og innsæi á handverk og sköpunarferli, né til- finningu fyrir máluðum fleti. Ekki heldur neitt nýtt að slíkir skapi ákveðna listamanns ímynd tveir eða fleiri saman og gefí síðan nafn. Minnist rýnirinn frægs dæmis frá Munchen fyrir hartnær fjórum áratugum er „snillingurinn" Bolus Krim var búinn til með miklum tilþrifum af nokkrum athyglis- þyrstum ungum listspírum. Létu dýrkendur framúrstefnu tímanna illa blekkjast, svo og listrýnar blaðanna og höfðu margir mikið gaman af, þannig var heila sagan og „hneisa fræðinganna" slegin upp í „Das Schönste" helsta listriti tím- anna í Þýskalandi. Alþjóðlega myndlistarsam- steypan, Akusa, vísar til Akureyrar og USA og að baki hennar eru tvær listspírur, Ásmundur Ásmundsson og Justin Blaustein, sem hafa skapað listamannsímyndina og hugburðinn, Werner Kalbfleish, samlanda Bolusar Krim. Mat rýnisins er, að Kalbfleish þessi sé til muna verri og ófrumlegri málari en Bolus Krim og gjörningurinn afar ósannfærandi fyrir augað. Þetta eru annars einvörðungu ljós- myndir af risastórum málverkum og skal hér ekki svarið fyrir að frummyndimar kunni að verka öðruvísi á sjóntaugarnar. Mynd- irnar eru málaðar undir áhrifum af tónlist sem leikin er af bandi á staðnum, og bið ég fyrir þrautpínda skilningarvitinu ef hljóðbylgjurnar em í samræmi við pensilförin. Bragi Ásgeirsson. Óskalisti brúöhjónanna Gjafaþjönnstajyrir brúökaupiö /0) SILFURBÚÐIN Vx/ Kringlunni 8-12 •Sfmi 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - MYNPLIST Ingólfsstræti 8 HUGMYNDALIST Kristján Guðmundsson. Opið fimmtud.-sunnud, frá kl. 14-18. Til 25 marz. Aðgangur ókeypis. LÍTILL vafí leikur á því, að Kristján Guðmundsson er mestur hugmyndafræðingur í íslenzkri list um þessar mundir, og að bein og óbein áhrif hans era óumdeilanleg. Hin óbeinu áhrif hans leiða hugann að Þorvaldi Skúlasyni er vegur hans var hvað mestur, en hin beinu eiga sér margfalt fleiri áhangendur meðal hérlendra listamanna og radíusinn einnig ólíkt víðfeðmari um skyld viðhorf erlendis. Við- brögð samheija Kristjáns við sýn- ingum hans eru svo keimlík því þegar Þorvaldur sýndi ný verk forðum daga og era mér í góðu minni. Svo er einnig uppi á ten- ingnum nú er Kristján sýnir 4 splunkuný verk í Ingólfsstræti 8. Hins vegar var viðlíka meinlæti flarri Þorvaldi, þótt um skeið ein- faldaði hann formmálið meir en áður hafði þekkzt, sbr. svart-hvíta tímabilið í byijun sjötta áratugar- ins, er hann bjó og málaði í bragg- anum á Kamp Knox. Það varð honum þó sízt tilefni til að leigja símaklefa til kynningar þeirri nýju framningu myndreisnar. Bið hugumstóra framkvæmdar- aðila litla formfagra listhússins velvirðingar á samlíkingunni, en símaklefar gátu líka verið þokka- fullir hér áður fyrr ekki sízt á fagra tímabilinu, Belle Epoque, og svo er sýningarrýmið í sjálfu sér risa- vaxið, miðað við umfang sumra listhúsa er spretta upp í höfuðborg- inni, kökubox og bakvasa að segja má. Verkin í aðalsal eru unnin í galv- aniseruð járnrör og myndar hvert verk 9 samsíða láréttar línur skipt í tvo lakkaða litahelminga í hlut- föllunum V5 jafnt og óvirkt bil. Þessi vinnubrögð koma kunn- uglega fyrir sjónir sbr. verkið í fundarsal Ráðhússins. þau minna sjónrænt séð sterklega á sitthvað sem gert hefur verið í flatarmálsl- ist og naumhyggju sl. hálfa öld, t.d. það sem Bandaríkjamaðurinn Donald Judd var að fást við fyrir nær aldarfjórðungi og Svisslend- ingurinn Max Bill enn fyrr. Fyrir sumum er þetta alltaf nýtt, hversu oft sem það er endurtekið, og sjálf- ur er ég veikur fyrir slíkum vinnu- brögðum sem falla byggingar- fræðilega mjög vel að tilfallandi rými og samlagast því sem flís við rass. Þannig er líka að þessu sinni því verkin vaxa fagurlega inn í rýmið og draga um leið fram ein- kenni þess. Og eins og með sýning- una í listhúsi Sævars Karls fyrir réttu ári vinnur Kristján ekki ein- ungis með rýmið heldur einnig vit- und staðarins. Fjórða verkið er svo litaljóð láréttra lína úr legóplasti, sem virðist vera komið til að vera í núlistum, af ýmsum sýningum í útlandinu að dæma. Vinnubrögðin opna svo allar gáttir fyrir hina aðskiljanlegustu heimspeki og að þessu sinni er það öðra fremur eins konar „tómhjálp", eins og listamaðurinn nefnir það og vísar til þess að gjörningur hans gerir tómið áþreifanlegt, óvirka tómið virkt. Þannig hugsuðu Forn-Grikk- ir einnig í skúlptúrum sínum, því hið óáþreifanlega rými, tómið, var jafn mikilvægt hinu áþreifanlega. Inntak verkanna áréttar þannig hið þríeina lögmál: tími, form, rými... Bragi Ásgeirsson Le Carré Prímakov •BRESKI rithöfundurinn John Le Carré er kominn inn úr kuld- anum. Le Carré, sem er heims- kunnur fyrir iyósnasögur sínar, var boðið til kvöldverðar með utanríkisráðherra Rússlands, Jevgení Prímakov, sem var á ferð í Lundúnum fyrir skemmstu. Prímakov er fyrrver- andi yfirmaður rússnesku leyni- þjónustunnar og er ekki að efa að þeir hafa haft margt að ræða en Primakov ákvað að bjóða Le Carré til kvöldverðar eftir að hafa lesið bók hans „Smiley’s People“ sem Le Carré sendi ráðherranum áritaða. Höfðaði efni hennar mjög til Prímakovs, en hún fjallar um sovéskan njósnaforingja sem heldur til Vesturlanda. •TENNESSEE Williams, höf- undur verksins „Köttur á heitu blikkþaki" sem nýlega var frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu, telst vafa- lítið á meðal merkustu leik- skálda aldarinnar sem nú er að líða. Það er að minnsta kosti mat breska gagnrýnandans Mic- haels Billingtons, sem skrifar í The Guardian og nokkurra starfssystkina hans víðs vegar um Evrópu. Að beiðni The European nefndu hann og nokkrir evrópskir gagnrýnend- ur þau leikskáld sem þeir teldu merkust á öldinni. Líklega kem- ur listinn ekki mjög á óvart en auk Tennessees Williams voru oftast nefndir Samuel Beckett, Arthur Miller, Harold Pinter, Botho Strauss, Berthold Brecht, Dario Fo, Heiner Miiller, Lars Norén og Jean Genet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.