Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIUINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 47 sem átti við Palla. Brosið var honum eiginlegra en flestum. Ég sé hann fyrir mér tveggja ára, brosandi í bláum matrósafötum. Ég sé hann fyrir mér sem hárprúðan ungling sem var að fermast, sem glæsi- menni að he§a lífsgönguna með konu sinni Kristjönu og nú síðast fyrir rúmri viku sem fulltíða og full- þroska fjölskylduföður, sem var nýkominn frá því að hjálpa syni sín- um við að safna tómum flöskum til að styrkja íþróttastarfið. Á þessum myndum í hugskoti minninganna er Palli alltaf brosandi, yfirvegaður og hógvær. Hann náði sínum áföng- um, hélt alltaf sínu striki hávaða- laust en með árangri. Nú er lífsstrengur hans slitinn. Og hjá okkur, sem eftir lifum hefur eitthvað brostið lika. Það er sárt að sjá á bak góðum dreng, góðum frænda. En hvað er það hjá þeim missi, sem Elísa og Friðbjöm, böm- in hans tvö, hafa orðið fyrir. Ég bið góðan Guð um að vemda þeirra ungu sálir. Megi minningin um þennan besta dreng létta þeim spor- in inn í framtíðina. Leiðsagnar föður nýtur ekki lengur við, en þegar á reynir og leiðin verður grýtt, getur verið gott að hugsa til þess, hvert leiðarljós ástar hans og umhyggju hefði orðið. Guð styrki einnig Kristjönu, Völu, Andrés, Grímheiði og Guðríði og aðra vandamenn í djúpri sorg. Mann- gildi horfins ástvinar sveipar minn- inguna um hann ljóma sem lifir. Gísli Baldur Garðarsson. Að þurfa að kveðja einn af sínum bestu vinum og vinnufélögum við þessar aðstæður reynist mér erfitt. Við Palli höfum verið skipsfélagar síðastliðin þrjú ár og samveran ver- ið í alla staði ánægjuleg. Hann var traustur og samviskusamur í starfi, jákvæður og sanngjarn yfirmaður. í þröngu samfélagi skipsáhafnar- innar bindast menn misjöfiium bönd- um eins og gengur, en við Páll höfum deilt nokkuð með okkur sorg og gleði síðustu ára og trega ég einlæglega góðan dreng og vin. Húmorinn og létta skapið, arfurinn frá föður hans, var alltaf til staðar og létti samveru- stundimar þótt stundum þyrfti að brosa í gegnum tárin. Við vorum að leggja upp í loka- ferð og nú myndu leiðir skilja um sinn, en með þessum hætti óraði sem betur fer engan fyrir. Ég talaði síð- ast við Palla skömmu áður en við urðum að yfirgefa skipið, hann sagði mér að þyrlan kæmi eftir klukku- tíma, ég bar félögum okkar þessar fréttir sem byggðu upp kjarkinn á örlagastundu. Þetta stóðst, þyrlan kom en þá var Palli því miður farinn í aðra ferð og átti ekki samleið með okkur hinum að sinni. Um leið og ég þakka Palla sam- fylgdina fyrir hönd okkar skipbrots- manna bið ég algóðan Guð að styrkja hans nánustu í þungbærri sorg, bömin ungu, konuna hans, aldraða foreldra, tengdaforeldra, systur, mága og aðra nána vini, sem geyma minningu um góðan dreng. Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll. Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll. Vertu Ijós og leiðarstjama. Lægðu storm og boðaföll. Líknargjafinn þjáðra þjóða. Þegar lokast sundin öÚ. (Jón Magnússon.) Fyrir hönd skipbrotsmanna, Trausti Ingólfsson. ísland er eyja sem stendur óvarin gagnvart vindum veðurguðanna. Það breytist ekki. En sjúkrabílar eru ekki lengur hvítir með rauðan kross á hliðunum. Og hjartað slær ekki lengur. En lítið hjarta sló hratt eitt kvöld- ið í Laugamesinu svo að konan á móti þurfti að drífa sig af stað, klæddi sig í græna kápu, skildi eft- ir opið og bað um að litið yrði eftir dóttur sinni. Síðan gekk hún út í hvítan sjúkrabflinn sem hafði rennt sér hljóðlega í hlað þetta sljörnu- bjarta desemberkvöid. Maður skildi það seinna að lítill drengur hafði ákveðið að koma í heiminn þessa nótt, svona rétt fyrir jólin. Þetta var á þeim ámm, þegar maður vissi lítið um lífið. Ekki einu sinni að ísland væri eyja. En þegar eldri systir drengsins, sem var vitr- ari enda árinu eldri, fræddi mann á því að ísland væri eyja vakti það ókennilegan ótta. Tilfinningin um það að vera búsettur á eyju úti í hafi vakti með manni varnarleysi og ef til vill óþarfa hræðslu. Okkur langaði að vita meira. Meira um lífið. Við vildum heyra hjartað slá. Lögðum við hlustir á bijósti litla bróðurins í þeirri von að fá að heyra sláttinn í hjartanu hans. En við heyrðum ekkert. Skildum ekki af hveiju. Svo fékk maður loks- ins svör hjá fullorðna fólkinu þegar maður spurði hvemig einhver gæti lifað ef maður heyrði ekki hjartað slá. Maður skildi seinna að sumum spumingum er ekki hægt að svara. En hjartað tifaði samt í leik og starfi og maður gekk glaður til liðs við drenginn í stríðsleilq'um. Maður var að herma eftir „Combat“-þátt- unum sem vom sýndir á sjónvarps- rás vamarliðsins. Hjálmbúnir her- menn skjásins, gráir fyrir jámum, voru skemmtun, enda bara menn í mynd. Og það að búa á eyju vakti ekki ótta lengur. í dag veit maður betur, því menn sem munda vopnin, vita ekki á gott. Og kannski var maður ekki svo vit- laus að stafa ógn af eyju sem er ávallt í fylgd Ægis sem veigrar sér ekki við að beita sinum banaspjót- um þegar minnst varir. Nú skiljum við hvað það þýðir að ísland er eyja. En okkur er líklega ekki ætlað að skilja af hveiju drengurinn varð að deyja. Kveðja, Ingibjörg Magnúsdóttir. Slqott skipast veður í lofti, hörmu- legt slys, maður á besta aldri er hrifinn burt úr þessu jarðlífi frá konu og bömum og eftir stöndum við dofin og spyijum spuminga sem enginn getur svarað nema almættið eitt. Það sem var hversdagsleg heim- sókn í gær er perla minninga í dag. Ekki hvarflaði það að okkur þegar Palli kom í heimsókn til okkar fyrir hálfum mánuði að það yrði í síðasta skipti sem við sæjum hann í þessu lífi. Vinskapur okkar, Palla og Stínu er orðinn langur, samverustundimar hefðu mátt vera fleiri, en aldrei bar skugga þar á enda ekki hugsanlegt þegar Palli og Stína vom annars vegar. Palli, þessi rólegi maður, hvers manna hugljúfi sem aldrei skipti skapi og talaði aldrei illa um nokk- um mann. Stutt var í húmorinn og gerði hann óspart grín að sjálfum sér og öðmm ef svo bar undir. Hvemig getum við sætt okkur við dauða hans. Missir Stínu, Bjössa og Elísu er mikill og orð era ekki mátt- ug til að lina þjáningar. Páll Garðar Andrésson hefur siglt sína síðustu ferð í þessum heimi og kveðjum við hann með söknuði. En við viljum trúa að hann standi í brúnni á öðm skipi og sigli um önnur höf, en komi svo síðar og leggist að bryggju og taki okkur með í þessa ferð og við getum tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Við viljum biðja góðan guð að styrkja Stínu, Bjössa og Elísu i þessari miklu sorg og leiða þau áfram í lífinu. Hljóða sorg? Eldvígsla, sem öll við reynum, innstæða í hugans leynum. Handbær, þegar helst er þörf að hefja þrek á æðra svið. Haldbest er að hjartað ráði, þegar liggur lífið við. Ef við þekktum ekki myrkrið, sæjum við ekki sólskinið. (Þórarinn frá Steintúni) Foreldrum, systrum, tengdafor- eldmm og öðmm aðstandendum biðjum við guðs blessunar. Legg þú á djúpið eftir drottins orði og æðrast ei, því nægja mun þinn forði, þótt ómaksför þú farir marga stund. Ef trú og dáð og dugur ei þig svíkur, er Drottinn lífs þins ennþá nógu rikur og mild hans mund. Legg þú á djúpið, þú sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Blessuð sé minning Páls Garðars Andréssonar. Brynjar Sigtryggsson, Sigþóra O. Sigþórsdóttir. Það var hörmuleg frétt sem ég fékk í símtali snemma að morgni sunnudagsins 9. mars, Dísarfellið, þetta stóra skip, hafði farist og þú og skipsfélagi þinn látið lífið, þetta var ótrúlegt og við Stína trúðum ekki því sem sagt hafði verið, hann Palli er dáinn. I dag kveð ég vin minn Pál Andr- ésson. Palla kynntist ég fyrir rúmum 18 ámm, en leiðir okkar Palla lágu saman í gegnum eiginkonur okkar sem em æskuvinkonur. Palli sýndi það strax að hann var einn af þess- um traustu félögum, áræðinn, hörkuduglegur og ekki man ég til að Palli skipti skapi, það var ekki hans stíll. Þegar hugsað er til baka finnst mér samvemstundir okkar ekki hafa verið nógu margar í gegnum tíðina en þær voru vel nýttar og þegar ég sit og skrifa þessi orð em mér sér- staklega minnisstæðir nokkrir at- burðir. Skemmtileg hringferð um landið, þið Stína með Bjössa lítinn og við Stína með Gunnar Björgvin í 10 daga í rigningu og ekki létum við það á okkur fá. Veiðiferðimar í Vatnsdalinn, við með elskunum okk- ar, bamlaus, þar sem við nutum útivem og góðs félagsskapar og síð- asta ferðin okkar sem við fómm í sumar um hálendi íslands með ýms- um ævintýmm, við með bömum okkar, það er ferð sem aldrei gleym- ist. Þar gafst okkur gott tóm til að ræða málin og spá í Iífíð og tilver- una og þá sammæltumst við um að ég færi með þér einn túr til að kynn- ast vinnu þinni og vinnustað en af því verður ekki, forlögin hafa gripið í taumana. Þú hafðir mikla ánægju af að taka fjölskyldu þína með í túra og ekki var vandamál þó að einn auka- farþegi væri með og mun Gunnar Björgvin, sonur minn, sakna þess að geta ekki farið með ykkur á sjó- inn, þar sem bömin gátu haft það eins og þau vildu, sofið þegar þau vom syfjuð, vaknað þegar þau vom útsofin, klukkan var aukaatriði, myndbandið og spilin réðu ferðinni hjá þeim og þau komu alltaf hress og kát til baka. Eftir lifir minningin um góðan vin. Elsku Stína, Bjössi og Elísa, miss- ir ykkar er mikill, megi Guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu stund- um. Foreldrar, tengdaforeldrar og aðr- ir aðstandendur, Guð blessi ykkur öll. Ragnar Lövdal. Ég held að ég geti sagt að tíminn hafi eiginlega staðið kyrr þegar hún Lilligó hringdi í mig á sunnudags- morguninn og sagði mér að hann Palli væri dáinn. Ég dofnaði eigin- lega upp og það má segja að sá dofi sé enn til staðar. Ég hef þekkt Palla síðan hann kynnstist Stínu fyrir nítján ámm. Hann féll inn í hópinn hjá okkur stelpunum sem vomm alltaf saman, hafði eins húm- or og var alltaf léttur og skemmtileg- ur. Það er erfitt að horfa á eftir svona manni, sérstaklega er erfítt að geta ekki gert eitthvað til að lina þjáning- ar aðstandanda. Elsku Stína, Bjössi og Elísa, guð gefí ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast fær eilífð aðskilið. (Jónas Hallgrímsson) María Guðnadóttir. + Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN THORODDSEN fyrrum útibússtjóri, andaðist á heimili sínu laugardaginn 15. mars. Útförin verður auglýst síðar. Erla H. Thoroddsen, Sigríður Thoroddsen, Guðjón Smárí Agnarsson, Vignir Thoroddsen, Krístín Guðmundsdóttir, Freyja Thoroddsen Akesson, Bo Akesson, Bjöm Thoroddsen, Elín Margrét Eriingsdóttir, barnabörn og barnabamaböm. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS STEINGRÍMSSONAR, Litia-Hvammi, Húsavfk. Guð blessi ykkur. Sigríður Helgadóttir, Alda H. Hallgrímsdóttir, Rafn H. Gíslason, Þuríður Hallgrímsdóttir, Sigurður J. Jónsson, Steingrímur Hallgrímsson, Emelía G. Svavarsdóttir, Helgi Hallgrimsson, Helga G. Erlingsdóttir, bamabörn og barnabamaböm. + Elskuleg frænka okkar, GYÐA ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis á, Kleppsvegi 134, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 15. mars. Fyrir hönd frændfólksins. Inga Stefánsdóttir, Ragna Stefánsdóttir, Ólöf Jóhannsdóttir. + Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og virðingu við andlát og útför ERLU GUÐMUNDSDÓTTUR, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Elíasar Ólafssonar og hans fólks á taugadeild Landspítalans. Guð og gæfa fylgi ykkur. Bjöm Lárusson, Kristín Bjömsdóttir og fjölskylda. + Ástkær sonur minn, bróðir okkar, faðir og afi, GYLFI BJARNASON, lést á sjúkrahúsi í Nuuk á Grænlandi, mánudaginn 3. mars síðastliðinn. Útförin hefur farið fram frá Berufjarðarkirkju. Bjami Þórlindsson, systkini, böm og barnabörn. Lokað Skrifstofa Stýrimannafélags íslands verður lokuð frá kl. 12 í dag vegna útfarar PÁLS GARÐARS ANDRÉSSONAR, stýrimanns. Stýrimannafélag fslands. v c TOfium ad opuí HÐ fjfl um ÍMIDWUA HÖTÍL ÍOK iílUIMIHI • (Ífí Upplysingar í s: 551 1247 JIIllIIIHI, H m Erfidrjkkjur ■ P E R L A N Sími 562 0200 TXXXXITXXr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.