Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 49
Tómas var hrókur alls fagnaðar
á gleði- og hátíðastundum og kunni
vel við sig í margmenni. Mér eru
minnisstæðar margar ánægju-
stundir sem við áttum í Lundúnum
þegar við vorum þar samtíða við
nám. Upp úr því hafði hann for-
ystu um stofnun „Lundúnaklúbbs-
ins“, sem skipaður var nokkrum
félögum sem kynntust í heimsborg-
inni og hafa haldið saman alla tíð
síðan, þótt oft hafí heimshöfin skil-
ið okkur að um tíma. Þá má ekki
gleyma mörgum ánægjustundum
við vötn og ár, sem urðu enn dýr-
mætari og mikilvægari fyrir okkur
eftir að hann fór til starfa erlendis.
Flestar urðu þessar stundir á bökk-
um Vatnsdalsár, og þar vorum við
líka saman nokkrir félagarnir þegar
ljóst var að Tómas var orðinn alvar-
lega veikur, með einn af þessum
hrörnunarsjúkdómum sem lækna-
vísindunum hefur gengið illa að
vinna bug á, þrátt fyrir miklar rann-
sóknir og tilraunir.
Kári Jónasson.
Mjög er mismunandi, hvernig við
geymum með okkur minningar og
reynslu úr fortíðinni. Sumt, ef til
vill flest, hverfur í hið mikla djúp
en annað er sem lýsandi leiftur.
Þannig man ég fyrstu kynni okkar
Tómasar Karlssonar.
Ftjálslyndir stúdentar í Háskól-
anum létu til sín taka í lok sjötta
áratugarins og nýstúdent úr MR
kom til liðs við okkur hin sem
fannst að örlög lands og jafnvel
heimsbyggðar réðust í stúdenta-
pólitíkinni. Þar var stofnað til vin-
áttu sem hélst þó að oft væri vík,
jafnvel heimshöf, á milli vina. Þetta
voru áhyggjulaus, ljúf ár en leiðir
skildu. Önnur tengsl tóku við í
blaðamennsku, öðrum fjölmiðla-
störfum og síðar stjórnmálum.
Tómas Karlsson var skarp-
greindur maður með vítt áhuga-
svið, skapmikill og ljúfur í senn og
áreiðanlega ekki allra. Yfirborð gat
verið hijúft, en viðkvæm lund var
undir niðri. Á þessum árum var
honum fljótlega töm nokkur al-
þjóðahyggja, sem hann þroskaði
með sér í Lundúnaháskóla. Stund-
um fannst mér hann mótast nokkuð
af frænda sínum dr. Kristni Guð-
mundssyni, fyrrum kennara við
MA, síðar utanríkisráðherra - að
minnsta kosti leyndu sér ekki kunn
ættareinkenni ýmissa þeirra
frænda af Rauðasandi.
Ungur tók Tómas við ábyrgðar-
störfum á Tímanum og aðeins 24
ára gamall var hann skipaður full-
trúi ritstjórnar, en ritstjóri nokkru
síðar 33 ára að aldri. Það voru
glæsileg hjón, Ása og Tómas, sem
á pressuballi árið 1967 voru gest-
gjafar Edwards Heath, forsætis-
ráðherra Bretlands, en þá gegndi
Tómas formennsku í Blaðamanna-
félagi íslands.
Þessi ár voru átakaár í þjóðfélag-
inu samkvæmt nokkuð þekktu
munstri mótuðu af alþjóðlegum
áhrifum. Stjórnmálabarátta var
ekki síður innan flokkanna og átti
það sannarlega við Framsóknar-
flokkinn á þessum árum, einkum í
Reykjavík.
Þótt þessi barátta bæri oft frek-
ar keim af þrætubókarlist og
ágreiningi um orð og ályktanir var
vissulega tekist á um grundvallar-
atriði. I utanríkismálum var Tómas
þeirrar bjargföstu skoðunar, að
örlög okkar Islendinga væru sam-
ofin hagsmunum lýðræðisríkja
Vestur-Evrópu þar sem öryggi
þeirra sem og okkar yrði í ótryggri
veröld best tryggt með samstarfi
við Bandaríkin og innan vébanda
Atlantshafsbandalagsins.
Þessi sannfæring reyndist ekki
alltaf auðveld fyrir ungan ritstjóra
við þær aðstæður sem þá voru.
Flokksumræður höfðu lengi mótast
af nokkurri þjóðernishyggju og
þeirri óskhyggju, að einhver önnur
lögmál giltu um stöðu okkar í heim-
inum en nágranna okkar í austri
og vestri. Af einhveijum ástæðum
voru þessar raddir háværari en
hinna sem vissu betur og oft á tíð-
um skarst í odda utan og innan
flokksins. Tómas fór ekki varhluta
af þessum átökum um menn og
málefni þar sem oft var vegið að
honum óverðskuldað.
Segja má að þessi sérstæða
umræða hafí staðið í nokkra ára-
tugi eða þar til að Sovétveldið
hrundi innan frá í lok níunda ára-
tugarins og staðreyndir heimsmála
urðu lýðum ljósar.
Ekki veit ég hvort hinn ógnandi
vágestur sem smám saman nísti inn
í líf hans, aftraði honum að skynja
að fullu hina nýju heimssýn, en það
mun hafa verið fyrr en flestir vissu.
Hvernig sem því var háttað, var
Tómas þátttakandi í örlagaríkri
stefnumótun þar sem lífshagmunir
þjóðarinnar voru í veði.
Það er á fárra vitorði, en verður
sagt nú, að á mikilli örlagastundu
fyrir allt að því aldarfjórðungi
gegndi Tómas Karlsson því vanda-
sama hlutverki að eiga stóran þátt
í því, að fundi var komið á með
forsætisráðherrum íslands og Bret-
lands, þar sem samkomulag náðist
um lausn sem tryggði viðurkenn-
ingu á 50 mílna landhelgi íslands.
Friður var saminn í þorskastríði,
þar var mikil hætta á ferðum og
ýmsir fiskuðu í gruggugu vatni.
Frekari stigmögnun átaka hefði
getað leitt til hinna alvarlegustu
atburða sem tókst að forða.
Allt fram til þessa dags hefur
þetta legið í þagnargildi í samræmi
við góðar hefðir, en nú þegar fyrir
liggja ritsmíðar erlendra fræði-
manna í alþjóðamálum má telja lík-
legt, að senn verði öll sagan sögð.
Einhvers staðar segir að sagan sé
alltaf að endurskrifa sig og ef til
vill verður það raunin.
Með nýjum störfum Tómasar
dvöldust þau hjón erlendis, báðum
megin hafsins. Minnst er margra
ánægjustunda á áttunda áratugn-
um - einkum í Bandaríkjunum þar
sem liðnir atburðir voru metnir í
nýju ljósi með nýjum mönnum og
siðum. Síðar tóku við grimm örlög
veikinda og endurfundum fækkaði.
Með Tómasi Karlssyni er horfinn
litríkur og sterkur persónuleiki og
eru innilegar samúðarkveðjur
færðar eiginkonu og fjölskyldum.
Blessuð sé minning hans.
Heimir Hannesson.
Það var árið 1960, að Tómas
Karlsson kom að máli við mig og
spurði, hvort við ættum ekki að
taka að okkur vikulegan útvarps-
þátt um það, sem væri efst á baugi
hveiju sinni á erlendum vettvangi.
Mér leist strax vel á hugmyndina
og nokkru síðar hleyptum við af
stokkunum útvarpsþættinum „Efst
á baugi“. Þar með hófst mjög náið
og skemmtilegt samstarf milli okk-
ar Tómasar sem átti eftir að standa
lengi. Um þessar mundir var Tóm-
as blaðamaður á Tímanum. Hann
var mjög duglegur og hugmynda-
ríkur blaðamaður en hafði auk þess
ríkan áhuga á stjórnmálum. Sam-
starf okkar um Efst á baugi stóð
í tæpan áratug eða nær allan þann
tíma, sem þátturinn lifði en við
fluttum hann vikulega í tæp 10 ár.
Ég kynntist Tómasi vel þessi ár.
Hann reyndist traustur samstarfs-
maður og leysti verk sitt vel af
hendi.
Er samstarfi okkar um Efst á
baugi lauk fækkaði samverustund-
um okkar. Við vorum þó um nokk-
urra ára skeið áfram samstarfs-
menn í blaðamennsku og góð vin-
átta hélst með okkur alla tíð. Síðar
hóf Tómas störf í utanríkisþjón-
ustunni og fór þá m.a. til starfa
erlendis. Skildu þá að mestu leiðir
með okkur. Þó áttum við hjónin
þess kost að heimsækja Tómas og
hans ágætu konu Ásu til New York
er hann var varafastafulltrúi ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum.
Ég fylgdist þá um skeið nokkuð
með störfum Tómasar hjá Samein-
uðu þjóðunum, var t.d. með honum
á fundum hjá SÞ. Sá ég þá, að
hann leysti þau störf öll mjög vel
af hendi. Tómas var glöggur og
vel máli farinn, og reyndist góður
fulltrúi þjóðar sinnar á erlendum
vettvangi.
Það var mjög ánægjulegt að
heimsækja Tómas og konu hans
til New York.
Um tíma var útlit fyrir, að Tóm-
as mundi leggja stjórnmál fyrir sig.
Hann hafði mikinn áhuga á þjóð-
málum, var kappsfullur og dugleg-
ur og mörgum kostum búinn til
stjómmálaafskipta. En hann kaus
fremur að gerast embættismaður í
utanríkisþjónustunni. Þó var hann
um skeið varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík. Ég er
ekki í nokkrum vafa um það að
Tómas hefði orðið góður stjórn-
málamaður ef hann hefði kosið að
leggja þau mál fyrir sig.
Síðustu árin átti Tómas við mikla
vanheilsu að stríða. Varð hann af
þeirri ástæðu að láta af störfum í
utanríkisþjónustunni fyrir 5 árum.
Eftirlifandi eiginkona Tómasr er
Ása Jónsdóttir. Hún reyndist Tóm-
asi góður lífsförunautur, stóð þétt
við hlið hans í öllum hans störfum
og var honum stoð og stytta í erfið-
um veikindum.
Ég þakka Tómasi samfylgdina
og einlæga vináttu.
Við hjónin vottum Ásu og börn-
um þeirra innilega samúð okkar.
Drottinn blessi minningu Tómas-
ar Karlssonar.
Björgvin Guðmundsson.
Tómas Karlsson sá ég álengdar
á uppvaxtarárum. Leyndi sér ekki
að þar fór vaskur maður og hæfí-
leikaríkur. Hvort tveggja átti eftir
að sannast ennþá betur þegar hann
óx að fullu úr grasi.
Tómas haslaði sér völl í blaða-
mennsku og utanríkisþjónustu.
Leiðir okkar snertust á báðum svið-
um uns við svo urðum nánir sam-
starfsmenn um 2ja ára skeið í
sendiráðinu í London 1987-89.
Þekking Tómasar á íslensku þjóð-
lífi stóð traustum fótum sem ekki
kom á óvart þeim er þekktu til
ættmenna hans af Rauðasandi. Þar
jók blaðamennskan dijúgt við og
reyndist á margan hátt hin besta
undirstaða síðari starfa hans. Þátt-
taka í stjórnmálum framan af ævi,
félagsforysta, ritstjórastörf og seta
á Alþingi um stund, skerptu skiln-
ing hans. Ávöxtur alls þessa var
að ævinlega mátti verða vísari af
að ræða við hann og ráðgast; og
ekki var lakara hve umræðan varð
oft skemmtileg. Átti þetta við bæði
um þjóðmál og alþjóðamál. Þau
síðarnefndu lét hann sig snemma
skipta með þjóðarheill í huga og
starfaði að þeim í brennidepli ár
sín hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York og Genf.
Störf sín vann Tómas af þeim
góðu gáfum sem honum voru gefn-
ar og víðri yfirsýn - og hélt vel á
hlut íslands. Vald hans á íslensku
máli vakti oft sérstaka gleði, auk
þess sem aðrar þjóðtungur voru
honum tamar. í stjórnmálaskrifum
hafði hann stundum brugðið sverði
svo að mörg sýndust á lofti eins
og samheijar ætlast til þegar mik-
ið er í húfi. Það kom því næstum
á óvart að kynnast hjartahlýju hans
og mannlegu næmi. En vegna
þeirra eiginleika var notalegt í ná-
vist hans. Að vera gestur á fallegu
og menningarlegu heimili þeirra
Ásu var sönn gleðistund. Tómas
við hljóðfærið eða á tali við gesti
sína - og þau sameinuð í rausnar-
skapnum. Nutu þessa margir af
mörgum þjóðernum. Þær stundir
og öll hin góðu kynni munu lifa í
minningunni.
Undir ævilok gekk Tómas ekki
heill til skógar þjáður af sjúkdómi
sem ekki er enn fundin lækning
við. Því helsi hefur nú verið af
honum létt. - Ása sem strax á
bernskudögum vakti aðdáun okkar
skólafélaga sinna gerir það með
enn nýjum hætti fyrir hið mikla
æðruleysi sem hún hefur sýnt í
þessum erfíðleikum.
Nú þegar Tómas er með hlýjum
þökkum kvaddur biðjum við Ragna
henni, sonum þeirra, Jóni Frosta
og Jökli, ásamt ástvinum þeirra -
þar með töldum Tómasi unga -
bjartra daga.
Ólafur Egilsson.
JÓNDAL
ÞÓRARINSSON
-I- Jón Dal Þórarinsson fædd-
' ist í Jórvík í Hjaltastaða-
þinghá 12. nóvember 1911.
Hann lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 23. febrúar síð-
astliðinn og fór útför hans
fram frá Bústaðakirkju 4.
mars.
Hægur en glettinn var þessi
tónelski maður, jafnlyndur og
þrautseigur, kom samferðamönn-
um sínum á óvart með skörpum
ályktunum sínum, vökull, iðkandi
andann og elskandi andans sköp-
un, tónlistina. Hann var upprunn-
inn úr fögrum sveitum Fljótdals-
héraðs þar sem Dyrfjöll og Bein-
geitarfjall standa vörðinn, leitaði
ævintýra, náms og atvinnu á
Hvanneyri og fleiri stórbýlum
syðra, en réðst síðar norður að
Stóru-Seylu í Skagafirði og þar
kynntist hann Sillu sem varð kon-
an^hans.
í Skagafírði bjuggu þau langa
hríð og þar átti Silla ætt og óðul.
Þar eru æskustöðvar bama þeirra.
Hann bjó þar í næstu sveit við
greinarhöfund, en ekki nægði það
til að kynni tækjust. Til þess þurfti
sjálfa Reykjavík og samgöngu-
kerfi hennar, leið 3 Nes-Háaleiti.
Þá voru Jón og Silla löngu flutt
suður og hann hafði atvinnu við
næturvörslu í Háskólabíói, en ég
var næturvörður í Sambandshús-
inu við Sölvhólsgötu eitt sumar.
Venjulega tók ég fyrsta strætó
dagsins upp á Háaleiti, sem Jón
ók sömuleiðis með, og báðir fórum
við út á sömu biðstöð, en það var
þó ekki fyrr en síðasta morgun
minn í þessari sumarvinnu að tal
tókst með okkur, fyrst um tónlist
og orgelspil, síðan um hlutskipti
næturvarða og fegurð morgunsins
og síðast um Skagafjörð og þá
kom upp að mér var kunnur hver
bær og bóndi í hans gömlu sveit,
Tungusveit, og ekki var við annað
komandi að ég liti þá um kvöldið
til þeirra. Og síðan var oft hist,
þau heimsóttu mig á sínar fornu
slóðir í Skagafjörð og síðar í Ár-
nesþing en ég þau í Reykjavík.
Til þeirra var fjarska hlýlegt að
koma, enda kom þar margur.
Skagfirðingar, Héraðsbúar, kunn-
ingjar af Skaganum og ört vax-
andi afkomendahópur þeirra sótti
þangað hlýju og yndi. Jón eign-
aðist stofuorgel þegar hann var
kominn á miðjan aldur. Hann hafði
lært að spila eftir nótum uppkom-
inn maður og iðkaði orgelspil
heima í stofu sinni þegar tóm-
stundir gáfust frá brauðstritinu.
Tónlistin var auðlegð hans á kyrrl-
átu heimili þeirra hjónanna.
Það var eftirlæti að fá að kynn-
ast þeim Jóni og eiga vináttu
þeirra.
Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólarsýn,
heillyndi sitt,
ef maður hafa náir,
án við löst að lifa.
(Úr Hávamálum)
Ég bið þeim Guðs blessunar.
Ingi Heiðmar Jónsson.
HALLGRÍMUR
KRISTJÁNSSON
+ Hallgrímur Kristjánsson
fæddist á ísafirði 20. ágúst
1923. Hann lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 3. mars síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Árbæjarkirkju 11. mars.
Elsku afl.
Nú ertu farinn á betri stað og
ert hjá henni ömmu. Við krakkarn-
ir hlökkuðum alltaf svo til að fara
í heimsókn upp í Hraunbæ 12 til
afa og ömmu. Minningar um
ferðalög bæði á ættarmót og í
sumar- bústað uppi á Laugarvatni
munu endast okkur alla ævi. Þú
gast alltaf skemmt þér og okkur
og komst öllum til að brosa. Það
var alltaf gaman að hlusta á þig
segja frá ættingjum okkar og frá
öllum örnefnum sem þú vissir um.
Það var nefnilega alveg sem þú
gast sagt frá og mjög fróðlegt að
hlusta á þig.
Þú varst alltaf svo hress og
kátur og fórst næstum í hverri
viku að dansa. Fram á síðasta dag
varstu á ferð og flugi og varst
alltaf tilbúinn að hjálpa hveijum
sem er.
Minninginn um þig mun alltaf
lifa í huga okkar.
Með þessum orðum kveðjum við
þig-
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Þín barnabörn.
Crfisclrykkjur
Veitingohú/ið
GAPt-mn
Sitni 555-4477
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677
S. HELGASON HF
■ STEINSMIÐ JA