Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r ■ - VILTU ekki fá eitt Denni minn? Ertu ekki orðin hundleiður á að allir séu með nefið ofan í þínum launakoppi? 871 tengdist fíkni- efnamálum áríð 1996 Á SÍÐASTA ári höfðu lögreglu- menn afskipti af fíkniefnafólki í 529 tilvikum. Um var að ræða 871 ein- stakling, þ.a. 87 konur. Af þessum hópi þótti ástæða til að handtaka 193. Leitir voru gerðar á 784 aðilum eftir að stöðvuð höfðu verið 210 ökutæki, farið inn í 96 hús eða leit- að á gangandi vegfarendum. Þjófa- góss fannst á 34 stöðum, áhöld til fíkniefnaneyslu á 42 stöðum og nál- ar eða sprautur á 39 stöðum. Lagt var hald á amfetamín í 114 tilvika, 93 sinnum fannst hass og 13 sinnum maríjúaná. Flestir 16-24 ára í einu tilviki fundu lögreglumenn skammt af LSD, en þeir lögðu ný- lega hald á 50 slíka skammta við húsleit. Tólf sinnum var lagt hald á kókaín, 7 sinnum E-töflur og í 12 tilvikum var um sveppi að ræða. Auk þess var í 22 tilvikum lagt hald á önnur ætluð fíkniefni. Hlutfallslega flestir sem afskipti voru höfð af voru á aldrinum 16-24 ára. Margir á þeim aldri komu og ítrekað við sögu slíkra mála. C/vicl-5 LSiVTEC 715 hestöfl eyð'r a «/ h 100 km. aöeins 4.8ia Er að skrifa bók um Laugarnes Sagan austan við Fúlalæk LAUGARNES er efni bókar sem Þorgrím- ur Gestsson vinnur að og er reyndar langt kominn með. Hann er fyrst spurður um ástæðuna fyrir því að þessi staður vakti áhuga hans. „Upphaflega hóf ég verkið vegna þess að ég á rætur í Laugamesi. Afi og amma, Þorgrímur Jónsson og Ingibjörg Þóra Krist- jánsdóttir sem áttu sex börn, fengu jörðina 1915 og héldu henni til æviloka afa. Þau voru síðustu bændur í Laugarnesi. Sig- urður Ólafsson söngvari leigði hjá þeim og bjó þar lengi með fjölskyldu sinni. Húsið er byggt 1885 ári eftir að bærinn keypti jörð- ina.“ - Hver var þá kveikjan að bók- inni? „Ég fór að tala við Ólaf Þor- grímsson, föðurbróður minn, fyrir átta árum og fékk þá hugmynd- ina. Eftir að hafa forvitnast um margt hjá Ólafi og tekið upp eft- ir honum vaknaði í mér blaðamað- urinn og ég fór að bera saman munnlegar og skjalfestar heimild- ir. Ég datt ofan í Laugarnes- og Kleppsskjöl í Borgarskjalasafni og fékk sumt staðfest, annað ekki. Margt hef ég eftir Ólafi sem hvergi er til á prenti. Segja má að ég hafi sokkið ofan í heimild- asjóinn. Bók mín er saga Reykja- víkur fyrir austan Fúlalæk." - Ekki er víst að allir lesendur kannist við Fúlalæk. „Þetta eru aldagömul landa- merki milli Rauðarár og Laugar- ness. Lækurinn kom úr Kringlu- mýri. Veitingahúsið Klúbburinn stóð á bakka Fúlalækjar, tjömin um það bil þar sem þvottaplan Þróttar er. Én Laugarnesjörðin, sögusvið bókarinnar, náði suður í Fossvog og austur að Bústöðum og Kleppi.“ - Þetta heimildahaf, sjórinn sem þú segist hafa dottið ofan í? „Ég rakti fljótlega Laugarnesið til Hallgerðar langbrókar og Ragabræðra. Bókin byijar á landnámi. Ingólfur og Hallveig og fylgdarfólk koma ríðandi aust- an af heiði. Ég reyni að lýsa Nesinu eins og það blasti við þeim og ét mig síðan fram eftir öldum, en allan þann tíma, fram á 18. öld, var Laugarnes í eigu sömu ættarinnar, afkom- ----------- emda svonefndrar Hólmsættar og Möðru- vallamanna í Eyjafirði. Fornbréfasafnið hefur nýst mér vel. Frá átj- ándu öld er til mikið um kirkjuna í Laugarnesi, en vitað er að hún var risin um 1200. Það mótar enn greinilega fyrir kirkjugarði og kirkjan hefur verið inni í miðjum garðinum. Samkvæmt lýsingum hefur verið eilíf barátta að halda svona kirkjum í lagi, m.a. vegna vatnságangs og fúa.“ - Bókin er öðrum þræði fjöl- skyldu- og ættarsaga. „Hún er um fleira en mínar rætur. Ég hef tekið ein 40 viðtöl við fólk sem átti heima í Laugar- nesi. Ég fjalla um fólk- og byggðaþróun. Fiskverkunar- stöðvar voru settar á stofn í kringum aldamót 1926-27, og reis byggð á árunum 1926 og ’27 öðrum megin við Laugarnesveg og íbúafjöldi margfaldaðist. Til hliðar við aðalsögu er saga sund- lauganna, biskupsseturs í Laug- Þorgrímur Gestsson ►Þorgrímur Gestsson er fæddur 1947. Hann lauk kenn- araprófi 1967 og nam við Blaðamannaskólann í Ósló 1977-78. Blaðamennsku hefur hann stundað lengst af frá 1968, fyrst á Alþýðublaðinu, Helgarpóstinum og fleiri blöð- um og verið kennari í nokkur ár. Hann var fréttamaður á Ríkisútvarpinu um árabil. Hann var ritstjóri Vinnunnar frá 1991-95 og hefur fengist við ritstörf síðan. Kona hans er Guðbjörg Árnadóttir flug- freyja hjá Atlanta og eiga þau tvær dætur, Þuríði Björgu og Sigrúnu Völu. Reyni að hafa frásagnar- gieði í bókinni arnesi og Holdsveikraspítalans. Ég segi frá lista- og mennta- mönnum sem bjuggu þar, til dæmis Ásmundi Sveinssyni og Guðmundi Bárðarsyni kennara. “ - Hvar ætlarðu að enda? „Ég er að undirbúa lendingu, en ég rakst á ýmislegt forvitni- legt í þessu grúski mínu sem gæti verið gaman að athuga nán- ar síðar. Ekki hefur verið gengið frá því hver verður útgefandi. Eg er í óformlegu samstarfí við Ár- bæjarsafn og hef fengið styrki frá Reykjavíkurborg. Þeir urðu til þess að ég gat sagt upp starfí mínu sem ritstjóri og helgað mig eigin ritstörfum. Ég hoppaði að vísu út í óvissuna.“ Þorgrímur segir að gríðarlegur barnafjöldi hafí verið í byggðinni við Laugarnes. Þessi börn séu gkmalt fólk nú. Hon- um er umhugað um að fá sem flestar myndir í bókina og leitar eftir aðstoð þeirra sem eiga mynd- ir, einkum af byggðinni, húsum og götum, til dæmis búðinni sem stóð á horni Laugamesvegar og Sundlaugavegar, en þar var líka einn af fyrstu bensíntönkum landsins með bensíni frá Standard Oil. Til er mikið af myndum frá sundlauginni og fískbreiðslu, af Laugamesbænum og Holdsveik- raspítalanum, en myndir vantar frá sjálfu þorpinu og einnig mannlífsmyndir því að margir eru nefndir til sögu. Þorgrímur segir að í bókinni berist leikurinn víða um holt og mýrar Reykjavíkur: „Ég hugsa mér fyrst og fremst aðgengilega og læsilega sögu, byggða á heim- ildum. Blaðamennska í fjölda- mörg ár hefur sín áhrif, en ég tek tillit til bókmenntaþátta og reyni að hafa frásagnargleði í bókinni," segir Þorgrímur Gestsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.