Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 25
Samkomulag að nást um n-kóreskan flóttamann
Fer líklega til Filippseyja
Peking. Reuter.
SUÐUR-kóreskir embættismenn
sögðu í gær, að Hwang Jang-yop,
háttsettur Norður-Kóreumaður, sem
leitaði hælis í s-kóreska sendiráðinu
í Peking, gæti farið þaðan jafnvel í
þessari viku. Enn væri þó deilt um
hvert hann skyldi fara.
Hwang hefur verið í s-kóreska
sendiráðinu í Peking frá 12. febrúar
sl. og haft er eftir embættismönnum
í Seoul, að hann muni líklega fara
til einhvers þriðja ríkis nú í vikunni.
Deilt sé þó um hvert það ríki skuli
vera. Talsmaður kínverska utanrík-
isráðuneytisins vildi ekkert um málið
segja í gær en sl. föstudag sagði
Li Peng, forsætisráðherra Kína, að
komið væri að því að leysa þetta mál.
Hwang er hæstsettur þeirra
manna, sem flúið hafa frá N-Kóreu,
og hefur flótti hans verið hálfgert
vandræðamál fyrir Kínastjórn, sem
vill hafa góð samskipti við bæði rík-
in á Kóreuskaga. Talið er, að Suður-
Kóreustjórn fallist á, að Hwang fari
tii einhvers þriðja ríkis, hugsanlega
Filippseyja, en fái síðan hæli í Suður-
Kóreu.
Mjög mikil gæsla er um s-kóreska
sendiráðið í Peking og í gærmorgun
var þremur litlum flutningabílum
ekið frá húsinu. Hefur það vakið
grunsemdir um, að Hwang sé þegar
farinn þaðan en það hefur ekki ver-
ið staðfest. Domingo Siazon, utan-
ríkisráðherra Filippseyja, sagði í
gær, að stjórn sín hefði verið beðin
að skjóta skjólshúsi yfir Hwang um
stundarsakir.
íkveikjuárás
í Brussel
FJÓRIR menn létust eftir
íkveikjuárás á kaffihús í Brussel
í fyrrinótt en eldurinn læsti sig
um allt húsið, sem var upp á sex
hæðir. Hrundi það síðan saman
að nokkru leyti.
Talið er, að kaffihúsið sjálft
hafi verið mannlaust en belgíska
fréttastofan Belga sagði, að ná-
grannarnir hefðu heyrt brothljóð
og mikið væl í hjólbörðum rétt
áður en eldhafið gaus upp eftir
sprengingu. Breiddist eldurinn
fljótt út og þykir það benda til,
að bensínsprengju hafi verið
varpað inn í húsið.
Talsmaður lögreglunnar
sagði, að fjórir menn hefðu verið
handteknir og væru nú í yf ir-
heyrslu. Talið er, að eiturlyfja-
sala og fjárhættuspil hafi verið
stunduð í kaffihúsinu.
A myndinni kanna slökkviliðs-
menn skemmdirnar.
Sjálfsmorð
tölvu-
póstsvina
SAMBAND tveggja manna,
sem kynnzt höfðu í gegnum
tölvupóst, fékk snöggan endi
er þeir létu verða af því að hitt-
ast í fyrsta sinn augliti til aug-
litis. 24 ára gamall kynskipt-
ingur frá Chicago og 21 árs
gamall karlmaður frá Ontario,
sem átt höfðu í tölvupóstssam-
bandi í nokkra mánuði, tóku
saman á leigu hótelherbergi í
Toronto á föstudaginn og fund-
ust þar látnir tveimur dögum
síðar. Þeir höfðu báðir dáið úr
of stórum skammti af lyfja-
blöndu. Uppskriftina að henni
var að finna á alnetinu.
Reuter
Áfangastaðir
Sölutímabil
1.3.-30.4.
Sölutímabil
1.5.- 30.6.
31.920 kr.
Ferðir skulu larnar á tímabilinu 5. apríl til 30. september.
Stokkhólinur
Amsterdam
Lúxemborg
París
Mílanó
Barcelona
Ziiridi
Uamborg
Frankfurt
London
Glasgow
Manchester
32.240 kr. 36.240 kr.
30.990 kr. 34.990 kr.
33.840 kr. 3 7.840 kr.
33.100 kr. 37.100 kr.
33.130 kr. 37.130 kr.
36.880 kr. 40.880 kr.
36.320 kr. 40.320 kr.
3 7.440 kr. 41.440 kr.
3 7.000 kr. 41.000 kr.
33.S80kr. 37.580 kr.
33.980 kr. 37.980 kr.
30.920 kr. 34.920 kr.
24.920 kr. 28.920 kr.
2 Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 1 mánuður.
1 Flugvallarskattar eru innifaldir í verði.
1 Leitið nánari upplýsinga um suniarleyfisfargjöldin
1 hjá sölufólki Flugleiða eða hjá ferðaskrifstofunum.
| Hsfið samband við soluskrifstofurFhigkiöa, umboðsmenu,
ferðaskrifstofumar eða símsöludeild Fhigleiða ístnia 50 50100
(svarað mínud. -föstud. ki.8-19 ogá laugard. kl.8-16.)
VefurFtugkiða á lntemetinu: www. icelandair.is
Netfangjyrir almennar upplýsingar: info@icelandair. is
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi