Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 25 Samkomulag að nást um n-kóreskan flóttamann Fer líklega til Filippseyja Peking. Reuter. SUÐUR-kóreskir embættismenn sögðu í gær, að Hwang Jang-yop, háttsettur Norður-Kóreumaður, sem leitaði hælis í s-kóreska sendiráðinu í Peking, gæti farið þaðan jafnvel í þessari viku. Enn væri þó deilt um hvert hann skyldi fara. Hwang hefur verið í s-kóreska sendiráðinu í Peking frá 12. febrúar sl. og haft er eftir embættismönnum í Seoul, að hann muni líklega fara til einhvers þriðja ríkis nú í vikunni. Deilt sé þó um hvert það ríki skuli vera. Talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins vildi ekkert um málið segja í gær en sl. föstudag sagði Li Peng, forsætisráðherra Kína, að komið væri að því að leysa þetta mál. Hwang er hæstsettur þeirra manna, sem flúið hafa frá N-Kóreu, og hefur flótti hans verið hálfgert vandræðamál fyrir Kínastjórn, sem vill hafa góð samskipti við bæði rík- in á Kóreuskaga. Talið er, að Suður- Kóreustjórn fallist á, að Hwang fari tii einhvers þriðja ríkis, hugsanlega Filippseyja, en fái síðan hæli í Suður- Kóreu. Mjög mikil gæsla er um s-kóreska sendiráðið í Peking og í gærmorgun var þremur litlum flutningabílum ekið frá húsinu. Hefur það vakið grunsemdir um, að Hwang sé þegar farinn þaðan en það hefur ekki ver- ið staðfest. Domingo Siazon, utan- ríkisráðherra Filippseyja, sagði í gær, að stjórn sín hefði verið beðin að skjóta skjólshúsi yfir Hwang um stundarsakir. íkveikjuárás í Brussel FJÓRIR menn létust eftir íkveikjuárás á kaffihús í Brussel í fyrrinótt en eldurinn læsti sig um allt húsið, sem var upp á sex hæðir. Hrundi það síðan saman að nokkru leyti. Talið er, að kaffihúsið sjálft hafi verið mannlaust en belgíska fréttastofan Belga sagði, að ná- grannarnir hefðu heyrt brothljóð og mikið væl í hjólbörðum rétt áður en eldhafið gaus upp eftir sprengingu. Breiddist eldurinn fljótt út og þykir það benda til, að bensínsprengju hafi verið varpað inn í húsið. Talsmaður lögreglunnar sagði, að fjórir menn hefðu verið handteknir og væru nú í yf ir- heyrslu. Talið er, að eiturlyfja- sala og fjárhættuspil hafi verið stunduð í kaffihúsinu. A myndinni kanna slökkviliðs- menn skemmdirnar. Sjálfsmorð tölvu- póstsvina SAMBAND tveggja manna, sem kynnzt höfðu í gegnum tölvupóst, fékk snöggan endi er þeir létu verða af því að hitt- ast í fyrsta sinn augliti til aug- litis. 24 ára gamall kynskipt- ingur frá Chicago og 21 árs gamall karlmaður frá Ontario, sem átt höfðu í tölvupóstssam- bandi í nokkra mánuði, tóku saman á leigu hótelherbergi í Toronto á föstudaginn og fund- ust þar látnir tveimur dögum síðar. Þeir höfðu báðir dáið úr of stórum skammti af lyfja- blöndu. Uppskriftina að henni var að finna á alnetinu. Reuter Áfangastaðir Sölutímabil 1.3.-30.4. Sölutímabil 1.5.- 30.6. 31.920 kr. Ferðir skulu larnar á tímabilinu 5. apríl til 30. september. Stokkhólinur Amsterdam Lúxemborg París Mílanó Barcelona Ziiridi Uamborg Frankfurt London Glasgow Manchester 32.240 kr. 36.240 kr. 30.990 kr. 34.990 kr. 33.840 kr. 3 7.840 kr. 33.100 kr. 37.100 kr. 33.130 kr. 37.130 kr. 36.880 kr. 40.880 kr. 36.320 kr. 40.320 kr. 3 7.440 kr. 41.440 kr. 3 7.000 kr. 41.000 kr. 33.S80kr. 37.580 kr. 33.980 kr. 37.980 kr. 30.920 kr. 34.920 kr. 24.920 kr. 28.920 kr. 2 Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 1 mánuður. 1 Flugvallarskattar eru innifaldir í verði. 1 Leitið nánari upplýsinga um suniarleyfisfargjöldin 1 hjá sölufólki Flugleiða eða hjá ferðaskrifstofunum. | Hsfið samband við soluskrifstofurFhigkiöa, umboðsmenu, ferðaskrifstofumar eða símsöludeild Fhigleiða ístnia 50 50100 (svarað mínud. -föstud. ki.8-19 ogá laugard. kl.8-16.) VefurFtugkiða á lntemetinu: www. icelandair.is Netfangjyrir almennar upplýsingar: info@icelandair. is FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.