Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 53
| morgunblaðið ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 53 I I J I i J 4 J 4 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 ( ( i Fyrirlestur um skógrækt BJÖRN Jónsson, fyrrverandi skóla- stjóri Hagaskólans, heidur fyrirlest- ur og myndasýningu um skógrækt í Skaftafellssýslu þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30 í sal FÍ í Mörkinni 6. Björn Jónsson hefur stundað umfangsmikla skógrækt á jörð sinni austur í Landbroti í V-Skaftafells- sýslu um árabil með góðum ár- angri. Hefur hann tekist á við rækt- un á skjóllitlu og berangurslegu landi með ýmsum aðferðum og fjöl- breyttum trjátegundum. Þar hefur hann unnið merkt brautryðjenda- starf sem hann mun fjalla um í erindinu í máli og myndum. Sumar- bústaðaeigendum og öðrum lan- deigendum er sérstaklega bent á þennan fyrirlestur til fróðleiksöflun- ar. Einnig verður Arnór Snorrason skógfræðingur með stutt fræðsluer- indi sem nefnist: Val á tijátegund- um í skógrækt. Þar fjallar hann um það hvernig velja eigi einstökum tijátegundum stað með tilliti til hinna ýmsu þátta í náttúrufari svæðisins. Boðið verður upp á kaffi- veitingar og ýmislegt annað til skemmtunar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Fundir um sam- einingu sveitar- félaga í Skaga- firði KOSNINGAR um sameiningu sveit- arfélaga í Skagafirði verða 15. nóv- ember nk. Almennir fundir um sam- einingarmálin verða í Bifröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 19. mars nk., í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 20. mars og í Mið- garði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. mars. Allir fundirnir hefjast kl. 21. Á fundunum munu sveitarstjórn- armenn víðsvegar að úr héraðinu gera grein fyrir afstöðu sinni til kosta og galla sameiningar. Jafn- framt verður gerð grein fyrir stöðu mála og framtíðarsýn. Að loknum framsöguræðum verða svo fyrir- spurnir og umræður. Frá því snemma árs 1996 hafa verið í gangi viðræður 11 sveitarfé- laga af 12 í Skagafirði um samein- ingu. Staðan í dag er sú að nefnd fulltrúa sveitarfélaganna hefur ver- ið falið að leggja fram tillögur um stjómskipulag og verkefni hins nýja sveitarfélags. Þá eru sveitarfélögin nú að senda inn tillögur um þau mál sem þau telja að eigi eftir að ræða eða þurfi að ræða betur. Stefnt er að því að tillögur að Ur dagbók lögreglunnar Innbrot, líkams- meiðingar og ónæði 14. til 17. mars. UM HELGINA var tilkynnt um 8 innbrot, 12 þjófnaði, 1 rán, 6 líkamsmeiðingar, 7 eignarspjöll, 3 bílþjófnaði og lögreglumenn þurftu 19 sinnum að fara á heim- ili fólks vegna kvartana um ónæði og hávaða að næturlagi. Fíkniefni komu við sögu í fjórum málum, en afskipti þurfti að hafa af 42 vegna ölvunarháttsemi á almannafæri. Ástæða þótti til að vista 36 í fangageymslunum um helgina. Veski rænt af konu Af umferðarmálum ber mest á þeim 27 ökumönnum, sem kærðir voru fyrir of hraðan akst- ur, auk þess sem 12 ökumenn, sem stöðvaðir voru, eru grunaðir um ölvunarakstur. Tuttugu og einn var sektaður fyrir stöðu- brot, aðallega að degi til í mið- borginni, og tilkynnt var um 40 umferðaróhöpp. I þeim skemmd- ust u.þ.b. 80 ökutæki og það þrátt fyrir gott veður og ágæta færð á vegum og götum. Slys á fólki urðu í 7 tilvikanna. Brotist var inn í fískbúð við Höfðabakka, bifreið við þá götu, fyrirtæki við Suðurlandsbraut, vinnuskúra við Vættaborgir og Álfabakka, bifreiðir við Lyng- háls, þijár geymslur húss við Þangbakka og geymslu húss við Torfufell. Á sunnudag var veski með skilríkjum í rænt af konu 5 Sigtúni. Ránsmannsins var leit- að, en án árangurs. Ölvaður á vélsleða Mæðgur sluppu ómeiddar er bifreið þeirra valt á Vesturlands- vegi í Kjós. Síðdegis meiddist ökumaður lítilsháttar í árekstri tveggja bifreiða á gatnamótum Grettisgötu og Vitastígs. Öku- maður og farþegi meiddust lítils- háttar eftir þriggja bifreiða árekstur á gatnamótum Dvergs- höfða og Höfðabakka. Á laugardag valt bifreið í Blá- fjöllum. Engin meiðsli urðu á fólki. Kvartað hafði verið yfir ölvuðum manni á vélsleða í fólk- vanginum skömmu áður. Öku- maðurinn náðist og var hann fluttur á slysadeild til töku blóð- sýnis. Snemma á sunnudags- morgun valt bifreið á Suður- landsvegi við Skíðaskálann. Ekki urðu meiðsli á fólki. Loks valt bifreið á Suðurlandsvegi við Rauðavatn aðfaranótt mánu- dags. Þrennt úr bifreiðinni var flutt á slysadeild. Á sunnudag valt bifreið á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Þrennt var flutt á slysadeild. Á föstudagskvöld var ökumað- ur færður og sviptur ökuréttind- um til bráðabirgða eftir að lög- reglumenn höfðu mælt hann á 124 km hraða á Vesturlandsvegi í Ártúnsbrekku. Annar var tekinn á 116 km hraða sama dag innan borgarmarkanna og var hann sviptur skírteini sínu einnig. Nokkrum ungum mönnum á bifreið var veitt aðstoð um nótt- ina eftir að þeir festu bifreið sína í snjó á Nesjavallavegi. Sjúkra- flutningamenn komu plástri á mann er datt í húsi við Stelks- hóla og skarst á fæti. Ellefu ára drengur datt á skíð- um í skíðabrekku við Rafstöðvar- veg á sunnudag. Talið var að hann hefði ökklabrotnað. Þá datt maður á bifreiðastæði við Reykjavíkurflugvöll. Hann var talinn hafa handleggsbrotnað. Þeir voru báðir fluttir á slysa- deild með sjúkrabifreiðum. Enginn undir aldri Aukið eftirlit var með áfengis- veitingastöðum um helgina. Auk vínhúsaeftirlitsmanna fóru lög- reglumenn úr forvarnadeild og útlendingaeftirliti á nokkra staði, sem ástæða þótti til að skoða sérstaklega, en auk þeirra fóru lögreglumenn úr almennu deild ásamt starfsfólki útideildar fé- lagsmálastofnunar og ÍTR á nokkra staði þar sem spumir höfðu verið af að unglingar og ungmenni ættu innangengt. Eng- ir undir leyfílegum aldursmörkum fundust við leit á stöðunum. FRÉTTIR stjórnskipulagi og verkefnum verði lagðar fram snemmsumars og að sveitarfélög sem tekið hafa þátt í viðræðum um sameiningu skuli hafa tekið formlega afstöðu til þátt- töku í sameiningarkosningunum 15. september nk. Einmánaðar- fagnaður í Gjá- bakka EINMÁNAÐARFAGNAÐUR í Gjábakka, félagsheimili eldri borg- ara í Fannborg 8 í Reykjavík, verð- ur haldinn miðvikudaginn 19. mars kl. 14. Meðal efnis á dagskránni er að Jón Hjörleifur Jónsson syngur ís- lensk lög við undirleik Sólveigar konu sinnar. Þorgeir Jónsson les ljóð og Leopold Jóhannesson les magnþrungna sögu. Dagskráratr- iði sem fengið hefur nafnið Þar sem gleðin ríkir verður flutt af starfsmönnum Gjábakka en þar ætla þeir að sýna hæfileika sem ekki hafa sést áður. Að endingu ætlar Helga Þórarinsdóttir að líta inn en hún lumar á mörgum göml- um leikjum og dönsum. Kaffihlaðborð verður í Gjá- bakka og kostar það 450 kr. en aðgangur á dagskrána er án end- urgjalds og öllum opinn. Fundur um Evr- ópusambandið FÉLAG íslenskra háskólakvenna gengst fyrir opnum fundi um Evr- ópusambandið miðvikudaginn 19. mars. Fundurinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, kl. 17. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Ræður- maður verður Valgerður Bjarna- dóttir, forstöðumaður EFTA í Brussel. Að erindu loknu verður boðið upp á að koma með fyrir- spurnir en þessi fundur er fyrst og fremst hugsaður almenningi til upplýsingar. jmuráhveiiiimdegi. í ótal verslunum. Úi FLUGLEIÐIR INNANLANDS Reykiavik % :/É m ;| u/.;i »tí« 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.