Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FJÓRTÁN stúlkur taka þátt í keppninni um Ungfrú Suðurland Ungfrú Suðurland valin í Hveragerði Hveragerði - Undirbúningur fyrir keppnina um titilinn ungfrú Suð- urland stendur nú sem hæst og stúlkurnar 14 sem taka þátt í keppninni æfa stíft fyrir keppnis- kvöldið. Stúlkurnar koma víðs vegar að af Suðurlandi og meðal annars eru þrjár frá Vestmannaeyjum. Það er erfitt að ná saman svo dreifðum hópi en að sögn skipuleggjenda hefur það þó gengið vonum fram- ar. Það er Henný Hermannsdóttir sem ber hitann og þungann af undirbúningi keppninnar. Hún sér um þjálfun stúlknanna og hefur umsjón með sviðsetningu. Stúlk- urnar sögðu keppnina leggjast vel í sig, hópurinn sé skemmtilegur en óneitanlega sé undirbúningur- inn meiri en þær höfðu búist við. Keppnin fer fram á Hótel örk í Hveragerði föstudagskvöldið 21. mars og verður yfirbragð kvölds- ins allt í grískum stíl en allir munu leggjast á eitt um það að kvöldið verði hið glæsilegasta. Borgarstjórinn í Reykjavík auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisviöurkenningar Reykjavíkurborgar 1997 Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar er veitt fyrirtæki eða stofnun sem Ieitast við að haga rekstri sínum eða einstökum rekstrarþáttum í samræmi við grunnregluna um sjálfbæra þróun. Til greina koma fyrirtæki eða stofnanir í Reykjavík sem á einhvem hátt hafa sýnt slíka viðleitni. Viðurkenningin verður veitt formlega á umhverfisdegi Sameinuðu þjóðanna þann 5. júní nk. Viðurkenningin verður nú veitt í fyrsta sinn en ráðgert er að veita hana árlega. Þeir sem óska eftir að tilnefna fyrirtæki eða stofnun eru vinsamlega beðnir að fylla út sérstök eyðublöð sem liggja frammi á Atvinnu- & ferðamálastofú Reykjavíkurborgar að Aðalstræti 6 og hjá Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Tilnefningum ber að skila ó sama stab eigi síðar en föstudaginn 11. apríl 1997. Nefnd um árlega umhverfisviSurkenningu Reykjavíkurborgar mun óska eftir frekari upplýsingum frá tilnefndum fyrirtækjum eða stofnunum og frá þeim aðilum sem tilnefna. Frekari upplýsingar fást hjá Atvinnu- & ferðamálastofu Reykjavíkurborgar A&alstræti 6, 101 Reykjavík. Sími 563 22 50. Fegurðarsamkeppni Vesturlands Herrann frá Stykk- ishólmi og ungfrú- in frá Akranesi Ólafsvík - Fegurðar- samkeppni Vestur- lands var haldin í fé- lagsheimilinu Klifi, Ól- afsvík, föstudaginn 14. mars sl. Þessi fegurð- arsamkeppni var óvenjuleg að því leyti að í henni tóku þátt bæði stúlkur og herrar. Er það í fyrsta skipti á íslandi sem keppni með þessu sniði er haldin. Kosið var um ungfrú Vesturland og herra Vesturland. 21 tóku þátt í keppninni, 12 stúlkur og 9 herrar. Komu þau víðsvegar að, Ólafsvík, Stykkis- hólmi, Akranesi, Grundarfirði og Rifi á Snæfellsnesi. _ Ein stúlka var frá Álftárósi á Mýrum. Titilinn ungfrú Vesturland hlaut Ema Dögg Þorvaldsdóttir, 18 ára, frá Akranesi og herra Vesturland varð Hannes Ellerts- son, 19 ára, frá Stykk- ishólmi. í öðru sæti urðu þau Guðrún Hild- ur Jóhannesdóttir, 19 ára, frá Borgarnesi og Heiðar Magnússon, 20 ára, frá Ólafsvík. Þriðja sætið hlutu Gígja Dögg Ein- arsdóttir frá Álftárósum á Mýrum, 18 ára, og Sindri Sigurjónsson frá Grundarfirði, 18 ára. Þau sem kosin voru sportlegust voru Erla Lind Þórisdóttir frá Rifi, 20 ára, og Heiðar Magnússon frá Ólafsvík, 20 ára. Vinsælasta parið var kosið Örn Barkarson Ólafsvík, 19 ára, og Guðrún H. Björnsdótt- ir, 21 árs. Ljósmyndafyrirsæta varð Maren Ösp Hauksdóttir, 19 ára, frá Akranesi. Samkoma þessi tókst með ein- dæmum vel enda félagsheimilið eins og sniðið fyrir þetta og þess háttar samkomur. Byijað var á borðhaldi og var þríréttuð máltíð sem Gistiheimili Ólafsvíkur sá um. Veislustjóri var Rósa Ingólfsdóttir Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum HERRA og ungfrú Vesturland þau Hann- es Ellertsson, 19 ára, frá Stykkishólmi og Erna Dögg Þorvaldsdóttir, 18 ára, frá Akranesi. og framkvæmdastjóri keppninnar var Silja Allansdóttir frá Ákranesi. Dómnefnd skipuðu: Jónas Geirs- son, Akranesi, Jóhannes Backman, Reykjavík, Unnur Steinson, Reykjavík, Sigurborg Sigurðar- dóttir, Ólafsvík, og formaður nefndarinnar var Þórarinn J. Magnússon, Reykjavík. Öll gistihús fullbókuð Vegna þessarar keppni var Gistihús Ólafsvíkur fullt af að- komufólki og keppendum sl. helgi eða u.þ.b. 50 manns. Einnig gistu talsvert margir á Gistiheimilinu Höfða. Allir gestir voru mjög ánægðir með þessa uppákomu og var maturinn frábær. Að lokinni keppni var síðan dansleikur og spilaði hljómsveitin Draumalandið frá Akranesi. MARGT prúðbúinna gesta fylgdist með fegurðarsamkeppninni. Frábær listi fullur af glæsilegum vorfatnaói Afgreióslutími frá aóeins 3 dögum! Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Sími 565 3900 & 490*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.