Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 48
. _ 48 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
TÓMAS
KARLSSON
;
+ Tómas Karls-
son, fyrrver-
andi deildarstjóri í
utanríkisráðuneyt-
inu, fæddist 20.
mars 1937. Hann
lést 9. mars síðast-
liðinn í Reykjavík.
Hann var sonur
hjónanna Karls
Guðmundssonar
rafvélameistara og
Margrétar Tómas-
dóttur, einn af níu
börnum þeirra
hjóna.
Eiginkona Tómasar er Asa
Jónsdóttir. Synir þeirra eru:
1) Jón Frosti Tómasson, f. 2.
apríl 1962, prentsmiður í
Reykjavík. Maki hans er Hall-
gerður Thorlacius, f. 21. sept-
ember 1966. Sonur þeirra er
Tómas Fróði, f. 3. nóv. 1992.
Fósturdóttir Jóns Frosta er
Silja ívarsdóttir, f. 19. ágúst
1982. 2) Jökull Tómasson, f. 15.
júní 1965 í Reykjavík, grafískur
hönnuður í San Fransisco.
Kona hans er Cathy Clark,
skólastjóri og listamaður.
Tómas varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1958 og hóf nám í lög-
fræði við Háskóla íslands en
hætti. Hann lauk prófi í for-
spjallsvísindum árið 1954 og
stundaði síðar nám í alþjóða-
samskiptum við Lundúnahá-
skóla á árunum 1965-1966.
Tómas varð
blaðamaður við
Tímann árið 1959
og var fréttastjóri
frá 1960-1961,
fulltrúi ritstjórnar
á árunum 1961-
1969 og ritstjóri
árið 1970-1974.
Hann var skipaður
fulltrúi í utanríkis-
þjónustunni árið
1974 og deildar-
stjóri upplýsinga-
og menntadeildar
utanríkisráðuneyt-
isins árið 1981. Gegndi hann
því starfi þar til fyrir nokkrum
árum að hann hætti vegna
heilsubrests.
Tómas var varafastafulltrúi
íslands hjá Sameinuðu þjóðun-
um 1974-1978 og hjá Alþjóða-
stofnunum í Genf 1978. Hann
sat í stjórn Félags ungra fram-
sóknarmanna í Reylq'avík og
var formaður félagsins um
tima auk þess sem hann átti
sæti í fulltrúaráði framsóknar-
félaga í Reykjavík. Hann var
formaður Blaðamannafélags
íslands 1966-1967, sat í Ut-
varpsráði á árunum 1971-
1974 og var varaþingmaður í
Reykjavík á árunum 1967-
1974.
Útför Tómasar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
í dag og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
Tómas Karlsson var lifandi og
eftirminnilegur persónuleiki þeim
er kynntust honum. Fas hans og
yfirbragð var gjörvilegt og hann
átti létt með að tjá sig um þau
fjölmörgu málefni sem hann hafði
hugsað um og kynnt sér á lífsleið-
inni. Nám hans í Lundúnaháskóla
í alþjóðaviðskiptum og reynsla
hans sem blaðamaður og frétta-
stjóri við Dagblaðið Tímann á ár-
unum 1959-1969 og ritstjóri sama
blaðs frá 1969-1974 voru Tómasi
gott veganesti er hann hóf störf í
utanríkisþjónustunni árið 1974.
Tómas hafði á árunum 1967-1974
jafnframt gegnt varaþingmanns-
starfi fyrir Framsóknarflokkinn í
^ Reykjavík og var því gagnkunnug-
ur þjóðfélagsmálum og alþjóðapóli-
tík sem honum var nautn að lifa
og hrærast í. Eftirminnilegir á því
sviði eru útvarpsþættir er nefndust
„Efst á baugi“ og Tómas stýrði
ásamt Björgvini Guðmundssyni um
árabil hjá Ríkisútvarpinu.
Eftir stutta dvöl í utanríkisráðu-
neytinu vann Tómas sem vara-
fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum frá 1. september 1974
til 1. júlí 1978 þegar honum voru
falin störf varafastafulltrúa hjá
stofnunum Sameinuðu þjóðanna í
Genf og hjá EFTA. Eftir störf í
ráðuneytinu frá 1981 starfaði
Tómas sem sendifulltrúi í London
■» frá 1. otkóber 1987 til 1991 er
hann fluttist á ný til starfa í ráðu-
neytinu.
Þótt við Tómas værum góðir
kunningjar frá upphafsárum hans
í utanríkisþjónustunni kynntist ég
honum best er ég kom til starfa
við sendiráðið i London árið 1989.
Hann varð mér góður félagi og
samstarfsmaður og við hjónin eig-
um góðar minningar um Tómas
og Ásu Jónsdóttur, eiginkonu
hans, frá samveru okkar í London.
Þau Ása áttu einstaklega fallegt
“ * heimili í London og voru höfðingjar
heim að sækja. Það gneistaði af
Tómasi í gamni og alvöru við slík
tækifæri og ég minnist drengilegr-
ar einlægni hans og hversu góður
málafylgjumaður hann var og rök-
vís í allri framsetningu.
Skömmu eftir heimkomuna til
íslands árið 1991 greindist Tómas
með alvarlegan sjúkdóm og lét af
störfum sínum í utanríkisþjón-
ustunni árið 1992.
Við hjónin og samstarfsfólk í
utanríkisþjónustunni vottum Ásu
og drengjunum þeirra Jóni Frosta
og Jökli samúð okkar og biðjum
Guð að styrkja þau_í sorg þeirra.
Helgi Ágústsson,
ráðuneytisstjóri.
Það var vinum Tómasar Karls-
sonar ekki síður en fjölskyldu hans
erfitt og þungbært að sjá þennan
annars hrausta og glaðværa mann
fjarlægjast umheiminn smátt og
smátt sökum sjúkdóms, sem
læknavísindin hafa enn ekki fundið
lækningu við.
í lok sjöunda áratugarins og í
byijun þess áttunda var Tómas
Karlsson í hópi þeirra ungra fram-
sóknarmanna, sem efnilegastir
þóttu. Sem varaþingmaður flokks-
ins í Reykjavík og ritstjóri Tímans
hafði hann vakið landsathygli fyrir
skörulegan málflunting á Alþingi
og beinskeytt skrif í blaðinu. Ekki
sakaði, að hann þótti glæsimenni
með örugga framkomu svo að eft-
ir var tekið.
En örlgagyðjurnar geta verið
duttlungafullar. Það átti ekki fyrir
Tómasi Karlssyni að liggja að feta
stigu stjórnmálanna fyrir Fram-
sóknarflokkinn frekar en Ólafi
Ragnari Grímssyni, en þeir tveir
voru aðalpólar í átökum innan
flokksins á þessum tíma, sem sner-
ust aðallega um afstöðuna til varn-
arliðsins og sameiningu vinstri
flokkanna.
Tómas Karlsson var eindreginn
fylgismaður vestrænnar samvinnu
og var afar ósáttur við þá fyrirætl-
un vinstri stjórnarinnar 1971-74
að senda varnarliðið úr landi. Jafn-
framt taldi hann óraunsætt að
Framsóknarflokkurinn sameinað-
ist vinstri öflunum. Allt þetta leiddi
til átaka og uppgjörs þar sem
sjónarmið Tómasar urðu ofan á.
Engu að síður kaus hann að stíga
af sviði stjórnmálaátakanna í kjöl-
far þessara deilna og gerðist
starfsmaður utanríkisþjónustunn-
ar. Má því segja, að Framsóknar-
flokkurinn hafi misst á einu bretti
foringja beggja arma ungliða-
hreyfingarinnar, Tómas og Ólaf
Ragnar, þó að þeir færu í ólíkar
áttir.
í ritstjóratíð Tómasar á Tíman-
um í Edduhúsinu 1970-74 var
blaðið mjög öflugt, enda ritstjórar
og blaðamenn metnaðarfullir fyrir
hönd blaðsins. Er margs að minn-
ast frá þessum árum, þegar gamla
blýsetningin var enn við lýði og
blaðamenn unnu af slíkum áhuga,
að þeir fylgdu blaðinu í gegnum
prentsmiðju og út í nóttina til að
vera vissir um, að ekkert færi úr-
skeiðis. Greiðsla fyrir eftirvinnu
þekktist ekki í þá daga í blaða-
mennskunni. Á þessum árum
bryddaði Tómas upp á ýmsum
nýjungum í blaðamennsku og má
nefna það hér, að hann er senni-
lega upphafsmaður svokallaðrar
rannsóknarblaðamennsku hérlend-
is, en slík blaðamennska hafði þá
rutt sér til rúms erlendis. Varð
töluverður taugatitringur vegna
þessara skrifa, enda um nýbreytni
að ræða, og hrist upp í málum, sem
áður lágu í þagnargildi. Blaða-
mennska af þessu tagi þykir hins
vegar sjálfsögð í dag.
Enginn vafi leikur á því, að fjöl-
þætt reynsla Tómasar úr blað-
mennsku og stjórnmálum, sem
færði honum yfirgripsmikla þekk-
ingu á innanlands- og alþjóðamál-
um, gagnaðist honum vel í utanrík-
isþjónustunni. Ófáir íslendingar
nutu gestrisni þeirra hjóna Tómas-
ar og Ásu Jónsdóttur á erlendri
grund á þessum árum, hvort sem
það var í New York, Genf eða
London.
Sá, sem þessar línur skrifar,
naut vináttu og handleiðslu Tóm-
asar á blaðamennskuárum sínum
á Tímanum. Ófáar ferðir fórum
við saman til lax- og silungsveiða
og var Tómas raunar sá, sem
kenndi mér fyrstu handtökin á því
sviði. Þess vegna var það dapur-
legt að upplifa það fyrir 5-6 árum,
þegar alzheimer-sjúkdómurinn var
farinn að heija á hann, að verða
vitni að því í veiðiferð hvernig
honum brugðust hin öruggu hand-
tök, sem hann hafði fyrrum á veiði-
stönginni.
Þó að Tómas sé nú horfinn af
sjónarsviðinu lifir í minningunni
hið glaðværa bros hans, glæsileiki
og örugga fas. Hans er sárt sakn-
að af vinum og fjölskyldu, þó að
dauðinn hafi verið líkn að lokum.
Blessuð sé minning Tómasar
Karlssonar.
Alfreð Þorsteinsson.
Nú er vinur minn Tómas Karls-
son allur. Við kynntumst í Mennta-
skólanum í Reykjavík, vorum ná-
grannar og því iðulega samferða
í skólann þótt ekki værum við í
sama bekk. Áttum mörg sameigin-
leg áhugamál og ræddum þau fram
og aftur en vorum ekki alltaf sam-
mála. Átti ísland að ganga í EFTA
eða ekki? Við vorum miklir lestrar-
hestar og lásum frekar bókmennt-
ir en skólabækurnar. Smásagna-
höfundar voru okkur sérlega hug-
leiknir, Maugham, Steinbeck,
Balsac og snillingurinn de Maup-
assant. Og Tómas benti mér á að
lesa nýþýdda franska sögu, Þögn
hafsins, eftir Vercore sem hefur
alltaf verið mér sérlega hugleikin
síðan.
Við gátum hlegið saman og oft
dátt. Hann var óvenjulega glað-
lyndur og hafði ríka kímnigáfu.
Við brölluðum margt og fórum
margar eftirminnilegar ferðir.
Leigðum iðulega sendiferðabíl
ásamt öðrum ungmennum og fór-
um út á land um helgar. Setið var
ofan á farangrinum og sungið
linnulaust. Tómas leiddi sönginn
með gítarundirspili en hann hafði
óvenjugóða tónlistarhæfileika og
spilaði á píanó og gítar af fingrum
fram og ég söng undir af hjartans
lyst. Við vorum heimagangar hjá
hvor öðrum, miklir matmenn og
borðuðum stundum bæði á Grettis-
götunni hjá Margréti, móður hans,
og hjá móður minni, Elínu, á
Laugaveginum.
Tómas komst til metorða í
Menntaskólanum í Reykjavík, var
inspector scholae veturinn
1957-58. Þá var ég horfínn úr
skólanum en ég las yfír frábæra
framboðsræðu hans og hlustaði á
hann flytja hana a.m.k. tvisvar.
Þessi ábyrgðarstaða efldi mjög fé-
lagsþroska Tómasar og sjálfs-
traust.
Og árin liðu, við stofnuðum fjöl-
skyldur, starfsvettvangur Tómasar
var löngum á erlendri grundu en
vináttuböndin, sem urðu til í æsku,
slitnuðu aldrei. Við höfðum báðir
yndi af veiðiskap og þannig hélst
þráðurinn. Veiddum saman í Ell-
iðavatni, Úlfljótsvatni, vorum hætt
komnir í Langavatni og að
ógleymdri Vatnsdalsá. Síðustu
veiðiferðina fórum við saman í
Elliðaámar en þá var Tómas farinn
að heilsu langt um aldur fram.
Innilegar samúðarkveðjur sendi
ég og fjölskylda mín konu hans,
Ásu, og öðrum aðstandendum. Far
vel, vinur.
Oft verður mér af vana gengið hér
sem von á því ég eigi,
að gömul kvæði hlaupi móti mér
á miðjum Laugavegi.
Með vini mínum eitt sinn átti ég þar
í æsku minni heima,
og marga glaða minning þaðan bar,
sem mér er ljúft að geyma.
(T.G.)
Jónas Finnbogason.
Hann Tómas er dáinn. Strengur
er brostinn. Minningamar hrann-
ast upp. Ég hitti Tómas og Ásu
Jónsdóttur, tengdaforeldra mína,
fyrst hinn 17. júní 1988 þegar Jón
Frosti sonur þeirra kynnti okkur
Silju dóttur mína fyrir þeim, vænt-
anlegum tengdaforeldmm mínum.
Ég man hvað ég var búin að
kvíða því að hitta þau í fyrsta sinn,
en sá kvíði gufaði fljótt upp þegar
Tómas heitinn tók mér opnum örm-
um. Þá varð ég þess fyrst vör hvað
persónutöfrar hans voru miklir.
Hann var svo hress og kátur og
alltaf með spaugsyrði á vömnum
og svo hafði hann þessa útgeislun
og þennan óvenjulega hæfíleika að
láta öllum líða vel í návist sinni.
Silja laðaðist strax að Tómasi og
hlakkaði alltaf mikið til að hitta
þau Ásu aftur, en á þessum árum
vora þau búsett í Bretlandi. Næst
þegar við hittumst var það í Lond-
on, en Tómas starfaði þar í utanrík-
isþjónustunni við sendiráð íslands.
Mér eru líka minnisstæð fyrstu
jólin sem við áttum þar ytra á fal-
legu heimili þeirra hjóna. Fjölskyld-
an var Tómasi mikils virði og hon-
um þótti afar vænt um að hafa
hana hjá sér um jólin. Enda hafði
ekki annað komið til greina en að
við kæmum út og héldum jólin öll
saman. Þær stundir eru ógleyman-
legar því Tómas var eitt mesta jóla-
barn sem ég hef þekkt og þetta
voru með allra bestu jólum sem ég
hef átt. Það var mikið um fínar
veislur sem þau Ása héldu á jólahá-
tíðinni og mörgum boðið. Þar var
Tómas jafnan hrókur alls fagnað-
ar, alltaf jafn fínn og glæsilegur
og alltaf með þetta jafnaðargeð
sem ég dáði svo mjög í fari hans.
Um vorið 1990 var farið að bera
á alvarlegum veikindum Tómasar
og varð hann ófær um að gegna
embætti sínu í London þess yegna.
Fluttu þau hjón þá heim til íslands
enda orðið ljóst að Tómas var hald-
inn illvígum, ólæknandi sjúkdómi,
Alzheimer.
En þau Ása tóku þessum hræði-
legu tíðindum af slíku æðruleysi
að ég mun aldrei gleyma því. Og
ég mun heldur ekki gleyma því hve
Ása stóð eins og klettur við hlið
Tómasar í þessum erfiðu veikind-
um hans. Og Tómas sjálfur, hans
ljúfa og þægilega viðmót breyttist
ekkert. Þau komu oft á heimili
okkar síðustu árin, einkum eftir
að Tómas Fróði, bamabarn þeirra,
fæddist. Þá áttum við oft góðar
stundir saman. Tómas Fróði litli
var lánsamur að fá að kynnast afa
sínum áður en sjúkdómurinn var
farinn að há hönum verulega. Við
sem sáum þá nafna saman fundum
vel hve náin bönd vom að mynd-
ast milli þeirra tveggja.
Að lokum vil ég, fyrir hönd syst-
ur minnar Ásgerðar Thorlacius,
þakka þeim Tómasi og Ásu fyrir
að taka svo vel á móti henni þegar
hún dvaldi sumarlangt S London
fyrir nokkrum árum. Við báðár,
og þeir sem að okkur standa, mún-
um minnast Tómasar sem góðs og
yndislegs manns, sem dauðinn
hrifsaði frá okkur langt fyrir aldur
fram. Þó er missirinn hennar Ásu
mestur. Ég bið Guð að blessa hana
og styrkja.
Hallgerður Thorlacius.
Tómas Karlsson sendiráðunaut-
ur og fyrrverandi ritstjóri Tímans
er látinn langt um aldur fram.
Hann hefði orðið sextugur nú á
fimmtudaginn. Fyrir nokkmm
áram uppgötvaðist að hann væri
með Alzheimersjúkdóminn og varð
hann því að láta af störfum í utan-
ríkisþjónustunni. Dvaldist hann um
skeið heimavið í góðum höndum
Ásu konu sinnar, en eftir að sjúk-
dómurinn hafði heltekið hann
dvaldi hann á sjúkrastofnunum
þangað til yfir lauk.
Við fráfall Tómasar koma marg-
ar myndir í hugann. Sú fyrsta sem
mér birtist er frá síðsumardögum
árið 1963 þegar ég var um það
bil að hefja störf á Tímanum. Þá
stóð yfír fyrsta almenna verkfall
Blaðamannafélagsins, og þar var
Tómas í forystusveit fyrir sjálf-
sögðum réttindum blaðamanna s.s.
varðandi vinnutíma og yfirvinnu-
greiðslur. Ákafínn og krafturinn
leyndi sér ekki hjá honum við þessi
fyrstu kynni okkar, og þannig var
það ætíð síðan hjá honum. Tómas
tók virkan þátt í starfsemi Blaða-
mannafélags íslands og var um
tíma formaður þess. Hann var ekki
aðeins baráttumaður fyrir bættum
kjömm og réttindum okkar blaða-
og fréttamanna, heldur var hann
ekki síður virkur í félagslífínu sem
þá stóð með blóma, og var fremst-
ur í flokki þegar haldin voru svo-
kölluð Pressuböll, þangað sem
gjaman var boðið frægum persón-
um utan úr heimi, eða þegar haldn-
ir voru fundir með frammámönnum
í Blaðamannaklúbbnum.
Tómas var bæði hugmyndaríkur
og fylginn sér í blaðamennskunni
og reiddi oft hátt til höggs þegar
honum þótti við eiga í gagnrýni á
menn og málefni. Eftirminnilegur
er laugardagsmorgunn einn fyrir
mörgum árum á ritstjórnarskrif-
stofum Tímans við Skuggasund
þegar verið var að ganga frá for-
síðu sunnudagsblaðsins og hún lögð
undir gagnrýni á þjóðkunnan Is-
lending, sem að mati Tómasar
gegndi fullmörgum ábyrgðarstöð-
um í þjóðfélaginu. Til að undir-
strika áhrifamátt fréttarinnar voru
birtar einar 10 andlitsmyndir af
honummeð mismunandi mynda-
textum um stöðuheiti og völd. Ef
ég man rétt hrikti töluvert í sums
staðar þegar blaðið kom út, en
Tómas lét það ekki á sig fá, og
átti eftir að halda áfram réttmætri
gagnrýni sinni og gaf sig hvergi.
Sami ákafínn einkenndi störf
hans á Alþingi og í blaðamennsk-
unni. Lengi átti hann metið í fram-
lagningu mála sem varaþingmaður,
þegar hann sat á þingi fyrir Fram-
sóknarmenn í Reykjavík. Hann var
ekki fyrr sestur í þingsalinn en frá
honum streymdu margskonar fyrir-
spurnir og þingsályktunartillögur
um ýmis mál. Þar naut hann líka
reynslu sinnar sem þingfréttaritari
um árabil. Hugur hans stefndi í
þingmennsku, en árið 1974 kvaddi
hann bæði blaðamennskuna og
pólitíkina þegar hann gekk í utan-
ríkisþjónustuna og sama ár héldu
Ása og hann ásamt sonunum
tveimur Jóni Frosta og Jökli vestur
um haf til New York þar sem Tóm-
as varð fastafulltrúi í sendinefnd
íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
Síðar starfaði hann svo á vegum
utanríkisþjónustunnar í Genf,
Lundúnum og hér heima.