Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Island - hvað er svona merki- legt við það? NÚ ER mikið talað um hagvöxt, stóriðju og náttúruvernd. Ein rökin fyrir stóriðju á íslandi eru að við höf- um svo náttúruvæna orku. Mér finnst þetta mjög merkileg rök. ísland er kannski upplagður stóriðju- staður fyrir Evrópu. Það er langt frá ann- arri byggð. Hefur nóga orku sem er mun náttúruvænni en mikið af þeirri orku sem þeir á meginlandinu nota. Það ætti því að flytja helstu mengandi verk- smiðjurnar úr þéttbýlinu og koma þeim fyrir hér. Þó að það sé sorg- legt að skemma þetta fallega land þá er víða fallegt og við verðum að hugsa um hag fjöldans. Auðvit- að þarf mengunin að vera minnst þar sem fólkið er. Þegar við höfum komið fyrir öll- um þeim verksmiðjum sem landið ber og orkan leyfír þá verður ísland ekki fýsilegur staður til að búa á vegna mengunar og ljótleika. Það borgar sig því að ganga í Evrópu- bandalagið. Bæði til að auðvelda þjóðinni að flytja til meginlandsins og til að auðyelda alla uppbyggingu í Iandinu. Útgerðarfyrirtækjunum er alltaf að fækka og það þarf eflaust ekki nema eitt eða tvö til að nýta fiskistofnana. Við getum byrjað á því að setja hlutabréfin á frjálsan markað í Evrópu og þá kemur þetta fljótt. Fólk getur búið á meginlandinu og komið til íslands til að vinna. Það væri hægt að hafa tveggja vikna vaktir og frí í viku á milli. Þetta ætti að vera lít- ið mál og algjör lúxus miðað við Smugusjómennina. En hvað með íslensku þjóðina og menningu hennar? Það hefur ekki verið til siðs að láta svona lít- inn hóp manna hafa forgang fram yfir hag ráðandi þjóða. Frakkar þurftu að sprengja kjarnorku- sprengjur í tilraunaskyni. Alveg hættulaus tilraun en það þótti betra að sprengja sem lengst frá frönsku landi og valin var para- dís á jörð í Kyrrahaf- inu. Einhveijar þjóðir mótmæltu og einhveij- ir hættu tímabundið að drekka frönsk vín en þörfín á að prófa sprengjuna var mikil- vægari. Finnst ein- hveijum að það hefði átt að stöðva þróun og þenslu Norður-Amer- íku til að taka tillit til menningar indíána? Eða að hagsmunir Grænlendinga séu mikilvægari en NATO sem er varnarbandalag margra ríkja? í okkar tilfelli erum við að tala um mikla hagræðingu fyrir alla Evrópu. Við erum svo heppin að við erum flest hvít og eigum auðvelt með Hugmyndin um að við flytjum til meginlands- ins, segir Dagný Guð- mundsdóttir, virðist töluvert róttæk. að aðlagast í Evrópu. Ef við dreif- um okkur sæmilega munar ekki svo mikið um okkur. Við ættum líka að geta orðið sæmilega vel fjáð eftir þessa góðu landnýtingu. Að minnsta kosti einhver hluti af okkur. Það væri hægt að koma upp íslandsmiðstöð þar sem hand- ritin væru geymd og haldið áfram að rannsaka þau. Það verða eflaust til áhugahópar um íslenska tungu sem viðhalda málinu. Við getum stofnað íþróttafélagið ísland. ís- lenskir listamenn hefðu nógan efnivið að vinna með í listum sín- um. En við losnum við að þurfa að hugsa um þá. Menntun og list- ir hafa alltaf verið töluverð byrði á okkur. Það er aiveg sama hvað við dælum miklum peningum í menntakerfið - samt er alltaf ver- ið að væla um að ekki séu nógir peningar til að gera neitt af viti. Dagný Guðmundsdóttir Svo vill þetta fólk vera hálaunað þegar það kemur út úr þessu námi sem þjóðin hefur kostað. Það er alltaf að bera sig saman við önnur lönd, það er þá eins gott að það sé þar sem kjörin eru betri og í skólum sem geta boðið svona vel. Losað ísland undan þessari byrði. Það er líka gott að losna við lista- mennina því það er erfitt að horfa upp á svona stóran hóp af full- orðnu fólki vinna við eitthvað sem er ekki möguleiki á að auki hag- vöxt. Það er hægt að hafa Listasafn íslands og Kjarvalsstaði á megin- Iandinu. Eg er viss um að einhveij- ar þjóðir sjá ekki eftir krónunum sem fara í að halda þeim við. Allt- af eykst þörfin á því að íslendingar ráði vel við fleiri en eitt tungumál og ég held að það verði stutt í það að íslenskir rithöfundar og leikhús- fólk geti farið að stunda list sína á öðru tungumáli. í byijun geta þau auðvitað haldið áfram að nota íslenskuna því fólkið heldur áfram að vera til. En hvað með allt þetta sem við erum best í og heldur uppi þjóðarstoltinu, sterku strákarnir og fallegu stúlkurnar? Ég held að þeir haldi áfram að vera sterkir og þær fallegar þó að við flytjum. Við get- um reynt að halda því á lofti að þau séu af íslensku bergi brotin. Við vonum bara að það verði lítið um að íslendingar stingi aðra með hnífum eða eitthvað álíka og fáum þá í fyrirsögnunum: „Maður af ís- lensku bergi brotinn stakk annan með hnífi.“ Þegar ég var að reifa þessa hug- mynd var ég spurð: „En hvað um hjörtu landsmanna?" Jú, auðvitað verður þetta sárt í fyrstu en það verður orðið allt annað mál með næstu kynslóð. Það er líka gott að vita að við losum þéttbýlið í Evrópu við mikið af mengun og á Islandi verði bara rekin fyrirtæki sem skapa mikinn hagvöxt og vonandi verða hlutabréfin eftirsótt á fijáls- um markaði. Þessi hugmynd að nota ísland sem stóriðjuland og að við flytjum til meginlandsins virðist vera tölu- vert róttæk en ég held að hún sé ekki óraunsæ. Þetta gerist ekki á einu ári en getur auðveldlega þró- ast í þessa átt og það hraðar en við höldum. Hvað er það sem gerir ísland svona sérstakt?_ Hvað er svona merkilegt við íslendinga? Hvað réttlætir að svona örfáar hræður hafí allt þetta landsvæði og orku? Ef við vitum ekki hvað það er vita aðrar þjóðir það ekki heldur. Höfundur er nemandi í Myndlista■ og handíðaskóla tslands. Föstusöfnun Caritas Flóttamanna- vandinn og hungurdauðinn A ÞESSARI föstu hefur Caritas ísland ásamt hinum Norður- landaþjóðunum ákveðið að veija hinni árlegu föstusöfnun til að hjálpa flóttamönnum víðs veg- ar í heiminum. Engin hátíð rís hærra í huga kristinna manna en hátíð upprisunnar, páskahátíðin. Það fer vel á því að halda hátíð til minningar um upprisu Jesú Krists, sigurhátíð lífsins yfír dauðanum, þegar vorið er í þann mund að vekja gróðurrík- ið í umhverfi okkar til nýs lífs af vetrarsvefni. Atburðimir á Golgata hafa í viss- um skilningin endurtekið sig með einhveijum hætti á öllum öldum Leggjum okkar af mörkum, segir Sigríður Ingvarsdóttir, til að lina þjáningar flótta- manna í heiminum. mannkynssögunnar. Hver kynslóð hefur krossfest boðskap Krists um frið og kærleika með sínum hætti. Tvær heimsstyijaldir með þjáningum og ótímabærum dauða tugmilljóna fólks, ungra og aldinna, tala sínu máli þar um. Enn í dag eru háð staðbundin stríð og milljónir manna eru á flótta eða í flóttamannabúðum, utan heima- slóða. Fjöldi einstaklinga, ekki síst barna, deyja ótímabærum dauða vegna slæms aðbúnaðar og hungurs. Evrópa heldur áfram að koma um- heiminum og sjálfri sér á óvart. At- burðirnir í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum bera þess glöggt vitni. Það er sorglegt til þess að vita að á síðasta áratug tæknialdarinnar, þeirrar tuttugustu, teljast stríð og vopnuð átök á plánetu okkar í tugum ef ekki hundruðum og tugmilljónir búa við hungurmörk og viðvarandi ótta um hag og líf sinna nánustu. Og þótt aðeins sé hálf öld frá helförinni miklu, þegar milljónir gyðinga létu líf sitt vegna kyn- þáttafordóma, bryddar víða á hljðstæðum for- dómum. í þeim efnum þarf hver þjóð sem sið- menntuð vill teljast, að líta í eigin barm. Flóttamannavandinn og hungurdauðinn í þriója heiminum hrópa sem aldrei fyrr á hjálp umheimsins. Milljónir saklausra manna búa við hungur og örvæntingu sem í flestum tilfellum má rekja til valdníðslu og styijaldarátaka. Sam- einuðu þjóðimar hafa kallað þetta mesta flóttamannavandamál vorra daga. Móðir Teresa, sem hlotið hefur friðarverðlaun Nóbels fyrir mann- úðarstörf og kærleika í garð fátækra, hefur sagt: „Áður en Jesús fæddist báðu foreldrar hans um húsaskjól, en það fannst ekki. Væru María og Jó- sef að leita að heimili fyrir Jesúm myndu þau leita til þín og þinna?“ Það er engin þjóð firrt ábyrgð, jafnvel þótt hún _sé fámenn og búi við ystu höf. Við íslendingar þurfum að gera okkur betri grein fyrir fjöl- þjóðlegri ábyrgð okkar og siðferði- legum skyldum gagnvart þeim sem verst standa í veröldinni. Píslarganga og krossdauði Krists minna okkur óhjákvæmilega á þjáningar þessa fólks og ákall til mín og þín, um hjálp handa þeim sem þjást í dag. Og setja okkur í þá stöðu, að við hvert og eitt, svörum spumingunni: „Væru María og Jósep að leita að heimili fyrir Jesúm, myndu þau leita til þín og þinna?“ Okkur gefst nú öllum færi sem emm aflögufær að leggja okkar af mörkum, til að lina þjáningar flótta- manna í heiminum. Föstusöfnun Caritas fer fram í öllum kaþólskum kirkjum landsins á pálmasunnudag, 23._ mars. Gíró- reikningur Caritas íslands er nr. 0900-196002. Höfundur er formaður Caritas ísland. Sigríður Ingvarsdóttir Þjóðfélagsbreytingar o g breytt hlutfall aldurshópa BRÁTT er þessi öld til enda runn- in. Ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað á öllum sviðum, ekki ein- ungis hvað byggðamynstur varðar, lífsgæði eða tæknibreytingar, held- ur hefur aldurssamsetning þjóðar- innar einnig breyst vemlega. Ér það í raun lýsandi dæmi um betri aðbún- að, minna vinnuálag og stórstígar breytingar, sem líkja má við bylt- ingu í læknavísindum. Á stundum gleymist þetta í bölmóði þeirra við- fangsefna sem stjórnendur þjóðar- innar eru að fást við hveiju sinni. Ég hefi, ásamt nokkmm sam- flokksmönnum mínum, lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um „áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010“. Margar vestrænar þjóðir hafa verið að gera framtíðar- spár til þess að geta áfram byggt upp traust velferðarkerfí. Á sama hátt tel ég afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld geri sér grein fyrir því á hvem hátt þessi mál þróast hér á landi og geri viðeigandi ráðstafanir. Á fjárlögum ársins 1997 veijum við yfir 53 milljörðum til heil- brigðiskerfisins eða um 42% af öllum út- gjöldum fjárlaga. Hér er um liðlega 2 millj- arða hækkun milli ára að ræða. íslendingar eru í dag um 270.000 Frá árinu 1970 voru íslendingar, 65 ára og eldri, um 5,9% þjóðar- innar. Árið 1995 voru íslendingar 65 ára og eldri 11,3% þjóðarinn- ar og árið 2030 er gert ráð fyrir að hlut- fall þessa aldurshóps verði um 19% þjóðar- innar. Auðvitað ber að fagna langlífi okkar en nauðsynlegt er að skoða þessi mál ofan í kjöl- inn. Fjölgun aldraðra hefur miklar þjóðfélagslegar breytingar í för með sér. Ætla má að kostnaður heil- brigðiskerfisins aukist verulega og útgjöld vegna eftirlauna og lífeyris hækki umtalsvert. Þetta leiðir til þess að færri vinnandi hendur standa undir velferðar- kerfinu. Sú staðreynd blasir við meðal margra auð- ugra þjóða að þeir sem komast á eftirlaun 65 ára lifa gjarnan 15-20 ár eftir að þeir hætta að vinna. Ef heilsan er í lagi er hér oft á tíðum um að ræða skemmti- leg og notaleg ár og það er að sjálfsögðu skylda þjóðfélagsins að kappkosta að skapa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld. Það er ánægjulegt til þess að vita hve margir aldrað- ir njóta þess að ferðast innan lands og utan, jafnvel til staða sem þeir höfðu ekki tækifæri til þess að heimsækja á yngri árum eða fást við hluti, sem ekki voru mögulegir þegar þeir voru yngri. A síðari hluta þessarar aldar hefur verið stefnt að því að lækka eftirlaunaaldurinn og hefur oft ísólfur Gylfi Pálmason verið talið eftirsóknarvert að kom- ast á eftirlaun. Á næstu 30-40 árum mun hlutfall aldurshópa breytast enn meir sökum hærri lí- faldurs og færri barneigna. Reikn- að hefur verið út í erlendum rann- sóknum að árið 2030 geti aldurs- Aldurssamsetningin í þjóðfélaginu árið 2030 gæti verið þannig í iðn- væddum ríkjum, segir ísólfur Gylfi Pálma- son, að aðeins tveir vinnandi menn verði fyrir hvern eftir- launaþega. samsetningin verið þannig í iðn- væddum ríkjum að aðeins tveir vinnandi menn verði fyrir hvern eftirlaunaþega. Þessi þróun getur leitt til þess að aldurshópar komi til með að takast á um fjármagn og öll félagsleg aðstoð verði erfið. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða sérstaklega hlutverk lífeyris- kerfis okkar annars vegar og tryggingakerfisins hins vegar. Enginn má misskilja þessar vangaveltur mínar. Hér er alls ekki verið að hnýta í aldraða, síður en svo. Flestir eiga fyrir höndum að ná háum aldri. Það á væntanlega jafnt við um okkur sem á Alþingi sitjum og aðra þegna þessa lands. Hér er aðeins verið að hvetja til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að við getum áfram haldið að þróa velferðarkerfi okkar og í raun að skapa öryggisnet þannig að heilbrigðis- og tryggingakerfið virki eins og þvi er ætlað. Umræðan um framtíðina þarf að miða að því að leita sameiginlegra lausna eins og aðrar vestrænar þjóðir hafa reynt að gera, enda er liér ekki um séríslenskt málefni að ræða heldur málefni sem aðrar vest- rænar þjóðir hafa reynt að átta sig á. En til þess að við getum staðið undir þeim kröfum, sem við gerum til þjóðfélagsins, verðum við einnig að vera tilbúin til þess að nýta gögn og gæði þessa lands til sjávar og sveita en þó alltaf í sem allra mestri sátt við náttúruna. í lok þessarar greinar minnar langar mig til að gera orð Vigdísar Finnbogadóttur að mínum er hún var að velta fyrir sér framtíðinni. „Enginn getur séð fyrir framtíðina en saman getum við haft hönd á stýri.“ Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.