Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Að kunna
að kenna
Kennaramenntun var ásamt fleiri þáttum til
umræðu manna á meðal fyrr í vetur eftir að í ljós
kom hve slakan árangur íslenskir 14 og-15 ára
nemendur sýndu í fjölþjóðlegri rannsókn í náttúru-
fræði og stærðfræði. Hér ræðir Hafdís Ingvars-
dóttir kennslustjóri í HÍ við Hildi Friðriksdóttur
um auknar kröfur til kennaramenntunar í ná-
grannalöndunum og nauðsyn þess að kennari
læri að kenna sitt fag.
Morgunblaðið/Kristinn
NEMENDUR í kennslufræði í Háskóla íslands taka sameiginlegan hluta i kjarna
en mest er lagt upp úr því að læra að kenna eigið fag.
í kjöifar TIMSS-rannsóknarinnar
veltu menn meðal annars fyrir sér
hvort menntun kennara væri
nægilega góð, hvort lengja ætti
námið í Kennaraháskólanum um
eitt ár með það fyrir augum að
væntanlegir kennarar gætu lagt
áherslu á það fag sem þeir ætluðu
að kenna. Umræðan snerist einnig
um að fáir raungreinakennarar
hefðu útskrifast á undanfömum
árum og gagnrýni kom fram á að
þeir þyrftu að hafa lokið námi í
uppeldis- og kennslufræði til að
fá réttindi til kennslu í framhalds-
skólum.
Menntun kennara
Því má skjóta hér inn að hægt
er að afla sér kennaramenntunar
með þrennum hætti hér á landi.
Kennaraháskóli íslands býður upp
á þriggja ára 90 eininga nám til
B.Ed.-prófs. Þar af geta kennara-
nemar valið 12 einingar í ákveðnu
fagi, s.s. raungreinum, tungumál-
um eða öðru.
í Háskólanum á Akureyri er
boðið upp á tvær brautir, grunn-
skólabraut og leikskólabraut, sem
hvorri tveggja lýkur með B.Ed.-
gráðu. Á grunnskólabraut eru
kenndar 30 einingar í uppeldis-
fræði, 30 einingar í kennslufræði
og 30 einingar í vali. Einnig er
skólinn með 30 eininga tveggja
ára nám í uppeldis- og kennslu-
fræði tii kennsluréttinda.
í Háskóla íslands tekur nemi
90 einingar í greinum og 30 ein-
ingar í kennslufræði. Skólinn hef-
ur þá sérstöðu að mennta kennara
til kennslu í faggreinum á ungi-
inga- og framhaldsskólastigi.
mennti nánast alla framhalds-
skólakennara og stóran hluta
unglingaskólakennara. „Markmið
raunvísindadeildar er að mennta
vísindamenn, en auðvitað fer hluti
útskrifaðra stundum að kenna þó
svo að það hafí ekki verið upphaf-
leg áætlun þeirra."
Aðrar stéttir kynna sér
kennslufræði
Hafdís segir að á undanförnum
árum hafi óskir aukist um að fá
fyrirlestra og kynningu á kennslu-
fræði, s.s. frá læknum, hjúkrunar-
fræðingum og fleiri stéttum. „Fólk
finnur að það skiptir verulegu
máli hvernig það setur mál sitt
fram og við höfum fengið fleiri
óskir en við höfum getað sinnt.
Það skýtur því skökku við að um
leið og eftirspurnin eykst eftir
kennslufræðiþekkingu úti í þjóðfé-
laginu sé til umræðu að sleppa
framhaldsskólakennurum við
hana.“
Kröfur um betri kennslu
innan Háskóla Islands
Eftirspurnin hefur einnig aukist
innan HI, sbr. að leitað hefur ver-
ið til kennslufræðinnar um hvernig
best sé að standa að kennslu í
gegnum sjónvarpsskjái og há-
skólanemar settu það á oddinn í
kosningabaráttunni fyrir skömmu
að bæta þyrfti kennsluna. „Krafan
var ekki um að háskólakennarar
fari í kennslufræði heldur að þeir
fái tilsögn í henni. Sömuleiðis kom
fram krafa á ráðstefnu innan há-
skólans um kennslumál fyrir
skömmu, um að allir háskólakenn-
arar ættu kost á tilsögn í kennslu-
Engin ein upp-
skrift að góðri
kennara-
menntun
Á að draga úr kröfum?
Hafdís Ingvarsdóttir kennslu-
stjóri í kennslufræði í Háskóla ís-
lands segir mjög undarlegt að á
sama tíma og verið sé að auka
kröfur í menntun á öllum sviðum
þjóðfélagsins sé rætt um að draga
úr menntunarkröfum
kennara. „Til að verða
kennari þarf að hafa
þekkingu í einhverri
grein og að kunna að
miðla henni. Það hefur
margsýnt sig að ekki
nægir að hafa einungis fagþekk-
inguna. Ástæðan fyrir því að við
fáum ekki raungreinakennara er
hins vegar sú að á undanförnum
árum hafa mjög fáir útskrifast úr
raungreinadeild, t.d. einungis 3-4
úr stærðfræði á ári. Þó að þeir
viíji fara út í kennslu eru skólarn-
ir ekki samkeppnisfærir vegna
launanna."
Hún segir eitt af vandamálum
Háskóla íslands vera það, að hann
líti ekki á sig sem kennaramennt-
unarstofnun, þrátt fyrir að hann
fræði. HI hefur fram til þessa
ekki gert kröfu um að kennarar
þeirra hafi lokið kennslufræðinámi
en það hefur KHÍ hins vegar gert,“
segir Hafdís og bætir við að í
nágrannalöndunum sé þessi krafa
einnig að koma fram í háskólum.
Hún segir ennfremur að
þeim ijölgi stöðugt sem
nemi kennslufræði og hafi
MA- eða MS-nám að baki.
„Til að verða framhalds-
skólakennari er nauðsyn-
legt að hafa meiri þekk-
ingu en BA- eða BS-próf
veita,“ segir hún og ber saman
stöðuna á Norðurlöndum, en þar
er krafa gerð um að framhalds-
skólakennarar hafi meistaranám
að baki.
Gjörbreytt kennslufræði
- Hefur kennslufræðin innan
HÍ breyst á undanförnum árum?
„Já, hún hefur gjörbreyst. Við
erum ekki að tala um sama nám
og menn luku fyrir 20 árum. Mér
er engin launung á því að það var
ekki gott; alltof fræðilegt og alltof
HAFDÍS Ingvarsdóttir kennslustjóri
í kennslufræði í HÍ.
lítil tengsl við skólana. Það er
ekki verið að kenna fósturfræði
hér eins og menn hafa haldið
fram,“ segir hún kímin og bætir
við að kennarar kennslufræðinnar
hafi mikið velt fyrir sér hvaðan
sú saga kom. Þeir haldi að hún
eigi rætur að rekja mörg ár aftur
í tímann þegar framhaldsskólun-
um fjölgaði og mennta þurfti
kennara í snarhasti. Þá voru hald-
in sumarnámskeið og einum kenn-
aranum hafi orðið á að fjalla um
fósturfræði í stað þroskasálfræði,
sem fjalli um unglingsárin. „Kenn-
ararnir urðu að vonum reiðir og
sagan hefur líklega orðið til þá.“
Kennslufræði greina
Ný grein, kennslufræði greina^
var tekin upp í kennslufræði HI
árið 1989 og segir Hafdís með
stolti að ísland hafi verið meðal
fyrstu þjóða til að taka hana upp.
„Það að læra að kenna sína grein
gegnir lykilhlutverki í kennara-
menntuninni hjá okkur. Áður voru
menn óöruggir þegar þeir höfðu
lokið prófi í sálfræði, íslensku eða
hverju öðru af því að þeir vissu
ekki hvernig kenna ætti sitt fag.
Það getur verið ágætt að vita að
einbeiting helst ekki nema í 15
mínútur í senn en spurningin
„Hvernig kenni ég Njálu?“ brennur
á öllum þeim sem þurfa að kenna
hana. Það eru til margar aðferðir
til þess og sömuleiðis til að koma
stærðfræði- eða tungumálaþekk-
ingu til skila.
í nýlegri rannsókn sem ég gerði
hjá nemendum í
kennslufræði
tungumála kom
fram að þeir kviðu
því að geta ekki
útskýrt málfræð-
ina. Þarna lýsir sér
enn einu sinni sá
vandi að heim-
spekideild og raun-
vísindadeild líta
ekki nægilega til
þess að þeir eru að
mennta kennara.
Nemendur koma
oft með mjög litla
kunnáttu í málvís-
indum, eru fákunn-
andi um að útskýra
og tala um mál-
fræði. Vafalaust á
þetta við um raun-
greinar líka, en ég
hef ekki rannsókn
sem staðfestir
það,“ segir hún.
Ný rannsókn
Rannsóknin sem
Hafdís vitnar til er
sú fyrsta sinnar
tegundar hér á
landi. „Mig langaði að skoða hvort
skilningur kennaranema á hlut-
verkum kennarans breyttist við
það að fara í gegnum kennslurétt-
indanám,“ segir hún og bætir við
að nemendur komi með mjög ólík-
ar væntingar í námið. Einn kom
til að fá staðfestingu á fyrirfram
ákveðnum skoðunum sínum um
það hvernig kennari ætti að vera,
annar hafði engar fyrirfram mót-
aðar hugmyndir og sá þriðji vildi
aðallega læra ákveðna kennslu-
tækni. „Þau upplifa námið mjög
ólíkt þannig að ekki er hægt að
yfirfæra neitt á allan hópinn,"
segir hún.
Þá þótti henni athyglisvert að
nemendurnir, sem voru í mismun-
andi tungumálanámi, fundu enga
fyrirmynd í kennurum
sínum frá framhalds-
skólaárunum og vildu
ekki kenna eins og
þeim hafði verið kennt,
öfugt við það sem er-
lendar rannsóknir
sýna. Þeim fannst tungumálanám-
ið þurrt og ekki gagnlegt, kváðust
ekki geta talað „stakt orð“ eftir
ijögurra ára nám. „Þetta er eitt
af því sem sýnir okkur að góð
kennaramenntun er mikilvæg. Sé
hún ekki fyrir hendi fara nemend-
urnir inn í skólana án breytinga
og stöðnun verður í kennslu.“
Rannsóknin leiddi einnig í ljós
að æfingakennslan er ekki nægi-
lega vel undirbúin og markviss.
Æfingakennarar eru ekki sérstak-
lega þjálfaðir til að taka við nem-
um og ekki eru nægileg tengsl á
milli háskólans og æfingaskól-
anna. Þess vegna var síðastliðið
haust tekið upp nýtt námskeið í
samvinnu _við Endurmenntunar-
stofnun HI fyrir þá sem annast
æfingakennslu á framhaldsskóla-
stigi.
I rannsókninni kom berlega í
ljós að verulegu máli skiptir hvern-
ig æfingakennari tekur á móti
nemendunum. „Fari kennarinn
fram á að kennaraneminn haldi
áfram að kenna þvert á það sem
honum er kennt í kennslufræðinni
verður neminn gjörsamlega ráð-
villtur. Þegar hann fer svo inn í
stórar deildir árið eftir benda sam-
kennararnir oft á að svona sé
kennt í þessum skóla og ekki öðru-
vísi. Þess má geta að megnið af
núverandi framhaldsskólakennur-
um hafa ekki lært kennslufræði
greina. Vegna þessara misvísandi
skilaboða verða nýju kennararnir
því mjög óöruggir og halda áfram
að kenna á gamla mátann, jafnvel
þótt þeir hafi byijað kennslufræði-
námið með það fyrir augum að
vilja ekki kenna þannig,“ segir
Hafdís.
Kandidatsár í kennslu
í rannsókn hennar kom líka í
ljós að æfingakennslan er í of
stuttan tíma, þ.e. einungis tvær
vikur í grunnskóla og tvær vikur
í framhaldsskóla. „Vald kennarans
er svo mikið þegar hann hefur
fengið réttindin, að fjórar vikur
er alltof stuttur tími til að tileinka
sér kennslu. Eins og staðan er í
dag er engin formleg krafa um
endurmenntun kennara né að þeir
fylgist með nýjungum. Auk þess
er ekkert eftirlit enn sem komið
er. Ég væri hlynnt því að tekið
yrði upp kandidatsár sambærilegt
við það sem er í læknanámi, þann-
ig að fólk fengi ekki formleg rétt-
indi fyrr en það hefði starfað í
eitt ár undir leiðsögn úti í
atvinnulífínu.“
Ein engin uppskrift
Hafdís segist að lokum
vilja taka fram að engin
ein uppskrift sé að góðri
kennaramenntun. Olík
samsetning eins og í öðrum starfs-
greinum sé mikilvæg þannig að
kennarar geti dýpkað sig á sér-
stökum sviðum, s.s. í prófi og
mati, námsefnisgerð, unglingsár-
unum eða öðru. „Ég tel ekki held-
ur að HA og HI eigi að vera með
sams konar menntun. Það hlýtur
að vera styrkur hvers skóla að
vera með kennara sem hafa fjöl-
breyttan grunn. Þó stendur tvennt
eftir; kennarinn verður að kunna
það sem hann er að kenna og
hann verður að kunna að kenna.“
Hlynnt því að
taka upp
kandidatsár
fyrir kennara