Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ■ FRÉTTIR Tillaga á Alþingi Gróðurhúsa- lofttegundir nýttar LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að kann- að verði hvort hægt sé að nýta gróðurhúsalofttegundir til fram- Ieiðslu á eldsneyti og til nota í iðn- aði í ljósi að útblástur þeirra hér landi muni aukast vegna stóriðju. Flutningsmenn eru íjórir þingmenn Sj álfstæðisflokks í greinargerð með tillögunni benda þingmennimir á að nota megi koltvíoxíð ásamt vetni til framleiðslu metanóls, sem sé hent- ugs eldsneyti fyrir bíla og skip. Þeir segja einnig að í athugunum fyrirtækisins ískem hafí komið fram möguleikar á nýtingu gróður- húsalofttegunda í ýmsum iðnaðar- ferlum. Loks benda flutningsmenn- imir á að margar gróðurhúsaloft- tegundir séu nú þegar fluttar inn til landsins til ýmissa nota og að rétt væri að kanna hvort hægt væri að framleiða þær hér á landi, sem aukaafurðir annarrar fram- leiðslu eða með því að vinna þær úr útblæstri. -----*-♦ ♦-- Tamningamað- ur slasaðist MAÐUR um fertugt höfuðkúpu- brotnaði eftir að hafa fallið af baki hests sem hann var að temja í hest- húsabyggð skammt frá Hvolsvelli á sunnudagsmorgun. Maðurinn var fluttur á sjúkra- húsið á Selfossi samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Hvolsvelli og þaðan áfram til Reykjavíkur. Hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Færeyja hafin Dimmalætting/Kalmar Lindenskov EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, tók á móti Davíð Odds- syni forsætisráðherra og Astríði Thorarensen á flugvellinum í Vogum við komu þeirra í opinbera heimsókn til landsins. TVÆR færeyskar yngismeyjar færðu Ástríði blóm í móttöku sem bæjarfélagið í Vogum hélt til heiðurs forsætisráðherrahjón- unum í nýrri skólabyggingu í gærdag. Möguleikar á viðskiptum þjóð- anna eru miklir OPINBER heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og konu hans Ástríðar Thorarensen til Færeyja í boði landsljórnar- innar hófst í gær. Forsætisráð- herra mun í ferð sinni heim- sækja Iögþing Færeyja og eiga viðræður bæði við þingmenn og ráðherra landstjómar. Davíð kvaðst í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi búast við að einkum þrennt yrði efst á dagskrá viðræðna í dag. „ Við munum í fyrsta lagi ræða hug- myndir um að breyta tvihliða frí- verslunarsamningi í fjölþjóða- samning EFTA-ríkjanna. Við munum einnig ræða óleyst vanda- mál vegna Iögsögumáls sem snýst um Hvalbak en það mál tengist aftur deilum okkar við Grænlend- inga um Koibeinsey. Loks munum við ræða síldarsamninga og mis- munandi afstöðu þjóðanna til veiða á sameiginlegum fiskistofn- um,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra segir að rætt verði vítt og breitt um möguleika á auknum samskipt- um þjóðanna. Segir hann að möguleikar á viðskiptum þjóð- anna sín í milli séu miklir vegna þess hve markaðir þeirra séu svipaðir. Davíð hyggst kynna sér sér- staklega olíuáform Færeyinga en auk þess verður farið í ýmis fyrírtæki og stofnanir áður en opinberri heimsókn lýkur á mið- vikudag. Endurgoldin heimsókn Davið endurgeldur með för sinni heimsókn Edmund Joensen, lögmanns Færeyja og konu hans, Edfríð, til Islands í fyrra en að sögn forsætisráðherra var tilefni þeirrar heimsóknar fyrst og fremst að fylgja eftir stórmerkri söfnun Færeyinga fyrir þá ís- lendinga sem áttu um sárt að binda vegna snjóflóða. Lögmannshjónin tóku á móti forsætisráðherrahjónunum í gærmorgun á flugvellinum í Vogum en í móttökunefnd voru m.a. K. O. Kappel, ríkisumboðs- maður, sendiherra Dana á Is- landi og Poul Mohr, konsúll Is- lendinga í Færeyjum. I gærkvöldi sátu Davíð og Ástríður ásamt fylgdarliði kvöld- verðarboð lögmannsins í gamalli reykstofu í Kirkjubæ. Þar af- henti Davíð gjöf til Færeyinga frá íslensku þjóðinni, málverk eftir Gunnlaug Blöndal, sem sýn- ir sðdarlöndun á Siglufirði. í kvöld verður efnt til kvöld- verðarboðs og menningardag- skrár í Hótel Færeyjum en þang- að hefur færeyska landsljómin boðið öllum íslendingum sem búsettir em í Færeyjum. í för með forsætisráðherra- hjónunum em Ólafur Daviðsson, ráðuneytissljóri, og Snjólaug 01- afsdóttir og Guðmundur Ama- son, skrifstofusljórar í forsætis- ráðuneytinu. I Sjónvarpsþáttur um forræðismál Sophiu Hansen og Isaks Halims AI vekur mikla athygli í Tyrklandi „Mikil andleg hjálp“ SOPHIA Hansen og ísak Halim A1 sátu fyrir svörum í tyrkneska sjónvarpsþættinum Arena sl. fimmtudagskvöld þar sem saga forræðisdeilu þeirra var rakin. Meðal þess sem fram kom í þættinum var að Halim A1 hefði íhugað að láta ráða Sophiu af dögum þannig að hann gæti einn farið með forræði dætra þeirra, Dagbjartar Vesile og Rúnu Ay- segiil. Sophia sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þátturinn hefði vakið mikla athygli í Tyrk- landi og almenningsálitið væri mjög að snúast henni í vil. „Þjóð- in hefur orðið vitni að því að hér eru mikil og alvarleg mannrétt- indabrot í gangi. Mér er vel tekið af fólki á götunni og hvar sem ég kem. Fólk lýsir yfir hryggð sinni yfír því hvemig er búið að fara með dætur mínar og lýsir stuðningi sínum við mig. Það segir að ég verði að vera sterk áfram og megi ekki gefast upp. Þetta er auðvitað mikil andleg hjálp fyrir mig og ég hresstist heilmikið við þetta.“ „Þær voru mjög harðar við mig“ Til stóð að þær systur Dag- björt og Rúna yrðu í sjónvarpssal ásamt foreldrum sínum en úr því varð ekki. Þess í stað var haft samband við þær í gegnum síma. „Þetta var óskaplega erfitt til- finningalega. Ég byrjaði á því að segja hvað mér þætti vænt um að heyra raddir þeirra og hvað mér þætti vænt um þær. Ég sagði þeim að ég kæmi til að hitta þær á hveijum föstudegi og spurði hvers vegna þær væru ekki heima þegar ég kæmi. Þá sögðu þær að þær væru hjá vinkonum sínum vegna þess að þær vildu ekki hitta mig, ég hefði ekki verið þeim góð móðir og ég hefði verið vond við föður þeirra, ævinlega úti að skemmta mér á diskótek- um með öðrum karlmönnum, þannig að þær vildu ekkert með svona móður hafa. Þær voru mjög harðar við mig, sérstaklega Dag- björt,“ sagði Sophia. „Ég fann að það kom örlítil þögn þegar ég fór að minna þær á gamla daga og þann tíma þeg- ar við hittumst síðast og vorum einar á hótelinu í Bakirköy. Þeg- ar ég fór meira inn á það tilfinn- ingalega og minntist á hvað við hefðum haft það gott þá og okk- ur þótt vænt hverri um aðra, þá fann ég að það varð erfiðara fyr- ir þær að tjá sig.“ Endurskoðað álit áfrýjunarréttar væntanlegt Nú líður að því að dómarar áfrýjunarréttarins í Ankara leggi fram endurskoðað álit sitt í for- ræðismáli þeirra Sophiu Hansen og Halims Al. Það hefur tafist alllengi sökum þess að sakadóm- arinn í Istanbúl sem dæmdi í umgengnisréttarbrotamáli Hal- ims A1 7. mars sl. óskaði eftir að fá til sín öll gögn forræðis- málsins. Eftir að dómur var kveð- inn upp og Halim A1 var dæmdur til þriggja mánaða og tuttugu og sex daga fangelsisvistar hafa gögnin nú verið send gegnum undirréttinn í Bakirköy til áfrýj- unarréttarins í Ankara. Tvö ný sakamál hafa verið höfðuð af saksóknara í Bakirköy eftir kærur vegna áframhaldandi umgengnisréttarbrota Halims Al. Þau verða að sögn Ólafs Egils- sonar sendiherra tekin fyrir 10. og 25. apríl nk. Hann segir gert ráð fyrir að sakadómur komist að sömu niðurstöðu og áður um sekt Halims A1 í þessum nýju málum þannig að fangelsisrefs- ing sem hann hlýtur þá bætist við þann tíma sem kveðið er á um í dómnum frá 7. mars sl. Mikill vilji til þess að ná árangri Ólafur hefur verið í nánu sam- bandi við skrifstofu Tansu Ciller, utanríkisráðherra Tyrklands, frá því að ráðherrann og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra áttu viðræður um mál Sophiu Hansen i Brussel 18. febrúar sl. „Frá skrifstofu ráðherrans hefur verið unnið í málinu með ýmsum hætti og það hefur verið ánægju- legt að finna hversu mikils vilja hefur gætt þar til þess að ná árangri," sagði Ólafur. Ásakanir gegn fíkniefnalögreglunni i Ríkissaksóknari rannsaki málið ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segist ekki sjá aðra leið til að upplýsa þær ásakanir sem komið hafa fram að undanfömu um starfsaðferðir fíkniefnalögregl- unnar en að ríkissaksóknara verði falið að rannsaka málið. Hann vill þó ekki tilkynna um endanlega ákvörðun sína fyrr en tillögur um þetta efni hafa verið ræddar í ríkis- stjóm. Þetta kom fram við utan- dagskráramræðu sem fram fór að beiði Margrétar Frímannsdóttur, Alþýðubandalagi, á Alþingi í gær um þær ásakanir sem komið hafa fram í tímaritinu Mannlíf um meint óeðlilegt samstarf fíkniefnalög- reglunnar við þekktan fíkniefna- sala. Ráðherrann hafði það eftir lög- reglustjóranum í Reykjavík að eng- ir sérstakir samningar hafí verið gerðir til að hlífa einstökum af- brotamönnum við refsingum í skiptum fyrir upplýsingar. Þor- steinn sagði enga ástæðu til að vefengja lögreglustjóra í þessu efni. Trúnaður lögreglu og almennings í hættu Margrét Frímannsdóttir, og aðr- ir stjórnarandstæðingar, lýstu miklum áhyggjum vegna ásakan- anna sem fram hafa komið og sögðu þær stefna trúnaði milli al- mennings og lögreglu f hættu. Þeir kölluðu á það reglur yrðu sett- ar um hvort leyfa ætti upplýsinga- kaup lögreglu vegna afbrotamála og þá hvemig að þeim yrði staðið. | Sérstaklega var bent á ábyrgð lög- , reglusljóra á hugsanlegum brotum | undirmanna sinna. 1 Ráðherrann sagði að árið 1983 hafí ráðuneytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins veitti lögreglustjór- anum í Reykjavík munnlega heim- ild til að greiða uppljóstranar- mönnum fyrir upplýsingar sem Ieiddu til þess að lagt væri hald á fíkniefni. Heimildin var veitt með ■ því skilyrði að hófs yrði gætt við 1 ákvörðun upphæðanna og að þ®r ) færu éftir mati lögreglustjóra í hveiju sinni. Samkvæmt upplýsingum ráð- herra frá lögreglunni hafa greiðsl- uraar verið fátíðar og f samræmi við þau fyrirmæli sem gefín voru upphaflega. Hann sagðist nú hafa falið ríkislögreglustjóra að gera tillögur um hvort leyfa eigi slíkar greiðslu og hvaða reglum eigi að \ fylgja varðandi þær. Strangari vopnalög í | undirbúningi f Margrét gagnrýndi einnig það að lögreglan hefði árið 1991 selt 24 skammbyssur, sem hætt var að nota, á almennum markaði. Dómsmálaráðherra sagði að við söluna hefði ströngum reglum verið fylgt. Hann sagði einnig að , frumvarp til vopnalaga væri til \ meðferðar í ríkisstjórn þar sem | stefnt væri að vopn sem þessi c yrðu ekki seld á almennum mark- " aði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.