Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Ásdís í FYRSTA sæti í eðlisfræðikeppninni var Krisfján Rúnar Kristjánsson úr MR og Kári Ragnarsson úr MH var í fyrsta sæti í stærðfræðikeppninni. Stærðfræðikeppni og eðlisfræði- keppni framhaldsskólanema Kári og Kristján Rúnar unnu Tveimur bjargað er bátur sökk á Vestfjarðamiðum Skyndileg slag- síða kom á bátinn Flateyri. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson GUÐMUNDUR Karvel Pálsson segist staðráðinn í að halda áfram til sjós þrátt fyrir óhappið á laugardag. ÚRSLIT voru kynnt í stærðfræði- og eðlisfræðikeppni framhaldsskóla- nema á háskóladegi sl. sunnudag og afhenti Björn Bjarnason mennta- málaráðherra verðlaunin. Keppnirnar eru opnar öllum nem- endum framhaldsskólanna. 827 nemendur úr 21 skóla mættu til leiks í forkeppni stærðfræðikeppn- innar og af þeim kepptu 26 til úr- slita sl. laugardag. í forkeppni eðlis- fræðinnar tóku þátt 178 ungmenni og_12 komust í úrslit. I fimmtán efstu sætunum í stærð- fræðikeppninni voru: 1. Kári Ragnarsson, MH, 2. Hann- es Helgason, Flensborg, 3. Stefán Freyr Guðmundsson, Flensborg, 4. Marteinn Þór Harðarson, Flensborg, 5.-6. Pétur Runólfsson, Fjölbrauta- skóla Suðurlands, 5.-6. Sveinn B. Sigurðsson, MR, 7. Gunnar Gunnars- son, MR, 8. Þórdís Linda Þórarins- dóttir, MH, 9. ívar Meyvantsson, MR, 10. Stefán Ingi Valdimarsson, MR, 11.-12. Borghildur Rósa Rún- arsdóttir, MR, 11.-12. Finnbogi Óskarsson, Flensborg, 13. Brynjar Grétarsson, Flensborg, 14.-15. Bjöm Bennewitz, MR og 14.-15. Þorvaldur Amar Þorvaldsson, MR. Tíu efstu keppendunum verður boðið að taka þátt í tíundu norrænu stærðfræðikeppninni sem fram fer 9. apríl nk. Að henni lokinni verður landslið íslands valið sem keppir á Ólympíuleikunum í stærðfræði í Mar del Plata, Argentínu, næsta sumar. í efstu sjö sætunum í eðlisfræði- keppninni vora: 1. Kristján Rúnar Kristjánsson, MR, 2. Jónas Kári Blandon, MR, 3. Jón Eyvindur Bjarnason, MR, 4. Jón Thoroddsen, MR, 5. Sveinn B. Sigurðsson, MR, 6. Guðlaugur Jó- hannesson, Fjölbrautaskóla Suður- lands, og 7. Birgir Bjöm Sævars- son, Flensborg. Fimm íslendingar fara á Ólympíuleikana í eðlisfræði í Kanada í júlí í sumar. Þar sem tveir þeir efstu verða orðnir tvítugir þeg- ar leikarnir verða haldnir og þar með orðnir of gamlir til að taka þátt, hefur þeim í 6. og 7. sætinu verið boðið að fara út í þeirra stað. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði sumarið 1998 verða haldnir hér á landi. Von er á um 300 keppendum frá 60 löndum og er undirbúningur þeirra þegar hafinn. MANNBJORG varð þegar Blossi GK 60, sex tonna plastbátur, sökk skyndilega á laugardaginn er hann var á landstími úr línuróðri 10 sjó- mílur vestnorðvestur af Gelti úti fyrir Súgandafirði. Tveir skipveijar voru á Blossa og tókst þeim að komast um borð í gúmmíbjörg- unarbát. Var þeim síðan bjargað um borð í Jónínu frá Flateyri sem kom á slysstaðinn skömmu síðar, eftir að hafa heyrt neyðarkall frá Blossa. Jónína kom síðan með skip- brotsmennina til Suðureyrar, en Blossi, sem hafði marað í kafi ein- hvern tíma, sökk fljótlega. Slagsíða og skuturinn í kaf Eigandi Blossa GK 60, sem var plastbátur af gerðinni Viking 800, var Guðmundur Karvel Pálsson frá Suðureyri og var hann jafnframt skipstjóri í þessari afdrifaríku sjó- ferð sem hann fór ásamt Örvari Jóhannssyni, einnig frá Suðureyri, en báðir eru reyndir sjómenn. Guðmundur Kjarvel hefur stundað línuútgerð á smábátum frá Reykjanesi og Suðureyri í tíu ár áfallalaust. Hann sagði að þessi sjóferð hefði í engu verið frábrugð- in öðrum framan af. „Við lögðum línuna í ágætisveðri og vorum bún- ir að draga um fjögurleytið. Aflinn var góður, á að giska fimm tonn, mest af því steinbítur. Þegar búið var að ganga frá á dekki var stefn- an tekin í land í norðaustankalda. Þegar siglt hafði verið í stuttan tíma kom skyndilega slagsíða á bátinn og hann fór að sökkva að aftan og taka þar inn á sig sjó. Vélin, sem er aftast í bátnum, drap fljótlega á sér og hann fór að síga hratt niður á skutinn.“ „Þegar hér var komið sögu gerð- ust hlutirnir hratt. Ég sendi strax út neyðarkall á rás 16 og við sjó- settum björgunarbátinn. Aður en við yfirgáfum bátinn hafði Jónína frá Flateyri, sem er 100 tonna línu- veiðiskip, staðfest í talstöðina að hún hefði heyrt neyðarkallið og væri á leið til okkar. Við yfirgáfum síðan Blossa, en þá var skuturinn allur kominn á kaf en framendinn stóð ennþá upp úr. Við biðum síðan á reki í gúmmíbátnum í 30 minút- ur þar til Jónínan kom og bjargaði okkur. Það var mikill léttir og gerði vistina í björgunarbátnum bæri- lega að vita af aðstoð á leiðinni. Við dóluðum síðan á svæðinu við Blossa sem maraði í kafi innan um fiskikör og annað brak. Fleiri bátar komu síðan fljótlega á vettvang og var þá farið með okkur til Suðureyrar. Einhver tilraun var gerð til þess að taka Blossa í tog þar sem hann maraði í kafi en hann sökk skömmu síðar.“ Orsök slyssins óljós Það er nokkuð ljóst, segir Guð- mundur, að erfítt verði að upplýsa hvað olli slysinu þar sem ekki tókst að bjarga bátnum. „Mér fínnst þó líklegast á þessari stundu að þilið milli lestar og vélarrúms hafí gefíð sig. Við vorum með nokkuð af laus- um steinbít aftast í lestinni og lagð- ist hann með nokkrum þunga á lestarþilið þegar farið var að keyra í land. Miðað við hversu atburðarás- inn varð hröð þykir mér einna lík- legast að þilið hafí hreinlega gefið sig og steinbíturinn þar með flætt óhindrað aftur I vélarrýmið". Ekki hættur til sjós Guðmundur segist síður en svo vera hættur til sjós eftir þetta slys. „Nú er bara spurningin um að fínna sér annan bát til þess að geta haldið áfram þar sem frá var horfið. Maður nær ekki úr sér hroll- inum fyrr en maður kemst aftur á sjóinn og því fyrr því betra,“ sagði Guðmundur og vildi að lokum færa áhöfninni á Jónínu og öðrum þeim er að björguninni stóðu bestu þakkir fyrir þeirra framlag við björgunina. Morgunblaðið/Ásdís ÝMISLEGT var gert til að stytta gestum Háskóla íslands stundir á háskóladaginn. M.a. söng Há- skólakórinn í húsakynnum Tæknigarðs. Háskóladagur sl. sunnudag Vel sóttar rannsókna- kynningar FJÖLDI fólks lagði Ieið sína í Háskóla íslands á háskóladegi sl. sunnudag. Þar voru m.a. kynntar rannsóknir í raunvís- inda- og verkfræðideildum, auk þess sem Endurmenntunar- stofnun og Rannsóknaþjónusta Háskólans kynntu starfsemi sína. Tónlist og verðlaun Dagskráin hófst í Háskóla- bíói með ávarpi Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors. Þá lék Sinfóníuhljómsveit áhugamanna píanókonsert, forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp, Björn Bjarnason menntamálaráð- herra afhenti verðlaun í stærð- fræðikeppni og eðlisfræði- keppni framhaldsskólanema og Háskólakórinn söng. Þá var fjöldi rannsóknakynn- inga og fyrirlestra á vegum raunvísindadeildar, Raunvís- indastofnunar, Líffræðistofn- unar, verkfræðideildar og Verkfræðistofnunar. Aðsókn að fyrirlestrunum og kynning- unum var yfirleitt mjög góð og aðstandendur ánægðir, að sögn Magnúsar Guðmundsson- ar, deildarstjóra upplýsinga- deildar HÍ. í aðalbyggingu fór fram kynning á námi í Háskóla íslands, þar sem nemendaráð- gjafar svöruðu spurningum áhugasamra gesta, _sem komu víða að af landinu. Asta K. Ragnarsdóttir námsráðgjafi giskaði á að gestirnir hefðu verið á bilinu 2.000 til 3.000 manns. Flestir voru þeir nem- endur á síðasta ári í framhalds skóla, sem spurðu mjög mark- visst, að sögn Ástu. Reyndist ekki vera nauðgun TILKYNNT var um hugsanlega nauðgun á veitingastað við Lækjar- götu aðfaranótt sunnudags. Dyra- vörður kom að pari í samförum og virtist stúlkan meðvitundarlaus. Við nánari athugun virtist ekki um nauðgun að ræða, og bendir allt til þess samkvæmt upplýsingum frá lögreglu að parið hafí verið gripið skyndilegri þörf til ástarleikja og valið svið skemmtistaðarins til að svala löngunum sínum. Eftir nokkra stund hafi stúlkan hins vegar hnigið í ómegin, sennilega vegna ölvunar, en ástmaður hennar annað hvort ekki veitt því athygli eða fundist ástæðulaust að hætta. Nærstaddir sjónarvottar hafí hins vegar verið á öðru máli og skorist í leikinn. Málið var leyst á staðnum. Fékk hæl í gegmim fótinn Kona var flutt á slysadeild eftir að hafa fengið háan hæl á skó ann- arrar konu í gegnum vinstri fótinn á einum veitingastaðanna. Ölvaður maður veittist að dyra- vörðum veitingastaðar við Frakka- stíg á föstudagskvöld. Hann var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu. Loks var stúlku ekið á slysadeild eftir að veist var að henni á veitingahúsi við Fischersund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.