Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ferðafólk varað við Flórída LÖGREGLUSTJÓRI í Miami vakti mikla eftirtekt fyrir síðustu helgi þegar hann lýsti yfir, að ekki væri á það hættandi fyrir ferðafólk að koma til Flórída eftir að 300 hættu- legum glæpamönnum hefði verið sleppt úr fangelsi. Ferðamálafrömuðir í Flórída brugðust ókvæða við yfirlýsingum Johns McDougalls, Iögreglustjóra í Lee-sýslu, en ýmis borgarasamtök fögnuðu þeim aftur á móti. „Ég myndi ekki ráðleggja nein- um, ekki einu sinni mínu fólki, að koma hingað því að ég tel, að það getí verið stórhættulegt," sagði McDougall en í síðustu viku voru 300 fangar, þar á meðal menn, sem dæmdir hafa verið fyrir nauðgun, látnir lausir til að draga úr þrengsl- um í fangelsum. í gær átti að láta lausa aðra 200 og 2.200 verður sleppt í þessu skyni á næstu mánuð- um og árum. -----♦ ♦ ♦--- Fordæma af- skipti Banda- ríkjamanna RÍKISSTJÓRN Mexíkó hefur for- dæmt afskiptí Bandaríkjanna af inn- anríkismálum landsins eftir að neðri deild Bandarílq'aþings samþykkti að neita Mexíkó um „vottun" fýrir bar- áttu sína gegn fíkniefnaglæpum, nema Bill Clinton forseti gæfi þing- inu - innan 90 daga frests - skýrslu um þann árangur sem náðst hefði á því sviði, samkvæmt nánar skil- greindum skilyrðum. Samþykkt þingsins á eftir að fara í gegn um öldungadeildina og svo kann að fara að forsetinn beiti neit- unarvaldi gegn henni. í samþykkt- inni er ekki minnzt á efnahags- þvinganir, en skilaboðin sem send voru með henni þykja niðurlægjandi og hafa sært stolt Mexíkóbúa. Byijað á nýju hverfi fyrir gyðínga í Austur-Jerúsalem í vikunni ísraelar herða gæslu á Gaza og Vesturbakkanum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR og Palestínumenn bjuggu sig undir átök í gær vegna áforma þeirra fyrrnefndu um að byggja íbúðahverfi fyrir gyðinga í Austur-Jerúsalem. Hafa ísraelar flölgað í herliði sínu á Gaza og Vest- urbakkanum en ísraelskir embættis- menn segjast búast við fundi æðstu embættismanna ísraels og PLO, Frelsissamtaka Palestínu, í vikunni um þetta mál. Faisal al-Husseini, sem situr í heimastjóm Palestínumanna, og 15 aðrir Palestínumenn settust í gær að á svæðinu þar sem íbúðahverfið á að rísa. „Við ákváðum að slá hér upp tjöldum til að geta fylgst betur með því, sem ffam fer,“ sagði Hus- seini en skammt frá voru um 100 ísraelskir hermenn vel vopnaðir. Fundur Netanyahus og Arafats? I um tveggja km ijarlægð biðu jarðýtumar og kváðust stjómendur þeirra aðeins bíða eftir fyrirskipun um að hefjast handa. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, sagði á sunnudag, að það yrði nú í vikunni. ísraelskir embættismenn segjast óttast átök og ofbeldi þegar byijað verði á íbúðahverfinu, 6.500 íbúðum, en David Levy, utanríkisráðherra ísraels, kvaðst búast við fundi þeirra Netanyahus og Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna, nú í vikunni. Vottaði Qöl- skyldunum samúð Netanyahu og Hussein, konungur Jórdaníu, hittust á sunnudag til að reyna að draga úr spennunni vegna nýja gyðingahverfísins í A-Jerúsal- em en Netanyahu sagði að honum loknum, að hvergi yrði hvikað frá fyrri áætlunum. Hussein hefur hins vegar varað við blóðugum átökum verði byijað á nýja hverfinu. Hussein fór til ísraels og vottaði fjölskyldum skólastúlknanna sjö, sem jórdanskur hermaður varð að bana, samúð sína á sunnudag. Jór- danska stjómarandstaðan á þingi hefur hvatt stjómina til að hætta að fordæma hermanninn. Að vísu geti ekkert réttlætt morð á börnum en líta verði á þá ögran, sem ísrael- ar hafí í frammi með áætlunum um íbúðabyggingar í A-Jerúsalem. Reuter ISRAELAR hafa fjölgað í herliði sínu á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu vegna ótta við átök þegar hafist verður handa við nýtt hverfi fyrir gyðinga í A-Jerúsalem. Verður hverfið, 6.500 ibúðir, á hæðinni í baksýn. Blóðgjöf gerir hjart- anu gott Lundúnum. Reuter. KARLMÖNNU M, sem gefa blóð, virðist vera síður hætt við að fá hjartaáfall en þeim sem gera það ekki. Þetta er niður- staða finnskra vísindamanna sem birt hafa grein um rann- sóknir sínar í nýjasta hefti Brit- ish Medical Joumal. Ástæðan fyrir þessu kann að liggja í því að með blóðgjöf minnkar hlutfall jáms í blóðinu, en það er talið auka hættuna á hjartaáfalli. 2.600 finnskir karlar tóku þátt í hjartasjúkdómarann- sókninni í Kuopio. Af þeim 153 þátttakendum sem höfðu gefið blóð á síðustu tveimur árunum fyrir rannsóknina, fékk aðeins einn hjartaáfall. Hlutfallið hjá þeim, sem ekki gáfu blóð, var tíu sinnum hærra. 226 þeirra, eða 9,8%, fengu hjartaáfall. Leiðtogafundinum í Helsinki seinkað um einn dag Jeltsín gagnrýnir NATO og Bandaríkin Moskvu, Hclsinki. Morgunblaðið, Reutcr. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti gagmýndi í gær utanríkisstefnu Bandaríkjanna og gerði sér mat úr meiðslum Bills Clintons Bandaríkja- forseta, sem hann sagði verða „sjúklinginn" á leiðtogafundi þeirra í Helsinki í vikunni, öfugt við það sem búist hafi verið við. Jeltsín ger- ir sér far um að sýna að hann hafi nægan styrk til að stýra landinu og gefa hvergi eftir á fundinum með Clinton en honum verður seinkað um einn dag, fram á fóstudag, vegna meiðsla Bandaríkjaforseta, sem sleit Iiðbönd í hné aðfaranótt föstudags. „Ég vil ekki snúa aftur til daga kalda stríðsins og það vill þjóðin ekki heldur. En til þess að svo verði ekki, verða skilyrðin að vera hin sömu,“ sagði Jeltsín og vísaði til leið- togafundarins með Clinton. Geysilegur þrýstingur er á Jeltsín heimafyrir vegna stækkunar Atl- antshafsbandalagsins, sem fastlega er búist við að verði aðalumræðuefni fundarins. Á blaðamannafundi með rússnesk- um, bandarískum og fmnskum blaða- mönnum í gær sagðist Jeltsín Rússa ekki óttast árás NATO-ríkj anna, slíkri árás yrði einfaldlega svarað. Helsta áhyggjuefnið væri hemaðar- leg og efnahagsleg einangrun. Spurði forsetinn m.a. hvers vegna hemaðar- bandalagið hygði á æfingar á Svarta- hafi, gegn óskum Rússa. Um er að ræða sameiginlega heræfingu Úkra- ínumanna og nokkurra NATO-ríkja á Krímskaga og Svartahafi. Rússum var boðið að taka þátt í æfingunni, sem verður í sumar, en þeir neituðu og kváðust líta á hana sem ögrun við sig. Þá fór Jeltsín hörðum orðum um efnahagsmál, sem þykir benda til þess að hann muni reyna að nýta sér NATO-umræðuna til að ná fxam auk- inni efnahagsaðstoð frá Bandaríkjun- um og raunar fleiri ríkjum. Minntí Jeltsín á að margar minni þjóðir en Bandaríkjamenn hefðu fjárfest meira í Rússlandi en þeir og ítrekaði að um erfiðan fund yrði að ræða. Heilsa forsetanna kom til tals og sagðist Jeltsín við ágæta heilsu. Hann teldi sig betur undir það búinn að stjóma Rússlandi og í betra lík- amlegu ástandi nú en áður en hann hefði veikst. „Já ég var veikur en hvað með það? Enginn er öruggur þegar veikindi eru annars vegar. Bill Clinton veiktist einnig skyndi- lega,“ sagði Jeltsín. Samþykkja aldrei NATO-aðiId Finna Jeltsín lýsti þvi yfír í samtali við fínnska dagblaðið Helsingin Sano- mat á sunnudag að Rússar myndu aldrei geta fallist á NATO-aðild Finna, ekki kæmi til greina að bandalagið ætti með þeim hætti landamæri að Rússlandi. Noregur er eina NATO-ríkið sem á landa- mæri að Rússlandi. Yfirlýsing Rússlandsforseta kom mörgum Finnum í opna skjöldu en æðstu ráðamenn landsins hafa þó ekki brugðist við ummælum Jeltsíns, að öðra leyti en því að í þeim sé ekkert nýtt að finna, afstaða Rússa í málinu hafi verið ljós. í umræðum á þingi í gær benti Paavo Lipponen forsætisráðherra á að Jeltsín hefði ekki átt framkvasði að yfirlýsingunni, hún hefði verið svar við spumingu blaðamanns. ít- rekaði Lipponen að stefna Finna væri að halda framkvæði í eigin vamar- og öryggismálum. Vilja afnema lög um hjónaband eft- ir nauðgun í Perú Líma. Reuter. NAUÐGARAR í Perú hafa lengi vel getað skotið sér undan dómi með því að ganga að eiga fómarlömb sín. Lögin, sem leyfa þetta, eru frá árinu 1924 og er nú mikill þrýstingur á perúska þingið frá hinum ýmsu kvennasamtökum að afnema þau. Lög þessi era umdeild og fyrr í vikunni birtist frétt á forsíðu dag- blaðsins The Intemational Herald Tribune undir fyrirsögninni „Lífstíð- ardómur fyrir fómarlömb nauðgunar í Perú: Hjónaband". Lífstíðardómur fórnarlambsins Umrædd lög hafa aðeins einu sinni tekið breytingum frá því þau vora sett. Það var árið 1991 og var breyt- ingin á þann veg að væri um hóp- nauðgun að ræða yrðu allir sakbom- ingar lausir mála gengi einn þeirra að eiga fómarlambið. Á föstudag átti að ganga til at- kvæða um framvarp til laga um að afnema lögin, en atkvæðagreiðslunni var þá frestað fram í næstu viku. Dómsmálanefnd þingsins samþykkti einróma á þriðjudag að taka lögin úr gildi, en óvíst er hvemig muni fara á þingi. Hart hefur verið deilt um hvemig eigi að gera umbætur í þessum efnum. Málsvarar kvenrétt- inda segja að lög þessi eigi að hverfa með öllu þar sem þau lítillækki bæði konur og lögfræðilegar forsendur fyrir þeim skorti. Flokkur Albertos Fujimoris for- seta, sem hefur meirihluta á þingi, hefur hins vegar staðið gegn því að afnema lögin með öllu og hafa þing- menn hans sagt nóg að afnema ákvæðið um að allir sakbomingamir sleppi þótt einn gangi í hjónaband með fómarlambinu. Kvennasamtök segja að tugir perúskra karlmanna færi sér þessi lög í nyt árlega, sérstaklega í fá- tækrahverfum og til sveita þar sem nauðganir hafa færst I vöxt. Talað er um að 25.000 nauðganir eigi sér stað í landinu á ári og oft þrýsti ættingjar fómarlambsins á það að ganga að eiga kvalara sinn. Sambærileg lög í 14 löndum Perú er ekkert einsdæmi í þessum efnum í Rómönsku-Ameríku. I fjórt- án öðram ríkjum þar gengur nauðg- ari út með hreinan skjöjd taki fómarlamb bónorði hans. I Costa Rica, sem er eitt þessara 14 ríkja, nægir nauðgaranum meira að segja að leggja fram bónorð til að komast hjá refsingu og gildir einu þótt því sé hafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.