Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Tamn-
ingamenn
með sýn-
ingu í
höllinni
FÉLAG tamningamanna held-
ur um næstu helgi þriggja
kvölda sýningu í Reiðhöllinni.
Þar koma fram margir kunnir
stóðhestar og má þar nefna
Galsa frá Sauðárkróki, Hlekk
frá Hofi og Hjörvar frá Ketils-
stöðum. Einnig verða sýndir
ungir og efnilegir folar sem
ekki hafa áður komið fram.
Bæði yngri og eldri félags-
menn bjóða upp á fagsýningar
ýmiskonar og nemendur í
Hólaskóla verða með sérstaka
sýningu.
Að sögn Hafliða Halldórs-
sonar sýningarstjóra gildir
aðgöngumiðinn á ýmislegt
fleira en bara sýninguna því
allir miðar, sem seldir verða
fyrir laugardagskvöld, gilda
einnig á dansleik sem haldinn
verður á laugardagskvöldið á
Hótel íslandi. Þá gildir miðinn
einnig sem fimm þúsund
króna innborgun á hljómflutn-
ingstæki frá Hljómco og að
síðustu er hann einnig happ-
drættismiði þar sem vegleg
samstæða frá Hljómco er í
verðlaun.
Hafliði sagði að sýningin
yrði aðeins tveir tímar með
hléi en oft hafa Reiðhallarsýn-
ingamar þótt of langar. Þulur
verður hinn kunni hestamaður
Sigurður Sæmundsson.
Nokkrar endurbætur hafa
verið gerðar á Reiðhöllinni og
sagði Hafliði að nú væri boðið
upp á sæti fyrir 868 manns
auk þess sem frá væru tekin
100 sæti fyrir boðsgesti. Þá
væri búið að bæta lýsinguna
í höllinni.
Stóðhest-
ar keppa
í Gunnars-
holti
BOÐIÐ verður upp á keppni
stóðhesta þar sem keppt verð-
ur í tveimur flokkum í tölti, 5
vetra og yngri og 6 vetra og
eldri. Einnig verður keppt í
100 metra flugskeiði. Athygli
vekur að sömu reglur munu
gilda um fótabúnað hrossanna
og eru í gildi á kynbótasýning-
um. Keppnin fer fram á vellin-
um við stóðhestastöðina í
Gunnarsholti og hefst klukkan
14.
Jón Vilmundarson hrossa-
ræktarráðunautur Bún-
aðarsambands Suðurlands og
framkvæmdastjóri Hrossa-
ræktarsamtaka Suðurlands
gerði ráð fyrir að þarna mættu
margir af bestu stóðhestum
landsins en einnig kæmu fram
kandídatar í toppsætin á vori
komandi. Á föstudag verður
mönnum boðið að koma með
stóðhesta og hryssur til dóms.
HELGI Gíslason mætti með Frey í skeiðið og náði fimmta sæti
en gaman verður að fylgjast með þeim félögum í sumar.
BJARNA og Jeremíasi hefur gengið vel það sem af er ári og
höfnuðu nú í fimmta sæti eftir harða keppni.
Tj arnar draumurinn rættist
HESTAMÓT á tjörninni varð að
veruleika á laugardag þegar Félag
tamningamanna undir forystu Haf-
liða Halldórssonar hélt þar opið mót
með töltkeppni og flugskeiði sem
kallað er. Þessi ágæta hugmynd
hefur lengi blundað meðal hesta-
manna og varð nú að veruleika.
Tilgangurinn með mótinu um helg-
ina var meðal annars að kynna sýn-
ingu FT sem haldin verður í reið-
höllinni um næstu helgi og svo að
lífga upp á borgarbraginn með því
að færa borgarbúum eitt stykki
hestamót inn fyrir túngarðinn.
Þátttaka í mótinu varð gífurleg
miðað við að hér var um hraðsuðu-
mót að ræða, það er skráð á staðn-
um og útsláttar fyrirkomulag í dóm-
um. Þátttakendur komu víða að allt
frá Grundarfírði og austan úr
Rangárvallasýslu og þar á meðal
voru nokkrir kunnir stóðhestar eins
og Kolfmnur frá Kvíarhóli, Geysir
frá Gerðum, Þokki frá Bjamanesi,
Kópur frá Mykjunesi og Piltur frá
Sperðli. Hestakostur mótsins var
mjög góður í heildina og vart hægt
að segja að þar hafi sést hestar sem
betur hefðu heima setið. Veðrið var
eins og best var á kosið, sól og blíða
þótt aðeins biti í kinn. Talið er að
hátt á annað þúsund manns hafi lit-
ið við þá þrjá tíma sem mótið stóð
yfir og gerður góður rómur að uppá-
tækinu. ísspor gaf verðlaunin en
yífillfell, Góa, SS og Heildverslun
Ásbjöms Ólafssonar lögðu til veit-
ingar í föstu og fljótandi formi með-
an á mótinu stóð. Mótið tókst vel í
alla staði og má ætla að þama sé
góður vettvangur fyrir hestasýning-
ar ýmiskonar. Mikilvægt er þó í því
sambandi að hestamenn hafi þessar
samkomur, ef fleiri verða, hóflegar
að tímalengd en lendi ekki í því að
gera Tjamarmót að maraþonsam-
komum eins og flestar samkomur
hestamanna verða gjaman. Tveir til
þrír tímar ættu að vera hámarkið.
Úrslit urðu nokkuð óvænt í karla-
flokki en þar skaut áhugamaðurinn
Ingólfur Jónsson atvinnumönnun-
um aftur fyrir sig á gæðingi sínum
Fiðringi. Keppendur í karlaflokki
urðu að fara nokkrar aukaferðir því
dómuram gekk illa að fá niðurstöðu
enda hestar jafnir að fegurð og
getu. Stóðhesturinn Piltur frá
Sperðli sem Bragi Andrésson sat
vakti mikla athygli fyrir mikið yfir-
ferðartölt en komst hinsvegar ekki
í verðlaunasæti því hægatöltið
gleymdist hjá þeim félögum.
Um kvöldið héldu Fáksmenn
grímutölt í reiðhöllinni í Víðidal en
þátttaka var þar heldur dræm.
Úrslit Tjarnarmóts urðu annars
sem hér segir:
SÉRVERSLUN
HESTAMANNSINS
Háaleitisbraut 681: - Austurver
Simi 568 4240 > ;v~ ~r
Morgnnblaðið/Valdimar Kristinsson
VERÐLAUNAAFHENDING á Tjörninni. Eitthvað sem hestamenn hefur lengi dreymt um loks orðið
að veruleika. Sigurvegarinn í karlaflokki, Ingólfur á Fiðringi, þá Erling á Kópi, Sigurður á Sverri,
Sigurður á Háfeta og Bjarni á Jeremíasi.
MÖRG gammagripin voru tekin á tjörninni á laugardag. Hér tekur
Viðar Halldórsson gæðing sinn Prins frá Hvítárbakka til kostanna
en þeir voru lengi vel með besta tímann í flugskeiðinu en urðu að
lokum að sætta sig við annað sætið sem er, jú, það næst besta.
Karlaflokkur
1. Ingólfur Jónsson Fáki, á Fiðringi
frá Ógmundarstöðum.
2. Erling Sigurðsson Fáki, á Kópi
frá Krossi, A-Land.
3. Sigurður Marínusson Fáki,
Sverði.
4. Sigurður Matthíassson Fáki, á
Háfeta frá Þúfu.
5. Bjarni Sigurðsson Gusti, á Jerem-
íasi.
PCIinogfugueíhi
1 Y 11*^11!
lt! iyjLFv
Stórhöfða 17, við GuIIinbrú,
sími 567 4844
Kvennaflokkur
1. Auður Stefánsdóttir Fáki, á
Röðli.
2. Sigrún Erlingsdóttir Gusti, á Ási
frá Syðri Brekkum.
3. Birgitta Magnúsdóttir Herði, á
Óðni frá Köldukinn.
4. Björg Ólafsdóttir Ljúfi, á Geysi
frá Gerðum.
5. Þóra Þrastardóttir Fáki, á Hrafni.
Ungmennaflokkur
1. Guðmar Þór Pétursson Herði, á
Spuna frá Syðra Skörðugili.
2. Lára Magnúsdóttir Hornfirðingi,
á Þokka frá Bjarnastöðum.
3. Sigríður Pjetursdóttir Sörla.
4. Ásta Bjarnadóttir Gusti, á Eldi.
U nglingaflokkur
1. Magnea Rós Axelsdóttir Herði,
á Vafa frá Reykjavík.
2. Sigurður R. Sigurðsson Fáki, á
Seifi.
3. Inga K. Traustadóttir Herði, á
Funa frá Hvítárholti.
4. Sigurður Halldórsson á Krapa.
5. Hinrik Þ. Sigurðsson á Stormi.
Barnaflokkur
1. Berglind R. Guðmundsdóttir
Gusti, á Fjöður frá Svignaskarði.
2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Fáki, á
Kópi frá Mykjunesi.
3. Kristján Magnússon Herði, á
Rúbín.
4. Sigurður Pálsson Herði, á Frey
frá Geirlandi.
100 metra flugskeið
1. Elías Þórhallsson Herði, á Vála,
8,52.
2. Viðar Halldórsson Fáki, á Prins
frá Hvítárbakka, 9,35.
3. Hugrún Jóhannsdóttir á Frey-
dísi, 9,45
4. Erling Sigurðsson Fáki, á Elvari
frá Búlandi, 9,45.
5. Helgi Gíslason á Frey 9,46.
Úrslit í Grímutölti Fáks:
Tölt 18 ára og eldri
1. Sigurbjörn Bárðarson Fáki, á
Djákna frá Dunhaga.
2. Snorri Dal Fáki, á Hörpu.
3. Reynir Aðalsteinsson á Þekki frá
Ketilsstöðum.
4. Kristín H. Sveinbjörnsson Fáki,
á Fjólu frá Efri-Brú.
5. Sveinn Ragnarsson á Glæsi.
Tölt 17 ára og yngri:
1. Bergþóra Snorradóttir Fáki, á
Kvisti frá Dalsmynni.
2. Sylvía Sigurbjörnsdóttir Fáki, á
Hauki frá Akureyri.
3. Gunnhildur Sveinbjamardóttir
Fáki, á Kolskeggi frá Barkarstöðum.
4. Sigurður R. Sigurðsson Fáki, á
Jarpi frá Þúfu.
5. Áníta Aradóttir á Faxa frá Sogni.
Besti karlbúningur: Svavar
Magnússon á Spaða, besti kvenbún-
ingur: Kristín H. Sveinbjarnardótt-
ir, frumlegasti búningurinn: Reynir
Aðalsteinsson.