Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 19 VIÐSKIPTI Skeljungur hf. jók veltuna um alls 1.400 milljónir króna á síðasta ári Hagna ðurinn nam 201 milljón króna Skeljungur Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 7.875 6.483 +21,5% Rekstrarg jöld 7.539 6.224 +21.1% Rekstrarhagnaður 336 259 +29,7% Hreinn fjármagnskostnaður (25) (40) Reiknaðir skattar (109) (74) - Hagnaður tímabilsins 187 145 +29,0% Eínahagsreikningur MWjónir króna 31/12*96 31/12*95 Breytiog I Eianir: I Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 2.452 3.969 2.131 3.587 +15,1% +10,7% 6.420 5.734 +12,0% I Skuidir ofi eigið fé : | Skammtímaskuldir 1.432 1.133 +26,4% Langtímaskuldir 2.136 1.964 +8,8% Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 2.852 2.636 +8.2% 6.420 5.734 +12,0% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 44,4% 46,0% Veltufjárhlutfall 1,71 1,89 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 477 1 387 +23,3% Skeljungur Eignar- . /1 stærstu Muthafar Hlutafé, 'J r hiuti LLL ímars 1997 mllljónir 'Samanb. vu> króna ímars 1997 1. The Shell Petroleum Co. 107,1 )S96 m 17,2% 2. Hf. Eimskipaféiag íslands 81,3 13,0% 3. H. Benediktsson hf. 50,1 "SWS"? 8fO% 4. Sjóvá-Almennar tryqqinqar hf. 27,3 4,4% 5. Tryggingamiðstöðin hf. 25,0“ 4,1% 6. The Asiatic Petroleum Co. 22,0"“ 3,5% 7. Lífeyrissjóður verslunarmanna 19,3"" 3,1% 8. Lffeyrissjóður Vestfirðinga 19,2 ■" 3,1% 9. Óiafur Björqúlfsson 18,1“ 2,9% 10. Thor Ó Thors db. 12,5“ 2,0% 430 aðrir hiuthafar 241,5 38,7% SAMTALS 624.3 100.0% Dönsk spamaðar- lög um lyfjaverð NÝJAR áherslur í sölu og aukin fjölbreytni í rekstri er meginá- stæða fyrir stórbættri afkomu hjá Skeljungi hf. á síðasta ári. Hagn- aður félagsins án afkomu hlut- deildarfélaga nam 201 milljón króna og jókst um tæp 40% á milli ára. Þetta er einhver besta afkonia sem fyrirtækið hefur skil- að frá upphafí. Arðsemi eiginfjár hefur farið vaxandi undanfarin ár. Var hún 7,1% á síðasta ári og hafði aukist úr 5,8% árið áður. Veltan jókst um 1.400 milljónir króna á millí ára og segir Kristinn Bjömsson, forstjóri fyrirtækisins, að það megi ekki síst þakka því að fyrirtækinu hafí gengið vel að hasla sér völl á nýjum sviðum eins og smásölu sem olíufélögin leggi nú æ meiri áherslu á að sinna. „Við höfum aukið hlut okkar í eldsneytissölunni töluvert og erum auðvitað afar ánægðir með þann árangur. Hins vegar hefur verið enn meiri uppgangur í annarri sölu. Sala á ýmsu hráefni hefur aukist mikið sem og sala á ýmsum vörum á bensínstöðvunum." Aukin markaðshlutdeild Á liðnu ári jókst heildar elds- neytissala Skeljungs hf. um tæp 14% miðað við árið áður og hækk- aði hlutdeild félagsins á heildar- markaðnum úr 26,9% í 29,31 á síðasta ári. Þar munar mestu um aukna sölu félagsins á SD skipaol- íu og gasolíutegundum og má Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Birte Weiss heilbrigðisráðherra leggur í dag fram frumvarp, sem skyldar lyfsala til að afgreiða ódýrasta lyfíð í hveiju tilviki til kaupenda, nema læknirinn taki annað fram á lyfseðlinum. Frum- varpið er lagt fram þar sem ekki tókst að ná samkomulagi við lyfja- framleiðendur og -innflytjendur, meðal annars vegna þess að þeir gátu ekki komið sér saman um afstöðu. Ætlað er að lögin leiði til spamaðar upp á 150 milljónir dan- skra króna í ár og 200 milljónir á næsta ári. Á undanfömum áratug m.a. rekja þann árangur til nýrrar þjónustu sem félagið tók upp við ört vaxandi flota úthafsveiðiskipa á norðanverðu Atlantshafí. Arðsemi eiginfjár hefur farið vaxandi undanfarin ár. Var hún 7,1% á síðasta ári og hafði aukist úr 5,8% árið áður. Skeljungur hf. á töluverða hlutabréfaeign í öðrum fyrirtækj- um og er hún bókfærð á nafnvirði í efnahagsreikningi félagsins. Hlutabréf i eigu fyrirtækisins hækkuðu mjög í verði á síðastliðnu ári og segir Kristinn að hlutabréf í eigu Skeljungs hafí hækkað að 6-700 milljónir að markaðsvirði á árinu. Fyrirtækið eigi því hlutabréf í öðmm félögum fyrir um 1.200 milljónir króna að markaðsvirði eða fyrir liðlega milljarð umfram bókfært verð. Heildareignir 6,4 milljarðar Heildareignir Skeljungs hf. námu í árslok 6.420 milljónum króna, þar af vom veltuijármunir 2.452 milljónir og fastaQármunir 3.969. Heildarskuldir námu 3.568 milljónum, þar af vom skamm- tímaskuldir 1.432 milljónir. í árs- lok 1996 var veltuíjárhlutfallið 1,71. Eigið fé í árslok nam sam- tals 2.853 milljónum króna, þar af nam hlutafé 624 milljónum, þegar frá hafa verið dregin eigin bréf félagsins. í árslok nam eig- inQárhlutfallið 44,4% en það var 46% í árslok 1995. hafa útgjöld hins opinbera vegna lyljakostnaðar hækkað úr 1,7 milljörðum í 3,7 milljarða danskra króna. Slitnaði upp úr viðræðum Fyrir helgi slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum ráðuneytisins og hagsmunaaðila og ákvað ráðherra þá að leggja lagafmmvarpið fram án tillits til óska hagsmunaaðil- anna. Þingmeirihluti er fyrir fmm- varpinu sem á að taka gildi 1. apríl. Framleiðendur harma fram- varpið sem vinni gegn hagsmunum framleiðenda er þrói ný lyf. Búist er við að nú herði til muna auglýs- ingastarf til að hvetja lækna til að skrifa upp á ákveðin vömmerki og til að beina vali lyfsala í ákveðn- ar áttir, þegar ein gerð lyfs fæst í nokkmm útgáfum, sem allar kosta það sama. Stóra dönsku lyfjaframleiðendumir selji um níu- tíu prósent framleiðslu sinnar er- lendis og kvíða því að verðstríð í Danmörku hafi áhrif á afkomu þeirra þar sem verð á erlendum mörkuðum er háð heimaverðinu. Norsk Hydro í viðræðum við Alumax NORSK HYDRO, stærsta fyrirtæki Noregs, á í viðræðum við Alumax, þriðja mesta olíuframleiðanda Bandaríkjanna, að sögn bandaríska viðskiptaritsins Business Week. Heimildarmaður blaðsins segirað- „„alvarlegar umræður" fari fram og Alumax virðist falt fyrir 55 dollara á hlutabréf. Í febrúar 1996 hafnaði Alumax boði frá Kaiser Aluminium, sem hljóðaði upp á 45 dollara á hluta- bréf. í fyrra námu tekjur fyrirtækis- ins 3,2 milljörðum dollara og hagn- aður 5,19 dolluram á hlutabréf. Al- umax rekur rúmlega 100 álver og verksmiðjur í 30 ríkjum Bandaríkj- anna, Kanada og Evrópu. Tekjur Norsk Hydro námu 12,6 milljörðum dollara í fyrra. Fyrirtækið á álver í Norður-Ameríku og auk þess hlut í olíu- og gasborpöllum við Nýfundnaland. ------» ♦ ♦---- Kaupa4%í Loðnuvinnslunni HRAÐFRYSTIHÚ S Eskifjarðar hf. keypti í gær u.þ.b. 4% hlut í Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði. Um er að ræða eftirstöðvar bréfa úr hlut- aflárútboði fyrirtækisins frá því sl. haust að nafnvirði 17,1 milljón króna. Bréfin vom seld á genginu 3,0 eða fyrir 51,4 milljónir. Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga og framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri mjög ánægju- legt að Hraðfrystihús EskiQarðar skyldi hafa ákveðið að Ijárfesta í fyrirtækinu. „Þetta hafa verið góðir nágrannar og samstarfsmenn í gegn- um tíðina," sagði hann. „Fyrirtækið hefur gengið vel frá upphafi og frá áramótum höfum við tekið á móti 43 þúsund tonnum af hráefni. Á síð- asta ári tók það á móti 75 þúsund tonnum." ------»--♦"♦--- SÍFogFóður- blandan á Verðbréfaþing STJÓRN Verðbréfaþings íslands hefur samþykkt að taka á skrá þings- ins tvö ný hlutafélög, Samband _ís- lenskra fiskframleiðenda hf. (SÍFj og Fóðurblönduna hf. Verða þau fyrst skráð nk. fimmtudag, hinn 20. mars. Þar með verða hlutafélög sem skráð em á þinginu orðin 35 talsins. Gera má ráð fyrir að þeim muni fara fjölgandi á þessu ári, þar sem for- ráðamenn nokkurra hlutafélaga hafa gefið yfirlýsingar um að þeir hyggist sækja um skráningu. Hlutabréf í United News á metverði London. Renter. HLUTABRÉF í brezka sjónvarps- og dagblaðafyrirtækinu United News & Media Plc seldust á met- verði á föstudag þegar fyrirtækið tilkynnti að hagnaður þess hefði aukizt um 12% á fyrsta árinu eft- ir samrana. Fjölmiðlarisinn varð til við sam- mna United News, útgefanda The Express og Daily Star, og sjón- varpsfyrirtækisins og ijármála- þjónustunnar MAI með þriggja milljarða punda samningi. Nýja fyrirtækið segir að hagn- aður 1996 fyrir skatta og sérstök útgjöld hafí aukizt um 12% í 290,2 milljónir punda. Arður á hlutabréf jókst ura 15% í 40 pens. Clive Hollick aðalframkvæmda- stjóri sagði að frammistaða fyrir- tækisins væri betri en bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona. Verð hlutabréfa í United hækk- aði um 25,5 pens í 766 pens. Sum- ir sérfræðingar hafa breytt spám um afkomu fyrirtækisins 1997 og telja nú að hagnaður þess verði á bilinu 310-335 milljónir punda. United segir að búizt sé við að spamaður vegna sammna og end- urskipulagningar muni nema 43 milljónum punda fyrir 1998. fHtrgtstiMa&ife - kjarni mákins! TILKYNNING UM SKRANINGU HLUTABREFA A VERÐBREFAÞINGI ISLANDS Hlutabréf í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, SIF hf., verða skráð á Verðbréfaþingi Islands firá og með 20. mars 1997. Landsbréf hf. eru umsjónaraðili skráningarinnar. Skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfá liggur frammi hjá Landsbréfum hfi, útibúum Landsbanka Islands og á skrifstofú SIF hfi SÖLUSAMBAND ÍSLENSKRA FISKRAMLEIÐENDA HF. . LANPSBRÉF HF. Suiurlandsbrant 2«. 108 Rtyfcjavík. símí 535 2000. brifasími »35 2N1. LÖGGILT VEHBBHÉFAfYRIRTÆKI, AÐIU AÐ VERÐ6RÉFAPINGIISLANDS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.