Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 29 LISTIR Morgunblaðið/ Ásdís Lokaverkið á tónleikum Sehola Cantorum og Mótettukórs Hallgríms- kirkju var frumflutningur hér á landi á verki eftir Hjálmar H. Ragnarsson Maria og krossinn TÓNOST Hallgrímskirkja Kórsöngur SCHOLA CANTORUM OG MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Undir stjórn Harðar Áskelssonar fluttu kórverk eftir Gesualdo. Palestrina, Arvo Párt og Hjálmar H. Ragnarsson. Sunnudagurinn 16. mars 1997. YFIRSKRIFT tónleikanna var Maria og krossinn og hófust tónleik- arnir á stuttum kórverkum eftir Carlo Gesualdo, prins af Venosa. Á æskuárum sínum lagði hann stund á tónlist og varð mjög fær lútuleik- ari. Þrátt fyrir að vera „amatör“ og tónskáld á laun, en hann var mjög áberandi á sviði stjórnmála, er hans sérstaklega getið fyrir frumleika í tónskipan og notaði hann mikið af svo nefndum þverstæðum, svo og krómatískt tónferli. Á efri árum af- salaði hann prinsdómi sínum og helgaði sig gerð trúarlegrar tónlistar (2 bækur af mótettum og 1 með víxlsöngvum, responsorium) en áður hafði hann meira lagt sig eftir gerð madrigala og gefið úr fimm slíkar bækur. Á tónleikum voru reyndar flutt þijú responsorium, eftir Gesu- aldo, sem voru mjög vel sungin af Schola cantorum, er einnig flutti Stabat mater, eftir Giovanni Pierlu- igi frá Palestina. Shola cantorum er aldeilis góður sönghópur og með honum og Mótettukórnum státar Hallgrímskirkja af einu besta söng- samfélagi á íslandi. Eftir frábæran söng Schola cant- orum, mætti allur Mótettukórinn og flutti sjö lofsöngva (Sieben magificat- antiphonen) eftir Árvo Part. Hann byggir víxlsönginn mjög á kyrrstæðri hljómskipan og leik með blæbrigði, sem voru frábærlega vel mótuð og sungin, svo unun var á að hlýða. Þrátt fyrir að verkið líti sakleysilega út á nótnapappír, er það býsna erfitt í flutningi og gerir sérstaklega mikl- ar kröfur um fallega tónmyndun, sem kórinn skilaði af glæsibrag. Seinna verkið, eftir Arvo Párt, var Lofsöng- ur til Maríu, sem einnig er í formi víxlsöngs og eins og í fyrra verkinu, er víxlsöngurinn litaður með breyti- legri raddskipan og var flutningur lofsöngsins ekki siðri en í því fyrra. Lokaverk tónleikanna var Te Deum, eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þetta er viðamikið kórverk. Upphaf þess (Te Deum) er byggt á hljómræn- um endurtekningum en síðan tekur við tvískiptur og langur fúgató kafli (Tibi omnes angeli og Te gloriosus). Þá kemur sérkennilegur kafli (Tu rex gloriæ), þar sem unnið er mjög með samstígar fimmundir, eins konar tví- söng og er þessi kafli að mörgu leyti ólíkur heildarstíl verksins. Lokakafl- inn (Per singulus dies) er mjög hrað- ur og lagrænn, útfærður í hljómræn- um kontrapunkti og í hátíðlegum lokahljómum verksins (In te, Domine, speravi), birtist von mannsins um eilífa björgun. Þetta glæsilega verk var í heild mjög vel flutt og var loka- kaflinn (Per singulum dies) sérstak- lega skemmtilega sunginn en þar getur að heyra hversu gott eyra Hjálmar hefur fyrir því leikræna. Það getur verið vandi að finna hóli nýjan búning, þegar ekkert lát er á vel unnu verki en Shola cantor- um, Mótettukórinn og Hörður Áskelsson, hafa sannarlega sett und- irritaðan í vanda, hvað þetta snertir og verður fyrst fyrir að grípa til þess orðs, sem oftast er notað, því í einu orði sagt, þá voru tónleikarn- ir frábærir, bæði hvað snertir flutn- ing og gæði viðfangsefna. Jón Ásgeirsson Sönggleði TÓNLIST Iláskólabíó Kórsöngur KARLAKÓRINN IIEIMIR Undir stjóm Stefáns R. Gíslasonar flutti islensk og erlend karlakórs lög. Undirleikarar voru Thomas Hig- gerson og Jón St. Gislason. Einsöngv- arar voru bræðumir Óskar, Pétur, Gísli og Sigfús Péturssynir, Bjöm Stefánsson og Einar Halldórsson. Laugardagurinn 15. mars 1997. KARLAKÓRINN Heimir úr Skagafirði er á tónleikaferðalagi sunnan heiða og hélt fyrir fullu Háskólabíói hressilega tónleika sl. laugardag. Kórinn er skipaður mjög góðum söngmönnum, nærri sjötíu að tölu, sem sungu margt vel og var auðheyrt að vel hafði verið æft fyrir tónleikana. Tónleikarnir hófust á lagi Sigfús- ar Einarssonar, Þú álfu vorrar, sem kórinn skilaði mjög vel. Það sem helst mætti finna að söng Heimis, er val viðfangsefna því svo góður sönghópur, sem Heimir er, mætti taka meira upp í sig en lög eins og Til fjalla, La Montanara, Sjó- mannapolka, Fram í heiðanna ró og Tennessí-polka, sem öll eru hreinlega dægurlög, margsungin og léttvæg viðfangsefni. Auk lag- anna Þú álfu vorrar, voru Áfram, eftir Árna Thorsteinsson, Á Sprengisandi, eftir Sigvalda Kalda- lóns og Brennið þið vitar, eftir Pái ísólfsson, einu klassísku karlakórs- lögin á efnisskránni og voru þau ágætlega sungin, sérstaklega lag Páls, sem var sérlega vel mótað af kór og undirleikara. Tvö iög eftir Jón Björnsson voru frumflutt af kórnum, Lækurinn, við texta eftir Kristján frá Djúpalæk og Hófadynur, við kvæði eftir Rósu B. Blöndals. Lög Jóns eru ekta al- þýðulög og í „Lækurinn", mátti heyra töluverðan trega og að því er kynnir tónleikanna greindi frá er lagið líklega svansöngur tón- skáldsins. Tvísöng í þessu þokka- fulla lagi sungu Gísli og Pétur Pét- urssynir. Björgvin Þ. Valdimarsson átti tvö alþýðleg söngverk, Vorsól, við texta eftir Stefán frá Hvítadai og Sólskinsbarn, við texta eftir Jón frá Ljárskógum. „Vorsólin" er hressilegt lag, se_m var ágætlega sungið af kór og Óskari Péturssyni og „Sólskisbarnið" er ljúft og þokkafullt lag, sem Sigfús, Péturs- son söng með kórnum. Sú aðferð, að skipta sönglagi á milli einsöngvara og kórs, er ekki ávallt smekklega útfærð því í lagið vantar oft það sem hægt er að krefj- ast af einsöngvara svo að einsöng- urinn verður oftar en ekki aðeins endurtekning þess sem kórinn ger- ir. Þessa gætti í ítalska fjallasöngn- um, með Einari Halldórssyni, Lagi Bjarka Árnasonar, Dfsir vorsins, er Björn Sveinsson, Pétur og Sigfús Péturssynir sungu. Eiginlegan ein- söng gat að heyra í lagi Sigvalda, Á Sprengisandi, sem sungið var mjög vel af Einari Halldórssyni en kórinn söng skemmtilega útsettar undirleiksraddir. Óskar Pétursson söng ágætlega lagið Vorsól, eftir Björgvin og síðast Skál-skál. eftir Romberg, hressilegt lag, sem bæði kór og Oskar Pétursson fluttu mjög vel. Karlakórinn Heimir er vel mann- aður kór og hefur á að skipa frá- bærum söngmönnum og svo sem dæma má af flutningi kórsins í lagi Páls ísólfssonar, ætti kórinn að duga vel við erfið viðfangsefni, þó bregða megi á leik með léttari lög- um svona af og til og þá af þeirri sönggleði, sem í heild einkenndi söng kórsins. Stjórnandinn, Stefán R. Gíslason, kann vel að stýra sínum mönnum og undirleikur Thomasar Higgerson var sérlega skýr og ör- uggur. Það sama gildir um harmon- ikkuundirieikinn hjá Jóni St. Gísla- syni og útfærslu sumra einsöngs- atriðanna, að harmonikkan var að- eins notuð sem eins konar hljómfyll- ing og hafði því lítið sem ekkert „að gera“. Jón Ásgeirsson Ljóstrað upp leyndarmáli Morgunblaðið/Sveinn Haraldsson LEIKENDUR og annað starfsfólk sýningarinnar úr hópi nemenda framhaldsskólans. LEIKLIST Lcikfclag Framhaldsskóla Vcstf jaröa LEYNDARMÁL Höfundur: Jónína Leósdóttir. Leik- stjóri: Björn Gunnlaugsson. Aðstoð- arleikstjóri: Albertína Elíasdóttir. Hvíslari: Valgerður Sigurðardóttir. Ljósahönnuður: Þórður Orri Péturs- son. Tæknimenn: Anna Sigriður Halldórsdóttir og Magni V. Guð- mundsson. Förðun: Jóhanna Fylkis- dóttir og Hugrún Lilja Hilmarsdótt- ir. Leikendur: Binia M. Guðmunds- dóttir, Bjami Þór Valdimarsson, Brynja Ruth Karlsdóttir, Dóra Hlín Gísladóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Elín Smáradóttir, Eyrún Eggerts- dóttir, Guðbjörg Bjömsdóttir, Guð- rún Ósk Ásmundsdóttir, Hafsteinn Már Andersen, Helga Guðrún Gunn- arsdóttir, Hilmir Þór Bjarnason, Hrafnhildur Ýr Elvarsdóttir, Jófríð- ur Ósk Hilmarsdóttir, Judith Anialía Jóhannsdóttir, Kristinn Júlíus Smárason, Kristimi Orri Hjaltason, Óli Maríus Guðmundsson, Pálina Björg Snorradóttir, Rúna Esradóttir Þorsteinn Hymer og Ævar Guð- mundsson. Mánudagur 10. mars. ÞAÐ HEFUR ekki áður komið til að undirrituðum hefur gefist færi á að sjá tvær ólíkar uppsetn- ingar á nýju íslensku leikriti með viku millibili. Hér gafst færi á að líta sviðsetningu Vestfirðinga í ljósi frumuppfærslu Breiðhyltinga. Þetta varpar sérstaklega ljósi á vinnubrögð leikstjóra og hve stór- an þátt þeir geta átt í því hvernig verk er skilið. Hins vegar er ekki ástæða til að bera verk leikstjór- anna beinlínis saman; þeir skiluðu báðir vandaðri vinnu og skópu nokkuð ólík sjónarhorn á verkið. Það voru nokkur atriði í sýning- unni á ísafirði sem voru sérstak- lega athyglisverð. Heimsóknin til sálfræðingsins var ógnvekjandi. Eyrún Eggertsdóttir var útsmog- inn og tilfinningakaldur sérfræð- ingur sem á engan hátt var treyst- andi. Notkun handsíma braut upp samræðuformið og náði að fanga athygli áhorfenda og beina henni að textanum á nýjan leik. Einstaka útstrikanir á texta gerðu orðræð- una einbeittari. Hvað leikinn varðar skipti mestu að vinkonuþrenningin var í öruggum höndum Rúnu Esradótt- ur, Birnu M. Guðmundsdóttur og Elínar Smáradóttur sem leika allar af öryggi og krafti. Þar mæddi mest á Rúnu í hlutverki Sólveigar, en hún studdi sig við Ævar Guð- mundsson í hlutverki Baldurs, besta vinar hennar, og Helgu Guð- rúnu Gunnarsdóttur í hlutverki Lindu, litlu systur, sem skiluðu bæði sínu með sóma. Guðrún Ósk Ásmundsdóttir var einnig eftir- tektarverð í hlutverki hinnar erfiðu móður hennar. Guðrún lék stórt og minnti mest á spéfugla þöglu myndanna. Aðrir þátttakendur léku af lífi og fjöri og var gaman að fylgjast með leikgleðinni þó að framsögninni væri oft nokkuð áfátt. Þar sem ætla má að sýningar á þessu nýja verki verði ekki fleiri í bráð verður ljóstrað upp um efni leiksins. Leikritið fjallar um þau vandkvæði sem fylgja því fyrir unglinga af báðum kynjum að opinbera samkynhneigð sína. Mál- ið er rannsakað frá ýmsum hliðum og á nærgætinn hátt fjallað um sjálfsfyrirlitningu og viðbrögð fjöl- skyldu og félaga. Þeir sem koma að málinu utan frá eiga oft erfitt með að gera sér í hugarlund hve stórt skref þetta reynist ungling- um, hvað þá eldra fólki, eins og öll atriði sem snerta beint sjálfs- mynd einstaklingsins. Jónína Leósdóttir hefur leyst þetta vanda- mál á glæsilegan hátt í verki sem er klæðskerasniðið fyrir þarfir ungs fólks. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.