Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Formaður bankaráðs íslandsbanka um kaup Landsbankans á hlut í VÍS á aðalfundi íslandsbanka hf. Pólitísk ákvörð- un í hæsta máta Morgunblaðið/Ásdís GLUGGAÐ í ársskýrsluna á aðalfundi íslandsbanka í gær. ÖLL fyrirtæki á fiármagnsmarkaði hljóta að þurfa að skoða stöðu sína í nýju ljósi eftir að ríkið hefur ákveð- ið að hasla sér völl á tryggingasvið- inu. Það mun íslandsbanki að sjáif- sögðu einnig gera, sagði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, á aðalfundi bankans í gær. Fram kom hjá honum að liðið ár hefði að flestu leyti reynst bankan- um hagstætt. Tekjur hefðu aukist meira en hjá stærsta samkeppnisaðil- anum og rekstrarkostnaðurinn lækk- aði á sama tíma og hann yxi hjá honum. Kristján sagði að það væri sann- arlega umhugsunarefni fyrir einka- reksturinn í landinu hvaða stefnu ríkið væri að taka með kaupum Landsbankans á helmingi hlutafjár í Vátryggingafélagi íslands. Nú bættust vátryggingar og líftrygging- ar við umsvif ríkisins á fjármagns- markaðnum og það væri vissulega enn ein mótsögnin í yfirlýsingum stjórnvalda um að þau vilji draga úr eignarhaldi og umsvifum ríksins. Ráðherrar komu að málinu „Landsbankinn er með þessum kaupum að ráðstafa 52% af öllu eig- infé sínu. Fyrir liggur að stjómendur Landsbankans höfðu samráð við eig- anda sinn um þessi kaup. Ráðherrar komu að málinu, svo ákvörðunin er í hæsta máta pólitísk," sagði Krist- ján. Hann gerði síðan umræðu um líf- eyrisspamað og framtíðarfyrirkomu- lag hans að umtalsefni og sagði að núverandi kerfi lífeyrisspamaðar hefði að hans mati reynst vel í grund- vallaratriðum og ekki sé ástæða til stórfelldra breytinga. Hins vegar væri fyrir hendi vaxandi áhugi á við- bótarspamaði í séreignaformi og væri sú umræða áhugaverð fyrir Is- landsbanka. Almennt sé talið að í framtíðinni muni peningalegur sparnaður landsmanna fyrst og fremst myndast í lífeyrissparnaði og mestur vöxtur geta orðið í séreigna- forminu og á þeim markaði vilji ís- landsbanki keppa. Teldu þeir farsæl- ast að á þessu sviði ríki frjáls sam- keppni og öllum helstu aðilum á fjár- magnsmarkaði, þ.m.t. bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og tryggingarfélögum verði heimilað að bjóða þessa þjón- ustu. Nauðsynlegt sé að tryggja jafna aðstöðu í samkeppninni, meðal annars varðandi það að undanskilja þennan sparnað lausafjár- og bindi- skyldu og setja þurfi aimennar reglur til þess að iðgjöld vegna lífeyris- spamaðar njóti skattfrestunar. „Af þessu leiðir að við teljum óeðli- iegt að með stjórnvaldsákvörðunum eða samningum verði einstaklingum settar skorður varðandi val á aðila, sem þeir kjósa að ávaxti þennan hluta lífeyrissparnaðar síns eins og gert var í nýlegum samningi ríkisins og opinberra starfsmanna, svo og í samningi ríkisbankanna og starfs- manna þeirra. í samningi íslands- banka við sína starfsmenn hafa þeir hins vegar val um það hvert viðbótar- lífeyrissparnaðurinn greiðist. Þeir sem vilja samkeppni verða einnig að sætta sig við frelsi starfsmanna til að velja lífeyrissjóð." Formbreyting Kristján gerði einnig að umtalsefni fyrirætlanir ríkisins um að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og fjár- festingarlánasjóðum atvinnuveganna í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hvað frumvörpin um ríkisbankanna varðaði gerðu þau efnislega ráð fyrir því einu að bönkunum verði breytt að forminu til úr stofnunum í hlutafé- lög. Hér sé um að ræða skref í rétt átt, þó vissulega hefði verið æski- legra að stíga stærra skref og stefna að því að selja eignarhlut ríkisins. Ætla verði að með breytingunni jafn- ist nokkuð starfsaðstaða þeirra og einkabankans íslandsbanka. Með breytingunni falli ríkisábyrgð á skuld- bindingum bankanna niður og von- andi muni ríkið gera kröfu til arðs af hlutabréfum sínum í bönkunum. Hann riflaði upp að hann hefði gert það að tillögu sinni á aðalfundi íslandsbanka fyrir ári að íslands- banki keypti Búnaðarbankann með stuðningi annarra, en með því hefði náðst umtalsvert hagræði í banka- starfsemi og tveir bankar af svipaðri stærð hefðu fullnægt kröfum um eðlilega samkeppni auk erlendrar samkeppni. „Ef ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um að selja Búnaðar- bankann hefði hún sýnt raunhæfan vilja til þess að draga ríkið út úr þessum rekstri og eflt einkavæðingu. Það hefði þá verið áhugavert við- fangsefni til að takast á við að fá innlenda og erlenda flárfesta til að efla íslandsbanka til að kaupa Bún- aðarbankann," sagði Kristján. Hann sagði að áformin um að brejd-a ijárfestingarlánasjóðunum væru umdeilanleg. Það virtist mót- sagnakennt að stofna nýjan banka í eigu ríkisins þegar rætt væri um að þörf væri á að draga úr afskiptum þess af rekstri fjármálafyrirtækja. Sjóðir sjávarútvegs og iðnaðar hefðu ekki verið taldir til ríkisstofnana. Samkvæmt frumvarpinu skyldu iðn- aðarráðherra og viðskiptaráðherra hefja undirbúning að sölu allt að 49% hlutafjár eftir gildistöku laganna, en jafnframt komi fram í greinargerð að ekki standi til að selja meirihluta ríkisins fyrst um sinn þar sem hinn nýi banki þurfi tíma til þess að fóta sig á markaði við öflun lánsfjár og afla sér trausts á erlendum lána- markaði. íslandsbanka hefði tekist ágætlega að fóta sig á markaðnum undanfarin ár án þess að vera í eigu ríkisins. Engin ástæða væri til að ætla að hinn nýi banki gæti ekki gert hið sama. „Rökin fyrir nauðsyn ríkiseignar á bankanum rista því ekki djúpt. Þau eru fyrst og fremst pólitísks eðlis fremur en fagleg. Ég hef persónu- lega talið eðlilegra að fjárfestingar- lánasjóðunum verði breytt í hlutafé- lög, eins og ríkisbönkunum og hluta- féð síðan selt á markaði. Þannig los- aði ríkið sig út úr þessari starfsemi. Markaðurinn mundi jafnframt ráða fram úr því hvernig þessi starfsemi þróaðist, hvort hún aðlagaðist venju- legri bankastarfsemi eða yrði rekin áfram í formi sjálfstæðra hlutafélaga ótengd ríkinu. Hver sem þróunin yrði hefði ríkið hins vegar hætt af skiptum af starfsemi sem það -jiarf ekki að skipta sér af.“ Óviðunandi Kristján vék einnig að kjarasamn- ingum við bankamenn og sagði að þegar breytingar voru gerðar á laga- legum ramma kjarasamninga á síð- asta ári hefði þess ekki verið gætt að breyta lögum um samninga bankamanna en þau eru frá árinu 1977. í kjaradeilu starfsmanna bank- anna væri sáttasemjari settur í þá sérstöku aðstöðu að þurfa að setja fram sáttatillögu með hliðsjón af tímasetningu verkfalis en ekki efni máls eins og í kjaradeilum annarra hópa. „Ég hef ástæðu til að óttast að að þetta fyrirkomulag eigi veru- legan þátt í því að nú stefnir í verk- fall bankamanna," sagði Kristján. Hann sagði einnig rétt að vekja athygli á því sem fram hefði komið hjá formanni bankamanna í fjölmiðl- um að ekki væri hægt að treysta því sem gerðist í ríkisbönkunum í kjölfar þess að þeim yrði breytt í hlutafélög. Því geti þeir ekki samið til jafn langs tíma og aðrir launþegar og því komi til verkfalls. „Þetta er sérkennileg staða fyrir okkur og okkar starfsfólk og er raunar óásættanleg." Kristján sagði að í rekstri bankans á síðasta ári mætti sjá áhrif jákvæðr- ar efnahagsþróunar á síðasta ári. Heildarútlán hefðu aukist um 9 millj- arða króna eða 17% og innlán hefðu einnig aukist mikið eða um 11%. Jafn mikill vöxtur hefði ekki orðið í bankastarfseminni síðustu tíu árin og íslandsbanki hefði aukið mark- aðshlutdeild sína. Kristján gerði einnig grein fyrir því að stefnumótun bankans hefði verið endurskoðuð á liðnu ári með það að markmiði að aðlaga rekstur- inn nýjum aðstæðum eins hratt og kostur væri. Miklar breytingar hefðu orðið á starfsumhverfí bankans á undanförnum misserum og meiri breytingar væru framundan. Erlend samkepnni færðist í vöxt á sama tíma og tæknibylting ætti sér stað í bankaviðskiptum. Valur Valsson, formaður bankastjórnar íslandsbanka hf. Árið 1996 besta, árið ísögu Islandsbanka íslandsbanki hf. stærstu hluthafar mtaté, ímnrc 10Q7 milljónif samanb. vlð ' Á. .. 1 nidío 1 uu/ króna 30. júní 1996 c .7' Eignarhluti ímars 1997 1. Lífeyrissjóður verslunarmanna 391,5 ;v. m 101o/g 2. Lífeyrissjóðurinn Framsýn 389,3 öp.. ^x. j m 10,0% 3. Fiskveiðasjóður íslands 276,0 7,1% 4. Eignarhaldsfél. Alþýðubankinn hf. 228,1 5,9% 5. Burðarás hf. 223,4 5,8% 6. Hlutabráfasjóðurinn hf. 112,6 2,9% 7. Landssamb. ísl. Úfvegsmanna 86,4 2,2% 8. Sjóvá-Almennauliff 85,3tSí? 2,2% 9. Samtök iönaðarins 78,3 g! 2,0% 10. Lífeyrissjóður Norðurlands 62,9 “ 1,6% Aðrir hluthafar 1.944,8 50,1% SAMTALS 3.878.8 100.0% ÁRIÐ 1996 er besta árið í rekstri íslandsbanka frá því bankinn tók til starfa. Umsvif bankans og dótturfé- laga jukust. mikið og hagnaður nær tvöfaldaðist á milli ára, að því er fram kom í ræðu Vals Valssonar, formanns bankastjómar íslands- banka á aðalfundi bankans í gær þegar hann gerði grein fyrir árs- reikningi bankans vegna síðasta árs. Fram kom að hagnaður íslands- banka hefði verið 642 milljónir króna á síðasta ári og vaxið um 311 milljón- ir króna frá fyrra ári. Það svarar til 13,6% ávöxtunar eigin fjár, en ávöxt- unin var 7,4% árið 1995. Heiidar- eignir jukust um 13 milljarða króna eða 20% og útlán og eignarleigu- samningar um 18%. Innlán jukust um 11% og hreinar rekstrartekjur um 445 milljónir króna á sama tíma og heildarrekstrargjöld lækkuðu um sex milljónir króna. Vaxtartekjur numu rétt rúmum sjö milljörðum króna á síðasta ári ogjuk- ust um 13% frá fyrra ári. Vaxtagjöld voru 3.880 milljónir króna og hækk- uðu um 15% milli ára. Hreinar vaxta- tekjur numu því 3.139 milljónum sem er 10% aukning frá árinu 1995. Valur sagði að þrátt fyrir að hreinar vaxta- tekjur hafí aukist um 300 milljóinir króna hafí vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildarflármagns haldið áfram að lækka og verið 4,4% sam- anborið við 4,5% árið áður. Til sam- anburðar hafí vaxtarmunurinn verið 5,8% árið 1990. Aðrar rekstrartekjur námu 1.786 milljónum króna í fyrra og jukust um 9%. Hækkunin stafí fyrst og fremst af gengishagnaði sem orðið hafí á veltuverðbréfum en árið áður hafí orðið 50 milljón króna gengis- tap. Önnur rekstrargjöld námu í heild 3.335 milljónum króna og lækkuðu um 6 milljónir frá fyrra ári. Laun og launatengd gjöld námu 1.724 milljónum og jukust um 79 milljónir króna, en hækkunin skýrist fyrst og fremst af launahækkunum sem urðu í upphafi ársins. Að meðaltali voru stöðugildi 707 á síðasta ári og fækk- aði um 20 frá árinu á undan. Valur sagði að þrátt fyrir stór aukin um- svif hefði annar almennur rekstrar- kostnaður nær ekkert hækkað á ár- inu og numið 1.339 milljónum króna. Rekstrargjöldin í heild hefðu verið 4,7% af meðalstöðu heildarfjármagns á síðasta ári samanborið við 5,3% árið 1995 og hefði þetta hlutfall aldrei verið lægra frá stofnun bank- ans. Hlutfall kostnaðar af tekjum hefði verið 72% í fyrra samanborið við 78% árið áður. Bankinn hefði sett sér að ná þessu hlutfalli niður í 60% innan fárra ára, en þeir bank- ar sem væru taldir með mesta rekstr- arhagkvæmni í heiminum væru með þetta hlutfall í kringum 60% eða inn- an við það. Framlag á afskriftarreikning var 922 milljónir króna í fyrra og hækk- aði um 92 milljónir frá fyrra ári. Valur sagði að vonast hefði verið til þess að framlagið héldi áfram að lækka eins og það hefði gert tvö árin þar á undan, en það hefði ekki gengið eftir. Skýringin fælist meðal annars í því að fasteignaverð hefði lækkað á milli ára en það hefði áhrif á mat fullnustueigna og mat á trygg- ingum útlána. Hlutfallslega væri framlagið hins vegar óbreytt frá fyrra ári 1,3% af heildarfjármagni. Érlendir bankar geri ráð fyrir því að þeir þurfi að jafnaði að leggja 0,5-1% af útlánum á afskriftareikn- ing og ekki sé ólíklegt að þróunin verði með svipuðum hætti hér. í framtíðinni megi búast við að fram- lag á afskriftareikning fari lækkandi. Heildarútlán 62 milljarðar Heildarútlán Islandsbanka námu 61.913 milljónum króna í árslok og jukust um 8.815 milljónir á árinu eða um 17%. Þar af voru eignarleigu- samningar 3.735 milljónir króna og fullnustueignir 2.163 milljónir. Hlutur einstaklinga í útlánum var stærstur 36,1%, hlutur sjávarútvegs 23,8%, hlutur verslunar 15,1%, hlutur iðnað- ar og verktaka 12,1% og annað 12,9%. Valur sagði að aukning á útlánum hefði verið fjármögnuð með lántök- um annars vegar og auknum innlán- um hins vegar. Skuldir við lánastofn- anir, fyrst og fremst erlenda banka, hefðu numið 9.935 milljónum króna í árslok og aukist frá árinu áður um 5.299 milljónir. Innlán hefðu numið 38.591 milljónum króna og aukist um 3.675 milljónir eða 11%. Eigið fé bankans í árslok nam 5.386 milljónum króna og var eigin- fjárhlutfall bankans og dótturfélaga hans 10% í árslok. íslandsbanki á þijú dótturfélög Glitni, Verðbréfamarkað íslands- banka og Verslunarlánasjóð og sagði Valur að rekstur þessara dótturfé- laga hefði gengið vel á síðasta ári. Nýir samningar hjá Glitni á árinu hefðu numið um 3.000 milljónum króna sem er um 37% aukning frá árinu á undan. Hagnaður af rekstri félagsins nam 87 milljónum króna samanborið við 105 milljónir árið áður. Hagnaður af starfsemi VÍB var 37 milljónir króna í fyrra samanbor- ið við 23 milljónir króna árið 1995 og svarar hagnaðurinn til 20% arð- semi af eigin fé. Mikil umskipti urðu einnig í rekstri Verslunarlánasjóðs á síðasta ári og hagnaðurinn 57 millj- ónir króna samanborið 131 milljónar króna tap árið áður. 8% arður Á aðalfundinum í gær var sam- þykkt að greiða 8% arð. Bankaráð bankans var endurkjörið að öðru leyti en því að Magnús Geirsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í bankaráð íslandsbanka voru kjörnir Kristján Ragnarsson, Einar Sveinsson, Guð- mundur H. Garðarsson, Orri Vigfús- son, Haraldur Sumarliðason, Öm Friðriksson og Helgi Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.