Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavik 9 Simi 5691100 9 Simbréf 569 1329
9 Netfang:lauga@mbl.is
Þjónustuíbúðir
aldraðra
Frá Gyðu Jóhannsdóttur:
FYRIR skömmu var fjallað um
neytendamál í þjóðarsálinni. Þar
kom fram hjá Drífu Sigfúsdóttur
að mikið af kvörtunum bærist til
þeirra frá eldra fólki sem festi
kaup á svokölluðum þjónustuíbúð-
um aldraðra vegna þess hve dýrar
þær væru og að þjónustan væri
minni en fólk hefði gert sér vonir
um. Astæðan fyrir því að þessar
íbúðir sem ganga kaupum og söl-
um á fijálsum markaði eru dýrar
eru þessar:
1) Þær eru staðsettar í vönduð-
um og fallegum sambýlishúsum
og mikið í þær lagt vegna þess að
aldraðir sem hafa selt gömul og
óhentug hús gera miklar kröfur
þegar þeir kaupa íbúðir sem eiga
að gera þeim lífið léttara á efri
árum.
2) Þar sem félags- og þjón-
ustumiðstöðvar sem borgin (skatt-
greiðendur) rekur eru staðsettar í
sama húsi og umræddar íbúðir
eykur það verðgildi á meðalstórri
þjónustuíbúð um eina milljón
króna.
Það er óréttlátt en skiljanlegt,
þar sem fólk þarf ekki að fara út
úr húsi til þess að taka þátt í sam-
eiginlegu borðhaldi, föndri, spilum,
dansi og annarri afþreyingarstarf-
semi sem boðið er uppá og aldrað-
ir í öllum hverfum borgarinnar
hafa aðgang að.
Þjónustuíbúðirnar ganga kaup-
um og sölum á fijálsum markaði.
Það liggur Ijóst fyrir hvað eldra
fólki stendur til boða í félags- og
þjónustumiðstöðvum borgarinnar
og á það jafnt við um alla hvort
sem heldur er, aldraður einstakl-
ingur sem á þjónustuíbúð í sama
húsi, _eða annar sem á íbúð í hverf-
inu. í öllum sambýlishúsum aldr-
aðra eru húsfélög. íbúar þjónustu-
íbúðanna geta að sjálfsögðu komið
á þeirri þjónustu sem þeir óska
eftir ef meirihluti íbúanna er því
samþykkur og vill greiða þann
kostnað sem af henni leiðir s.s.
vakt allan sólarhringinn við bjöllu-
kerfi hússins o.fl.
Það er hinsvegar óskiljanlegt að
þeir sem hafa fjármagn til þess
að festa kaup á þessum dýru íbúð-
um telji sig geta gert kröfu á hend-
ur skattgreiðendum um meiri þjón-
ustu þeim til handa, en hinum sem
verða að gera sér að góðu að búa
áfram í sínum gömlu íbúðum og
húsum víðsvegar um borgina.
Það er svo annað mál að nýting
og rekstrarkostnaður á félags- og
þjónustumiðstöðvum sem borgin
byggir og rekur er mjög umdeild-
ur. Byggingarkostnaður er á annað
hundrað milljónir á hveija félags-
miðstöð. Þær eru lokaðar um helg-
ar og eftir kl. 5 á daginn virka
daga. Þær eru í samkeppni við
kirkjurnar sem margar hveijar
eiga glæsileg safnaðarheimili og
gera mikið að því að laða eldra
fólk til samstarfs.
I Danmörku (Óðinsvéum) eru
klúbbar aldraðra í öllum hverfum
borgarinnar sem sjá um rekstur á
félagsmiðstöðvum eins og þeim
sem hér um ræðir. Þeir fá vissa
ijárupphæð frá borgaryfirvöldum
árlega til þess að standa straum
af kostnaði við reksturinn.
Vinnan og félagsskapurinn sem
þessu er samfara fyllir upp í tóma-
rúm fólks sem er hætt á vinnu-
markaðnum og félagsstarfið verð-
ur þróttmeira þar sem fólkið sjálft
leggur fram krafta sína og ræður
ferðinni.
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR,
Miðleiti 7, Reykjavík.
Seljum punkt
Smáfólk
allt í einu sótti að mér efi um þér ...
sjálfa mig!
Frá Eggerti E. Laxdal:
ÞAÐ er hart barist um bitana í
þjóðarkökunni um þessar mundir,
það er orðin venja, að þeim, sem
minnst hafa, sé áfram skammtað
naumt, en hinir, sem tróna á
toppnum, fá mest til sín. Öryrkjum
og eldri borgurum er sífellt haldið
við sultarmörk. Við svo búið má
ekki standa lengur. Þetta fólk
verður að vakna til dáða, annars
fer illa. Síðasta bragð valdhaf-
anna, var að ráðast á sparifé þessa
fólks, sem hefur tekist að spara
saman eitthvað af peningum, til
þess að létta undir á elliárunum,
en nú eru þessir peningar teknir
af valdhöfunum og látnir í ríkishít-
ina, því að hún er talin meira virði
en lifandi fólk.
Valdhafamir láta sig engu
skipta, þótt fólkið svelti og búi við
skort á öllum sviðum. „A ég að
gæta bróður míns?“ sagði Kain,
þegar hann hafði gengið af honum
dauðum.
Ekki vantar slagorðin hjá vald-
höfunum fyrir kosningar til Al-
þingis. Hagur mannsins skal
ganga fyrir öðrum málum, en þeg-
ar komið er í ráðherrastólana, þá
er allt svikið og fólkið blóðmjólkað,
einkum þeir, sem minnst mega sín.
Hvað á þetta að ganga lengi? Er
ekki kominn tími til þess að setja
punkt við gerræðið, með samtaka-
mætti allra þeirra, sem ekki hafa
úr neinu að spila, ungir sem gaml-
ir verða að rísa upp og gera stór-
átak í málinu, til þess að óréttlæt-
inu megi linna. Unga fólkinu kem-
ur þetta við, ekki síður en öðrum,
því að lífið er stutt og efriárin blasa
við í allri sinni nekt.
EGGERT E. LAXDAL,
Hveragerði.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.