Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ y Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÍSAK og Halldóra gerðu það gott á laug- ardaginn og unnu til bronsverðlauna í standard og gullverðlauna í latin. GUÐNI Rúnar og Helga Dögg sigruðu tvöfalt á laugardaginn. GUNNAR Hrafn og Ragnheiður dansa hér paso doble. Jón Pétur og Kara sigr- uðu í sinni síðustu keppni PANS í þróttahúsið við Strandgötu ÍSLANDSMEISTARA- KEPPNI í SAMKVÆM- ISDÖNSUM íslandsmeistarakeppni í samkvæm- isdönsum, með fijálsri aðferð, var haldin síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppt var annarsveg- ar í sígildum samkvæmisdönsum og í suður-amerískum dönsum hinsvegar. A annað hundrað pör voru skráð til leiks og fjöldi áhorf- enda, til að fylgjast með og hvetja sitt fólk. Unglingar I (12-13 ára) Þessi flokkur keppti í 4 sígild- um samkvæmisdönsum og 4 suð- ur-amerískum dönsum. Þetta er yngsti hópurinn sem keppir með frjálsri aðferð og mörg hver á sínu fyrsta keppnisári í þeim keppnis- flokki. Eg var mjög ánægður með þann grunn sem flest þessara para höfðu og verður gaman að fylgjast með þeim á komandi árum. Þessi flokkur dansaði suður- amerísku dansana fyrst og gerði það með miklum sóma og er ljóst að þarna er margt góðra dansara. Athugið þið fótaburðinn svolítið betur; þið hafíð sterka og góða fætur, notið þá! Sigurvegarar í þessum flokki voru Guðni Rúnar og Helga Dögg; ákaflega heillandi par. Þau áttu frábæran dag og sigruðu örugglega að mínu mati, og hjálpaðist þar að góður dans og mikil innlifun. Það var hrein unun að horfa á rúmbuna þeirra, eins var samban sérstaklega vel útfærð. í öðru sæti voru Árni og Aðal- heiður. Þau náðu betur saman núna og unnu betur með fótunum en þau hafa gert og skilaði það þeim öðru sætinu, sérstaklega fannst mér jive-ið þeirra fjörugt og vel dansað. Guðni Rúnar og Helga Dögg sigruðu líka í sígildu samkvæmis- dönsunum og gerðu ekki síður góða hluti þar en í suður-amerísku dönsunum. í öðru sæti voru Hilm- ir og Jóhanna Berta, sem áttu góðan dag, þau hafa sýnt miklar framfarir á tiltölulega stuttum tíma. Fannst mér enski valsinn HILMIR Jensson og Jóhanna Berta Bernburg urðu í 2. sæti í standard dönsum í unglingaflokki I. þeirra bezti dans; mjúkur og góð- ar línur. Unglingar II (14-15 ára) Þessi flokkur dansaði alla 10 dansana og byrjaði á sígildu sam- kvæmisdönsunum. Að mínu mati voru þetta ein jöfnustu undanúr- slit sem ég hef séð hér á landi og hefur eflaust verið mjótt á mununum. Sigurvegarar í þessum flokki voru Hafsteinn og Laufey Karítas. Þau voru mjög glæsileg á gólfínu og gerðu góða hluti. Flestar línur voru hreinar og ve] útfærðar og dansinn fallegur. í öðru sæti urðu Gunnar Hrafn og Ragnheiður. Þetta er einnig mjög glæsilegt par og vinnur ákaflega vel með fótum sínum og hafa þau eflaust verið fast á hæla Hafsteins og Laufeyjar. í suður-amerísku dönsunum sigruðu ísak Nguyen og Halldóra Ósk. Þau voru hreint út sagt frá- bær. Það má svo með sanni segja að dansinn komi innan frá hjá þessu danspari. Það var mikill kraftur í þeim og þau gerðu sér mikinn mat úr hverri einustu hreyfingu. Haldiði áfram á sömu braut! I öðru sæti voru Hafsteinn og Laufey Karítas. Þau hafa oft dansað betur, það var eins og þau væru eilítið kærulaus. Þetta er SNORRI Engilbertsson og Doris Ósk Guðjónsdóttir dansa hér tangó af innlifun. engu að síður gott par, sem getur gert enn betur með meiri einbeit- ingu og betri notkun á fótum. Ungmenni (16-18 ára) Einungis var keppt í flokki 16 ára og eldri á laugardaginn, en í þessum flokki þurfti að velja tvö pör til að vera fulltrúar íslands á Evrópu- og heimsmeistaramótum á næsta ári. Keppnin stóð að mínu mati á milli tveggja frábærra para, og sú varð raunin. I fyrsta sæti, í báðum greinum, urðu Benedikt og Berglind, stórkost- legir dansarar. Þeim hefur farið geysilega mikið fram að undan- förnu, sérstaklega í sígildu sam- kvæmisdönsunum. í öðru sæti urðu Brynjar Örn og Sesselja, ekki síður stórkostlegir dansarar og hefur eflaust verið mjótt á mununum. Bæði þessi pör eru að fara utan á næstunni; Benedikt og Berglind til Blackpool og Brynjar Órn og Sesselja á heims- meistaramót ungmenna í Slóve- níu. Bæði þessi pör verða okkur íslendingum, án efa, til mikils sóma. Áhugamenn 16 ára og eldri Þessi flokkur byrjaði á sígildu samkvæmisdönsunum og dansaði nokkuð vel. Þó finnst mér að hér mætti leggja meiri vinnu í fóta- burðinn, það má gera meiri kröfur um hann hjá þetta góðum dönsur- um! Fyrstu tvö sæti féllu í skaut sömu para og í flokknum hér á undan; þeim Benedikt og Berg- lindi og Brynjari Erni og Sesselju. Mikil spenna ríkti er þessi flokkur keppti í suður-amerisku dönsunum. Var keppnin þar mjög jöfn og spennandi. Að lokum fór svo að Víðir og Magda báru sigur úr býtum eftir harða_ og tvísýna keppni við systkinin Árna Þór og Erlu Sóley. Mér fannst Víðir og Magda dansa mun betur í undan- úrslitunum heldur en í úrslitunum, sérstaklega þó jive-ið, það var eins og það vantaði svolítinn kraft í þau i úrslitunum. En glæsileg eru þau, því verður ekki neitað! Mér fannst Árni Þór og Erla eiga nokkuð góðan dag, voru afslöppuð og dönsuðu vel, sérstaklega í úr- slitunum. í þessum flokki voru svo fleiri ákaflega sterk pör sem voru að blanda sér í toppbaráttuna. Fullorðnir 35 ára og eldri Einungis eitt par keppti í flokki fullorðinna, 35 ára og eldri, þau Bjöm og Bergþóra María. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt var í þessum flokki, með fijálsri aðferð, hér á íslandi. Atvinnumenn Það voru svo atvinnumenn sem luku keppninni og voru 4 pör mætt til leiks. Jón Pétur og Kara fóru með sigur af hólmi og Hauk- ur og Esther Inga unnu til silfur- verðlauna. Að verðlaunaafhend- ingu lokinni var lesin upp yfirlýs- ing frá Jóni Pétri og Köru, þar sem þau tilkynntu að þessi keppni hafi verið sú síðasta sem þau tækju þátt í. Áhorfendur og kepp- endur þökkuðu þeim fyrir ánægju- legar stundir á dansgólfinu með langvinnu lófataki. í keppni sem þessari, þar sem keppnispör eru svo sterk, sem raun ber vitni, skiptir dagsformið, að mínu mati, öllu máli. í tækni eru flest paranna svo jafnsterk að vart má á milli sjá. Eins og fyrr sagði var einnig boðið uppá keppni með grunn- sporum og var það í upphafi keppnisdags. Stóðu þeir keppend- ur sig með stakri prýði, sem endranær. Dómarar keppninnar voru 7; Bo og Helle Loft Jensen frá Dan- mörku, Kirsten Dan Jensen frá Danmörku, Freddie Boultwood, Graham Oswick og Pamela McGill frá Englandi og Sigurður Há- konarson frá íslandi. Held ég að flestir hafí verið sáttir við þeirra störf! Dagurinn gekk vel fyrir sig, að mínu mat, og sýndist mér , keppendur og áhorfendur vera í hátíðarskapi, enda voru þarna á ferðinni glæsilegustu dansarar okkar íslendinga. Ég geri orð Freddie Boultwood að mínum, en að lokinni keppni sagði hann: „Ég hef komið hingað til lands 4 sinn- um á síðastliðnum 12 árum og hef ég sjaldan eða aldrei séð aðr- ar eins framfarir í dansi eins og hér, á svona stuttum tíma ... hvaða land sem er gæti verið stolt af því að eiga þessa frábæru dans- ara!“ Keppendur eru skráðir frá þeim félögum sem þeir tilheyra en þau eru: Gulltoppur (GT) úr Dans- skóla Jóns Péturs og Köru, Hvönn (HV) úr Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar, Nýja dansfélagið úr Nýja dansskólanum, Kvistir (KV) úr Danssmiðju Hermanns Ragn- ars, Pálmar (PM) úr Dansskóla Auðar Haraldsdóttur og Ýr (Ýr) úr Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar. ÚRSLIT Unglingar I, sígildir samkv. 1. Guðni R. Kristinsson/Helga D. Helgad. HV 2. Hilmir Jensson/Jóhanna B. Bemburg KV 3. Ámi Traustason/Aðalheiður Sigfúsdóttir GT 4. GuðmundurHafsteinss./ÁstaSigvaldad. HV 5. SturlaugurGarðarsson/DíanaGuðmundsd. ND 6. Hrafn Davíðsson/Anna Claessen GT 7. AndreasBoysen/HugrúnÓ.Guðiónsd. ND Unglingar I, suður-amerískir d. 1. Guðni R. Kristinsson/Helga D. Helgad. HV 2. Ámi Traustason/Aðalheiður Sigfúsdóttir GT 3. HilmirJensson/Jóhanna Berta Bemburg KV 4. Hrafn Davíðsson/Anna Claessen GT 5. Páll Kristjánss./Steinunn Þ._ Sigurðard. KV 6. Guðmundur F. Hafáeinss./Ásta Sigvaldad. HV Unglingar II, sígildir samkv. 1. Hafsteinn Jónass./Laufey K. Einarsd. GT 2. GunnarH.Gunnarss./RagnheiðurEiríksd. GT 3. ísak N. Halldórss./Halldóra Ó. Halldórsd. HV 4. Oddur A. Jónss./Kristín M. Tómasd. HV 5. Haraldur A. Skúlas./Sigrún Ýr Magnúsd. PM 6. Snorri Engilbertss./Dóris Ósk Guðjónsd. ND Unglingar II, suður-amerískir 1. ísak N. Halldórss./Halldóra Ó. Halldórsd. HV 2. Hafsteinn Jónass./Laufey K. Einarsd. GT 3. GunnarH.Gunnarss./RagnheiðurEiríksd. GT 4. Snorri Engilbertss./Dóris Ó. Guðjónsd. ND 5. Haraldur A. Skúlas./Sigrún Ýr Mapúsd. PM 6. Skapti Þóroddss./Ingveldur Lárasdóttir ND 7. Sigurður H. Hjaltas./Linda Heiðarsdóttir HV Ungmenni (16-18 ára), báðar greinar 1. Benedikt Einarss./Berglind Ingvarsd. GT 2. Brynjar Ö. Þorleifss./Sesselja Sigurðard. KV Áhugamenn 16 ára og eldri, sígildir samkv. 1. Benedikt Einarsson/Berglind Ingvarsd. GT 2. Brynjar Ö. Þorleifsson/Sesselja Sigurðard. KV 3. Davíð Arnar Einarsson/Berglind Petersen GT 4. ÞorvaldurS.Gunnarss./JóhannaE.Jónsd. ND 5. Hinrik Ö. Bjamason/Þórunn Óskarsd. ND 6. Hjörtur Hjartarson/Elín B. Skarphéðinsd. KV 7. Daníel Traustason/Ásta S. Snorrad. KV Áhugamenn 16 ára og eldri, suður-amerískir 1. Víðir Stefánsson/Magda Pozarska GT 2. Ámi Þ. Eyþórsson/Erla S. Eyþórsdóttir KV 3. Benedikt Einarsson/Berglind Ingvarsd. GT 4. Brynjar Ö. Þorleifsson/Sesselja Sigurðard. KV 5. ÞorvaldurS.Gunnams./JóhannaE.Jónsd. ND 6. Daníel Traustason/Ásta S. Snorradóttir KV 7. Hjörtur Hjartarson/Elín B. Skarphéðinsd. KV 8. Hafsteinn V. Guðjónsson/Nína Haraldsd. Ý r Fullorðnir, 35 ára og eldri 1. Bjöm Sveinsson/Bergþóra M. Bergþórsd. GT Atvinnumenn, sígildir samkv. 1. Jón P. Úlfljótsson/Kara Amgrimsdóttir Atvinnumenn, suður-amerískir 1. Jón P. Úlfljótsson/Kara Amgrimsdóttir 2. Haukur Raparsson/Esther I. Níelsdóttir ND 3. Ólafur M. Guðnason/María D. Steingrímsd. 4. Logi Vígþórsson/Gréta B. Blængsdóttir JóhannGunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.