Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 43
DEMAGORGON skaut skelk í bringu áheyrenda. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Tvennir tímar
TONLIST
Tónabær
MÚSÍKTILRAUNIR
Þriðja undanúrslitakvöld Músíktil-
rauna, hljómsveitakeppni félagsmið-
stöðvarinnar Tónabæjar. Þátt tóku
hljómsveitirnar Möl, Nuance, Temp-
est, Tríó Óla Skans, Demogorgon,
Woofer og Flasa. Föstudagurinn 14.
mars.
ÞRIÐJA tilraunakvöld Músíktil-
rauna var venju fremur skemmtilegt
fyrir fjölbreytni og góðan flutning.
Sl. föstudagskvöld var boðið upp á
svart þungarokk, breakbeat, pönk-
skotið grunge, alíslenskt rapp og
hefðbundið nýrokk. Hljómsveitirnar
stóðu sig flestar með mikilli prýði
og reyndar hefðu mun fleiri átt skil-
ið að fara áfram, því þetta þriðja
kvöld var í öðrum gæðaflokki en þau
tvö sem liðin eru.
Fyrsta hljómsveit var rokksveitin
Möl sem byijaði leik sinn á mikilli
sýru. Annað lag sveitarinnar var
allgott, þó helstil þunglamalegt, en
þriðja lagið aftur á móti fyrirtak.
Nuance blandaði saman ólíkum
menningarstraumum og tímaskeið-
um er sveitin hóf leik sinn á því að
blása í diggidderoo, ástralskt frum-
byggjahljóðfæri, og vinna í gegnum
tölvur í breakbeat-hljóma. Fyrsta
lagið var hreint afbragð með traustri
uppbyggingu og rökréttri fram-
vindu, en annað lagið aftur á móti
stefnulítið. I þriðja lagi tók sveitin
svo flugið með geysiskemmtilegri
tónfléttu.
Hljómsveitin Tempest var næst á
svið og gríðarlega breytt frá þeirri
Tempest sem tók þátt í tilraununum
fyrir tveimur árum. Keyrslan var
þétt og sannfærandi og reyndar
áberandi þéttasta sveitin á ferð.
Fyrsta hreinræktaða rappsveit
Músíktilrauna var Tríó Óla Skans
hf. Sveitin var þriggja manna eins
og nafnið gefur til kynna, en aðal-
menn hennar virtust tveir þeir sem
helst sáu um rappið. Gestur þeirra,
sem sá um að skráma plötur, hafði
sig lítið í frammi að því frátöldu að
hann gleymdi heima plötum og text-
um, en það kom ekki að sök. Rapp
þeirra framlínufélaga var bráð-
skemmtilegt, sérstaklega í lokalag-
inu, þar sem þeir spottuðu lúðana
sem rappa á ensku og þykjast töff,
aukinheldur sem íslenskir bófarapp-
töffarar í „negra Breiðholti“ fengu
á baukinn.
Eftir hlé kom á svið hljómsveitin
Woofer sem státar af einu söngkonu
tilraunanna að þessu sinni. Sú stóð
sig líka bráðvel, var sjálfsörugg og
yfirveguð. Tónlist sveitarinnar er
hefðbundið rokk og í þriðja lagi
Woofer mátti heyra að þar fer veru-
lega efnileg sveit.
Demagorgon var næst á svið; liðs-
menn vel málaðir og öflugir ásýnd-
ar, og tónlistin massíft svart þunga-
rokk. Demagorgon-félagar voru vel
NUANCE; frábærar fléttur.
TEMPEST kom þétt til leiks.
einbeittir í hamslausri keyslunni og
söngvarinn öskraði af kappi og
þrótti. Þrátt fyrir ýmislegt skemmti-
legt bjátaði á í lagasmíðum, þó á
köflum hafi verið grípandi sprettir,
til að mynda í öðru lagi sveitarinnar
sem var harla gott.
Síðasta hljómsveit þetta tilrauna-
kvöld var úr Hafnarfirði líkt og
Nuance, Woofer og Demagorgon.
Tónlistin var einfalt framsækið rokk,
vel flutt, með markvissum og
skemmtilegum trommuleik. Söngv-
ari sveitarinnar stóð sig líka með
prýði, sérstaklega í lokalagi sveitar-
innar. Fyrsta lag Flösu var ekki
mjög hnitmiðað, en þriðja lagið vel
heppnað.
Woofer og Flasa sigruðu á at-
kvæðum áheyrenda, en dómnefnd
sá ástæðu til að hleypa Tríói Óla
Skans áfram. Eftir stendur að þetta
var besta tilraunakvöldið að þessu
sinni og fleiri sveitir hefðu gjarnan
mátt komast áfram. Athygli vekur
hve fjölbreytnin er mikið meðal
hafnfirskra sveita og greinilegt að
þar í bær er sitthvað að gerast eftir-
tektarvert.
Árni Matthíasson
Teo 7530
Hljómtækjasamstæða
með þriggja diska
geislaspilara og
fjarstýringu.
Veró: 23.900 stgr.
Sansui
MS-7766
‘D f Hljómtækjasamstæða með sjö diska
P ygeislaspilara og fjarstýringu.
Verð: 39.900 stgr.
MITSUBISHI
og NOKIA
sjónvarpstæki
Ýmsar stærðir
og gerðir
Verö frá 29.900 stqr.
Ímíffllíjrlí
»! r-rv
Nintendo 64
CEin fremsta og besta leikjatölvan á markaðinum í dagffl^
Verð: 29.900 stgr.
Leikir - veró frá kr. 5.900
Mitsubishi myndbandstaeki
3ja, 4ra og 6 hausa vel búin mynd-
bandstæki að þörfum hvers og eins
Verö frá 37.900 stgr.
Si
Olympus
myndavélar
Mikið úrval af
alsjálfvirkum myndavélum
Verð frá kr. 6.900 stgr.
Olympus sjónaukar
7-8-10 og 12xstækkun
Sérstaklega tærir og bjartir/
Verö frá kr. 7.950 stgr.