Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 35 „ a fjár- kans Morgunblaðið/Kristinn i, Kjartan Gunnarsson, formaður sótafélags íslands og Björgvin Vil- hlut Brunabótafélagsins i VÍS. Þá er ónefnt að Vátryggingafélag- ið keypti fyrir skemmstu Fjárfesting- arfélagið Skandia hf., sem nú heitir Fjárvangnr hf. Landsbankinn starf- rækir sem kunnugt er sitt eigið verð- bréfafyrirtæki, Landsbréf hf. Þar eru augljóslega ýmiss konar samlegðar- áhrif möguleg, en engar ákvarðanir liggja þó fyrir um neinar skipulags- breytingar hvað þetta varðar. Brunabót vill aukna arðsemi Af hálfu Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins gætir mikillar varkárni í yfirlýsingum um kaupin og hefur forstjóri félagsins einungis sagt að leitað hafi verið til félagsins um sölu á eignarhlut þess í VÍS. Með því að losa um þessa eign geti félagið fært arðsemi af henni nær umhverfi sveitarfélaganna, eins og það var orðað. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var áhugi á því að reyna að auka arðsemi af þessari eign til hagsbóta fyrir sveitarfélögin. Ýmis önnur sjónarmið eru talin hafa ráðið miklu um ákvörðun stjórnar félags- ins, t.d. sú þróun sem var fyrirsjáan- leg á fjármagnsmarkaðnum. Þannig var forráðamönnum VÍS fullkunnugt um þau áform Landsbankans að hasla sér völl á sviði trygginga og að það væri beinlínis í undirbúningi að slík þjónusta yrði senn i boði. Það hefur augljóslega þrýst á um sölu að heppilegra væri að VÍS ætti í samstarfi við bankann fremur því að öðrum kosti stæði félagið and- spænis nýjum og öflugum keppinaut. Þing fulltrúaráðs félagsins sem skipað er 50 fulltrúum sveitarfélaga víðsvegar um landið mun taka end- anlega ákvörðun um skipan mála í Eignarhaldsfélaginu þann 4. apríl. Hlýtur það m.a. að koma til álita að leysa félagið upp og greiða út eignir þess til þeirra tugþúsunda tryggingartaka _sem tryggðu hjá Brunabótafélagi íslands áður en það var sameinað Samvinnutryggingum á sínum tíma. Getur leitt til hraðari einkavæðingar En hvers vegna skyldi bankaráð Landsbankans hafa fallist á að bank- inn færði út kvíarnar inn á trygg- ingamarkaðinn á sama tíma og sú stefna er í gildi að draga eigi úr umsvifum ríkisins á markaðnum? Af hálfu forráðamanna bankans hef- ur verið lögð áhersla á að einkavæð- ing hans hafi verið forsendan fyrir kaupum á þessum eignarhlut. Þá hefur verið bent á að þetta geti leitt til þess að bæði hlutafélagsvæðingu og einkavæðingu hans verði hraðað. Ljóst er að stjórnendur bankans hafi ekki talið sér fært að bíða með að . bregðast við fýrirsjáanlegum breyt- FORYSTUMENN verkalýðshreyfingarinnar voru ósáttir við þær fréttir sem bárust af frumvarpsdrög- um um starfsemi lífeyrissjóða á laugardag. Kjaraviðræður í Karphúsinu stöðvuðust um tíma, meðan beðið var skýringa ríkissljórnarinnar. Drög að frumvarpi um lífeyrissjóði valda uppnámi Breytt frumvarp kynnt í næstu viku Fjármálaráðherra stefnir að því að kynna í næstu viku frumvarp um starfsemi lífeyris- sjóða. Uppnám varð í kjaraviðræðum um helg- ina þegar fréttist að í drögum að frumvarpinu væri gert ráð fyrir að einstaklingar mættu sjálfír við ákveðin skilyrði ráðstafa hluta af framlagi sínu í séreignarsjóð. Forsætisráð- herra lýsti því yfír á sunnudag að ríkisstjóm- in myndi í frumvarpinu virða sjálfsforræði líf- eyrissjóðanna og þá aðalreglu að 10% iðgjald verði greitt í samtryggingasjóðina. ingum og örri þróun á fjármagns- markaði. Grípa þurfti tækifærið þeg- ar hlutur Brunabótar í tryggingafé- laginu varð skyndilega falur, því slíkt tækifæri hefði væntanlega ekki gef- ist aftur. Bankinn hyggst m.ö.o. hvergi gefa eftir í samkeppninni og neyta allra bragða til að halda for- ystuhlutverki sínu á fjármagnsmark- aðnum. I því sambandi er bent á nýlegt slagorð hans, „í forystu til framtíðar". Á fjármagnsmarkaðnum biasir t.d. við að erlend líftrygginga- félög eru í auknum mæli að bjóða þjónustu sína hér á landi. Þá hafa sparisjóðirnir einnig verið að hugsa sér til hreyfings á sviði líftrygginga og lífeyristrygginga eins og sést af kaupum þeirra á Alþjóða líftrygg- ingafélaginu á síðasta ári. Ríkisábyrgð á 3,4 milljörðum? Efasemda gætir meðal forsvars- manna annarra banka, en Lands- bankans um að bankinn fullnægi reglum um eiginfjárhlutfall, eftir kaup hans á hlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VIS. Er bent á að nákvæm könnun á þessari hlið viðskipta hafi verið gerð á vegum bankanna í desembermánuði sl. þeg- ar það var til skoðunar hvort bank- arnir gætu keypt fjárfestingarlána- sjóðina, sem nú er ráðgert að steypa saman í einn íjárfestingarbanka, samkvæmt frumvarpi viðskiptaráð- herra. Þá hafi niðurstaðan verið á þann veg, að slíkt væri ekki kleift, vegna laga um eiginfjárhlutfall. Ekki verði séð að annað gildi um þessi viðskipti Landsbankans en hefði gilt, ef bankarnir hefðu reynt að ráðast í kaup á fjárfestingarlánasjóðunum. Jafnframt benda þeir á, að með þessum kaupum, sé ríkissjóður, eig- andi Landsbanka íslands, að gangast í ábyrgð fyrir 3,4 milljörðum króna og slík ríkisábyrgð sé í raun veitt, án þess að nokkur þurfi að veita samþykki fyrir henni. Gert ráð fyrir víkjandi láni árið 1998 Forráðamenn Landsbankans hafa ekki tjáð sig sérstaklega um þá gagnrýni sem fram er komin um að kaupin stangist á við lög um eigin- fjárhlutfall. Björn Líndal, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, vildi ein- ungis taka fram eftirfarandi þegar hann var spurður um hvers eðlis samningur bankans væri við Eignar- haldsfélag Brunabótafélagsins (EBÍ): „Landsbanki íslands og EBI hafa undirritað yfirlýsingu um kaup og kauprétt bankans á eignarhlut EBI í VIS OG LÍFÍS, en sérstakir kaup- samningar verða gerðir um kaup hveiju sinni. Við gerð kaupsamning- anna fer afhending hlutabréfa fram og réttindi og skyldur færast yfir til bankans gegn greiðslu kaupverðs. Fyrsti kaupsamningurinn skal gerður fyrir 15. apríl nk. um kaup á 12% eignarhluta í EBÍ eða sem svarar 6% eignarhluta í VÍS og LÍF- ÍS. Landsbankinn hefur síðan rétt til að kaupa 60% af eignarhluta EBÍ á árinu 1998 í þremur áföngum og 28% á árinu 1999 í tveimur áföng- um. Útreikningar um áhrif kaupanna á eiginfjárhlutfall Landsbankans ár- in 1997-1999 hafa verið gerðir á grundvelli rekstraráætlana. Allan þennan tíma uppfýllir bankinn kröfur sem gerðar eru um eiginfjárhlutfall án þess að þurfa að auka eigið fé sitt með sölu hlutafjár. Með viðun- andi eiginfjárhlutfalli er átt við 9% hlutfall eða hærra. Inni í því er gert ráð fyrir víkjandi láni á árinu 1998, án þess þó að heimildir bankans til slíkrar lántöku séu fullnýttar. Efni yfirlýsingar samningsaðila tekur mið af þeim reglum sem gilda um útreikning á eiginfjárhlutfalli og veitir bankanum svigrúm til að bregðast við mismunandi aðstæðum sem geta komið upp.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu á laugardag hefur bankinn rétt til að framselja kauprétt sinn til þriðja aðila, en á þann hátt myndast ekki skuldbinding vegna kaupanna í ársreikningum bankans. Bankaeft- irlit Seðlabankans hefur fallist á þessa leið og hefur Þórður Ólafsson, forstöðumaður stofnunarinnar, þeg- ar lýst því yfir að hún gerði ekki athugasemdir við kaupin. JÁRMÁLARÁÐHERRA skipaði nefnd haustið 1995 til að undirbúa frumvarp um lífeyrissjóði á grundvelli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Nefndin starfaði í eitt ár og einbeitti sér einkum að lagabreytingum sem snerta fjárreiður sjóðanna. Formaður nefndarinnar var Steingrímur Ari Arason,_ aðstoðarmaður fjármálaráð- herra. í haust fól fjármálaráðherra tveimur nefndarmönnum að kanna hvort hægt væri að ná samkomulagi milli ólíkra sjónarmiða um innihald skyldutryggingar og verksvið starf- andi lífeyrissjóða. Vinna við samningu nýs frumvarps er nú að komast á loka- stig, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Mikilvægt að afgreiða frumvarpið Friðrik sagði að hann stefndi að því að kynna frumvarpið aðilum vinnumarkaðarins og öðrum hags- munaaðilum í næstu viku. Málið yrði síðan lagt fyrir nefndina og í fram- haldinu myndi það ganga til ríkis- stjórnar, þingflokka og Alþingis. Stefnt væri að því að afgreiða frum- varpið á yfirstandandi þingi. „Það er afar brýnt fyrir okkur að afgreiða málið sem fyrst vegna þess að lagareglur um þessi efni eru af skornum skammti. Til fjármálaráðu- neytisins hafa borist fjölmargar beiðn- ir um staðfestingu á reglugerðum líf- eyrissjóða þar sem sjónarmiðin eru mjög ólík. í sumum tilvikum eru lífeyr- issjóðir, sem starfa í SAL, að fara fram á að geta tekið við séreignar- framlagi lífeyrisþega umfram 10%, sem er aðalreglan núna, en í öðrum tilvikum eru lífeyrissjóðir að fara fram á að einstaklingar geti valið á milli þess hvort 10% eru greidd inn sem samtrygging eða séreign eins og geng- ur og gerist í svokölluðum séreignar- sjóðum. Framlög í séreignarsjóði hafa verið talin uppfylla skilyrði um lögboð- ið framlag til lífeyrissjóða," sagði Frið- rik. Uppnám í Karphúsinu í uppkasti að lífeyrissjóðafrum- varpi, sem lá fyrir í síðustu viku og kynnt var nokkrum aðilum, var gert ráð fyrir að einstaklingar gætu varið hluta af lágmarksiðgjaldi í séreignar- sjóð. Ákvæðið gerði ráð fyrir að við viss fjárhagsmörk, sem ekki voru skil- greind í uppkastinu, gæti einstakling- ur óskað eftir að veija því sem er umfram þessi mörk til séreignarsjóða. Greinin var í drögum orðuð með þess- um hætti: „Að lágmarki 10% á að renna til lífeyrissjóðs upp að vissu krónutölumarki." Þegar samningamenn í Karphúsinu fréttu af þessum frumvarpsdrögum sl. laugardag olli það miklu uppnámi í kjaraviðræðunum og þær stöðvuðust um tíma. Forystumenn ASÍ og vinnu- veitenda gengu á fund fjármálaráð- herra og forsætisráðherra þar sem þeir óskuðu eftir skýringum á frum- varpinu. Þeir fengu þau svör að sam- ráð yrði haft við þá um efni frum- varpsins. Daginn eftir tjáði forsætis- ráðherra Grétari Þorsteinssyni, for- seta ASÍ, að ríkisstjómin myndi í þessu frumvarpi virða sjálfsforræði lífeyrissjóðanna og þá aðalreglu að 10% iðgjald yrði greitt í samtrygg- ingasjóðina. Málið kom til tals á Alþingi í gær, og sagði Ágúst Einarsson, Þingflokki jafnaðarmanna, að þessi áform ríkis- r stjórnarinnar væri kjaraskerðing og atlaga að lífeyrisjóðakerfinu án sam- starfs og samráðs við samtök launa- fólks. Sett í samband við kaup Landsbankans „Ég býst við því að kaup Lands- bankans á hluta Vátryggingarfélags íslands hafi valdið þessum titringi. Menn hafi lagt saman tvo og tvo og fengið út fimm og talið að hér væri á ferðinni eitthvert samsæri gegn líf- eyrissjóðakerfinu sem byggir á kjara- samningi aðila á vinnumarkaði. Það er af og frá. Þessi kaup eiga sér eng- ar rætur í þessari vinnu sem staðið hefur í eitt og hálft ár á vegum ráðu- • neytisins,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði að fjármálaráðuneytið myndi halda áfram að vinna að frum- varpinu. Greininni sem aðilar vinnu- markaðarins hefðu gert athugasemd við yrði breytt og frumvarpið kynnt fyrir þeim í næstu viku. Áhersla yrði lögð á að það yrði að lögum á yfir- standandi þingi. „Ef svo færi að það tækist ekki, þá getum við lent í vandræðum með að halda utan um framhald þessara mála, vegna þess að það bíða hér eftir svörum ráðuneytisins fjölmargir hópar sem vilja opna fyrir sparnað á mjög mismunandi forsendum. Það ætti að vera mjög mikið hagsmuna- mál fyrir aðilana á vinnumarkaði, að þetta frumvarp fái afgreiðslu vegna þess að með því er verið að tryggja, að kjarasamningur þeirra haldi um leið og verksviði almennu lífeyrissjóð- anna er settur eðlilegur starfsvett- vangur," sagði Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.