Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Athugasemd Arangursrík landssöfnun ALLS bárust loforð um framlög fyrir um 27 milljónir króna í lands- söfnun fyrir hjartveik börn sem efnt var til seinasta föstudag en að sögn Elínar Viðarsdóttur, for- manns Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, er þess að vænta að upphæðin nái 30 milljón- um króna. „Okkur finnst stórkostlegt að finna fyrir samhug fólks og hlýju í garð þessa málefnis. I hugum okkar flestra var aðalmarkmiðið að koma málstaðnum eins vel til skila til þjóðarinnar og hægt væri, og teljum okkur hafa náð þeim árangri. Avinningur af slíku er að greiða götu málefnisins á fleiri sviðum en hinu fjárhagslega og það er ómetanlegt. Þessum fjár- munum verður varið til að styðja við bakið á aðstandendum hjart- veikra barna, auk þess sem við vonum að hægt verði að gera þeim kleift í eins ríkum mæli og nokkur er kostur, að fá að vera heima yfir veikum börnum sínum í stað þess að vera bundin á sjúkrahús- um,“ segir hún. I MORGUNBLAÐINU 13. desem- ber sl. birtust viðtöl við nokkra aðila um samningsveð, þ. á m. Stefán Pálsson, bankastjóra Bún- aðarbankans. Eftirfarandi um- mæli voru m.a. höfð eftir honum: „Það hefur alla tíð verið tilhneig- ing til þess að reyna að halda kvótanum utan við veðsetningu og verðmæti innan fiskveiðigeir- ans, en síðan þetta varð að verð- mætum er þetta auðvitað metið inn. Það er erfitt að segja að þetta sé alþjóðareign og síðan verði það eign einstaklinga. Staðreyndin er að þetta er eign einstaklinga og það er fjöldi manns, sem gerir ekki neitt og á bát og leigir kvót- ann og lifir í vellystingum." Að gefnu tilefni skal tekið fram, að þótt ummæli hafi fallið efnislega á þennan veg í samtali blaðamanns og bankastjórans voru þau af hálfu hins síðarnefnda ekki ætluð til birtingar og alls ekki með þeim hætti að um alhæf- ingu væri að ræða, heldur sagt að dæmi væru um, að menn ættu kvóta og gerðu út á að leigja hann. Ummælin voru ekki lesin fyrir Stefán Pálsson fyrir birt- ingu. Stefán Pálsson óskaði eftir leið- réttingu á þessu í janúarmánuði sl. en fyrir handvömm birtist hún ekki fyrr en nú og er beðizt velvirð- ingar á því. Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ undirritun samningsins um kaup Reykjavíkurborgar á leik- skólanum Hagaborg af bamavinafélaginu Sumargjöf. Frá vinstri: Ragnar Jónasson gjaldkeri Sumargjafar, Jón Freyr Þórarinsson formaður Sumargjafar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, Ámi Þór Sigurðsson, stjórnarformaður Dagvistar barna, og Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar bama. Samningur Reykjavíkurborgar og Sumargjafar Bætt úr þörf á leik- skólum í miðbænum Oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps sagður vanhæfur til að fjalla um umhverfismat fyrir álver Seldi jörð undir álver 6 dögum eftir umsögn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undirritaði á fimmtu- dag samning vegna kaupa Reykja- víkurborgar á leikskólanum Haga- borg við Fornhaga af barnavinafé- laginu Sumargjöf og hljóðar heild- arupphæð samningsins upp á um 68 milljónir króna. Að sögn Bergs Felixsonar fram- kvæmdastjóra Dagvistar barna hef- ur borgin hingað til séð um rekstur á leikskólanum Hagaborg, en með kaupunum mun borgin eignast hús- ið sem er um 800 fermetrar, lóð- ina, lóðarréttindin og allan þann búnað sem fylgir leikskólarekstrin- um. A efri hæð hússins er nú rekið skóladagheimili, en á neðri hæðinni er rekinn fjögurra deilda leikskóli og segir Bergur að ekki séu fyrir- hugaðar neinar breytingar á rekstri þeirra að sinni. Trésmiðafélag Reykjavíkur Finnbjörn formaður FINNBJÖRN Aðalvíkingur Her- mannsson var kjörinn formaður Tré- smiðafélags Reykjavíkur með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða í alls- heijaratkvæðagreiðslu sem fram fór sl. föstudag og laugardag. Finnbjörn hlaut 308 atkvæði eða 85,3% greiddra atkvæða. Þorvaldur Þorvaldsson sem einnig bauð sig fram til formanns hlaut 50 atkv. eða 13,8%. 33,5% félagsmanna á kjör- skrá tóku þátt í kosningunni. Finn- björn mun taka við formennsku í TR af Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, á aðalfundi um næstu mánaða- mót. Samkvæmt samningnum mun borgin greiða fyrir umræddan leik- skóla á tvennan hátt. Annars vegar með um 34 milljóna króna skulda- bréfi til tíu ára og hins vegar með því að stækka leikskólann Grænu- borg við Eiríksgötu sem er í eigu Sumargjafar, en að sögn Bergs er tilgangurinn með samningnum fyrst og fremst sá að bæta úr þeirri þörf sem er á leikskólaplássum í miðbæ borgarinnar. I sumar verður hafist handa við að byggja nýtt hús á lóðinni við hliðina á Grænuborg og er gert ráð fyrir að með því bætist við um 28 til 30 heilsdagsrými á Grænuborg næsta haust. Ekki enn ákveðið hvað gera eigi við peningana Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað árið 1924 og var upphaflegt markmið þess að reka dagheimili í Reykjavík, en árið 1978 tók Reykja- víkurborg yfir rekstur dagheimil- anna, að sögn Jóns Freys Þórarins- sonar formanns Sumargjafar. „Eft- ir þann tíma hefur félagið aðallega unnið að því að byggja og bæta leikskólana Grænuborg og Steina- hlíð við Suðurlandsbraut, en einnig hefur félagið m.a. styrkt ýmsa starfsemi og verkefni er tengjast börnum,“ segir hann. „í dag er starfsemi félagsins fjármögnuð með þeim peningum sem koma inn fyrir Hagaborg, Grænuborg og Steina- hlíð, en áður fyrr var hún m.a. fjár- mögnuð með merkjasölu á sumar- daginn fyrsta.“ Aðspurður um hvað félagið hyggist gera við þá peninga sem það muni fá fyrir Hagaborg, segir Jón að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um það hjá stjórn félags- ins. ODDVITI Hvalfjarðarstrandar- hrepps var með öllu óhæfur til að fjalla um umhverfismat fyrir fyrir- hugað álver á Grundartanga vegna hagsmunatengsla, að mati forsvarsmanna samtakanna óspillt land, SÓL, og hyggjast þeir kæra hann til félagsmálaráðuneytisins og höfða ógildingarmál fyrir dóm- stólum á umhverfismati vegna ál- versins. Ólafur Magnús Magnússon seg- ir að seinasta vor hafi hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps fengið til athugunar áðurnefnt um- hverfismat og veitt því mjög já- kvæða umsögn. Ákvæði um uppkaup vegna mengunar „Ein meginstoðin í umhverfis- matinu er mæling á áhrif álvers á samfélag og annað í sama dúr, og við teljum matið því ekki ná máli. Á sama tíma og oddvitinn samdi þessa umsögn var hann að selja ríkinu 90 hektara lands fyr- ir 18 milljónir króna og skrifaði undir kaupsamning sex dögum eftir að gengið var frá umsögn. Oddvitinn tryggir sjálfan sig jafnframt, með þeim hætti að setja í kaupsamning ákvæði um að verði mengun á iandi hans Samningur VRvið Stöð 2 samþykktur KJARASAMNINGUR Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur og íslenska útvarpsfélagsins var samþykktur samhljóða á fundi með starfsmönnum Stöðvar 2 og Byigjunnar í gær. Samningur VR og Félags ísl. stórkaupmanna verður væntanlega borinn undir at- kvæði á fimmtudag. Kjara- samningur félagsins sem gerður var við VSÍ verður væntanlega borinn undir at- kvæði verslunarmanna eftir næstu helgi og er reiknað með tveggja eða þriggja daga kjör- fundi. I kjarasamningi Iðju og Landssambands iðnverkafólks er kveðið á um að atkvæði iðnverkafólks um samninginn skuli talinn og úrslit kynnt föstudaginn 4. apríl. Oddviti segir kaupin frágengin löngu áður vegna nábýlis við álverksmiðju með þeim afleiðingum að hann telji að búskapur geti ekki þrifist þar, er ríkissjóður skyldugur til að kaupa landið allt á sama verði og hann seldi hina landspildinu. Við munum því leggja fram kæru í því skyni að viðkomandi aðili verði dæmdur óhæfur, og um leið er matið ógildingarhæft og í kjölfarið teljum við okkur geta óskað eftir ógildingu þess, lögum samkvæmt,“ segir hann. Ólafur kveðst gera ráð fyrir að málið verði kært til ráðuneytis- ins í þessari viku og sé lögmaður samtakanna nú að undirbúa þá málsmeðferð. Stjórn samtakanna hefur jafnframt falið lögmanni að leita álits umboðsmanns Al- þingis á málsmeðferð stjórnvalda varðandi ýmsa þætti í tengslum við álverið. Þar á meðal hvort undirbúningur og vinna við skipu- lag svæðisins og breytingar á því hafi verið samkvæmt lögum. Einnig hvort umhverfismat sé samkvæmt lögum, þar sem „veru- SAMTÖK áhugafólks um verndun hálendis Austurlands skora á þing- menn Austurlands að beita sér fyr- ir því að lög um Fljótsdalsvirkjun verði afturkölluð. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stofnfundi samtakanna síðastliðinn sunnudag. Um 60 manns voru á stofnfundi Samtaka áhugafólks um verndun hálendis Austurlands og gerðust á milii 40 og 50 stofnfélagar, að sögn Þórhalis Þorsteinssonar eins af hvatamönnum að stofnun samtak- anna. Karel Erla Erlingsdóttir var kosin formaður bráðabirgðastjórn- ar. Framhaldsstofnfundur verður haldinn í næsta mánuði til að ganga endanlega frá lögum félagsins. I greinargerð með ályktun um kröfu um afturköllun leyfis fyrir Fljótsdalsvirkjun er á það bent að lög um virkjunina voru samþykkt 1981 og gefið út virkjanaleyfi 1991. legir ágallar hafi komi fram og verið gagnrýndir opinberlega, og hver þáttur markaðskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins sé í þessu máli og hvort sú starfsemi sé í sam- ræmi við lög. Ákveðið mánuðum áður Jón Valgarðsson, oddviti Hval- fjarðarstrandarhrepps, segir að ákvörðun um kaup ríkisins að landskikanum hafi legið fyrir um tveimur mánuðum áður en um- sögn um umhverfismatið var af- greitt frá hreppsnefnd, og undir- búningur að þeim kaupum hafi staðið yfir mánuðina á undan, þótt það hafi ekki verið frágengið fyrr en eftir að gengið var frá umsögn. Hann kveðst ekki hafa fengið formlegt erindi vegna þessa máls og þangað til það berist, vilji hann ekki tjá sig opinberlega um það eða ásakanir um vanhæfni. „Eg túlka stöðuna þannig að verið sé að kæra úrskurð umhverfisráð- herra til félagsmálaráðherra vegna þessa atriðis, og reikna helst með að fá eitthvert erindi frá félagsmálaráðherra um efnið. Þá hlýtur að koma í Ijós hvað mér ber að gera,“ segir hann. „Þegar þessi lög voru samþykkt voru iög um umhverfismat ekki í gildi. Forsendur virkjunarinnar hafa breyst mikið og nýjar upplýs- ingar um mikilvægi lífríkis svæðis- ins komnar fram,“ segir í greinar- gerðinni. Koma í veg fyrir friðlýsingu Því er haldið fram að Landsvirkj- un hafi komið í veg fyrir friðlýsingu Snæfells og Vesturöræfa og hafí lýst því yfir að þeir þurfi ekki að láta fara fram umhverfismat vegna virkjunarinnar. „Því verður vart trú- að að stjórnvöld hafi af því einhvern hag að stofna til ófriðar við almenn- ing. Það er mjög mikilvægt að allir sem þess óska geti komið sínum athugasemdum á framfæri ef til þess kemur að Jökulsá I Fljótsdal verður virkjuð í einhverri mynd.“ Samtök um verndun hálendis Austurlands Lög um Fljótsdalsvirkj- un verði afturkölluð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.