Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðrún Jóna
Sigurjónsdóttir,
fangavörður, var
fædd í Vatnsholti í
Flóa 2. mars 1938.
Foreldrar hennar
voru Herdís Jóns-
dóttir, f. 8. jóni
1900, d. 31. október
1989, og Siguijón
Gestsson, f. 25. aprfl
1912, d. 20. maí
1961. Móðurforeldr-
ar voru Guðrún
Árnadóttir, f. 1866,
d. 1939, og Jón
Brynjólfsson, f.
1868, d. 1955. Þau voru bændur
og bjuggu alla tíð i Flóa, fyrst
í Kampholti, þá í Irpuholti og
Ioks í Vatnsholti. Föðurforeldr-
ar voru Helga Loftsdóttir, f.
1889, d. 1934, og Gestur Guð-
mundsson, f. 1884, d. 1952. Þau
bjuggu fyrstu búskaparár sin á
Staðarbakka í Helgafellssveit,
en síðar i Reykjavík. Árið 1942
fluttist Guðrún Jóna með for-
eldrum sínum og systkinum í
Kópavog, en foreldrar hennar
ráku búskap á stóru erfðafestu-
landi, Nýbýlavegi 12, til ársins
1958. Þá fluttust þau með kýr
og kindur að Hurðarbaki í Kjós.
Meðfram búskapnum stundaði
Sigurjón leigubflaakstur á
Hreyfli, en hann var einn af
stofnendum fyrirtækisins.
Systkini Guðrúnar Jónu eru
þijú: Guðrún Berglind Sigur-
jónsdóttir, ljósmóðir, f. 1932,
búsett í Kópavogi, Helga Sigur-
jónsdóttir, kennari, f. 1936,
búsett í Kópavogi, og Hermann
Pálmi Siguijónsson, verkamað-
ur, f. 1941, búsettur á Selfossi.
Guðrún Jóna var tvígift.
Fyrri eiginmaður hennar var
Ásbjörn Jósep Guðmundsson,
húsvörður, f. 23. nóvember
1934, d. 13. janúar 1997. Þau
skildu. Síðari maður hennar
var Daníel Guðmundur Svein-
björnsson, búfræðingur, f. 4.
ágúst 1933, d. 24. ágúst 1979.
Börn Guðrúnar Jónu eru: 1)
Guðmundur Ásbjörnsson,
Hún var grönn og smávaxin sem
bam, en óx stóra systur fljótlega
yfír höfuð, jafnt í eiginlegri sem
óeiginlegri merkingu. Hún var for-
inginn þó að yngri væri, sú sem
þorði, sú sem tók af skarið, sú sem
ekki bað um hjálp þegar torfærar
urðu á veginum. „Hver á nú að
tína fyrir mig?“ spurði stóra systir
og horfði óttaslegin á blábeijaþúf-
umar í mýrinni, krökkar af gimi-
legum bláberjum, en á floti í
graggugu vatni, köldu og óyndis-
legu. En litla systir hafði engin orð
um málið heldur óð á stuttum fót-
leggjum sínum út í vatnið, kastaði
sér á þúfuna og tíndi nægju sína,
kom svo sigri hrósandi með fulia
verkamaður, f. 13.
febrúar 1956. 2)
Jón Ásbjörnsson,
efnafræðingur, f.
11. mars 1958.
Sambýliskona hans
er Pierina Ligand-
er, hjúkrunarfræð-
ingur. Þau eiga tvö
börn, Iðunni, f. 7.
janúar 1991, og
Harald Hrafn, f. 9.
júlí 1993. Þau búa
í Svíþjóð. Fyrir á
Jón Sigmar Om, f.
28. nóvember 1979,
búsettan í Þýska-
landi, og Hönnu, f. 5. nóvember
1986, búsetta í Sviþjóð. 3) Sig-
uijón Guðmundsson, f. 16. febr-
úar 1965, d. 19. febrúar 1965.
4) Siguijón Guðmundsson, iðn-
rekstrarfræðingur, f. 16. febr-
úar 1965. Sambýliskona er
Halldóra Gísladóttir, skrif-
stofumaður, en Halldóra á dótt-
urina Ásdísi Haraldsdóttur, f.
11. janúar 1979. Þau búa í Vest-
mannaeyjum. 5) Daníel Guð-
mundsson, búfræðingur, f. 25.
október 1966. Sambýliskona
hans er Elín Finnbogadóttir,
húsmóðir. Þau eiga Daníel Guð-
mund, f. 27. febrúar 1991, og
Rósu Jórunni, f. 20. júlí 1995.
Fyrir á Elín Tinnu Hilmarsdótt-
ur, f. 20. júni 1985, og Hildi
Eddu Hilmarsdóttur, f. 15.
mars 1987. Þau búa í Stykkis-
hólmi.
Guðrún Jóna gekk i barna-
og unglingaskóla í Kópavogi
en lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Guðrún Jóna var heimavinn-
andi húsmóðir meðan börnin
voru ung. Um tima stundaði
hún verslunarrekstur, en sl. 25
ár var hún fangavörður, fyrst
í Síðumúlafangelsinu, en frá
1983 í Lögreglustöðinni við
Hverfisgötu.
Útför Guðrúnar Jónu fer
fram frá Kópavogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
lúku handa systur, og sagði: „Á
ég að sækja meira?"
Svona var Jóna sem barn, kjörk-
uð, ákveðin og hjálpsöm, og svona
var hún alla ævi. Stundum nokkuð
fljótfær og jafnvel hætt komin
þegar ákafinn í að kynnast heimin-
um bar fyrirhyggjuna ofurliði. Tún
og engjar geta verið varasamir
staðir fyrir litlar, forvitnar mann-
eskjur sem hafa ekki enn lært að
varast hættur. Með hækkandi aldri
lærðist henni það, og um það bil
er flust var í Kópavog var lítl stúlka
orðin svo hátt sett í mannfélags-
stiganum að hún fékk stundum að
fara með stóra systranum að sækja
mjóikina að Ástúni, til Steinunnar
MINNINGAR
og Matthíasar, eða að Snælandi
til Guðnýjar og Sveins. Smám sam-
an varð hún einfær um mjóikur-
sókningamar og gekk þá til verka
með sama kraftinum og einkenndi
störf hennar alla tíð síðan.
En þó að krakkamir í Kópavogi
hefðu ýmsum skyldustörfum að
gegna og þægindin ekki mikil fyrst
í stað vora uppvaxtarárin þar ekki
aðeins skemmtileg heldur líka ein-
stök. Jóna naut þeirra forréttinda
að alast þar upp; í fijálsræði stijál-
býlis, en með alla kosti þéttbýlis
handan við homið. Og hvílíkt um-
hverfi! Dularfullir álfaklettar, víð-
áttumikil holt, móar með kræki-
berjalyngi og tún í hlíðarslökkum
sem breyttust í skíðabrekkur á
vetram. Var nokkur staður í ver-
öldinni ákjósanlegri fyrir kraft-
mikla krakka en þessi? Enda dafn-
aði litla stúlkan vel og var óðar
en varði orðin glæsileg ungmeyja,
hávaxin og beinvaxin með hrafn-
svart hár, þykkt og mikið eins og
ömmur hennar báðar, Helga og
Guðrún.
En Eros var ekki langt undan
og örvar hans hittu beint í mark
hjá ungmennunum tveimur sem
hittust í fyrsta skipti sumarið sem
Jóna var 17 ára. Draumaprinsinn
ungi hét Ásbjöm Jósep Guðmunds-
son, frá Höfða í Eyjahreppi. Hann
var eins bjartur á hár og hún var
dökk, dreyminn á svip, ofurlítið
þunglyndur, skáldmæltur og kunni
að tala við konur. Það var ást við
fyrstu sýn. En þó að ástin væri
heit var þeim Ásbimi og Jónu ekld
skapað nema skilja, en þá höfðu
þau eignast tvo drengi.
Nokkram áram síðar giftist
Jóna síðari manni sínum, Daníel
Guðmundi Sveinbjömssyni, og átti
með honum góða daga. Hann lést
árið 1979 eftir 15 ára hjónaband.
Eins og áður segir var óbilandi
kjarkur eitt sterkasta persónuein-
kenni Gurúnar Jónu. Erfiðleikar
vora til að sigrast á þeim og úr
því að laun kvenna vora lág fyrir
20 áram, þegar Jóna þurfti að reka
heimili ein og óstudd, fannst henni
ósköp eðlilegt að svipast um utan
hefðbundinna kvennastarfa. Versl-
unarrekstur varð fyrir valinu og
rak hún um tíma þijár verslanir í
Reykjavík. Þegar verslunin gaf
ekki nóg í aðra hönd sótti hún um
fangavarðarstarf í Síðumúlafang-
elsinu. Hún fékk starfið og var og
ein af fyrstu kvenfangavörðunum
hér á landi. Skömmu eftir að hún
byijaði í nýja starfinu hófust fræg-
ustu sakamál aldarinnar, þau sem
enn sér ekki fyllilega fyrir endann
á. Það var erfið lífsreynsla fyrir
unga konu, en Jóna óx af mótlæt-
inu eins og heilsteypt og heiðarlegt
fólk gerir alltaf.
Guðrún Jóna var ákaflega bam-
góð og góð móðir. Hún gætti bama
minna langtímum saman og fyrir
það þakka þau nú.
Þó að arfgengur hjartasjúkdóm-
ur hefði verið búinn að gera vart
við sig hjá Jónu bar andlát hennar
að bæði skyndilega og óvænt. Fjöl-
skylda Guðrúnar Jónu, einkum þó
böm hennar, tengdaböm og bama-
böm hafa misst mikið við ótíma-
bært andlát hennar. Fyrir hönd
systkina minna votta ég þeim
dýpstu samúð.
Helga Siguijónsdóttir.
í dag verður til grafar borin frá
Kópavogskirkju ástkær tengda-
móðir mín, Guðrún Jóna Siguijóns-
dóttir.
Ég kynntist Jónu fyrir tæpum tíu
áram og sá það strax að þar fór
kvenskörangur, sem lét sér ekki
allt fyrir bijósti brenna og okkur
varð strax vel til vina.
Þú hafðir útlitið með þér, varst
há, mjög dökk og fallega eygð.
Nálægt þér var aldrei nein logn-
molla, þú varst afar sterk og heil-
steypt persóna. Þú hafðir svo létta
og skemmtilega lund og varst með
afbrigðum hreinskiptin, sagðir allt-
af skoðanir þínar framan í fólk en
ekki á bak þess. Það sem einkenndi
skapgerð þína var þessi sterka rétt-
lætiskennd og hversu jafnréttis-
sinnuð þú varst.
Hugur þinn stefndi til frekara
náms en margt fer öðravísi en ætl-
að er, þú laukst gagnfræðaprófi,
síðan tók skóli lífsins við. Þú varst
með afbrigðum greind, vel lesin og
víðsýn manneskja, það var aldrei
komið að tómum kofunum hjá þér.
Þú varst mjög menningarlega sinn-
uð, fórst gjaman í leikhús, hlustað-
ir á tónlist og fórst á alls kyns sýn-
ingar, þetta veitti þér mikla lífsfyll-
ingu. Það var sama hvað þú tókst
þér fyrir hendur, allt var gert af
miklum áhuga og ræktarsemi, hvort
sem það var bókarlestur, blóma-
rækt eða pijónaskapurinn. Þú lifðir
fyrir drengina þína og þér fannst
þeir aðeins eiga að fá það besta og
hvattir þá til að ganga menntaveg-
inn og einnig að fara í hesta-
mennsku á unglingsáram, sem þér
þótti afbragðs gott áhugamál hjá
unglingum. Þú lagðir á þig meiri
vinnu því að hestamennska er dýrt
áhugamál. Síðustu tuttugu og fimm
árin hefur þú starfað sem fanga-
vörður, það var ekki alltaf auðvelt
starf, vinnutíminn erfíður en þú
stóðst þig svo sannarlega vel. Þú
kláraðir þína næturvakt daginn sem
þú lést. Áður hafðir þú m.a. verið
í byggingarekstri, verslunarrekstri,
og starfað á sjúkrahúsi. Þú varst
meðal fyrstu kvenna á íslandi sem
tókst ,meiraprófið“, það lýsir þér
vel, hversu áræðin og stórhuga þú
varst.
Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá
þér, þú varðst fyrir áföilum og þú
þurftir að vinna mikið, en þú varst
ekki sú manngerð sem kvartaðir.
Þú komst drengjunum þínum vel
til manns og yndislegri tengdamóð-
ur og ömmu er ekki hægt að hugsa
sér og þín verður sárt saknað.
Það verður erfitt að sætta sig
við að þú sért farin frá okkur, and-
lát þitt var svo sannarlega ótíma-
bært. Þú áttir eftir að gera svo
mikið fyrir sjálfa þig. En enginn
ræður sínum næturstað.
Elsku Jóna, ég þakka þér fyrir
alla þína góðmennsku, hjálpsemi
og samverastundir. Ég kveð þig
með miklum söknuði, hlýhug og
virðingu.
GUÐRÚNJÓNA SIG-
URJÓNSDÓTTIR
Guð blessi minningu þína.
Hver rainning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjðf, sem
gieyraist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingiþj. Sig.)
Halldóra Gísladóttir.
Mig langar að minnast fóst-
ur„ömmu“ minnar, Guðrúnar Jónu
Siguijónsdóttur, nokkram orðum.
Það er tæplega áratugur síðan ég
kynntist Jónu fyrst en þá var ég
níu ára, það var þegar Siguijón
sonur hennar og mamma byijuðu
saman.
Ég minnist Jónu sem góðrar,
sterkrar, lífsreyndrar og glaðlyndr-
ar konu. Ég man að mér fannst svo
skrítið að kona væri fangavörður,
það era nú ekki allir sem eiga svo-
leiðis „ömmu“.
Jóna las mikið og pijónaði, hún
sendi okkur lopapeysur, sokka og
vettlinga liggur við mánaðarlega,
en hún hafði alltaf svo miklar
áhyggjur af því að manni væri kalt.
Mér finnst þetta lýsa henni mjög
vel.
Jóna hafði gaman af því að fara
í leikhús og var ég einu sinni svo
heppin að fara með henni, er sú
minning vel geymd.
Elsku Mundi, Nonni, Pi, Sigur-
jón, mamma, Danni, Elín og aðrir
aðstandendur, ég bið góðan Guð
að styrkja okkur í þessari miklu
sorg. Minning um góiða konu mun
lifa.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Elsku Jóna mín, ég vildi ég hefði
fengið að þekkja þig lengur. Takk
fyrir allt.
Þín _
Ásdís Haralds,
Vestmannaeyjum.
Það er jafnan tilhneiging þegar
skrifuð era eftirmæli fólks að tíunda
aðeins það besta í fari þess. Þú,
Jóna mín, hafðir marga kosti eins
og galla. Það var hægt að spjalla
við þig tímunum saman, og skipt-
ast á slúðri því þú vissir alltaf hvað
var að gerast í kringum þig. Af því
að þú hafðir raunveralegan áhuga
á öðra fólki. Þannig kynntumst við,
að þú hringdir í mig fyrir rúmlega
tveimur áratugum, en þá varstu
fangavörður í Síðumúlafangelsinu
en þá vora félagsmálin í brenni-
depli, stofnun fangavarðafélagsins
og fleira. Nokkram áram síðar
varstu ráðin til Lögreglustjóraemb-
ættisins í Reykjavík og varst þar
fram á síðasta dag, fórst heim og
sofnaðir svefninum langa. Ég
þakka þér Ijöragt og skemmtilegt
samstarf. Að lokum vil ég votta
sonum þínum og íjölskyldum þeirra
innilega samúð mína.
Amalía Jóna.
ALFREÐ
JÚLÍUSSON
+ Alfreð Júlíusson var fædd-
ur á Akureyri 25. október
1915. Hann lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 6.
mars síðastliðinn og fór útfSr
hans fram frá Matthíasarkirkj-
unni á Akureyri 13. mars.
Það að gamall maður leggi höf-
uðið á koddann, sofni og vakni ekki
aftur er eitthvað sem okkur finnst
eðlilegt. Við lítum jafnvel á slík lífs-
lok sem farsælan endi á góðri og
viðburðaríkri ævi, eins konar full-
komnun á sköpunarverkinu.
Samt er það nú svo að þegar
vinir okkar eiga í hlut þá eram við
sjaldnast tHbúin til kveðjustundar.
Okkur finnst oft að eitthvað hafi
verið ósagt, eitthvað ógert sem við
vildum koma til skila. Þannig var
mér innanbijósts þegar ég frétti af
láti tengdaföður míns Alfreðs Júl-
íussonar. Ég átti eftir að þakka
honum fyrir ýmislegt sem hann
gerði fyrir mig, þakka honum fyrir
hvað hann var bömunum mínum
góður afi, og ég átti eftir að segja
honum að mér þótti vænt um hann.
Alfreð Júlíusson (Alli) lauk vél-
stjóraprófí á Akureyri 1933. Starf-
aði sem vélstjóri á ýmsum skipum.
Hann vann hjá Rafveitu Akureyrar
og síðan til margra ára hjá Laxár-
virkjun. Síðustu tuttugu árin vann
hann hjá Landsvirkjun eða þar til
hann hætti störfum 1989. Árið
1948 kvæntist Alli Ingibjörgu Þor-
leifsdóttur frá Neskaupstað, en
foreldrar hennar vora Þorleifur
Ásmundsson, útvegsbóndi í
Naustahvammi í Neskaupstað, og
kona hans María Jóna Aradóttir.
Alli og Ingibjörg eignuðust tvær
dætur, Margréti Steinunni, sem
gift er Stefáni Stefánssyni frá
Neskaupstað; þau eiga fjögur böm
og búa í Mývatnssveit; og Maríu
sem gift er Birgi Þórðarsyni frá
Húsavík. María og Birgir eiga
fimm böm og búa á Húsavík. Þá
ól Alli upp son Ingibjargar, Þór
Valtýsson, sem kvæntur er undir-
ritaðri. Þau eiga tvö böm og em
búsett á Akureyri.
Alli átti góða fjölskyldu, fallegt
og notalegt heimili þar sem öllum
fannst gott að vera.
Ég sá Alla fyrst er hann fagn-
aði sextugsafmæli sínu. Hann
verkaði þá þegar vel á mig, svip-
mikill og sviphreinn og handtakið
traust og fast. Síðan átti ég eftir
að kynnast því að umrætt handtak
var lýsandi fyrir manninn. Hann
var traustur í hvívetna og haggað-
ist aldrei.
Heiðarleiki, hugkvæmni og hag-
leikur eru orð sem mér detta fyrst
í hug þegar ég hugsa til Álla.
Hann var heiðarlegur bæði gagn-
vart sjálfum sér og öðram. Obrot-
inn og gegnumheill. Hann var hann
sjálfur. Maður vissi alltaf hvar
hans var að leita og hvers mátti
af honum vænta. Alli var vel gef-
inn maður bæði til munns og handa
eins og mamma mín hefði orðað
það. Skýr í hugsun og listamaður
í höndum. Minnisvarðamir um
hagleik hans blasa við hér í íbúð-
inni, nánast í hveiju homi. Hann
fór oftast í hlutverk þess iðnmeist-
ara er vantaði hveiju sinni, smiðs-
ins, bólstrarins, rafvirkjans, rakar-
ans, svo eitthvað sé nefnt. Leysti
hann þessi hlutverk af hendi sem
lærður væri. Öll vinna af þessu
tagi þótti sjálfsögð og eðlileg.
Alli hrósaði sjaldan öðram og
aldrei sjálfum sér, ekki vegna þess
að hann sæi ekki það sem vel var
gjört, heldur var þetta bara hans
stílbragð. Tengdafaðir minn hafði
nefnilega stíl. Hann gerði hlutina
með „stæl“ og síðan ekki orð um
það meir.
Blessuð sé minning Alfreðs Júl-
íussonar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarimoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kolbrún Guðveigsdóttir.