Morgunblaðið - 18.03.1997, Blaðsíða 1
108 SIÐUR B/C
64. TBL. 85. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Jeltsín stokkar upp í stjórn sinni og skipar Borís Nemtsov aðstoðarforsætisráðherra
U mbótasinnum
veitt mikil völd
Reuter
BORÍS Nemtsov, sem verður fyrsti aðstoðarforsætisráðherra í
sdórn Rússlands, heilsar Boris Jeltsín forseta í Kreml í gær.
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
skýrði frá því í gær að Borís
Nemtsov, 37 ára héraðsstjóri í Nísní
Novgorod og vinsæll umbótasinni,
yrði fyrsti aðstoðarforsætisráðherra
í nýrri ríkisstjórn landsins ásamt
Anatolí Tsjúbaís, sem er 41 árs og
fyrrverandi skrifstofustjóri forset-
ans. Ljóst er að fijálslyndir umbóta-
sinnar munu hafa bæði tögl og
hagldir í stjóminni eftir þessa upp-
stokkun, sem er sú mesta í fimm ár.
Viktor Tsjernomyrdín forsætis-
ráðherra sagði að nokkrir umbóta-
sinnar yrðu gerðir að aðstoðarfor-
sætisráðherrum, þeirra á meðal
Jakov Úrinson aðstoðarefnahags-
málaráðherra, sem verður einnig
skipaður efnahagsmálaráðherra.
Tsjúbaís verður fjármálaráðherra
og á að hafa yfirumsjón með efna-
hagsumbótunum.
Þrír umbótasinnar til viðbótar
verða skipaðir aðstoðarforsætisráð-
herrar. Þeir eru Alfred Kokh, for-
maður nefndar sem fjallar um eign-
ir ríkisins, fjarskiptaráðherrann
Vladímír Búlgak, sem á að fara með
tækni- og vísindamál, og Oleg
Sysujev, borgarstjóri Samara.
Anatolí Kúlíkov innanríkisráð-
herra, sem er íhaldssamari, verður
áfram aðstoðarforsætisráðherra,
svo og Valerí Serov, sem fer með
samskiptin við önnur fyrrverandi
sovétlýðveldi. Alls verða átta að-
stoðarforsætisráðherrar í stjórninni,
fímm þeirra eru umbótasinnar, einn
íhaldssamur, og tveir tæknikratar
sem erfiðara er að skilgreina.
Tilkynnt verður um önnur ráð-
herraembætti í lok vikunnar. Talið
er að Jevgení Prímakov utanríkisráð-
herra og Igor Rodíonov vamarmála-
ráðherra haldi embættum sínum.
Tekst á við
einokunarfyrirtækin
Skipun Nemtsovs kom mjög á
óvart þar sem Jeltsín hafði sagt að
Tsjúbaís yrði eini fyrsti aðstoðarfor-
sætisráðherrann. Nokkrir frétta-
skýrendur sögðu að Jeltsín hefði
viljað fá Nemtsov í stjómina til að
draga úr togstreitunni milli Tsjúbaís
og Tsjernomyrdíns, sem þykir
íhaldssamari. Hagfræðingar og
frjálslyndir umbótasinnar, sem hafa
gagnrýnt Jeltsín fyrir að hægja á
umbótunum, fögnuðu skipun
Nemtsovs og sögðu hana merki um
að forsetinn væri staðráðinn í að
knýja fram róttækar efnahags-
umbætur.
Jeltsín sagði að Nemtsov ætti að
takast á við einokunarfyrirtækin og
fara með félagsmál og samskiptin
við sjálfstjórnarsvæðin í Rússlandi.
Nemtsov, sem Jeltsín hefur lýst sem
hugsanlegu forsetaefni, kvaðst
óragur við að taka óvinsælar
ákvarðanir til að knýja fram umbæt-
ur þótt þær gætu skaðað pólitískan
frama hans. Hann sagðist ætla að
beita sér fyrir því að rússneskir
ráðamenn losuðu sig við útlenda
bíla sína og keyptu rússneska í stað-
inn. Hann kvaðst þegar hafa rætt
málið við Jeltsín, sem notar sjálfur
þýskan Mercedes-bíl.
■ Jeltsín gagnrýnir NATO/24
Reuter
ÞÚSUNDIR Albana söfnuðust saman við höfnina í Durres í gær í von um að komast úr iandi með bátum.
Þjarmað að Berisha
Tirana. Reuter.
FAST er nú lagt að Sali Berisha,
forseta Albaníu, að segja af sér
vegna upplausnarinnar í landinu
síðustu vikur. Sósíalistinn Fatos
Nano, sem þykir líklegastur til að
taka við embættinu, skoraði í gær
á forsetann að hætta að hindra störf
stjómarinnar og einbeita sér að því
að koma á lögum og reglu í landinu.
Uppreisnarmenn, sem hafa náð
bæjum í suðurhluta Albaníu á sitt
vald, segjast ekki ætla að leggja
niður vopn fyrr en Berisha segi af
sér. Nano kvaðst vilja að Berisha
færi frá en bætti við að hann legði
ekki mesta áherslu á þá kröfu. „Þar
sem þorri mótmælendanna hefur
krafist afsagnar Berisha vikum
saman er ljóst að hann hefur ekki
meðtekið skilaboðin. Ég hefði kosið
að heilsa honum sem albönskum
borgara en ekki forseta."
Nano var forsætisráðherra um
tíma árið 1991 og dæmdur í fang-
elsi tveimur árum síðar vegna
meintrar spillingar, en hann sagði
ákærurnar tilhæfulausar og lið í
ofsóknum hægrimanna. Berisha
samþykkti í vikunni sem leið að
sleppa honum úr fangelsi.
Að minnsta kosti hundrað manns
hefur beðið bana í óeirðunum í Alb-
aníu sem hafa staðið í rúman mán-
uð. Um 6.000 Albanir hafa flúið
yfir Adríahafið til Ítalíu, þeirra á
meðal 800 manns sem ítalska
strandgæslan bjargaði úr gömlu og
ryðguðu herskipi í gær.
ESB hafnar hernaðaríhlutun
Utanríkisráðherrar ríkja Evrópu-
sambandsins höfnuðu um helgina
beiðni Berisha um hernaðaríhlutun.
Þeir samþykktu hins vegar að senda
ellefu manna nefnd til Albaníu til
að meta hvernig hægt yrði að að-
stoða ráðamenn landsins við að
binda enda á uppreisnina.
Major boðar til kosninga 1. maí
Stefnir í harð-
vítuga baráttu
London. Reut-
IOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, tilkynnti í gær að efnt
yrði til þingkosninga í landinu 1.
maí. Búist er við langri og harðvít-
ugri kosningabaráttu, en skoðana-
kannanir benda til þess að litlar lík-
ur séu á að íhalds-
flokkurinn fari með
sigur af hólmi í kosn-
ingunum og fái umboð
kjósenda til að stjórna
landinu fimmta kjör-
tímabilið í röð.
Major var þó bjart-
sýnn þegar hann til-
kynnti kjördaginn við
aðsetur forsætisráð-
herra í Downing-
stræti. „Ég tel að ég
sigri í þessum kosning-
um. Við höfum 18 ára
valdaferil sem ég er
stoltur af,“ sagði Maj-
or eftir að hafa gengið
á fund Elísabetar
Bretadrottningar, sem lagði blessun
sína yfir beiðni hans um að ijúfa
þing í byijun apríl og boða til kosn-
inga.
Breskir íhaldsmenn hafa gjör-
breytt ásjónu landsins frá því þeir
komust til valda árið 1979, einka-
vætt fjölda ríkisfyrirtækja, dregið
stórlega úr áhrifum verkalýðsfélaga
og bundið enda á áratuga efnahags-
hnignun. Andstæðingar þeirra
segja hins vegar að stefna flokksins
hafi leitt til meiri ójafnaðar í land-
inu og nú sé tímabært að hann
fari frá völdum eftir átján ár við
stjórnvölinn. Þeir segja stjórnina
veika, úr tengslum við almenning
og hugmyndasnauða.
„Major þarf kraftaverk“
Tony Blair hefur fært Verka-
mannaflokkinn að miðjunni og hann
er nú með 25 prósentu-
stiga forskot á íhalds-
flokkinn samkvæmt
nýlegum skoðanakönn-
unum. Engin dæmi eru
um að breskur stjórn-
arflokkur hafí unnið
upp jafnmikinn mun
svo skömmu fyrir kosn-
ingar.
„John Major þarf
kraftaverk til að halda
sér í Downing-stræti,“
skrifaði stjómmála-
skýrandinn Peter Ridd-
el í The Times í gær.
íhaldsmenn vonast þó
til þess að fylgi Verka-
mannaflokksins hrynji
í kosningabaráttunni, sem mun
standa í 44 daga og verða sú
lengsta í Bretlandi í 80 ár.
Major varð á sunnudag við áskor-
un Blairs um sjónvarpskappræður
milli þeirra tveggja fyrir kosning-
arnar. Stjórnmálaskýrendur sögðu
þetta örvæntingarfulla tilraun af
hálfu íhaldsmanna til að snúa vörn
í sókn. Ráðgjafar Majors voru sagð-
ir vonast til þess að hann gæti not-
fært sér reynsluleysi Blairs, sem
hefur aldrei gegnt ráðherraembætt-
um, og tregðu hans til að útskýra
stefnu sína í mikilvægum mála-
flokkum.
Reuter
John Major