Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 24

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Papon skalf og fölnaði GERA varð 50 mínútna hlé á réttarhaldinu yfir Maurice Papon, meintum samverka- manni nasista í stríðinu, er hann byrjaði að skjálfa og föln- aði upp í dómssalnum í gær- morgun. Papon er sagður hafa sent 1.560 gyðinga af Bor- deaux-svæðinu í útrýmingar- búðir nasista í Auschwitz. Sagnfræðingurinn Michel Berges, sem átti stóran þátt í málshöfðuninni á hendur - Papon, sagði í gær, að sak- sóknarar hefðu ekki hirt um skjöl við rannsóknina er sýndu að Papon ætti sér vissar máls- bætur. Þau staðfestu að hann hefði bjargað fjölda fólks frá útrým- ingarbúðum með því að strika það af listum nasista er hann gegndi háu embætti innan Vichy-stjómarinnar. Var hann kærður til yfirboðara sinna fyrir þær sakir. Fleiri bein í húsum prests BELGÍSKA lögreglan hefur fundið meira af mannabeinum í einu af þremur húsum prests- ins Andras Pandy, sem grun- aður er um að hafa myrt tvær eiginkonur sínar og fjórar dætur. Hann neitar sakargift- um og fór verjandi hans fram á það í gær, að varðhaldsúr- skurði yrði aflétt. Ungverska lögreglan rann- sakar nú húsakynni í eigu Pandy í borginni Dunakeszi en hefur ekki fundið jarðneskar leifar fólks þar. Seinni konu sína fann hann með auglýsingu í héraðsblaði en óljóst er hvort fleiri konur en hún hafi svarað auglýsing- unni. Mandela sæk- ir Líbýu heim NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, kom í gær í heimsókn til Trípolí, höfuð- borgar Líbýu. Féllust þeir Gaddafi Líbýuleiðtogi í faðma við bústað Gaddafis í Azizia- herstöðinni. Mandela er æðsti gestur Gaddafis frá því Sameinuðu þjóðirnar settu viðskipta- og flugbann á landið árið 1992 vegna Lockerbie-tilræðisins. Ók hann því landleiðina frá Túnis til Trípólí. Vilja fækka hetjunum VICTOR Ciorbea, forsætis- ráðherra Rúmeníu, vill fækka „hetjum“ byltingarinnar gegn Nicolae Ceausescu fyrrverandi einræðisherra 1989, því þeim hefur með grunsamlegum hætti fjölgað úr 3.000 árið 1990 í 30.000. Handhöfum sérstakra hetju- dáðarskírteina hefur verið sýnt sérstakt örlæti af opin- berri hálfu og geta þeir m.a. gert tilkall til ókeypis hektara lands, notið skattfrelsis, fengið forgang að skrifstofuhúsnæði og ókeypis far með almenn- ingssamgöngutækjum. Ciorbea efast um að allir séu þeir „hetjur" og sérfræðingar halda því fram að uppistaðan séu fyrrverandi liðsmenn lög- reglu og hers sem skutu á and- stæðinga Ceausescus._____ ERLENT Rússneskir kommúnistar semja við stjórnina Rimman talin hafa veikt stöðu Zjúganovs Moskvu. Reuters. RUSSNESKIR kommúnistar féllu í gær formlega frá tillögu um van- traust á stjómina eftir tveggja vikna pólitíska óvissu og samningaviðræð- ur á bak við tjöldin. Margir frétta- skýrendur sögðu að kommúnistar hefðu komið verr út úr þessari rimmu en stjómin og niðurstaðan vekti efasemdir um að Gennadí Zjúganov, leiðtogi þeirra, héldi lengi velli sem leiðtogi stjómarandstöð- unnar. Ákvörðun kommúnistaflokksins, stærsta flokksins í Dúmunni, neðri deild þingsins, kom ekki á óvart þar sem Borís Jeltsín forseti hafði orðið við ýmsum kröfum andstæðinga sinna, meðal annars fallist á að end- urskoða umdeild áform um breyting- ar á skattalöggjöfinni. „Vegna síðustu ákvarðana forset- ans og stjórnarinnar ... dregur flokk- urinn vantrauststillöguna til baka,“ sagði Zjúganov. „Hún heyrir nú sög- unni til.“ Zjúganov áskildi sér þó rétt til að leggja fram nýja vantrauststillögu stæði stjórnin ekki við loforð sín, m.a. um að veita stjórnarandstöð- unni rneiri aðgang að sjónvarps- stöðvum og efna til viðræðna um brýnustu úrlausnarefni stjórnarinn- ar með reglulegu millibili. Róttækir kommún- istar óánægðir Zjúganov stóð sjálfur fyrir tillög- unni og gagnrýndi efnahagsstefnu stjómarinnar harkalega þegar tillag- an var tekin til umræðu í vikunni sem leið, lýsti henni meðal annars sem „þjóðarmorði". Hann lét þó und- an síga á síðustu stundu þegar Jeltsín sendi þinginu ákall um að fresta atkvæðagreiðslunni til að reyna til þrautar að semja um mála- miðlun. Margir róttækir kommúnist- ar og bandamenn þeirra úr röðum þjóðernissinna em mjög óánægðir með þessa eftirgjöf Zjúganovs. Einn þjóðemissinnanna, Sergej Babúrín, varaforseti Dúmunnar, sagði að kommúnistum hefðu orðið á „mikil mistök" með því að gefa eftir og kvaðst ætla að safna nógu mörg- um undirskriftum til að leggja fram nýja vantrauststillögu. Líkurnar á því að honum tækist það virtust litl- ar. Stjómmálaskýrendur sögðu að til- slakanir Jeltsíns væru léttvægai- miðað við helstu kröfur kommúnista, sem höfðu krafist þess að efnahags- stefnunni yrði breytt og að ungum umbótasinnum yrði vikið úr stjórn- inni. Borís Jeltsín hefði því enn einu sinni borið sigurorð af Zjúganov, sem tapaði fyrir honum í forseta- kosningunum á síðasta ári. Stjórnin hefur lagt áherslu á að efnahagsstefna hennar sé óbreytt í öllum höfuðatriðum þótt hún hafi fallist á að endurskoða frumvarp um breytingar á skattalöggjöfinni. Borís Nemtsov aðstoðarforsætisráðherra sagði að ef stjómin þyrfti að aftur- kalla skattafrumvarpið myndi hún leggja fram nýtt frumvarp til „að lækka skattana, einfalda skattkerfið og örva efnahaginn til að tryggja sem mestan hagvöxt á næsta ári“. Atvinnu- leysið vanmetið París. The Daily Telegraph. FRANSKA ríkisstjórnin hefur stór- lega vanmetið fjölda atvinnulausra. Samkvæmt opinberum tölum eru 3,5 milljónir atvinnulausra í Frakklandi en það samsvarar einum af hverjum átta vinnufærum mönnum. Ríkisstofnunin Commissariat du Plan heldur því hins vegar fram að raunverulegur fjöldi atvinnulausra sé tvisvar sinnum hæmi, þar sem stjórnin taki þá ekki með í reikning- inn sem eru atvinnulausir að hluta, í tilbúnum störfum eða hafa fai’ið snemma á eftirlaun. 1,5 milljónh’ Frakka eru í hluta- störfum, milljón er í tilbúnum störf- um, 500.000 hafa farið á eftirlaun fyi’ir aldur fram og 240.000 hafa gef- ist upp á atvinnuleit. Vinstri stjórnin í Frakklandi sem m.a. komst til valda vegna loforða um að draga úr atvinnuleysi hefur lofað 700.000 nýjum störfum auk þess sem hún hefiir sett fram áætlun um 35 stunda vinnuviku um aldamót. Hún hefur hins vegar ekki gefið eftir hvað varðar atvinnuöryggi og ekki tekið á áhyggjum atvinnurekenda sem óttast að sitja uppi með óþarfa vinnukraft er syrtir í álinn. FLT-Pica LÖGREGLUBIFREIÐAR á morðstaðnum í miðborg Helsinki snemma í gærmorgun. Manns sem skaut tvo lögregluþjóna þar er enn leitað. Tveir finnsk- ir lögreglu- þjónar vegnir TVEIR finnskir lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrrinótt þegar þeir eltu mann sem grunað- ur var um að hafa brotist inn í hót- el í Helsinki. Þegar lögreglumennimir, sem voru 32 og 56 ára, fóru á hótelið, Hotel Palace, kom í ljós að starfs- maður þess hafði verið bundinn við stól. Þeir eltu síðan mann, sem þeir töldu hafa brotist inn í hótelið, og voru skotnir til bana á nálægri götu. Talið er að maðurinn hafi neytt lögregluþjónana til að leggjast niður á götuna áður en hann skaut þá. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki. Hans var enn leitað í gær og lögreglan lýsti honum sem þrítugum, ljóshærðum manni sem talaði finnsku og ensku. Talið var hugsanlegt að hann væri útlendingur. Maðurinn sást á myndum úr ör- yggismyndavélum hótelsins. Talið er að hann hafi ætlað að stela pen- ingum á hótelinu en lögreglan vildi ekki greina frá því hvort honum hefði tekist það. Slíkir atburðir eru mjög fátíðir í Finnlandi. Jan-Erik Enestam, inn- anríkisráðherra landsins, sagði þennan atburð sýna að finnskum lögregluþjónum stafaði aukin hætta af glæpamönnum. „Þótt glæpunum hafi fækkað í heild hef- ur grófum ofbeldisglæpum fjölg- að,“ sagði Enestam, Dehaene segir EMU munu flýta póli- tískum samruna París. Reuters. JEAN-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, segir að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) muni leiða til aukins pólitísks samruna ríkja Evrópusambandsins. Mynt- bandalagið muni ýta undir samræm- ingu efnahags-, fé- lagsmála-, fjár- mála- og umhverf- isstefnu. „Þegar EMU verður komið á rekspöl erum við sannfærðir um að umbætur á stofna- nauppbyggingu [Evrópusambands- ins] og pólitískur samruni muni fylgja í kjölfarið," sagði Dehaene á ráðstefnu kaupsýslumanna í París. „Myntbandalagið mun ekki standa undir sér til lengri tíma nema póli- tískur samruni eigi sér stað.“ Pólitiskur samruni ekki sjálfvirkur Dehaene sagði að pólitískur sam- runi yrði þó ekki sjálfvirkur og sterkan pólitískan vilja þyrfti til. Þegar hindrunarlaus innri markaður ESB væri orðinn að veruleika og myntbandalagið einnig myndi þrýst- ingur hins vegar aukast á samræm- ingu stefnu aðild- arríkjanna í ríkis- fjármálum, félags- málum og um- hverfismálum. „Myntbandalagið mun hægt og hægt efla samræmingu efnahagsstefnu,“ sagði forsætisráðherrann. Dehaene sagði að íjármálamark- aðirnir væru nú orðnir sannfærðir um að EMU yrði hleypt af stokkun- um á tilsettum tíma, í ársbyrjun 1999, og að meh’ihluti aðildarríkja ESB yrði með strax frá byrjun. Þetta myndi síðan hafa þau áhrif að ekki yrði aftur snúið með að fjar- lægja viðskiptahindranir milli Evr- ópuríkja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.