Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 76

Morgunblaðið - 23.10.1997, Síða 76
Fyrstir með m <Ö> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda vidskiptatölvan í dag Q3> NÝHERJ I SKAFTAHUÐ 24 • SIMI S69 /700 HP Vectra PC Whp% hewlett WlnM PACKARD Sjádu meira á www.hp.is MORGUNHLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gelmer-málið fyrir Verslunarréttinn í París eftir viku Eigendur kvaddir til að bera vitni fyrir dóminum DÓMFORSETI við Verslunarréttinn í París hefur kvatt seljendur meirihluta hlutafjár í franska fyr- irtækinu Gelmer til að bera vitni fyrir dóminum hinn 30. október næstkomandi. Lögmenn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í París segja þetta áfangasigur en eins og kunnugt er heldur SH því fram að fyrirtækið hafi verið búið að gera bind- andi kaupsamning um hlutabréfín áður en ís- lenskar sjávarafurðir keyptu þau. I kjölfar vitna- Jeiðslnanna mun dómarinn úrskurða hvort fallast igi á kröfu SH um að hlutabréfin verði kyrrsett á meðan leyst er efnislega úr málinu. SH hefur höfðað mál á hendur Lanoy-fjölskyld- unni, seljendum meirihluta hlutafjár í Gelmer, vegna tvísölu og samningsrofs. Kominn hafi verið á bindandi kaupsamningur og einungis hafi átt eft- ir að undirrita samninginn hinn 14. október sl. þegar viðsemjendum hafi snúist hugur. Velta Gel- mer er um 7 milljarðar króna á ári og starfsmenn eru um 360. Höfuðstöðvarnar eru í Boulogne sur- Mer. Kaupverð hlutabréfanna hefur ekki fengist uppgefið. Að sögn lögmanna SH í París var gerð sú krafa fyrir Verslunarrétti Parísarborgar að hlutabréfin í ^rclmer yrðu kyrrsett á meðan leyst yrði úr efnis- legum ágreiningi um eignarhald að bréfunum. Dómforsetinn í málinu féllst á það sl. þriðjudag að hluthöfunum í Gelmer sem seldu bréfin tO IS yrði gert að mæta fyrir dóm til að bera vitni auk for- svarsmanna Gelmer sem munu þurfa að mæta með hluthafaskrá félagsins. „Þetta kom okkur þægilega á óvart því yfirleitt er vísað frá kröfum um að taka mál af þessu tagi tafarlaust fyrh-,“ sagði einn lögmanna SH í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Þetta sýnir að minnsta kosti að umbjóð- andi minn hefur heilmikið til síns máls. Dómarinn mun meta það eftir vitnaleiðslurnar hvort efni séu til að fallast á kröfu um kyrrsetningu hlutabréf- anna á meðan dæmt er efnislega í málinu. Verði fallist á þá kröfu mun ÍS ekki geta ráðstafað bréf- unum eða farið með þau sem sín fyrr en niður- staða er fengin.“ Hef aldrei lent í öðru eins Að sögn lögmanna SH í París var samningur frágenginn um sölu til SH. „Þessi samningur hafði átt sér tveggja og hálfs mánaðar aðdraganda. Þetta voru langar og flóknar samningaviðræður en að morgni 14. október voru öll skjöl tilbúin tO undirritunar og umbjóðandi minn var í samræmi við fyrirmæli viðsemjandans búinn að útbúa ávís- anir og ganga frá bankaábyrgðum. Það var búið að ákveða undirritun kl. 16 þennan dag en þá féll viðsemjandinn frá kaupunum. Eg hef aldrei lent í öðru eins á mínum lögmannsferli," sagði viðmæl- andi Morgunblaðsins. „Það hljóta að hafa verið umtalsverðir fjármunir í boði, umfram það sem hinn frágengni samningur hljóðaði upp á.“ Að hans sögn hafa verið lögð fyrir réttinn ýmis- leg gögn um samningsgerðina, meðal annars bréf sem gengu á milli aðOa og vitnisburður um dvöl fjögurra forsvarsmanna IS á hóteli í Hardelot, sem er þorp rétt fyrir utan Boulogne sur-Mer, um það leyti sem undirrita átti kaupsamninginn við SH, og að þeir hafi ætlað að fara heim á mánudeg- inum 13. október en síðan framlengt dvölina tvisvar, þ.e. fram til 15. október. Byggt sé á því að samkvæmt frönskum rétti teljist bindandi kaupsamningur hafa verið gerður þegar samkomulag hafi náðst um hvað sé verið að selja, við hvaða verði, hvernig greiða eigi kaup- verð og hvenær. „Ekki veikir það heldur málstað umbjóðanda míns að endurskoðunarskrifstofan Deloitte & Touche, sem aðstoðaði Lanoy-fjöl- skylduna við samningsgerðina, hefur snúist á sveif með SH og tilkynnt að fyrirtækið muni taka þátt í málshöfðuninni og gera þar sjálfstæðar kröfur vegna samningsrofs." Morgunblaðið/Ásdís ÞAÐ er jafnan líf og íjör á leikskólanum Gerðuvöllum í Hafnarfirði og þar dönsuðu krakkarnir konga þegar ljósmyndari smellti af myndinni. Hraðfrystihús Tálknafjarðar Rauðham- ar kaupir á 60 millj. RAUÐSÍÐA ehf. á Þingeyri hefur stofnað dótturfyrirtækið Rauðham- ar sem keypti í byrjun vikunnar Hraðfrystihús Tálknafjarðar. Rauð- síða á nú fjögur fiskvinnsluhús á Vestfjörðum. Ketill Helgason, fram- kvæmdastjóri Rauðsíðu, vildi ekki gefa upp kaupverð Hraðfrystihúss- ins, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var kaupverðið um 60 milljónir króna. Fyrr á þessu ári keypti Rauðsíða eignir Fáfnis á Þingeyri sem Byggðastofnun, Fiskveiðasjóður og Landsbanki íslands leystu til sín í byi-jun sl. sumars. Seint í septem- ber keypti Rauðfeldur ehf., sem einnig er dóttui-fyrirtæki Rauðsíðu, fiystihús og tækjabúnað Trostans á Bíldudal. Eigendur Rauðsíðu eru Ingibjörg Vagnsdóttir, eiginkona Ketils, Ey- þór Haraldsson, framkvæmdastjóri afurðasölufyrirtækisins Norfisk hf. í Reykjavík, og Guðmundur Frank- lín Jónsson, verðbréfasali í New York. Ketill rekur einnig Bolfisk hf. í Bolungarvík sem sérhæft hefur sig í vinnslu Rússafisks. Rauðhamar keypti frystihúsið og frystiklefa sem fylgir því. Ketill sagði allsendis óvíst að óbreytt starfsemi yrði í frystihúsinu. Kaupir fjóra báta Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi Hraðfrystihússins á Tálkna- firði, sagði að hann héldi áfram verkun saltfisks í Tálknafirði í öðr- um húsakynnum og fylgir allt starfsfólk Hraðfrystihússins hon- um. Pétur hefur fest kaup á bátnum Viktoríu frá Olafsvík en honum fylgir um 100 tonna kvóti. Einnig ráðgerir hann að kaupa þrjá báta í viðbót og vera í viðskiptum við nokkra báta. Þegar upp er staðið ætlar hann að vinna úr 1.000-1.500 tonnum á ári. Hann kveðst þurfa að bæta við sig mannskap. Hvorki Ketill né Pétur vildu gefa upp verðið á Hraðfrystihúsinu. Kennarar slaka á kröfum og vilja 114 þúsund í byrjunarlaun í lok samningstíma Gagntilboð kennara metið til um 40% launahækkunar Þyrla sótti vanfæra konu ÞYRLA og eldsneytisvél varnar- í Keflavík sóttu veika "konu um borð í íslenska úthafs- togarann Sigli um 350 sjómílur suðvestur af landinu í gær. Tog- arinn var of langt á hafi úti til þess að TF-Líf, þyrla Landhelgis- gæslunnar, gæti komið að notum. Sjúkrafiugið tók tæpar sex j^ukknstundir. Konan sem sótt . ar er vanfær. Hún var flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur. SAMNINGANEFND kennarafélag- anna slakar á fyrri kröfugerð sinni í gagntilboði til samninganefndar launanefndar sveitarfélaganna sem kennarar lögðu fram á níunda tíman- um í gærkvöldi. Skv. upplýsingum Morgunblaðins er samanlögð krafa kennara um almennar launabreyt- ingar nú metin til um það bil 40% hækkunai- á öllu samningstímabil- inu, samanborið við 57% í fyrri kröfugerð. Gert er ráð fyrir að samningstíminn verði frá 1. ágúst sl. til 1. október árið 2000. Sveitarfélög- in buðu aftur á móti 27,7% almennar launahækkanir í tilboði sínu, að með- talinni 4% hækkun sem samið var um í mars sl. Þá falla kennarar frá kröfu um 110 þús. kr. byrjunarlaun grunnskóla- kennara strax í upphafi samnings- tíma en krefjast þess nú að byrjun- arlaun hækki í upphafi í 91.202 kr. og verði komin í 101.602 í ágúst á næsta ári og í 114.281 kr. í lok samn- ingstímans. í tilboði sveitai-félag- anna var gert ráð fyrir að byrjunar- laun yrðu 103.638 kr. í lok samnings- tímans. í gagntilboði kennara eru lagðar til breytingar á röðun í launaflokka og gerð krafa um að öll laun hækki um 3,5% frá 1. ágúst sl., um 4% 1. janúar næstkomandi, 4% 1. ágúst á næsta ári, 4,5% 1. janúar 1999, 4,5% 1. janúar árið 2000 og 3% þann 1. ágúst sama ár. Mikil óánægja og áskoranir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Islands, sagði að í gagntilboði sínu kæmu kennarar verulega til móts við viðsemjanda sinn. I gagntilboðinu legðu kennarar fyrst og fremst áherslu á launakröf- ur en önnur atriði ættu ekki að standa í vegi samkomulags. „Þetta tilboð er sett fram með það að mark- miði að koma í veg fyrir að verkfall bresti á. Gerist það er þetta tilboð ekki lengur á borðinu," sagði Eirík- ur. Mikil óánægja er meðal kennara með tilboð sveitarfélaganna og á fundi um 50 trúnaðarmanna grunn- skóla í Reykjavík í gær var þess krafist að staðið yrði fast á uppruna- legri kröfu um 57% launahækkun og 110 þúsund kr. Forystu kennarafé- laganna bárust í gær tugir áskorana, sem nokkur hundruð kennara höfðu undirritað, um að hafna tilboði sveit- arfélaganna. Tilboð sveitarfélaganna talið kosta 4,5 milljarða Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er áætlað að launakostnaður sveitarfélaga á öllu landinu myndi aukast um 4,5 milljarða kr. á samn- ingstímanum öllum ef farið yrði eftir launatilboði launanefndar sveitarfé- laganna. Samninganefnd sveitarfélaganna fer nú yfir gagntilboð kennara og er búist við að hún taki afstöðu til þess á sáttafundi í dag. „Menn koma til með að ræðast við fram á síðustu stundu," sagði Jón G. Kristjánsson, formaður samninganefndarinnar, í gærkvöldi. ■ Einhugur/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.