Morgunblaðið - 11.11.1997, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Veiðigjald - eðlileg
ráðstöfun auðlindar
ÞAR SEM andstæð-
ingar veiðigjalds eru
sem fastir pistlahöf-
undar á síðum Morgun-
blaðsins og auglýsa
ítrekað eftir útfærslu
veiðigjaldsins, skal hér
áréttuð tillaga sem
undirritaður flutti hér á
' síðum blaðsins í vor.
Útfærsla
veiðigjaldsins
í stuttu máli gengur
hugmyndin út á það,
að bjóða framseljanleg-
ar veiðiheimildir út á
hvetju ári. í raun er um
leifru að ræða, þar sem
einungis eru boðnar út veiðiheimildir
til eins árs í senn. Heimild til veiða
á tilteknum tonnafjölda af ákveðinni
tegund sem ríkið leigir útgerð til
eins árs, veitir útgerðinni forgang
að því að leigja tiltekinn hundraðs-
hluta (t.d. 80-90%) af heimildinni
, árið eftir á sama verði; afgangurinn
* (10-20%) fer í opið útboð að nýju.
Með þessu er útgerðinni tryggður
stöðugleiki, ábatavon ef markaðs-
aðstæður batna og það val að nýta
ekki forkaupsréttinn telji hún fyrra
verð hafa verið of hátt. Þessi réttur
tekur fram þeirri aðferð að útgerðir
bjóði í aflaheimildir til nokkurra ára
í senn, sökum minni áhættu út-
gerða. Þá er hún margfalt skynsam-
legri en sú fráleita hugmynd að bjóða
veiðiheimildir út í eitt
skipti fyrir öll, sem er
i senn áhættusöm fyrir
útgerðina, gerir það að
verkum að einungis
allra íjársterkustu út-
gerðirnar geti boðið í
veiðiheimildirnar og er
stórkostlegt tap fyrir
þjóðina, eiganda auð-
lindarinnar.
Ef þetta hefði verið
gert með norsk-
íslenska síldarstofninn
á sínum tíma þyrftu
útgerðarmenn að fara í
aflabækur frá sjöunda
áratugnum til að leita
uppi og bjóða í fisk-
veiðiheimildir í þessum stofni. Ekki
veit ég hvort núverandi útvegsmenn
yrðu hrifnir en milljónirnar í vasa
fyrrum útgerðarmanna myndu
eflaust koma þeim vel!
Nokkrir kostir
Duttlungar ráðamanna á hverj-
um tíma hafa engin áhrif á úthlut-
un veiðiheimilda.
Þjóðin, eigandi auðlindarinnar,
fær eðlilegt markaðsháð verð fyrir
auðlindina á hveijum tíma.
Sjálfvirk sveiflujöfnun því fram-
boð og eftirspurn ráða verði kvót-
ans á hveijum tíma.
Nýliðun verður möguleg í grein-
inni, en hún er vart möguleg m.v.
núverandi kvótaverð.
Þetta gæti orðið fyrsta skrefið
í samræmdri meðhöndlun á öilum
auðlindum þjóðarinnar, en ljóst er
að umhverfisvænni tekjustofn fyrir
hið opinbera er vandfundinn.
Nokkrum rökum svarað
Það er alveg merkilegt að menn,
eins og t.d. þeir Hannes Hólmsteinn
Gissurarson, Orri Hauksson og Illugi
Gunnarsson, sem þykjast hafa trú á
markaðinum, skuli ekki treysta á
markaðslausnir til að úthluta veiði-
heimildum. Þeir virðast telja að sjáv-
arútvegsráðherrar fyrri ára hafi
fundið hina gullnu reglu við úthlutun
veiðiheimilda, sem eflaust er að
finna í bók eftir Adam Smith eða
Milton Friedman, og hljóðar þá sjálf-
sagt_ svo:
„Uthluta skal veiðiheimildum á
Islandsmiðum um aldur og ævi í
í stuttu máli gengur
hugmyndin út á það,
segir Helgi Hjálmars-
son, að bjóða framselj-
anlegar veiðiheimildir
út á hverju ári.
samræmi við veiðar skipa á árunum
1982-84.“
Illu heilli blasir þó vandi við ráða-
mönnum þegar úthluta skal kvóta
Helgi
Hjálmarsson
úr stofnum, sem ekki var veitt úr á
þessum þremur upphafsárum trú-
arinnar. En þá kom Móse niður af
íjallinu með annað boðorðið:
„Úthluta skal veiðiheimildum á
íslandsmiðum í stofnum, sem ekki
var veitt úr á hinum gullnu viðmið-
unarárum, miðað við þrjú bestu ár
skipa sem hafa samfellda veiði-
reynslu á viðkomandi stofni í sex ár.“
Eitthvað efast þó núverandi sjáv-
arútvegsráðherra um hið ólympíska
annað boðorð og hefur því heykst á
því að tilkynna að veiðiheimildum í
norsk-íslenska síldarstofninum verði
úthlutað samkvæmt því. Það skyldi
þó ekki vera að hann sé að athuga
hvernig skyldmenni eða flokksbræð-
ur koma út úr öðru boðorðinu og
meta á grundvelli þess hvort rétt sé
að leita í fræðunum að þriðja boðorð-
inu? Spyr sá sem ekki veit, en ljóst
er að hik ráðherrans kostaði þjóðar-
búið hundruð milljóna króna á síð-
asta ári.
Það er ekki að ástæðulausu að
manni dettur þvílík pólitísk sér-
gæska í hug, því það voru einmitt
núverandi stjórnarflokkar sem
ákváðu að skipta á milli sín þeirri
féþúfu sem verklegar framkvæmdir
fyrir Bandaríkjaher voru. Nú eru
útgerðirnar í hlutverki Aðalverk-
taka. Hinn stórkostlegi hagnaður
þess fyrirtækis, sem varð til sökum
einokunar, réttlætir þó ekki þau
óeðlilegu höft á atvinnufrelsi sem
aðrir verktakar máttu sæta. Það er
athyglivert að þremenningarnir
skyldu ekki rísa upp á afturlappirnar
til varnar Aðalverktökum því vænt-
anlega hafa atvinnuréttindi þess fyr-
irtækis verið stjórnarskrárvarin eins
og hjá útgerðunum nú. Og vafalaust
hefur dregið úr hagnaði Aðalverk-
taka, þegar einokuninni er aflétt og
verktakafyrirtækið gat ekki skipu-
lagt sig jafnvel og áður, en arðurinn
þá skilaði sér væntanlega fljótt og
örugglega til þjóðarbúsins.
Þá hafa þessir sömu menn miklar
áhyggjur af ráðstöfun veiðigjaldsins.
Ég býst við að ástæða þess sé sú,
að útvegsmenn hafa talið sig hafa
fullan ráðstöfunarrétt yfir öllum
sköttum og gjöldum sem á greinina
eru lögð. Þannig buðust þeir nýverið
til að gefa nýtt hafrannsóknaskip
af góðmennsku sinni. Að vísu átti
opinbert gjald sem lagj; er á útgerð-
ina að vera notað til að íjármagna
kaupin! Þetta er svipað og ef BSRB
byðist í góðmennsku sinni að kosta
endurmenntunarnámskeið opinberra
starfsmanna fyrir tekjuskatt félags-
manna sinna! Að mínu mati væri
það hið besta mál ef veiðigjaldið
næði að standa undir kostnaði við
Hafrannsóknastofnun, Rannsókna-
stofnun fiskiðnarins, Fiskistofu,
Landhelgisgæsluna og sjómannaaf-
sláttinn svo eitthvað sé nefnt.
Loks telja títt nefndir menn að
fiskurinn í sjónum sé alveg sérstök
auðlind og á engan hátt sambærileg
við t.d. útvarps- og olíuvinnslurétt-
indi. Og ástæðan, eins og sagt er
í grein Orra og Illuga þann 11. júní
1997 hér í Morgunblaðinu:
„Það er ekki hægt að bera saman
eignarrétt sem myndast við nýtingu
á auðlind eins og fiskveiðiauðlind
við úthlutun leyfa til nýtingar á
auðlind sem ekki hefur verið nýtt
áður. A þessu tvennu er reginmun-
ur.“
Sjaldan hafa þeir félagar komist
út á hálli ís, því ég er viss um að
þeim manni sem tækist að bjóða út
nýtingarrétt á auðlind, sem enginn
hefur enn uppgötvað að sé auðlind,
eigi nóbelsverðlaunin í hagfræði
næsta vís.
Höfundur er verkfræðingur.
Kennara-
samningarnir -
Dylgjum svarað
GÍSLA Ólafí Pét-
urssyni verður tíðrætt
um andúð sína á ný-
legum kjarasamning-
um framhaldsskóla-
kennara og fjármála-
ráðherra. Endurtekn-
ar dylgjur hans um
Ji- annarlegt hugarfar
samningamanna
knýja mig til and-
svara.
í Morgunblaðs-
greininni frá 25. okt.
segir að við „höfum
notað tækifærið þegar
kennarar voru burtu í
sumarfríi" til að bera
samninginn undir at-
kvæði. Hefði Gísii nýtt sér þau
tækifæri sem ailir kennarar höfðu
til að fylgjast með gangi viðræðna
sl. vor vissi hann að samningamenn
kennara lögðu allt kapp á að ná
samningum fyrir skólalok. Þótt sú
ætlan gengi ekki eftir töldu menn
hagsmunum kennara einfaldlega
betur borgið með þeim samningi
sem tókst að koma í höfn á elleftu
stundu heldur en að fresta öllu og
fara aftur á byijunarreit. Reyndar
bendir Gísli réttilega á það annars
staðar í greininni að kennarar
vinna umtalsvert að undirbúningi
kennslu á sumrin og því fer fjarri
að gefa sér að þeir hafi upp til
hópa verið í burtu í sumarfríi um
það leyti sem atkvæðagreiðsla stóð
yfir.
^ Gísli telur launaseðilinn „þannig
að ómögulegt er að vita fyrir hvað
er verið að greiða“. Um er að ræða
þá einföldun að öll yfirvinna er til-
greind í einu lagi í stað sundurliðun-
ar áður. Er greinarhöfundur hald-
inn slíku óminni að hann viti ekki
hvað hann vinnur, er honum (stærð-
fræðikennaranum) ofviða að leggja
< saman, margfalda og deila og hefur
hann í ofanálag týnt vinnuskýrsl-
unni sinni þar sem allt
birtist sundurliðað?
Umfjöllun um
skólanámskrá vitnar
um að Gísli hafi alls
ekki lesið 22. grein
framhaldsskólalag-
anna. Þar kemur skýit
fram að skólanámskrá
er mun víðtækari en
hefðbundinn námsvísir
framhaldsskóla sem
Gísli virðist einblína á.
Svo virðist sem Gísli
tortryggi sérhveija
breytingu á vinnutíma
kennara og telji hana
til vinnuaukningar.
Eins og nærri má geta
er slíkt ekki raunin, enda er vinnu-
tímaramminn eftir sem áður 1.800
klst. á ári eins og almennt tíðkast.
Mál er að linni, segir
Lárus H. Bjarnason;
þykir honum sem Gísla
sjáist yfir það í offorsi
sínu að samningurinn
gerir ráð fyrir að aðilar
sníði í sameiningu af
honum ýmsa vankanta.
Undirbúningur kennara fyrir
kennslu er einstaklingsbundinn og
skiptist misjafnlega milli sumar-
vinnu, kvöldvinnu heima og vinnu
í skólanum. Sundurgreining vinnu-
tímans í einstaka þætti undirbún-
ingsins verður því aldrei annað en
nálgun við raunveruleikann. Ein-
mitt þess vegna er horfið frá fyrri
skilgreiningu um 19,53 klst. viku-
legan undirbúning og 150 klst. að
sumri, en þess í stað kveðið á um
Lárus H.
Bjarnason
heildarvinnutíma i kennslu og und-
irbúning (allt að 1.177 klst. á ári)
sem kennari skipuleggur sjálfur.
Ekkert í samningnum mælir því í
mót að töluverður tími undirbún-
ingsþáttarins sé að sumri. Grund-
vallaratriði er að meðalundirbún-
ingstími fyrir hveija kennslustund
er ekki skertur frá því sem áður
var. Þetta með að „forystan hafi
fallist á að raða þessum 130 tímum
efst í vinnuskyldurammann" eins
og Gísli kemst að orði segir ná-
kvæmlega ekkert annað en að þeir
teljist til dagvinnu. Einu gildir
hvort þeir eru efst, neðst, til vinstri
eða hægri í einhverri myndrænni
framsetningu sem greinarhöfund-
ur sér fyrir sér.
Gísli varpar fram þeirri skýringu
í formi spurningar að „þessi en-
demi“ kunni að vera runnin undan
rifjum stjórnenda. Seta undirritaðs
í samninganefndinni hlýtur að hafa
kveikt þessa ímyndun Gísla. Ég
bendi á að ég fór ekki í samninga-
nefndina fyrir atbeina skólastjórn-
enda, heldur var tilnefndur í hana
af stjórn HÍK til þess að vinna að
bættum kjörum félagsmanna og
hef hagað mér samkvæmt því. Ég
frábið mér getgátur um óheilindi
vegna þess eins að ég er aðstoðar-
skólameistari. Reyndar held ég að
einhver hefði bent á það á undan
Gísla ef ég ynni gegn kennurum.
Mál er að linni. Mér þykir sem
Gísla sjáist yfir það í offorsi sínu
að samningurinn gerir ráð fyrir
að aðilar sníði í sameiningu af
honum ýmsa vankanta á samn-
ingstímanum og þess má geta að
sú vinna er þegar hafin. Einnig
þykir mér miður að Gísli og skoð-
anabræður hans um 130 tímana
undir stjórn skólameistara skuli
ekki hafa látið að sér kveða þegar
kennarar mótuðu kröfur sínar
bæði fyrir samningana 1995 og
1997, því þær buðu beinlínis upp
á að samið yrði um slík ákvæði.
Geði blandar við blekkingu,
blæs til sóknar gegn þekkingu.
Líkar ei sátt,
leikið er grátt
lítið kennaraundur - í hrekkingu.
Höfundur er fulltrúi HÍK í
samninganefnd
framhaldsskólakennara.
„Köttur í ból
bjarnar“
NÚ ER undirbún-
ingur hafinn í Kenn-
araháskólanum og
menntamálaráðuneyt-
inu að víkka starfssvið
Kennaraháskólans og
stofna til stofnunar
sem á að heita Uppeld-
is- og kennaraháskóli
íslands. Þessi breyting
eða ummyndun þarfn-
ast fjölgunar starfs-
krafta sérmenntaðs
fólks, stóraukins
tækjabúnaðar og þess
vegna mun rýmra hús-
næðis en núverandi
stofnun býr við. Leið-
arljósið verðurVæntan-
lega aukin hagnýting sem mun lík-
lega spara ríkinu eða skattborgurum
landsins stórfé.
Yfirstjórn menntamála hefur nú
til alvarlegrar athugunar að koma
hinni nýju stofnun í hentugt og
rúmgott húsnæði og hefur Sjó-
Sjómannaskólinn hefur
fyllilega staðið undir því
í hálfa öld, segir Sig-
laugur Brynleifsson,
að heita „háborg ís-
lenskrar sjómanna-
stéttar“.
mannaskólinn orðið fyrir valinu.
Fjölmörg rök eru borin fram til rétt-
lætingar þessari áætlun, bæði frá
seminaristum Kennaraháskólans,
arkitektum og þeim aðilum sem
sinna hagnýtingarhugmyndum.
Vafalaust standast öll þessi rök
sannprófanir og falla að líklegustu
reiknilíkönum sérhæfðustu starfs-
krafta ráðuneytisins og hagsýslu-
gerðar manna að þeirra mati - en
þrátt fyrir það eru ekki allir sam-
þykkir þessum áætlunum. Sjó-
mannaskólinn og fleiri skólar og
stofnanir tengdar sjávarútvegi
starfa í byggingu Sjó-
mannaskólans, en hann
hefur starfað í þessu
húsi í hálfa öld. Húsinu
var valinn staður á
ágætum stað, þaðan
sem sér út á flóann og
vítt er til allra átta. A
sínum tíma var Sjó-
mannaskólinn nefndur
„ háborg íslenskrar sjó-
mannastéttar" og hefur
fyllilega staðið undir því
heiti í hálfa öld. Þessi
stofnun er mennta- og
menningarsetur ís-
lenskra sjómanna og
skipstjórnarmanna og
þar hefur skapast hefð
- menningarhefð í skólum íslenskra
sjómanna.
Þeim skara sem nú sækir sem
fastast að sjómenn rými borg sína
er flest betur gefið en skilningur
á menningarhefðum eins og glöggt
má marka af stefnu þeirra sem
mótað hafa skólastefnuna hér á
landi undanfarna áratugi ásamt
þeirri útgáfustarfsemi sem
menntamálaráðuneytið hefur
styrkt með ráðum og dáð og fjar-
stýrt er af „gáfnabanka" Kennara-
háskólans.
Nú þegar hafa menn snúist til
varnar þessum áætlunum í ræðu og
riti svo ekki er útséð um hvort töku
Sjómannaskólans verður haldið til
streitu. En ef svo skyldi fara að
seminaristar og starfskraftar
menntamálaráðuneytisins ráðist þar
til inngöngu þá má vænta þess að
sjómenn og skipstjórnarmenn fylki
liði til varnar borg sinni. Ef slíkt
varnarlið yrði til staðar er ekki ann-
ars að vænta en að sóknarlið semin-
arista yrði allhrætt eins og Mökkur-
kálfi' til forna, þá er hann sá Þór
og að það sama hendi þá og Mökkur-
kálfa, svo að ekki komi til þess að
hendur skipti.
‘P.s. Sjá Snorra Sturluson: Skáld-
skaparmál XXIII.
Höfundur er rithöfundur.
Siglaugur
Brynleifsson