Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 61

Morgunblaðið - 11.11.1997, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 61 1 J J í I I 3 2 I 2 2 I 3 JÓN Halldór Bergsson, eigandi Jónshúss. Jólabas- ar í Gjá- bakka HINN árlegi jólabasar eldri borgara í Kópavogi verður í Gjábakka fimmtudaginn 13. nóvember og verður opinn frá kl. 13 til 19. „Að undanförnu hafa kom- ið óskir frá eldri borgurum þess eðlis að þeir fái aðstöðu til að selja handverk sitt sjálf- ir og þá helst oftar en einu sinni á ári. Til að koma til móts við þessar óskir eldri borgara var ákveðið að að þessu sinni ættu þeir þess kost að fá aðstöðu á „sölu- borði“, og þar gætu þeir látið þá ósk rætast að bjóða sjálfir sitt handverk til kaups. Ef vel tekst til er líklegt að þetta verði upphafið að „Handverksdögum" í Gjá- bakka og ekki fjarri lagi að álíta að annar „Handverks- dagur“ verði í desember í Gjá- bakka þar sem boðnar yrðu jólavörur til kaups. Hið hefðbundna vöfflukaffi verður afgreitt í Gjábakka frá kl. 14.30 til 17.30,“ segir í fréttatilkynningu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarapdi athugasemd frá Aðal- steini Óskarssyni forstöðumanni Byggðastofnunar á ísafirði: „I framhaldi af símtölum frá íbú- um í ísaljarðarsýslu í morgun óska ég að tekin verði til athugunar framsetning í frétt Morgunblaðsins þann 9. _nóv. s.I. um fólksfækkun í Norður-ísafjarðarsýslu, sbr. tilvitn- un: „íbúum í Vestur- og Norður- Lýst eftir stol- inni bifreið LÖGREGLAN í Grindavík lýsir eftir bifreiðinni AL-309 sem stolið var í Grindaík 6. nóvember sl. Bif- reiðin er af gerðinni Nissan Van- etta, sendibifreið, árgerð 1992 og er hún hvít að lit. Þeir sem veitt geta upplýsingar um afdrif bifreið- arinnar eru beðnir um að hafa samband við næstu lögreglustöð. Jónshús JÓNSHÚS hefur opnað versl- un í Aðalstræti 9 í Reykjavík. Jónshús sérhæfir sig í fram- leiðslu á handunnum trévör- um. Einnig selur Jónshús ís- lensk kerti frá Blesastöðum á Skeiðum og kertastjaka frá Smíðagalleríinu undir pír- amídakerti. Verslunin er opin virka daga frá kl. 11 -18 og laugar- daga kl. 11-14. Eigandi Jóns- húss er Jón Halldór Bergsson. ísafjarðarsýslu hefur fækkað um 10% á tímabilinu og þar búa í dag 5.910 íbúar. I Norður-Isafjarðar- sýslu hefur íbúum fækkað um 44 % á tímabilinu, sem er hæsta hlut- fall í nokkurri sýslu á landinu." Af samtölum við fólk má ráða að það telur að þar með hafi íbúum allrar sýslunnar að meðtöldum þétt- býlisstöðum fækkað sem þessu hlutfalli nemur. Hið rétta er að íbú- um í hreinu dreifbýli eða utan þétt- býlisstaða í ísafjarðarsýslu fækkaði úr 207 í 116 eða 44%. Nánar tiltek- ið fækkun í fyrrverandi Ögur- hreppi, Reykjafjarðarhreppi, Naut- eyrarhreppi og Snæfjallahreppi. Ekki skal dregið úr hinni alvar- legu stöðu sem þessi fækkun gefur til kynna í jaðarbyggðum sýslunn- ar. En ekki má heldur gefa færi á að mistúlka þróun þessara mála, en sem gefur að skilja eru allar fréttir um fólksfækkun mjög við- kvæmar og hafa mótandi áhrif á afstöðu fólks til búsetu og í umflöll- un um landshlutann í heild.“ íslandsmótið í Netskák 1997 TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir íslandsmótinu í Netskák nk. sunnu- dag, 16. nóvember, kl. 20. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en fyrsti íslandsmeistarinn og núver- andi handhafi titilsins er Þráinn Vig- fússon. Mótið fer fram með dálítið óhefð- bundnum hætti því að keppendur tefla undir dulnefnum og vita þeir því ekki hvort andstæðingur þeirra er byijandi eða stórmeistari. Tefltverður á evrópska skákþjón- inum í Árósum. Þátttökutilkynning- ar og fyrirspurnir sendist til Hall- dórs Grétars Einarssonar á asb@is- mennt.is og þurfa dulnefni að fylgja þátttökutilkynningum. Nánari upp- lýsingar verða birtar á íslensku skáksíðunni: www.vks.is/skak/hellir í vikunni. Mótmæla hluta- félagavæðingu Á AÐALFUNDI Leigjendasamtak- anna 25. október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Leigjendasamtak- anna haldinn 25.10. 1997 ítrekar mótmæli samtakanna gegn hlutafé- lagavæðingu leiguíbúða borgarinnar og hótunum meirihluta borgarstjórn- ar um frekari leiguhækkanir og skert öryggi leigjendanna. Fund- urinn telur þetta sérstaklega alvar- legt í ljósi þess að flestum biðlistum varðandi félagslegar íbúðir hefur verið lokað vegna ásóknar fólks í slíkt húsnæði. Þetta er sérstakt undrunarefni í ljósi stefnuyfirlýsing- ar R-listans fyrir síðustu kosningar um fjölgun leiguíbúða í eigu borgar- innar.“ LEIÐRÉTT Félagsbústaðir hf. í FRÉTT um Félagsbústaði hf. í Morgunblaðinu féll niður að um hlutafélag væri að ræða. Eru hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Athugasemd vegna fréttar um fólksfækkun Dagbók lögreglunnar Hraðakstur og meiðingar 7.-10. nóvember UM helgina voru 14 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 38 kærðir vegna hraðaksturs. Aðfaranótt mánudags var bif- reið sem stolið hafði verið fyrr um kvöldið stöðvuð og tveir piltar handteknir og fluttir á stöð. Líkamsmeiðingar Karlmaður missti stjórn á skapi sínu í verslun í miðborginni á sunnudag. Hann reyndi að stela úr versluninni og kom síðan til átaka við viðstadda. Maðurinn var handtekinn og færður á stöð, en á honum fundust ætluð fíkniefni. Landasali tekinn Ökumaður sem lögregla hafði afskipti af reyndist hafa í fórum sínum nokkra lítra af landa. Hann var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Veggjakrot Tveir piltar voru handteknir á laugardag þar sem þeir voru að krota á veggi og þannig vinna skemmdir. Piltanir voru fluttir á lögreglustöð og síðan sóttir af foreldrum. Annað Um miðjan dag á laugardag barst lögreglu tilkynning um að 19 manna flugvél hefði gert að- vart um að ekki fengist staðfesting á að hægra vélarhjól læstist. Bilun- in kom fram er vélin átti að lenda í Vestmannaeyjum og var henni snúið til Reykjavíkur. Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar vegna nauðlendingar og allt lögreglulið sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti síðan og reyndist allt vera í lagi. Talið er að bilun hafi verið í ljósabúnaði mælaborðs vélarinn- ar. í vélinni voru auk tveggja flug- manna sex farþegar. Að morgni mánudags voru fjór- ir piltar handteknir við Hlemm og fluttir á stöð er í fórum þeirra fundust ætluð fíkniefni og tæki til neyslu slíkra efna. Dagbók Háskóla * Islands ALLT áhugafólk er velkomið á fyrir- lestra í boði Háskóla íslands. Dag- bókin er uppfærð reglulega á heima- síðu Háskólans: http://www.hi.is. Miðvikudagurinn 12. nóvember Háskólatónleikar. Kvintett Corr- etto: Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Einar S.T. Jónsson, trompet, Emil Friðfinnsson, horn, Sigurður Þor- bergsson, básúna, Þórhallur I. Hall- dórsson, túba, halda háskólatónleika í Norræna húsinu kl. 12.30. Verkin sem flutt verða eru: Mini Overture eftir W. Lutoslawski, Þrír madrígalar eftir Greaves, Bennet og Wilbye og Sonatine_ eftir E. Bozza. Aðgangur 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteinis. Kynnt verða þijú verkefni, sem voru styrkt af Nýsköpunarsjóði og unnin á Tilraunastöð HÍ í meina- fræði að Keldum sl. sumar: Fræðslu- fundurinn hefst kl. 12.30: Hrund Ýr Óladóttur: „Könnun á vessabundnum ónæmisþáttum barra (Dicentrarchus labrax).“ Páll Freyr Jónsson: „Bakt- eríur, sem taka þátt í næringarnámi dýrasvifs." Hjalti Már Þórisson: „Rannsókn á samsetningu arfgerða príongensins í einni riðuhjörð." Fimmtudagurinn 13. nóvember Ásgeir Theódórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum flytur fyrirlest- ur í málstofu læknadeildar í sal Krabbameinsfélags íslands í Skógar- hlíð 8 kl. 16. Fyrirlestur sinn nefnir hann: „Nýjar niðurstöður um árang- ur af kembileit að ristilkrabbameini." Dr. Páll Ólafsson flytur fyrirlestur kl. 16.15 í stofu 101 í Lögbergi á vegum Eðlisfræðifélagsins og ljallar hann um: „Líkan fyrir eiginleika ál- melma til notkunar við hönnun nýrra efna.“ Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði og forstöðumaður Rannsóknastofu í kvennafræðum, flytur fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum kl. 12 í stofu 201 í Odda og hefnir hún fyrir- lesturinn: „En ég er hér ef einhver til mín spyrði.“ Ljóð eftir íslenskar konur 1876-1995. Helgi Tómasson lektor flytur fyrir- lestur í málstofu í hagfræði á 3ju hæð í Odda kl. 16 og fjallar um: „Verðmat fasteigna án skoðunar." Föstudagurinn 14. nóvember Sigmundur Guðbjamason prófess- or flytur fyrirlestur í málstofu líf- fræðistofnunar kl. 12.20 í stofu G-6 á Grensásvegi 12 um „Leit að líf- fræðilega virkum efnum í lækninga- jurtum“. Sýningar Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði. Handritasýning opin almenningi í Árnagarði þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-16. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum sömu daga, ef pantað er með dags fyrirvara. Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn Í ljósaskiptunum. Setning nor- rænnar bókasafnsviku 10. nóv. kl. 18 og opnun sýningar um Egils sögu. Prestaskólinn í Reykjavík 150 ára, 1847-1997, sýningin er til 29. nóv- ember. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 10.-15. nóv. 10. nóv. kl. 8.30-12.30. Dreifð vinnsla með DCOM. Kenn- ari: Magnús Guðmundsson, tölvunar- fræðingur hjá EJS hf. 10. nóv. kl. 8.15-16, 11., 13. og 14. nóv. kl. 8.15-12.15. Gagnagrunnskerfi. Kennari: Berg- ur Jónsson tölvunarfræðingur hjá Landsvirkjun. 10. nóv. kl. 16-19.30. Skattamál - nýlegir úrskurðir og dómar. Kennari: Steinþór Haraldsson lögfræðingur ríkisskattstjóra. 10. nóv. kl. 9-12 og 11. nóv. kl. 13-16. Hið alþjóðlega samkomulag um viðskipti og tollamál. Kennarar: Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri og Guðrún Ásta Sigurðardóttir deild- arstjóri ríkistollstjóra. 10. og 12. nóv. kl. 16-20. Notkun Excel 7.0 við fjármál og rekstur I. Kennarar: Páll Jensson prófessor í rekstrarfræðum við HÍ og Guðmundur Olafsson hagfræð- ingur, lektor við HÍ. 11. og 12. nóv. kl. 9-16. Myndir barna - leið til betri skiin- ings á barninu? Kennari: Rósa Steinsdóttir BA í sálfræði og mynd- þerapisti, starfar við barna- og ungl- ingageðdeild LSP. 11. og 12. nóv. kl. 13-16. Utreikningar á verði og kenni- tölum. Kennari: Agnar Hansson lekt- or HÍ og deildarstjóri hjá íslands- banka. 11. nóv. kl. 8:30-12:30. Tölvuvædd skjalastjórnun. Kenn- arar: Hörður Olavson framkvæmda- stjóri Hópvinnukerfa ehf. og Jóhanna Gunnlaugsdóttir bókasafnsfræðing- ur hjá Gangskör sf. 1., 18. og 25. nóv., 22. eða 23. des. og 6. jan. (5x). „Að vera eða ekki vera ..." Kenn- arar: Melkorka Tekla Ólafsdóttir leik- listarráðunautur Þjóðleikhússins, Baltasar Kormákur leikstjóri Hamlets og Bjarni Jónsson leikhúsfræðingur. 11. og 12. nóv. kl. 8.30-12. Áfalla- og stórslysasálfræði. Framhaldsnámskeið fyrir hjálpar- aðila. Kennari: Lárus H. Blöndal sál- fræðingur. 12., 14. og 15. nóv. kl. 8.30-12.30. Gerð verkáætlana með aðstoð tölvu. Kennari: Eðvald Möller rekstr- arverkfræðingur, lektor TÍ og stundakennari. HÍ. 12. og 13. nóv. kl. 16-19. EES reglur um samkeppni, ríkis- aðstoð og opinber innkaup. Kennar- ar: Árni Vilhjálmsson hrl. og Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri. 13. og 14. nóv. kl. 13-16. Milliverkan lyfja. Greining og með- ferð. Kennari: Sveinbjöm Gizurarson dr. í lyfjafræði og dósent við HÍ. 13., 17. og 20. nóv. kl. 16:30-19:00. Flutningur máls og framkoma í ræðustóli. Kennari: Margrét Páls- dóttir málfræðingur, málfarsráðu- nautur RÚV. 13. og 14. nóv. kl. 13-17. CE-merkingar. Umsjón: Frey- garður Þorsteinsson yfirverkfræð- ingur efnistæknideildar ITÍ. 13. og 14. nóv. kl. 8.30-12.30. Lög og reglugerðir um mengunar- mál. Kennarar: Ingimar Sigurðsson, umhverfisráðuneyti, Björn Friðfinns- son ráðuneytisstjóri, Olafur Péturs- son og Davíð Egilsson frá Hollustu- vernd ríkisins. 14. nóv. kl. 9-16 og 15. nóv. kl. 9:30-12:30. Ofvirkni barna og unglinga. Or- sakir, greining og meðferð. Kennar- ar: Páll Magnússon sálfræðingur, Ólafur Guðmundsson barnageðlækn- ir, Kristín Kristmundsdóttir félags- ráðgjafi, Sólveig Guðlaugsdóttir geð- hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ás- grímsdóttir sálfræðingur, Rósa Steinsdóttir myndþerapisti, Málfríð- ur Lorange sálfræðingur, Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari og Sig- ríður Benediktsdóttir sálfræðingur. 15. nóv. kl. 9-17. Klamydíusýkingar. Kyn-, öndun- arfæra-, augn- og æðasjúkdómar. Umsjón: Ólafur Steingrímsson sýkla- fræðingur, yfirlæknir á sýklafræði- deiid Landspítalans, dósent við læknadeild HI. Ásamt Ólafi kenna á námskeiðinu Guðrún Guðmundsdótt- ir hjúkrunarfræðingur, Kristín Jóns- dóttir meinatæknir, smitsjúkdóma- læknarnir Sigurður B. Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Haraldur Briem, húð- og kynsjúkdómalækn- arnir Jón Hjaltalín Ölafsson og Stein- grímur Davíðsson og Reynir Tómas Geirsson prófessor. Kirkjustarf Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10. TTT starf kl 18. fyrir 10-12 ára. Unglingastarf, kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmu- morgnar í Félagsbæ kl. 10. Landakirkja. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strand- bergi fyrir 10-12 ára kl. 17. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Opið hús kl. 11. Venju- leg dagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.