Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 11.11.1997, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 61 1 J J í I I 3 2 I 2 2 I 3 JÓN Halldór Bergsson, eigandi Jónshúss. Jólabas- ar í Gjá- bakka HINN árlegi jólabasar eldri borgara í Kópavogi verður í Gjábakka fimmtudaginn 13. nóvember og verður opinn frá kl. 13 til 19. „Að undanförnu hafa kom- ið óskir frá eldri borgurum þess eðlis að þeir fái aðstöðu til að selja handverk sitt sjálf- ir og þá helst oftar en einu sinni á ári. Til að koma til móts við þessar óskir eldri borgara var ákveðið að að þessu sinni ættu þeir þess kost að fá aðstöðu á „sölu- borði“, og þar gætu þeir látið þá ósk rætast að bjóða sjálfir sitt handverk til kaups. Ef vel tekst til er líklegt að þetta verði upphafið að „Handverksdögum" í Gjá- bakka og ekki fjarri lagi að álíta að annar „Handverks- dagur“ verði í desember í Gjá- bakka þar sem boðnar yrðu jólavörur til kaups. Hið hefðbundna vöfflukaffi verður afgreitt í Gjábakka frá kl. 14.30 til 17.30,“ segir í fréttatilkynningu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarapdi athugasemd frá Aðal- steini Óskarssyni forstöðumanni Byggðastofnunar á ísafirði: „I framhaldi af símtölum frá íbú- um í ísaljarðarsýslu í morgun óska ég að tekin verði til athugunar framsetning í frétt Morgunblaðsins þann 9. _nóv. s.I. um fólksfækkun í Norður-ísafjarðarsýslu, sbr. tilvitn- un: „íbúum í Vestur- og Norður- Lýst eftir stol- inni bifreið LÖGREGLAN í Grindavík lýsir eftir bifreiðinni AL-309 sem stolið var í Grindaík 6. nóvember sl. Bif- reiðin er af gerðinni Nissan Van- etta, sendibifreið, árgerð 1992 og er hún hvít að lit. Þeir sem veitt geta upplýsingar um afdrif bifreið- arinnar eru beðnir um að hafa samband við næstu lögreglustöð. Jónshús JÓNSHÚS hefur opnað versl- un í Aðalstræti 9 í Reykjavík. Jónshús sérhæfir sig í fram- leiðslu á handunnum trévör- um. Einnig selur Jónshús ís- lensk kerti frá Blesastöðum á Skeiðum og kertastjaka frá Smíðagalleríinu undir pír- amídakerti. Verslunin er opin virka daga frá kl. 11 -18 og laugar- daga kl. 11-14. Eigandi Jóns- húss er Jón Halldór Bergsson. ísafjarðarsýslu hefur fækkað um 10% á tímabilinu og þar búa í dag 5.910 íbúar. I Norður-Isafjarðar- sýslu hefur íbúum fækkað um 44 % á tímabilinu, sem er hæsta hlut- fall í nokkurri sýslu á landinu." Af samtölum við fólk má ráða að það telur að þar með hafi íbúum allrar sýslunnar að meðtöldum þétt- býlisstöðum fækkað sem þessu hlutfalli nemur. Hið rétta er að íbú- um í hreinu dreifbýli eða utan þétt- býlisstaða í ísafjarðarsýslu fækkaði úr 207 í 116 eða 44%. Nánar tiltek- ið fækkun í fyrrverandi Ögur- hreppi, Reykjafjarðarhreppi, Naut- eyrarhreppi og Snæfjallahreppi. Ekki skal dregið úr hinni alvar- legu stöðu sem þessi fækkun gefur til kynna í jaðarbyggðum sýslunn- ar. En ekki má heldur gefa færi á að mistúlka þróun þessara mála, en sem gefur að skilja eru allar fréttir um fólksfækkun mjög við- kvæmar og hafa mótandi áhrif á afstöðu fólks til búsetu og í umflöll- un um landshlutann í heild.“ íslandsmótið í Netskák 1997 TAFLFÉLAGIÐ Hellir gengst fyrir íslandsmótinu í Netskák nk. sunnu- dag, 16. nóvember, kl. 20. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en fyrsti íslandsmeistarinn og núver- andi handhafi titilsins er Þráinn Vig- fússon. Mótið fer fram með dálítið óhefð- bundnum hætti því að keppendur tefla undir dulnefnum og vita þeir því ekki hvort andstæðingur þeirra er byijandi eða stórmeistari. Tefltverður á evrópska skákþjón- inum í Árósum. Þátttökutilkynning- ar og fyrirspurnir sendist til Hall- dórs Grétars Einarssonar á asb@is- mennt.is og þurfa dulnefni að fylgja þátttökutilkynningum. Nánari upp- lýsingar verða birtar á íslensku skáksíðunni: www.vks.is/skak/hellir í vikunni. Mótmæla hluta- félagavæðingu Á AÐALFUNDI Leigjendasamtak- anna 25. október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Leigjendasamtak- anna haldinn 25.10. 1997 ítrekar mótmæli samtakanna gegn hlutafé- lagavæðingu leiguíbúða borgarinnar og hótunum meirihluta borgarstjórn- ar um frekari leiguhækkanir og skert öryggi leigjendanna. Fund- urinn telur þetta sérstaklega alvar- legt í ljósi þess að flestum biðlistum varðandi félagslegar íbúðir hefur verið lokað vegna ásóknar fólks í slíkt húsnæði. Þetta er sérstakt undrunarefni í ljósi stefnuyfirlýsing- ar R-listans fyrir síðustu kosningar um fjölgun leiguíbúða í eigu borgar- innar.“ LEIÐRÉTT Félagsbústaðir hf. í FRÉTT um Félagsbústaði hf. í Morgunblaðinu féll niður að um hlutafélag væri að ræða. Eru hlut- aðeigandi beðnir velvirðingar á mis- tökunum. Athugasemd vegna fréttar um fólksfækkun Dagbók lögreglunnar Hraðakstur og meiðingar 7.-10. nóvember UM helgina voru 14 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og 38 kærðir vegna hraðaksturs. Aðfaranótt mánudags var bif- reið sem stolið hafði verið fyrr um kvöldið stöðvuð og tveir piltar handteknir og fluttir á stöð. Líkamsmeiðingar Karlmaður missti stjórn á skapi sínu í verslun í miðborginni á sunnudag. Hann reyndi að stela úr versluninni og kom síðan til átaka við viðstadda. Maðurinn var handtekinn og færður á stöð, en á honum fundust ætluð fíkniefni. Landasali tekinn Ökumaður sem lögregla hafði afskipti af reyndist hafa í fórum sínum nokkra lítra af landa. Hann var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Veggjakrot Tveir piltar voru handteknir á laugardag þar sem þeir voru að krota á veggi og þannig vinna skemmdir. Piltanir voru fluttir á lögreglustöð og síðan sóttir af foreldrum. Annað Um miðjan dag á laugardag barst lögreglu tilkynning um að 19 manna flugvél hefði gert að- vart um að ekki fengist staðfesting á að hægra vélarhjól læstist. Bilun- in kom fram er vélin átti að lenda í Vestmannaeyjum og var henni snúið til Reykjavíkur. Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar vegna nauðlendingar og allt lögreglulið sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti síðan og reyndist allt vera í lagi. Talið er að bilun hafi verið í ljósabúnaði mælaborðs vélarinn- ar. í vélinni voru auk tveggja flug- manna sex farþegar. Að morgni mánudags voru fjór- ir piltar handteknir við Hlemm og fluttir á stöð er í fórum þeirra fundust ætluð fíkniefni og tæki til neyslu slíkra efna. Dagbók Háskóla * Islands ALLT áhugafólk er velkomið á fyrir- lestra í boði Háskóla íslands. Dag- bókin er uppfærð reglulega á heima- síðu Háskólans: http://www.hi.is. Miðvikudagurinn 12. nóvember Háskólatónleikar. Kvintett Corr- etto: Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Einar S.T. Jónsson, trompet, Emil Friðfinnsson, horn, Sigurður Þor- bergsson, básúna, Þórhallur I. Hall- dórsson, túba, halda háskólatónleika í Norræna húsinu kl. 12.30. Verkin sem flutt verða eru: Mini Overture eftir W. Lutoslawski, Þrír madrígalar eftir Greaves, Bennet og Wilbye og Sonatine_ eftir E. Bozza. Aðgangur 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúd- entaskírteinis. Kynnt verða þijú verkefni, sem voru styrkt af Nýsköpunarsjóði og unnin á Tilraunastöð HÍ í meina- fræði að Keldum sl. sumar: Fræðslu- fundurinn hefst kl. 12.30: Hrund Ýr Óladóttur: „Könnun á vessabundnum ónæmisþáttum barra (Dicentrarchus labrax).“ Páll Freyr Jónsson: „Bakt- eríur, sem taka þátt í næringarnámi dýrasvifs." Hjalti Már Þórisson: „Rannsókn á samsetningu arfgerða príongensins í einni riðuhjörð." Fimmtudagurinn 13. nóvember Ásgeir Theódórs sérfræðingur í meltingarsjúkdómum flytur fyrirlest- ur í málstofu læknadeildar í sal Krabbameinsfélags íslands í Skógar- hlíð 8 kl. 16. Fyrirlestur sinn nefnir hann: „Nýjar niðurstöður um árang- ur af kembileit að ristilkrabbameini." Dr. Páll Ólafsson flytur fyrirlestur kl. 16.15 í stofu 101 í Lögbergi á vegum Eðlisfræðifélagsins og ljallar hann um: „Líkan fyrir eiginleika ál- melma til notkunar við hönnun nýrra efna.“ Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði og forstöðumaður Rannsóknastofu í kvennafræðum, flytur fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræðum kl. 12 í stofu 201 í Odda og hefnir hún fyrir- lesturinn: „En ég er hér ef einhver til mín spyrði.“ Ljóð eftir íslenskar konur 1876-1995. Helgi Tómasson lektor flytur fyrir- lestur í málstofu í hagfræði á 3ju hæð í Odda kl. 16 og fjallar um: „Verðmat fasteigna án skoðunar." Föstudagurinn 14. nóvember Sigmundur Guðbjamason prófess- or flytur fyrirlestur í málstofu líf- fræðistofnunar kl. 12.20 í stofu G-6 á Grensásvegi 12 um „Leit að líf- fræðilega virkum efnum í lækninga- jurtum“. Sýningar Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði. Handritasýning opin almenningi í Árnagarði þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14-16. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum sömu daga, ef pantað er með dags fyrirvara. Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn Í ljósaskiptunum. Setning nor- rænnar bókasafnsviku 10. nóv. kl. 18 og opnun sýningar um Egils sögu. Prestaskólinn í Reykjavík 150 ára, 1847-1997, sýningin er til 29. nóv- ember. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 10.-15. nóv. 10. nóv. kl. 8.30-12.30. Dreifð vinnsla með DCOM. Kenn- ari: Magnús Guðmundsson, tölvunar- fræðingur hjá EJS hf. 10. nóv. kl. 8.15-16, 11., 13. og 14. nóv. kl. 8.15-12.15. Gagnagrunnskerfi. Kennari: Berg- ur Jónsson tölvunarfræðingur hjá Landsvirkjun. 10. nóv. kl. 16-19.30. Skattamál - nýlegir úrskurðir og dómar. Kennari: Steinþór Haraldsson lögfræðingur ríkisskattstjóra. 10. nóv. kl. 9-12 og 11. nóv. kl. 13-16. Hið alþjóðlega samkomulag um viðskipti og tollamál. Kennarar: Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri og Guðrún Ásta Sigurðardóttir deild- arstjóri ríkistollstjóra. 10. og 12. nóv. kl. 16-20. Notkun Excel 7.0 við fjármál og rekstur I. Kennarar: Páll Jensson prófessor í rekstrarfræðum við HÍ og Guðmundur Olafsson hagfræð- ingur, lektor við HÍ. 11. og 12. nóv. kl. 9-16. Myndir barna - leið til betri skiin- ings á barninu? Kennari: Rósa Steinsdóttir BA í sálfræði og mynd- þerapisti, starfar við barna- og ungl- ingageðdeild LSP. 11. og 12. nóv. kl. 13-16. Utreikningar á verði og kenni- tölum. Kennari: Agnar Hansson lekt- or HÍ og deildarstjóri hjá íslands- banka. 11. nóv. kl. 8:30-12:30. Tölvuvædd skjalastjórnun. Kenn- arar: Hörður Olavson framkvæmda- stjóri Hópvinnukerfa ehf. og Jóhanna Gunnlaugsdóttir bókasafnsfræðing- ur hjá Gangskör sf. 1., 18. og 25. nóv., 22. eða 23. des. og 6. jan. (5x). „Að vera eða ekki vera ..." Kenn- arar: Melkorka Tekla Ólafsdóttir leik- listarráðunautur Þjóðleikhússins, Baltasar Kormákur leikstjóri Hamlets og Bjarni Jónsson leikhúsfræðingur. 11. og 12. nóv. kl. 8.30-12. Áfalla- og stórslysasálfræði. Framhaldsnámskeið fyrir hjálpar- aðila. Kennari: Lárus H. Blöndal sál- fræðingur. 12., 14. og 15. nóv. kl. 8.30-12.30. Gerð verkáætlana með aðstoð tölvu. Kennari: Eðvald Möller rekstr- arverkfræðingur, lektor TÍ og stundakennari. HÍ. 12. og 13. nóv. kl. 16-19. EES reglur um samkeppni, ríkis- aðstoð og opinber innkaup. Kennar- ar: Árni Vilhjálmsson hrl. og Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri. 13. og 14. nóv. kl. 13-16. Milliverkan lyfja. Greining og með- ferð. Kennari: Sveinbjöm Gizurarson dr. í lyfjafræði og dósent við HÍ. 13., 17. og 20. nóv. kl. 16:30-19:00. Flutningur máls og framkoma í ræðustóli. Kennari: Margrét Páls- dóttir málfræðingur, málfarsráðu- nautur RÚV. 13. og 14. nóv. kl. 13-17. CE-merkingar. Umsjón: Frey- garður Þorsteinsson yfirverkfræð- ingur efnistæknideildar ITÍ. 13. og 14. nóv. kl. 8.30-12.30. Lög og reglugerðir um mengunar- mál. Kennarar: Ingimar Sigurðsson, umhverfisráðuneyti, Björn Friðfinns- son ráðuneytisstjóri, Olafur Péturs- son og Davíð Egilsson frá Hollustu- vernd ríkisins. 14. nóv. kl. 9-16 og 15. nóv. kl. 9:30-12:30. Ofvirkni barna og unglinga. Or- sakir, greining og meðferð. Kennar- ar: Páll Magnússon sálfræðingur, Ólafur Guðmundsson barnageðlækn- ir, Kristín Kristmundsdóttir félags- ráðgjafi, Sólveig Guðlaugsdóttir geð- hjúkrunarfræðingur, Sólveig Ás- grímsdóttir sálfræðingur, Rósa Steinsdóttir myndþerapisti, Málfríð- ur Lorange sálfræðingur, Ragna Freyja Karlsdóttir sérkennari og Sig- ríður Benediktsdóttir sálfræðingur. 15. nóv. kl. 9-17. Klamydíusýkingar. Kyn-, öndun- arfæra-, augn- og æðasjúkdómar. Umsjón: Ólafur Steingrímsson sýkla- fræðingur, yfirlæknir á sýklafræði- deiid Landspítalans, dósent við læknadeild HI. Ásamt Ólafi kenna á námskeiðinu Guðrún Guðmundsdótt- ir hjúkrunarfræðingur, Kristín Jóns- dóttir meinatæknir, smitsjúkdóma- læknarnir Sigurður B. Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Haraldur Briem, húð- og kynsjúkdómalækn- arnir Jón Hjaltalín Ölafsson og Stein- grímur Davíðsson og Reynir Tómas Geirsson prófessor. Kirkjustarf Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10. TTT starf kl 18. fyrir 10-12 ára. Unglingastarf, kl. 20.30 fyrir 8., 9. og 10. bekk. Borgarneskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmu- morgnar í Félagsbæ kl. 10. Landakirkja. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strand- bergi fyrir 10-12 ára kl. 17. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Opið hús kl. 11. Venju- leg dagskrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.