Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 4

Morgunblaðið - 19.02.1998, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Óvenjulegt að ernir haldi sig nálægt þéttbýlisstöðum „ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ORNINN sem verið hefur á sveimi við ósa Varmár að undanfornu og hefur sést hér og þar í nágrenni Reykjavíkur allt frá því í desember sl. Orn við ósa Varm- ár í Mos- fellsbæ UNGUR örn hefur sést á sveimi í Leirvogi í Mosfellsbæ undan- farna daga en að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar fugla- fræðings er þar á ferð fugl á fyrsta ári, sem hefur haldið sig á Sundunum, í Viðey, Grafarvogi og Leirvogi frá því í desember. Að sögn Valdimars Kristins- sonar, sem sá örninn við ósa Varmár í Leirvoginum í gær, virðist hann óvinsæll meðal hrafna og máva sem þar halda sig og hafa reynt að flæma hann í burtu. Kristinn Haukur segir fremur óveiyulegt að ernir haldi sig svo nálægt þéttbýli og telur að þessi haldi í heimahaga sína, sem væntanlega eru við Breiða- íjörðinn eða þar í grennd, þegar vorar. Hann kveðst muna eftir einu tilviki frá því 1984 eða 1985 þegar örn nokkur hélt til við Sæ- braut í Reykjavík í nokkra daga og lá við umferðaröngþveiti þar af þeim sökum. Starri að herma eftir lóu? Aðspurður um hvort lóan sé komin kveðst Kristinn Haukur vera mjög á varðbergi gagnvart lóufréttum á þessum árstúna, en í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var sagt frá því að heyrst hefði í lóu í Breiðholti og einnig kvaðst Fíkniefm fundust á Akranesi LÖGREGLAN á Akranesi lagði hald á talsvert magn af kannabis- efnum og lítilræði af amfetamíni í kjölfar húsleitar í bænum í fyrra- kvöld. Einn maður var handtekinn. Lögreglan réðst til inngöngu í húsið eftir að vísbendingar bárust um að þar hefði farið fram ræktun kannabisefna í talsverðum mæli. Einn maður var handtekinn og var hann látinn laus í gær eftir yfir- heyrslur. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Ekki hefur sannast sala á mann- inn og hann játaði eingöngu að efn- in væru til eigin neyslu. Málið þykir að fullu upplýst samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Akranesi. viðmælandi Morgunblaðsins í Mosfellsbæ hafa heyrt í lóu en hvorugur sá þó lóuna. Kristinn Haukur telur líklegt að þama hafi starrinn verið að villa um fyrir mönnum, en hann er þekkt- ur fyrir að herma eftir öðrum fuglum. „Starrinn er landsfræg eftirherma og bregður fyrir sig allskyns hljóðum, hann hermir t.d. eftir lóum, stelkum, tjöldum og jafnvel hröfnum," segir hann. „Auk þess er staðreyndin sú að langflestar Ióur sem sjást svona snemma halda sig í fjörum,“ bæt- ir hann við. Reyndar segir Kristinn Haukur það ekki einsdæmi að lóan sjáist á þessum árstíma, á hlýju árun- um rétt fyrir miðja öldina hafi t.d. stundum verið hér nokkrir fuglar allan veturinn og stöku sinnum hafi lóa sést í febrúar. „En ég myndi nú bxða enn um sinn með að fagna lóunni og láta sflamávinn vera fyrsta vorboðann eins og venjulega, hann kemur oft á þessum túna,“ segir hann. Ketti bjargað úr sjálfheldu MÁLIN sem koma til kasta lög- reglu og slökkvOiðs eru sem betur fer ekki öll háalvarleg eins og slökkviliðið í Reykjvík varð vart við eitt kvöld fyrir skömmu þegar lítil stúlka í Vesturbæ hringdi í Neyðarlínuna og óskaði aðstoðar. Stúlkan, sem heitir Ása, hringdi skömmu eftir miðnætti og tilkynnti áhyggjufull mjög að kettlingurinn hennar hefði smokrað sér út um þakglugga og væri nú í sjálfheldu, þrátt íyrir ítrekaðar tilraunir eig- enda til að koma honum til hjálpar. Hjartað í Ásu brennur Atvikalýsing slökkviliðsins í skýrslu vegna þessa „eldsútkalls“ vax- því svohljóðandi: „Er einhver í hættu: Kisa. Hvað brennur: Hjart- að í Ásu. Sérstakar hættur: Hún gæti dottið." Slökkviliðið sendi stigabíl á stað- inn og tókst fljótt og vel að bjarga dýrinu úr klípunni, eiganda kisu til mikillar gleði. Einn elsti varðstjóri slökkviliðsins, Þorsteinn Ingi- mundarson, ákvað að færa eftir- farandi vísukom undir liðinn aðrar upplýsingar á skýrslu slökkviliðs vegna málsins, í orðastað Ásu: Hún tróð sér út um þakgluggann og situr úti á syllu, sleikir sig og snurfusar og ráfar um í villu. Ég treysti á ykkur strákar og vonir mínar hengi, hjartahlýju og hugrekki, ég dái vaska drengi. Símtalsflutningur Með einfaldri aðgerð get- urðu flutt símtöl í venjulegan síma, farsíma eða boðtæki. Nánari upplýsingar um verð og sérþiónustu Landssímans færðu í síma 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. LANDS SfMINN Þarftu aðflytja símtöl úrþínum síma í annan? Jarð- skjálfti í Hengli JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3,2 á Richterskvarða varð í norðaust- anverðum Hengli klukkan 10.05 í gærmorgun. Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofu íslands, segir engan í nágrenninu hafa hringt til Veðurstofunnar vegna þessa. Hins vegar viti hún til þess að fólk á Ránargötu, Kjalamesi og í Svínadal hafi fundið skjálftann. Steinunn segir að svo virðist sem upptök skjálftans hafi verið í Kýr- dal sem sé vestarlega á virka svæð- inu. Allt þetta svæði sé hins vegar meira og minna virkt og því sé alltaf von á skjálftum þar öðm hverju. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins send- ir út spurningaskrá í 93. skipti Upplýsingar um kraftaverk og matarhefðir ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safnsins hefur sent spumingaskrá til um það bil 400 manna þar sem spurt er annars vegar um matar- hefðir þjóðarinnar og hins vegar um reynslu svarenda af krafta- verkum. Varðandi matarhefðirnar segir Hallgerður Gísladóttir, deildar- stjóri þjóðháttadeildar Þjóðminja- safnsins, að fólk sé beðið um að segja frá samkomnum þar sem menn rækta ákveðnar matarhefð- ir, t.d. kútmagakvöld, lundaveislur og fleira. Söfnunin er þó ekki bundin við það sem rammíslenskt er. Hallgerður nefndi að í eina svaiúnu sem henni hefur borist við nýpóstlögðum spurningalistanum fylgdi það sögunni að barnaböm svarandans hefðu það fyrir sið að halda pizzuveislur á laugardögum. Slíkar upplýsingar eru einnig þegnar með þökkum og eftir þeim sækist þjóðháttadeildin, segir HaUgerður. Varðandi kraftaverk er fólk spurt hvort það hafi sjálft eða þekki einhvem sem hefur bjargast úr alvarlegum háska eða hlotið lækningu af alvarlegum veikindum á einhvem hátt sem nánast er óút- skýranlegur. „Hafa menn orðið vitni að einhverju sem telja má til kraftaverka? Vita menn um, þekkja eða hafa heyrt sögur af fólki sem talið er búa yfir mætti til að gera kraftaverk?" er spurt. 93. spurningaskráin Hallgerður segir að þjóðhátta- deildin hafi frá árinu 1960 sent spurningaskrár af þessu tagi til hóps fólks; að jafnaði tvisvar á ári. Spumingamar sem nú em sendar er að finna í 93. spurningaskránni. Flestir í þeim um 400 manna hópi sem fær skrámar sendar em á aldrinum 70-100 ára. Hún leggur áhei-slu á að verið sé að leita að „algjörlega persónuleg- um heimildum“ frá þeim sem fá spurningamar sendar. „Við eram ekki að biðja fólk að fletta upp í bókum, heldur að spyrja hvað það hafi heyrt og reynt,“ segir hún. Þótt viðtakendur skránna séu aðeins 400 talsins og allir rosknir segir Hallgerður að vonandi hugsi flem til þjóðháttadeildar Þjóð- minjasafnsins. Hún taki fagnandi á móti upplýsingum frá yngri sem eldri um hvaðeina sem lýtm’ að reynslu fólks af matarhefðum ís- lensku þjóðarinnar íyrr og síðar. Reynslusögur af kraftaverkum þiggur Þjóðminjasafnið einnig með þökkum. FLUTNINGASKIPIÐ Tia bundið við bryggju í Castletownbere. íslenskur skipstjóri fyrir rétti í fíkni- efnamáli í Cork á írlandi Sýknaður af öllum ákærum HÉRAÐSDÓMUR í Cork á ír- landi hefur sýknað íslenskan skip- stjóra á flutningaskipinu TIA, sem gmnaður var um þátttöku í sam- særi um að flytja kókaín inn til fr- lands, af öllum sakargiftum. Starfsmaður dómstólsins stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær að málinu hefði lokið síðastlið- inn fóstudag þegar dómari gaf kviðdómi fyrirmæli um að fella þann dóm að skipstjórinn væri sak- laus af ákæram um að hafa tekið þátt í samsæri um að flytja kókaín inn til írlands. Þegar úrskurðui’inn var kveðinn upp, sl. fóstudag, var meðferð málsins ekki lokið og sagði starfs- maður réttarins að dómarinn hefði gefið kviðdóminum fyrirmælin „vegna lagaatriða, áður en málið vai’ komið til efnislegrar meðferðar hjá kviðdóminum". Skipið TIA, sem skráð var í Belize, var fært til hafnar í bænum Castletownbere á suðurodda ír- lands í nóvember 1996 vegna gnms um að skipið hefði flutt kókaín til Irlands frá Suður-Ameríku. Eig- andi skipsins og skipstjóri er Is- lendingur á sjötugsaldri. Við ítar- lega margra daga leit lögreglu í skipinu fundust engin fíkniefni en skipstjórinn var engu að síður ákærður og fékkst niðurstaða í það mál fyrst sl. fóstudag. Skipstjórinn var hafður í haldi í nokkrar vikur en dvelst nú í Svíþjóð. Skip hans liggur hins vegar enn í höfn á ír- landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.