Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 19.02.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1998 11 FRÉTTIR ÞAÐ verður heldur dýrara að sóla sig á ströndum Suðurlanda í sumar en í fyrra. 6 til 11% hækkun á orlofsferðum MILLI 6 og 11% verðhækkun á or- lofsferðum milli ára kemur fram þeg- ar litið er á nokkur dæmi í verðskrám ferðaskrifstofanna og Flugleiða sem kynntar voru um síðustu helgi. Hækkun er á pökkunum flug og bfll og flug og gisting og nokkur hækkun er einnig á dvöl á sólarströndum. Einnig má fínna dæmi um verðlækk- un frá í fyrra svo og um að verðið hafi staðið í stað. Sem dæmi má nefna hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn verð á flugi til Kaupmannahafnar með bflaleigubíl í B-flokki í tvær vikur fyrir tvo. Kost- aði slíkur pakki í fyiTa 41.300 krónur á mann en í ár er hann 44.600 kr., sem er um 8% hækkun. Þriggja vikna dvöl á Beni Beach á Benidorm, fyrir tvo í tveggja herbergja íbúð, kostaði í fyrra 80.500 en í ár 89.600, sem er yfir 11% hækkun. Tveggja vikna dvöl í sumarhúsi í Hollandi, þar sem fjórir eru saman í húsi, kostaði í fyrra 53.800 en fer í ár í 57.100, sem er tæplega 6% hækkun. Hjá Heims- ferðum má nefna sem dæmi að Mexíkóferð með vikudvöl fyrir tvo á Hotel Posada Real í Cancun kostaði á manninn 79.500 í fyrra en 81.200 kr. í ár, sem er innan við 3% hækkun. Ford Escort bflaleigubíll á Benidorm á Spáni í viku kostaði í fyrra 20.600 en í ár 21.000 kr. Þá kostaði vikuferð til Parísar með gistingu á Hotel Appollinaire 35.600 kr. fyrir tvo í her- bergi með morgunmat í fyrra en í ár 38.200 kr. og er það tæplega 8% hækkun. I verðskrá Heimsferða er einnig dæmi um verðlækkun. Þriggja vikna dvöl fyrir fjóra í íbúð með tveimur svefnherbergjum á Benidoi-m kostaði í fyrra 75.200 kr. fyrir manninn ásamt flugi en í ár fer hún niður í 63 þúsund krónur. Sé litið á nokkur dæmi úr verðskrá Flugleiða kemur í ljós að flug á Kaupmannahöfn og gisting í viku í tveggja manna herbergi á Copen- hagen Star hótelinu kostaði í fyrra- sumar 56.000 kr. fyrir manninn en í sumar er verðið 60.800. Er það tæp- lega 9% hækkun. I Lúxemborg kost- ar slíkur pakki 58.400 kr. á City Hot- el í ár en var 52.400 í fyrra, sem er tæplega 11% hækkun. Þá bjóða Flug- leiðir flug og gistingu á Costa Brava á Spáni, sem kostar á mann miðað við tvo í íbúð á Brava Park 54.400 kr. í ár en var í fyrra á 51.100 kr. og er hækkunin milli ára innan við 7%. Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða segir að skýringar á hækkunum séu annars vegar hærra gengi dollars og hins vegar verð- hækkanir á gististöðum víða erlendis vegna mjög aukinnar eftirspurnar frá Bretlandi, Þýskalandi og fleiri löndum í Mið-Evi'ópu. Skýirnguna á verðlækkun sagði Andri m.a. þá, að náðst hefðu betri samningar um flug til Benidorm og Costa del Sol svo og einfaldari samningar um gistingu þar. Breikkun Gullinbrúar sýnda á skipulagsuppdrætti Ekki talin vera þörf á mati á umhverfísáhrifum „ÞAÐ er af og frá að túlka Aðal- skipulag Reykjavíkur á þann veg að Gullinbrú sé ekki þar inni,“ sagði Stefán Hermannsson borgarverk- fæðingur, vegna fréttar í Morgun- blaðinu þar sem haft er eftir skipu- lagsstjóra ríkisins, að framkvæmda við Gullinbrú sé hvergi getið í ný- staðfestu Aðalskipulagi Reykjavík- ur. Sagði Stefán að Gullinbrú væri ekki á lista yfir matsskyldar fram- kvæmdir, þar sem ekki var talin þörf á mati á umhverfisáhrifum. „Fréttin var villandi," sagði Stef- án. „I kaflanum um aðalgatnakerfið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1992-2016 kemur mjög skilmerki- lega fram á korti að breikkun Gull- inbrúar er inni á framkvæmdatím- anum. Hennar er ekki getið í texta, en aftast í skjalinu er upptalning á framkvæmdum og þar hefur lengi verið til siðs að telja eingöngu upp nýja vegi en ekki breikkun eða fjölgun akreina. Tilvitnunin í Gullin- brú í kafla um nýbyggðasvæði fannst mér vera langsótt." Ekki talin þörf á mati Að sögn Stefáns er Gullinbrú ekki með á lista yfir matsskyldar framkvæmdir, þar sem ekki var tal- in vera þörf á mati á umhverfis- áhrifum. „Við vorum ekki með neinn lista inni í Aðalskipulaginu yf- ir matsskyldar framkvæmdir í fyrstu yfirferð en skipulag ríkisins gerði við það athugasemd og vildi fá upptalningu á helstu framkvæmd- um,“ sagði hann. „Við lögðum fram lista og þeir bættu inn á hann en nefndu ekki Gullinbrú. Ef til vill vegna þess að þeir hafa ekki áttað sig á að hún er á breytingakortinu. Núna segja þeir að þessi listi sé ekki tæmandi og hann ræður því sennilega ekki úrslitum en hann varð nú samt til þess að við gerðum ekki ráð fyrir umhverfismati þegar við hófum vinnuna við brúna í haust.“ Athugun á umhverfísáhrifum Stefán sagði að alltaf hafi verið gert ráð fyrir að allar athuganir á umhveifisáhrifum yrðu gerðar vegna Gullinbrúar eins og alltaf væri gert. Ennfremur benti hann á að í Aðalskipulagi frá 1990, sem staðfest var áður en lög um mat á umhverfis- áhrifum tóku gildi, þá sé breikkun á brúnni sýnd með sama hætti og nú. „Það eru rök fyrir því að formlegt mat þuifi ekki að fara fram þar sem lögin gera ekki ráð fyrir að eldri samþykktar framkvæmdir þurfi slíkt mat,“ sagði hann. „En við munum hlíta úrskurði um mat eða ekki mat með glöðu geði.“ Sjálfstæðisfélag Bessastaðahrepps Gengið frá vali framboðslista SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Bessa- staðahrepps hefur gengið frá vali á framboðslista til sveitarstjórnar- kosninga sem haldnar verða 23. maí nk. Framboðslistinn var valinn að undangengu prófkjöri sem haldið var 22. nóvember 1997. Listinn er samhljóða niðurstöðu prófkjörs í fyrstu níu sætin, en fjögur efstu sæt- in í prófkjörinu fengu bindandi kosn- ingu. Framboðslistinn er skipaður eftir- töldum: 1. Guðmundur G. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, Norðurtúni 3. 2. Snorri Finnlaugsson, deildarstjóri, Vesturtúni 10. 3. Soffía Sæmundsdóttir, myndlistar- maður, Blikastíg 2. 4. Jón G. Gunnlaugsson, framkvæmda- stjóri, Brekkukoti. 5. Þórólfur Árnason, verslunarmaðm-, Lambhaga 12. 6. Bjarni Berg, flugmaður, Litlubæjarvör 1. 7. Hervör Poulsen, bókari, Smáratúni 4. 8. Hallgrímur P. Sigurbjörnsson, Túngötu 9. 9. Salbjörg Bjarnadóttii', markaðs- fulltrúi, Vesturtúni 26. 10. Katrín Gunnarsdóttir, húsmóðir, Ásbyrgi. 11. Ársæll Hauksson, bift'eiðastjóri, Vesturtúni 4. 12. Níelsa Magnúsdóttir, húsmóðir, Austurtúni 2. 13. Birgir Guðmundsson, tæknifræð- ingur, Lambhaga 16. lJ. Maria Sveinsdóttir, fulltrúi, Jörfa. Á aðalfundi sjálfstæðisfélagins var kosin ný stjórn þess. Katrín Gunn- arsdóttir sem verið hefur formaður síðastliðin ár gaf ekki kost á sér aft- ur til formennsku, i stað hennar var kosinn Ársæll Hauksson. Með honum í stjórn eru Hallgrímur Viktorsson, Brynja Guðmundsdóttir, Þórólfur Árnason og Jóhanna Jóns- dóttir. í varastjórn eru Björn Jó- hann Björnsson, Kjartan Þorgeirs- son, Katrín Gunnai'sdóttir, Sigfríður E. Ingvadóttir og Oddný Sigurðar- dóttir. Bókaðu núna og tryggðu þér kr. afslátt fyrir fjölskylduna til Benidorm Heimsferðir kynna nú hagstæð- ustu verð sumarsins til Benidorm, og ef þú bókar núna getur þú tryggt þér 6.000 kx. afslátt fyrir manninn, eða allt að 30.000 kr. afslátt fyrir fjöl- skylduna. Fáðu bæklinginn sendan og kynntu þér glæsilega nýja gistivalkosti fyrir sumarið og tryggðu þér besta verðið í sumar. Fáðu bældinginn sendan MtSVU 200S*V» Verð 39.932 Verð kr. 53.960 Hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur, M.v. 2 í íbúð, Vina del Mar, 2 vikur, Vina del Mar. 15. júlí._______________________________ HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð -sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.